Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + | Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KARL HAFSTEINN HALLDÓRSSON, bóndi frá Ey, Njálsgerði 10, Hvolsvelli, iést mánudaginn 24. apríl á Sjúkrahúsi Suður- lands, Selfossi. Hann verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð, laugar- daginn 29. apríl kl.15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag [slands eða Sjúkrahús Suðurlands, Selfossi. Guðfinna Helgadóttir, v. Margrét Karlsdóttir, Hallbjörg Karlsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Gunnar Helgi Karlsson, Berglind B. Gunnarsdóttir, Kristinn Arnar Karlsson, Irina Kamp, Sigríður Karlsdóttir, Sölvi Sölvason og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB KAREL ÞORVALDSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést að morgni föstudagsins 21. apríl á Sji húsi Akraness. Jarðsungið verður frá Akraneskirkju föstu inn 28. apríl kl. 15. Rósbjörg Anna Hjartardóttir, Kristín Karólína Jakobsdóttir, Þorfinnur Júlfusson, Valgerður Gísladóttir, Sigurborg Guðný Jakobsdóttir, Svava Jakobsdóttir, Ásgrímur Guðmundsson, Valdís Ragnheiður Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐLEIFUR JAKOBSSON, Austurbergi 38, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavlkur, Fossvogi, þriðjudaginn 25. apríl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 2. maí ki. 13.30. Rut Alexandra Friðleifsdóttir, Tryggvi B. Andersen, Kjartan Þór Friðleifsson, íris Daníelsdóttir, Gunnar Friðleifsson, Deborah V. Tanupan og barnabörn. + Ástkær fósturfaðir og afi, VIGFÚS JÓSEFSSON, Sætúni, Langanesi, verður jarðsunginn frá Þórshafnarkirkju lau- gardaginn 29. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigrún Davíðs og börn. + tengdamóðir, amma og Ástkær móðir okkar, langamma, VALGERÐUR GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, Otrateigi 34, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 25. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag Sjúkrahúss Suðurnesja og líknardeild Landspítalans. Hiidur Kristjánsdóttir, Ingibjörn Hafsteinsson, Halldór Kristjánsson, Jenný Ágústsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Anna Daníelsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Vera Björk Einarsdóttir, Guðrún Þura Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ¥ NINA BJORK ARNADOTTIR + Nína Björk Áma- dóttir fæddist á Þóreyjarnúpi, Lín- akradal í Vestur- Húnavatnssýslu 7. júní 1941. Foreldrar hennar voru hjónin Lára Hólmfreðsdóttir og Árni Sigurjómsson þar búandi. Þrettán mánaða gömul fór Nína í fóstur til ömmusystur sinnar Ragnheiðar Ólafs- dóttur og manns hennar Gísla Sæ- mundssonar að Garðsstöðum við Ögur í Djúpi. Ólst hún upp hjá þeim og fluttust þau til Reykjavíkur árið 1946 og voru búsett í Reykjavík síðan. Nína Björk var gagnfræðingur frá Núpi í Dýrafirði og lauk sfðar námi frá Leiklistarskóla Leikfé- lags Reykjavikur og stundaði um nokkurra missera skeið nám við leiklistarfræðadeild Kaupmanna- hafnarháskóla. Hún var skáld og húsfreyja í Reykjavík, á Eyrar- bakka og í Kaupmannahöfn. Hún gaf út sína fyrstu ljóðabók, Ung ljóð, árið 1965 og síðan margar ljóðabækur, skáldsögur, smásög- ui-, leikrit og ævisögu Alfreðs Flóka. Ljóð hennar voru þýdd á fjölmörg erlend tungumál og leikrit hennar sýnd í öllum hefðbundnu leikhús- unum hérlendis og í sjónvörpum á Norð- urlöndum. Hún fékk Ijölmargar viður- kenningar fyrir skáldskap sinn, m.a. úr Rithöf- undasjóði Ríkisútvarps og var borgarlistamaður Reykjavíkur ár- ið 1989. Nína Björk giftist 1. sept. 1966 Braga Kristjónssyni bókakaup- manni og eru synir þeirra: Ari Gísli Bragason, kv. Sigríði Hjaltested, þeirra dóttir Ragnheiður Björk; Valgarður og Ragnar Isleifur. Sálumessa verður í Landakots- kirkju kl. 13.30 fimmtudaginn 27. aprfl. Takk Nína fyrir liðnar stundir. Takk fyrir að taka mér og syni mín- um Halldóri opnum örmum í fjöl- skylduna. Takk fyrir að gleðjast með okkur þegar við Ari hófum búskap og giftum okkur síðar á Þingvöllum. Takk fyrir að taka þátt í fæðingu Ragnheiðar Bjarkar, sólargeisla þíns. Þú stóðst vaktina með okkur alla nóttina á fæðingardeildinni og varst á bæn. Takk fyrir allar góðar stundir í blíðu og stríðu. Takk fyrir þá ást sem þú gafst okkur öllum Nína mín. Guð blessi þig og geymi. Sigríður Hjaltested. „Er of snemmt að klippa rósirn- ar?