Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 25 ERLENT Ný hag- fræði, gamli raunveru- leikinn AP Mikill atgangur hefur verið undanfarna daga og vikur í kauphöllum víða um heim. Myndin er tekin í Kaup- höllinni í New York (NYSE) í gær. eftir Esther Dyson ©The Project Syndicate. EG ætla að hefja mál mitt á aðvör- un: varið ykkur á blekkingunum. Allir sem einhvem tíma hafa verið yfirmenn markaðsdeilda í bandarískum fyrirtækjum geta farið til Palo Alto í Kísildal, staðið á horninu á Sand Hill Road og fengið 25 milljónir bandaríkjadala fyrir að koma upp vefsíðu um sí- amsketti. Vikuna á eftir kemur einhver á fót vefsíðu um persneska ketti. A sama tíma getur hver sem hefur eitthvert fjármálavit sagt upp störfum hjá JP Morgan eða Citibank, talað við þrjá vini sína (einn þeirra fór í tölvuáfanga í menntaskóla) og aflað 100 milljóna bandaríkjadala til fjárfestinga á Netinu. Þetta fólk selur hvert öðru hugmyndir. Verð rýkur upp úr öllu valdi og þessum einstakling- um finnst þeir sjálfir vera stór- kostlegir. Þetta er hrollvekjandi. I raun á sér lítil verðmætamyndun stað. Segjum sem svo að 20 fyrirtæki komi á fót vefsíðum um ketti. Hvert þeirra býst við að fá 20% markaðshlutdeild. Reiknið sjálf: dæmið gengur ekki upp. Þótt ég fagni tilkomu áhættu- fjármagns í netfjárfestingum utan Bandaríkjanna er ég áhyggjufull. Sama vitleysan á sér þar stað. Þrír strákar, ég nefni engin nöfn því mér finnst lítið til þeirra koma, ákveða að stofna áhættufjár- magnssjóð til fjárfestinga í há- tækni í Evrópu og fara af stað. Þeir afla 100 milljóna dollara eins og ekkert sé. Jafnvel fólk sem áður fjárfesti í rússneskri olíu og stájfyrirtækjum fylgir straumnum. Ég fékk sí- mbréf frá einum þeirra, Boris Jordan, þar sem hann sagðist vera að stofna áhættufjármagnssjóð til fjárfestinga í evrópskri hátækni og spurði hvort ég hefði áhuga á að vera með. Við lifum ekki lengur á tímum þar sem skortur er á áhættufjármagni og áhuga og við höfum farið hratt inn í tíma þar sem of mikið af hvorutveggja er til staðar. Eftir sem áður er of lítið framboð af fólki sem veit hvað það er að gera. Flestar hugmyndir sem tengjast Netinu eru ágætar en hvað gerir þær arðbærar? Fólk sem kann að reka fyrirtæki. Það liggja engir töfrar bakvið það að koma vefsíðu á laggirnar. Töfrarnir felast aftur á móti í því að ráða fólk, að stuðla að samvinnu yfirmanns söludeildar og yfirmanns markaðsdeildar, sjá til þess að rafrænar pantanir skili sér í raun, að hafa einhvern í sím- svörun og að takast á við allt sem upp kemur í viðskiptum. Þótt salan aukist um 20% á mánuði er ekki hægt að stækka fyrirtækið um 20% í hverjum mán- uði. Varið ykkur á þeim sem segja að ekkert mál sé að stofna netfyr- irtæki. Þetta lærði ég með gömlu að- ferðinni. Fyrstu fjárfestinguna mína gerði ég í félagi við náunga frá Ungverjalandi sem leitaði eftir samstarfi um að koma Compu- Serve á laggirnar í Ungverjalandi. Þessi náungi var ekki sá hæfasti sem ég gat fundið en CompuServe var gott vörumerki. Fjárfestingin reyndist vera léleg en ég lærði meira á henni en ég hefði lært hefði hún gengið upp. Hver var lærdómurinn? Treystu frekar fólki en vörumerkjum, sér- staklega á sérhæfðum markaði. Mikilvægt er að leggja traust sitt á fólk því upplýsingar um