Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 35 LISTIR Enn eitt stórvirkið Heimspeki hversdagsins og sálfræði daglegs lífs TONLIST ísafjarðarkirkja BACH-HÁTÍÐ Flytjendur: Margrét Bóasdóttir sópran; Jóhann Smári Sævarsson bassi; Hátíðarkór Tónlistarskóla ísafjarðar, kórstjóri Beata Joó; Kammerhljómsveit, stjórnandi Ingvar Jónasson. Föstudaginn langa, 21. apríl. í ANNAÐ sinn á tveimur árum urðu fsfirðingar og nágrannar vitni að sannkölluðu þrekvirki á sviði tónlist- arinnar. í fyrra var það flutningur á Messíasi eftir Hándel. I ár var komið að hljómsveitar- og kórverkum eftir Johann Sebastian Bach. Tilefnið er að 250 ár eru liðin frá andláti tónskálds- ins. A sama tíma að ári er ætlunin að flytja Sálumessu Mozarts. Hvað er að gerast á Vestfjörðum? Rétt eins og ekkert væri sjálfsagðara er ráðist í hvert þrekvirkið á fætur öðru. Það er auðvitað langt frá því að vera sjálfsagt. En skýringin er kannski ekki svo langt undan. Hér býr hefð, ríkur metnaður og samtaka- máttur að baki. Tónlistarskóli Isa- fjarðar, undir stjóm Sigríðar Ragn- arsdóttur, og Tónlistarfélag Isafjarð- ar eru driffjöðrin, ásamt stjórnandan- um Ingvari Jónassyni. Þá er að geta ómetanlegs stuðnings fjölmargra fyr- irtækja og stofnana sem gera stór- virki eins og þetta mögulegt. Þá er hlutur kórfélaga ekki lítill, því kórinn sem og stjómandi hans, Beata Joó, tekur hlutverk sitt mjög alvarlega. Hljómsveitin er sldpuð úrvalsfólki og sama gildir um einsöngvarana. Hvergi er slegið af kröfum. Fyrst á efnisskránni var hljóm- sveitarsvíta nr. 1 í C-dúr BWV1066. Hljómsveitarsvíturnar fjórar BWV 1066-69 em framúrskarandi dæmi um þessa tegund tónlistar frá barokktímanum. Svítumar em hríf- andi tónlist og í sumum þeirra má finna einhver þekktustu verk Bachs. Dæmi um það er hið fræga „Lag fyrir G-streng“, sem er útsetning á hæga kaflanum úr þriðju svítunni. Það sem er skemmtilegt við svítumar er líka hversu mikill jöfnuður ríkir milli hþóðfæra. Strengja- og blásturs- hljóðfæri spila t.d. samskonai- tón- hendingar og endurtaka jafnvel sömu hendingarnar. Hljómsveitarsvíta nr. 1 hljómaði fallega í Isafjarðarkirkju. Bæði er hljómburður í kirkjunni mjög góður og svo hefur Ingvari tekist að laða fram einstaklega fallegan barrokk- hljóm í kammersveitinni. Hljómurinn var seiðandi og silkimjúkur. Svolítið óöryggi í samspili gerði þó vart við sig stöku sinnum. Byrjun á svokölluðum Langbarðadansi varð að tvítaka, en það var lítill ljóðm- sem þó náði að verka traflandi á heildarapplifunina. Blásaramir léku einstaklega vel. Þá var komið að Kantötu BWV140, „Wachet auf, raft uns die Stimme", eða „Vakna, Síons verðir kalla“. Strax á fyrstu tónunum mátti heyra að hér var kominn vel undir- búinn og einbeittur kór. Hrein unun var að hlýða á lokasönginn „Gloria sei dir gesungen“. Hátíðarkór Tónlistar- skóla Isafjarðar var stofnaður haust- ið 1998 í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá fæðingu Ragnars H. Ragnar, skólastjóra og tónlistarfrömuðar á ísafirði um áratuga skeið. Hátíðarkórinn er skipaður núver- andi og fyrrverandi nemendum og kennuram Tónlistarskóla ísafjarðar ásamt fleira áhugafólki. Tenórar vora góðir í sólóhlutverki í kóralnum í kantötunni. Kórar úr Matteusarpassíu og Jóhannesarpass- íu voru fallega sungnir. Það reynir veralega á kórfólkið í verkum Bachs, því hann semur eins og um hljóðfæra- raddir sé að ræða. Það er ljóst að stjómandi kórsins, Beata Joó, hefur unnið gríðarlega gott starf. Margrét Bóasdóttir fór ákaflega vel með tónles í „Er kommt, er kommt“. Röddin falleg og féll vel að viðfangsefni og stfl. Sama má segja um dúettinn „Wenn kommst du, mein Heil“. Eitthvað mistókst þó í dúettin- um „Mein Freund ist mein“, þar