“ Ég heyri enn fallegu röddina hennar Nínu. Það er bjartur en kaldur vordagur fyrir um það bil tíu árum og við Nína erum úti í garðin- um hennar við Sólvallagötu að huga að gróðri. Við komum okkur saman um að það væri of snemmt að klippa rósirnar, vorið væri ekki almenni- lega komið. Þess í stað fórum við á kaffihús niðri í bæ og ímynduðum okkur að við værum flandrarar í stórborg, eins og þær Amalie Skram og Victoria Benedictsson hundrað árurn fyrr í París. Löngu áður höfð- um við flandrað um Kaupmannahöfn þar sem Nína þekkti hvern krók og kima, þrætt antikverslanir á Frederiksberg, mátað gömul föt og klætt okkur út. í einni slíkri verslun fann Nína svarta háhælaða skó sem hún lét mig kaupa og eru spari- skórnir mínir enn þann dag í dag. Við vorum á leið á norrænt kvenna- bókmenntasemínar sem haldið var í smábænum Skælskor á Sjálandi. Þarna voru margar frægustu skáld- konur Norðurlanda samankomnar, auk nokkurra bókmenntafræðinga sem fengu að fljóta með. Semínarið í Skælskpr varð bæði skemmtilegt og sögulegt, og okkur Nínu endalaus uppspretta hláturs og ánægjulegra endurminninga. Sömu dagana hélt úthlutunarnefnd Norrænu bók- menntaverðlaunanna fund sinn í Reykjavík, og á síðasta degi semín- arsins var tilkynnt hvaða karlskáld hefði fengið þau í þetta sinn. Þegar þetta var höfðu aðeins karlar fengið þessi verðlaun. Þessu mótmæltum við konur á semínarinu í Skælskpr og sendum skeyti þess efnis til bæði fjölmiðla og fundarins í Reykjavík, þar sem ennfremur var tilkynnt að í Skælskor hefði þegar verið stofnað til Norrænna kvennabókmennta- verðlauna og þau veitt í fyrsta sinn finnska rithöfundinum Márta Tikk- anen fyrir Ástarsögu aldarinnar. Þetta átti eftir að draga dilk á eftir sér í umræðum um íslenska Ijóða- gerð, en um þessar mundir var í undirbúningi Ijóðlistarhátíð þar sem láðst hafði að bjóða konum þátttöku. I háðungarskyni kölluðum við Nína þessa hátíð ævinlega ljótlistarhátíð- ina með t-i. Við Nína kynntumst í gegnum skáldskapinn. Ég bað hana að skrifa fyrir mig sögu í safn smásagna um og eftir íslenskar konur sem ég var að taka saman. Hún bjó þá við Laufásveginn, með fallegt útsýni yfir Hljómskálagarð- inn og var með yngsta son sinn í vöggu. Söguna nefndi hún „Síðan hef ég verið hérna hjá ykkur“ og er hún mjög nýstárleg í íslenskum bók- menntum. Hún er sögð frá sjónar- horni ungrar konu í sálarháska, er eins konar mónódrama, þar sem hversdagsleiki og fantasía blandast saman á tragikómískan hátt. Sjálf lifði Nína við sálarháska sem ágerð- ist með árunum og gerði vinum hennar oft erfitt fyrir sem vildu hjálpa en vissu ekki hvernig. Hún var mjög viðkvæm og auðsærð, en um leið næm fyrir atvikum, samtöl- um og tilsvörum sem fengu tákn- ræna vídd í frásögn hennar. Hún hafði einstakan húmor, sem ekki fólst í tilbúnum bröndurum, heldur í tungumáli og sjónarhorni, því sem var að gerast á líðandi stund, varð- aði á einhvern hátt viðstadda og skipti þá máli. Hún hafði mikla nær- veru og gerði öllum hátt undir höfði. Hún var mjög vel máli farin, bæði í frásögn og raddbeitingu, og var svo góður upplesari að unun var á að hlýða. Bæði í lífi sínu og skáldskap var hún upptekin af mannlegum samskiptum, einkum í tungumáli, og fjalla mörg ljóða hennar um þann túlkunarvanda sem fylgir samskipt- um manna. Þau lýsa í senn annar- leika og þrá eftir samkennd sem er þó ævinlega óuppfyllt, því að eitt- hvað