Net- ið eru af skornum skammti. Að sjálfsögðu vantar okkur sömu upp- lýsingar um vegakerfið; við vitum ekki hversu margir vegir eru til; við vitum ekki hversu margir fara um þessa vegi; við vitum ekki ná- kvæmlega hversu margir bílarnir eru því sumum þeirra hefur verið hent og aðrir hafa eyðilagst í árekstrum. Samt skiljum við öll áhrif einkabílsins á efnahagslífið. Netið er farvegur eins og vega- kerfið en ætlað til boðskipta. Fólk og tölvur geta nýtt sér þennan far- veg en sjónvarps- og útvarpssend- ingar líka. Það er sniðið að ólíkum tegund- um boðsendinga. Innan nokkurra „En ekkert nethag- kerf i þrífst án net- samfélags. í slíku samfélagi svarar fólk fyrir sig. Neytendur þar vilja ekki vera verndaðir heldur vilja velja sjálfir. Það þýð- ir endalok „hins opin- bera“.“ ára verða fleiri tæki tengd Netinu en einstaklingar. Fyrstu 40 árin settum við tölvurnar upp og þær gátu ekkert gert nema einhver hefði matað þær með upplýsing- um. Flestar upplýsingarnar voru viðskipta- eða hagfræðilegs eðlis og frekar óhlutbundnar. Núna höf- um við tengt þetta sýndar-net við raunveruleikann. Allt í einu birtist ísskápurinn sem þig langar í á skjánum. Á ferðatöskunum þínum er lítið merki sem segir þér hvert flugfé- lagið sendi þær ef það sendi þær annað en þig. Skólabíll barna þinna lætur þig vita að hann sé á leiðinni og þú sendir þau af stað til að ná honum og lestir láta þig vita um seinkun á áætlun. Allt í einu sjáum við ekki eingöngu sýndar- veruleika með því að ýta á takka því hér er raunveruleikinn sjálfur á ferðinni. Þetta á eftir að valda mikilli byltingu í því hvemig við sjáum heiminn fyrir okkur og um leið mun skapast stór gjá á milli þeirra heimshluta sem eru tengdir og þeirra sem eru það ekki. Hér kemur önnur aðvörun mín: allir ættu að taka Netið alvarlega. Á síðustu 10 árum hef ég fylgst með hinum miklu breytingum í A- Evrópu. Samfélög og hagkerfi sem áður voru óhagkvæm og hreint út sagt heimskuleg voru endurskipulögð. Rótgróin fyrirtæki lögðu upp laup- ana og fólk í hærri stöðum sá hvernig staða þess varð einskis virði. Hið sama mun gerast alls staðar fyrir tilstilli Netsins. Þessi áhrif munu valda meiri skaða utan Bandaríkjanna þar sem efnahags- líf þeirra var þegar fyrir síbreyti- legt, nokkuð skilvirkt og oftar en ekki uppskrúfað af alls kyns auglýsingaskrumi. Það verður að segjast að efna- hagslíf V-Evrópu er ekkert sér- lega skilvirkt með allar sínai’ reglugerðir, takmarkanir og laga- setningar sem fara ekki saman. Ríkisstjórnir senda frá sér leið- beinandi vinnureglur en ríkin beita þeim misjafnlega. í Evrópu er verðlagning skoðuð í ljósi siðferðis eða jafnvel laga. í Bandaríkjunum hefur verðlagning eingöngu raun- hæft gildi; markaðurinn ræður. Elítan fagnar tilkomu hátækni og er hlynnt rafrænum viðskipt- um. Viðhorf hennar minnir mig þó á orð Rússans sem sagði við mig árið 1990: „Ríkisstjóm okkar ætlar að gefa verðlagningu frjálsa rétt eins og ríkisstjórn ykkar!