sem nokkrir tónar vora ekki nægilega hreinir undir lokin. Jóhann Smári Sævarsson söng af öryggi. Röddin er djúp og dramatísk og nýtur sín kannski ekki nægilega í tónlist Bachs. Hún hentar mun betur á óperasviði. Hann náði því ekki að sýna hvað í honum býr. Af einstökum hljóðfæraleikurum er ærin ástæða til að lofa frammi- stöðu óbóleikaranna Kristjáns Þ. Stephensen og Eydísar Franzdóttur, og konsertmeistarans, Sigurlaugar Eðvaldsdóttur. Ingvar Jónasson á mestan heiður skilið fyrir sinn þátt í Bach-hátíðinni. Tónleikamir era að miklu leyti fólgn- ir í hans eigin undirbúningsvinnu. Sem dæmi um það má nefna að hann skrifaði sjálfur út allan partítúr. Hann er mjög hvetjandi persóna sem stjómar tónlistarfólkinu af festu og öryggi. Líkt og við flutninginn á Messíasi fyrir ári vora tónleikamir hljóðritað- ir. Gæði tónlistarflutningsins þá komu á óvart. Gaman verður að heyra upptökur frá Bach-hátíðinni, enda orðið ljóst að hér er efni á ferð sem á fullt erindi við fleiri en tónleikagesti. Efnisskrá Bach-hátíðarinnar er falleg og ítarleg. Að lokum er rétt að óska öllum aðstandendum Bach-há- tíðarinnar til hamingju með enn eitt stórvirkið og gæfu með það næsta, Sálumessu Mozarts. Kristinn Níelsson OPINN Háskóli hefur starfsemi sína í Háskóla Islands mánudagskvöldið 1. maí með námskeiðinu Heimspeki hversdagsins - tilvistarstef á 20. öld. Kvöldið eftir, 2. maí, hefst síðan námskeiðið Sálfræði daglegs lífs. I fyira námskeiðinu verður á níu kvöldum tjallað um nokkur meginstef tilvistarheimspekinnar sem hefur í senn endurspeglað og mótað hugarfar einstaklinga og lífsstfl á öldinni sem er að líða. Tilvistarheimspekin leitast einkum við að greina hversdagslega •reynslu manneskjunnar. Hún spyr hver séu grundvallarskilyrði mann- legrar tilvera og hvemig manneskjan geti gefið lífi sínu merkingu í ijósi þeirra. Undir hana falla kenningar sem leggja höfuðáherslu á sérstöðu mannlegrar tilvistar og að hún verði einungis skilin réttilega með hliðsjón af persónulegri reynslu og ákvörðun- um. Umsjónarmaður og einn fyrirlesara er Vilhjálmur Amason heimspekingur, en eftirtaldir fyrirlestra verða haldnir: „Pascal - rök hjartans". Eyjólfur Kjal- ar Emilsson, prófessor í heimspeki; „Tilvistarstefiian - andóf gegn hefð- inni“: Vilhjálmur Ámason; „Kierkega- ard - veldu sjálfan þig“: Kristján Áma- son, dósent í bókmenntafræði ; „Nietzsche? fagurfræði hversdagsins": Róbert Haraldsson, lektor í heim- speki; „Emerson - að skapa sjálfan sig“: Róbert Haraldsson; „Sigurður Nordal - einlyndi og marglyndi": Gunnar Hai'ðarson, dósent í heim- speki; „Heidegger - hið hversdagslega og hið einstæða": Magnús Diðrik Bald- ursson, heimspekingur; „Camus - fjar- stæðan og uppreisnin": Páll Skúlason, prófessor í heimspeki og háskólarekt- or og loks „Sarfre - frelsið og ábyrgð- in“. Vilhjálmur Ámason. I námskeiðinu Sálfræði daglegs lífs sem hefst kl. 20.00,2. maí verður á sex kvöldum íjallað um efni sem ætla má að höfði til almennings og sem ákaf- lega margir glíma við í daglegu lífi. Gylfi Ásmundsson sálfræðingur er umsjónarmaður námskeiðsins. Fluttir verða eftirtaldir fyrirlestrar: Kvíði og kvíðastjómun: Oddi Erlingsson, yfir- sálfræðingur á geðdeild Landspítal- ans; Svefii og svefhtruflanir: Júh'us K. Bjömsson, sálfræðingur á Rannsókn- arstofnun uppeldismála; Verkir og verkjameðferð: Dr. Eiríkur J. Líndal, sálfræðingur á geðdeild Landspítal- ans; Agi og agavandamál hjá bömum: Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur, forstöðumaður Stuðla, meðferðar- heimilis fyrir unglinga, Þunglyndi: Forvai'nir og sálfræðileg meðferð: Eir- íkui' Öm Amarson, yfirsálfræðingur á geðdefld Landspítalans og