er að sem ekki verður tjáð nema í skáldlegri mynd: Þú spurðir Þú spurðir hvar mig væri að finna. Éghefekkifaliðmig en bý inní dökkbláu bergi langt inní dökkbláu bergi sem verður á stundum svart. Og efalaust myndi þér þykja einkennilegt þar mni. Nína gaf mikið af sér í Ijóðum sín- um, þar er hana að finna, og í þeim lifir hún áfram: Sjálfsmynd Hjartað í mér erfuglvesturíFlatey. Hvemig ættb- þú margslungna manneskja að geta skilið það? Eitt það fyrsta sem ég heyrði um Nínu var að sjálfur Sigurður Nordal hefði kallað hana á sinn fund eftir að fyrsta ljóðabók hennar Ung ljóð kom út. Svo góð þótti honum Ijóðin, og það þótti fleirum. Nína var mikið skáld, þó fremur ljóða og stuttra texta en langra skáldsagna, þótt hún hafi reynt fyrir sér á því sviði, ef til vill vegna þess að skáldsögur eru vin- sælli á bókamarkaði (og hjá útgef- endum) en ljóðabækur. Hún var af- kastamikill höfundur, þótt henni þætti það ekki sjálfri, gaf út ljóð, leikrit, skáldsögur og ævisögu, auk þess sem hún birti ljóð og texta í tímaritum. Hún var alltaf að skrifa. Eitt það síðasta sem hún sagði mér var að hún væri að ganga frá handriti að ljóðabók með ljóðum eingöngu um konur. Það er kannski táknrænt fyr- ir mannleg samskipti að hún sagði mér þetta í símsvara. Nína var mjög trúuð og bað fyr- ir vinum sínum, líka þeim sem ekki trúðu, þegar hún fann það á sér að þeir áttu bágt. Þeim þótti gott til þess að vita og fundu í því huggun. Hver biður fyrir þeim nú? Ég kveð vinkonu mína úr sárum fjarska og með miklum söknuði, þakka henni einlægnina, trúnaðinn og skemmt- unina um áratuga skeið, og bið henni blessunar þess guðs sem hún trúði á. Braga og sonum þeirra þremur sendi ég innilegar samúðarkveðjur, einnig litlu Ragnheiði Björk sem hefur misst ömmu sína. Elsku Nína mín, það var of snemmt að klippa rósirnar. Berlín í sól upprisudagsins 2000, Helga Kress. Nína Björk Ámadóttir. Minningarorð. Blakaégljóðvængjum.- Bládjúp himins erumigalltumkring, og í Ijósöldum lofthafsins mikla baða ég sál mína og syng. - Blaka ég ljóðvængjum. - Berst ég glaður upp yfir storð og stund. Hverfur og gleymist í himinljóma húm yfir harmanna grund. Nína Björk, vinkona mín í hartnær hálfa öld, hefur kastað kveðju. Nína var svo viðkvæm og full af ástríðum og tilfinningum að yfir flóði á stundum. En hún var svo skemmtileg og húmorinn svo hárf- ínn. Oft tók hún flugið í frásögn þar sem hún lék öll hlutverkin og við dramatískan lestur ljóða hló hún og grét í senn. Ég, óvitinn, hef sjaldan upplifað í leikhúsi þá stemmningu sem Nína skapaði oft ein og sér á eigin sviði heima eða heiman. Nína vinkona mín er dáin. Hún fyllir tuginn sem farinn er héðan úr okkar gömlu klíku frá unglingsár- unum og kennd var við Fróða. Við hvert brotthvarf vinanna koma þeir allir upp í hugann. Heimsmyndin brenglast æ meir fyrir mér. Ég sakna þjn. Moldin er sterk og margt, sem bindur. - Viskunni er vamað máls. Blaka ég ljóðvængjum. Bresta hlekkir jarðar—og ég er frjáls. (Grétar Fells.) Anna Agnars. Það eru þrjátíu ár frá því ég sá Nínu Björk Árnadóttur fyrst. Skáld- konan birtist ásamt Sigfúsi efst á stigapallinum í bókabúð Máls og menningar með afskaplega mikið af rauðu hári og stríðnisleg augu í smá- gerðu andliti og ég man að ég horfði á hana svífa hlæjandi niður stigann og hugsaði að þessi hrífandi vera hlyti að hafa stigið út úr einhverju ævintýri í bókahillunum. Kannski gerði hún það líka. Alténd kunni hún þá list að breyta hversdagslegum hlutum í meinfyndinn skáldskap, fékk jafnvel frystikistur til að tala. Þá var gaman að vera samferða henni og mikið hlegið. Erfiðara þeg- ar hvunndagurinn varð að dimmum skógi og við hin hluti af skóginum og henni ekkert skjól. En sögurnar sem hún sagði síðar þaðan í ljóðum, oft undurnæmum, afhjúpuðu að jafnvel þegar viðkvæmni hennar og ótti var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.