“ En ekkert nethagkerfi þrífst án netsamfélags. í slíku samfélagi svarar fólk fyrir sig. Neytendur þar vilja ekki vera verndaðir held- ur vilja velja sjálfir. Það þýðir endalok „hins opinbera". Allt í einu er ekki hægt að stjóma fjöl- miðlum. Enn er hægt að stjórna hversu margar klukkustundir eru sendar út í sjónvarpi á tilteknu tungumáli en ómögulegt er að stjórna því hvað fólk fær að sjá á Netinu. Rótgróin fyrirtæki, klass- ískir viðskiptahættir og verðlagn- ingarkerfi, hefðbundnar leiðir til dreifingar - allt er þetta nú í hættu. Sérhvert land þarf að spyrja: „Eigum við að stökkva yfir ána á undan hinum löndum heimsins eða á eftir þeim?“ Fyrir stökkið er gott að ákveða hvar eigi að koma niður handan árinnar. EstherDyson er stjórnnrformaöur hjá PC Forum og einn helsti tnls- maðui’ Netsins. Jarðanámið í Zimbabwe gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahaginn Ottast að tóbaksútflutn- ingurinn snarminnki Harare. Reuters, AP, AFP. EKKERT lát er á blóðsúthellingun- um í Zimbabwe vegna jarðanáms stuðningsmanna Roberts Mugabe forseta og óttast var í gær að árásir landtökumanna á bújarðir hvítra bænda yrðu til þess að verulega drægi úr tóbaksútflutningnum, helstu gjaldeyristekjulind landsins. Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Hreyf- ingar fyrir lýðræðislegri breytingu (MDC), sagði að tveir stuðnings- menn flokksins hefðu beðið bana í árásum í bænum Kariba á þriðjudag og fimm hefðu særst, þar af tveir al- varlega. Þriðji stjórnarandstæðing- urinn hefði dáið af völdum sára sem hann fékk í árás í bæ nálægt Harare á mánudag. Tsvamgorai sagði að fimm félagar í MDC hefðu verið myrtir á síðustu fimm dögum og hótaði árásum á heimili stjórnmála- manna í stjórnarflokknum, ZANU- PF, sem verðu ofbeldið opinberlega. Trúarleiðtogar boðuðu forystu- menn ZANU-PF og MDC til friðar- viðræðna í Harare en stjórnarflokk- urinn sendi engan fulltrúa á fundinn. Að minnsta kosti ellefu manns hafa látið lífið í pólitíska ofbeldinu frá því í febrúar þegar tillaga stjórn- arinnar um nýja stjórnarskrá var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðan þá hafa svartir landtökumenn lagt undii’ sig um 1.000 bújarðir hvítra bænda og þingið hefur samþykkt lög sem heimila stjórninni að taka jarðir eignarnámi án þess að greiða bætur. Óttast er að jarðanámið hafi al- varlegar afleiðingar fyrir bágborinn efnahag landsins, en hann er mjög háður útflutningi landbúnaðaraf- urða, einkum tóbaks, sem er helsta tekjulind landsins. Jarðanámið varð til þess að framboðið á tóbaki var miklu minna en venjulega þegar fyrstu uppboð ársins á tóbaksupp- skerunni hófust á miðvikudag. Áð- eins 3.500 tóbaksbaggar höfðu þá borist á uppboðin sem er aðeins þriðjungur þess tóbaks sem boðið vai’ upp á fyrsta degi viðskiptanna á síðasta ári. Zimbabwe er annað mesta tób- aksútflutningsland heims á eftir Brasilíu. Tóbaksútflutningurinn AP Tóbaksbaggar fluttir á vörubíl á uppboðsmarkað í Harare. nemur um 36% af gjaldeyristekjum landsins. Samtök tóbaksbænda neituðu því að hvítu bændurnir hefðu lagt á ráð- in um að sniðganga uppboðin til að koma höggi á stjórn Mugabe og auka á efnahagsþrengingarnar í landinu. Richard Tate, formaður samtakanna, sagði að tóbaksverðið væri alltof lágt og bændunum hefði því verið ráðlagt að bíða með að selja uppskeru sína þar til í næsta mánuði í von um að verðið hækkaði. Meginhluti þess tóbaks sem boðið var upp á miðvikudag kom frá svört- um smábændum sem urðu að selja uppskeru sína strax vegna fjár- skorts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.