dósent; Sjálfstyrking.: Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingm'. Námskeiðin eru öllum opin end- urgjaldslaust, en væntanlegir þátttak- endur verða að skrá sig hjá Endur- menntunarstofnun Háskólans. VINNII- SÁLFRÆÐI Hljómþýður söngur TOIVLIST Selljarnarneskirkja KÓRATÓNLEIKAR Rangæingakórinn undir sljórn Elínar Óskar Óskarsdóttur flutti íslensk kórlög. Einsöngvarar með kórnum voru auk söngstjórans Kjartan Ólafsson, Gissur Páll Gissurarson, Bryndís Jónsdóttir og Sigrún Flóvenz. Samleikari á flautu var Marianna Másdóttir og undir- leikari á píanó Hólmfríður Sigurð- ardóttir. Þriðjudaginn 18. apríl. UNDANFARNAR vikur hafa kór- arnir á Reykjavíkursvæðinu verið að gera upp vetrarstarfið og halda sína árlegu vprtónleika. Rang- æingakórinn hélt sína tónleika í Seltjarnarneskirkju sl. þriðjudags- kvöld en á efnisskránni voru ein- göngu íslensk kórlög. Tvö fyrstu viðfangsefnin vora raddsetningar á íslenskum þjóðlög- um, fyrst Tíminn líður, sem er raddsetning eftir Árna Harðarson, og þá ágæt útsetning söngstjórans á Nú er ég glaður á góðri stund, þar sem formið er víxlsöngur ein- söngvara og kórs. Einsöngvari var Gissur Páll Gissurarson, er skilaði sínu mjög fallega. Fuglinn í fjör- unni eftir Jón Þórarinsson, Smá- vinir fagi-ir eftir Jón Nordal, I kvöld þegar ysinn er úti eftir ísólf Pálsson, tvö lög eftir undirritaðan, 'Vorvísa og Fyrirlátið mér, Faðirinn góði og Gömul vísa eftir Gunnstein Olafsson vora næstu viðfangsefni, allt ómþýð og alþýðleg kórlög, er voru fallega sungin af kórnum. Frumflutt var lag eftir Torfa Ól- afsson við kvæðið I musterinu eftir Davíð Stefánsson. í því lagi sungu söngstjórinn og Kjartan Olafsson einsöng og auk píanistans, Hólm- fríðar Sigurðardóttur, lék Marí- anna Másdóttir á þverflautu. Þetta er ómþýtt lag er var flutt af þokka. Syrpa með lögum eftir Sigfús Hall- dórsson var fallega sungin, en í þeim lögum sungu Bryndís Jóns- dóttir, Sigrún Flóvenz og Gissur Páll Gissurarson einsöng og var flutningur þeirra hljómþýður og fallega framfærður. Tvö síðustu kórverkin eru eftir Björgvin Þ. Valdimarsson, Ástar- þrá og Rangárþing, og vora ágæt- lega flutt. Rangæingakórinn er góður og það sem helst mætti gagnrýna er hversu viðfangsefnin voru nær eingöngu af léttara tag- inu, auk þess sem söngstjórinn hef- ur auðheyrilega lagt áherslu á þýð- an og mjúklega mótaðan flutning, svo söngurinn var helst til áreynslulaus á köflum. Þó mátti vel heyra að kórinn er vel þjálfaður og gæti hvað snertir raddgæði tekist á við erfiðari verkefni en gert var að þessu sinni. Jón Ásgeirsson Samskipti á vinnustað Á flestum vinnustöðum eru samskipti flókin og oft vandasöm. Á námskeiðinu verður kennd samskiptalík- an til að auka samstarfshæfni þátttakenda og þjálfa viðbrögð sem leysa ágreining og auka vinnugleði. Námskeiðið er ætlað fyrir: Stjórnendur, yfirmenn og aðra starfsmenn sem í starfi sínu þurfa að takast á við samskipti og samstarfsvanda. Leiðbeinendur og höfundar námskeiðs eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Upplýsingar og skráning í síma Sálfræðistöðvarinnar, 562 3075, milli kl. 11 og 12/fax 552 1110. Námskeid fyrir eldri borgara... • Grwndvallaratriði upplýsingðtækni • Windows stýrikerfid • Word ritvinnsla • Notkun Internetsins Námskeiðið Hefst 16. nóvember og Ukur 16. desemher. Keunt verður á pridjudögum og flmmtudögum rtimrtrs vegrn* frá kí. 9:00 til 12:00 og hins vegar frá 13:00-16:00 Nánari upplýsingar og innritun i simuni 555 4980 og 544 4500 ... 60 ára og eldri Nýi tölvu- & viðskiptaskolinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirðí - Sfmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlíðasmára 9- 200 Kópavogl - Sfml: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.