Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 63

Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 63 FRÉTTIR [ - «||§| Morgunblaðið/Jim Smart Aðstandendur hár- og snyrtistofunnar Silfurtungls. Ný hár- og snyrtistofa AÐ SKIPHOLTI51 v/Holtaveg hef- hársnyrtingu, förðun, neglur, ur verið opnuð ný snyrtistofa, Silf- handsnyrtingu, lit og plokkun, urtungl. augnahárapermanent, varanlega Boðið er upp á alla almenna förðun (tattoo) og Artec hárvörur. Málþing um framtíð höfuðborg- ar Islands AÐALFUNDUR Samtaka um betri byggð verður haldinn í stofu 101 í Odda föstudaginn 28. apríl kl. 15. Á dagskrá aðalfundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Að aðalfundi loknum kl. 16 hefst málþing um framtíð höfuðborgar- innar sem Egill Helgason stjórnar. Þar mun Guðjón Erlendsson arki- tekt vera með framsöguerindi um ný viðhorf í aðferðafræði skipulags og kynningu á rannsóknai'verkefni um framtíðarþróun byggðar á höf- uðborgarsvæðinu, Sigurður Ein- arsson arkitekt mun fjalla um svæðisskipulag fyrir höfuðborgar- svæðið 2000 - 2020 og arkitektarn- ir Anna Jóhannsdóttir og Örn Sig- urðsson munu kynna Nesið, þróun til vesturs: Tillögudrög vinnuhóps Samtaka um betri byggð að svæð- isskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2000 - 2040. Umræður verða á eftir hverjum framsögumanni og að framsöguerindum loknum verður Össur Skarphéðinsson alþingis- maður með stutt erindi. Málþinginu lýkur síðan með pall- borðsumræðum þar sem fyrir svör- um sitja: Anna S. Jóhannsdóttir, Guðjón Erlendsson, Sigurður Ein- arsson, Örn Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson. Sænsku- námskeið í Framnás NORRÆNA félagið á íslandi, í sam- vinnu við Norræna félagið í Norr- botten í Norður-Svíþjóð, gefur 15 ís- lendingum kost á tveggja vikna sænskunámskeiði við lýðháskólann í Framnas dagana 30. júlí til 11. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til 7. maí nk. Umsóknareyðublað og allar nán- ari upplýsingar um kennsluform og kostnað er hægt að fá á skrifstofu Norræna félagsins, Bröttugötu 3b, Reykjavík. Námskeið í dansi HALDIÐ verður námskeið helgina 28.-30. apríl sem kallast „Dansað inn í dýpri vitund", í Reykjadal í Mos- fellsbæ. „Námskeiðið byggir á svokölluð- um 5Rhythms-dansi, sem er vestræn aðferð, sambærileg jóga, aikido og Tai Chi. Þessi aðferð við hreyfingu, sem einnig kallast „The Wave“ eða Aldan, var þróuð í Bandaríkjunum af Gabrielle Roth, í gegnum 30 ára kennslu og tilraunir hennar í dansi og leiklist. Kennari er Alain Allard sem kem- ur frá Bretlandi. Hann er leikari, dansari og trommai-i. Hann hefur hlotið 7 ára ítarlega þjálfun hjá Ya- Aeov og Susannah Darling Khan, en þau eru fremstu 5Rhythms-kennar- ar í Evrópu. Auk þess hefm- hann að- stoðað þau á ýmsum námskeiðum sl. 3 ár. Eftir að hann lauk kennaranámi sínu hjá Gabrielle Roth í Bandaríkj- unum hefur hann verið í stöðugu læri hjá henni,“ segir í fréttatilkynningu. Skipuleggjandi námskeiðsins er Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Skemmti- kvöld skák- áhugamanna SKEMMTIKVÖLD skákáhuga- manna verður haldið föstudaginn 28. apríl kl. 20. Skemmtikvöldin eru sem fyrr haldin í Hellisheimilinu, Þöngla- bakka 1. Dagski-á skemmtikvöldanna er venjulega þannig saman sett að fyrst heldur gestm’ kvöldsins fyiirlestur og svarar spumingum. Síðan er sest að tafli. Skipt er í tvo til þrjá riðla eftir styrkleika. Að þessu sinni verður Hannes Hlíf- ar Stefánsson aðalgestur kvöldsins en Hannes vann sem kunnugt er Reykjavíkurskákmótið fyrir skemmstu með yfírbm'ðum. Aðgangseyrir er 500 kr. Hann fer til styrktar skákmótahaldi hér á landi. www.mbl.is v ■» %k Grensási/egi 16 (inni í portinu) Sprenghlægilegt verð! Enn meiri verðlækkun Öll föt á kr. 1.000. Opið alla daga frá kl. 12-18 Fyrirlestur um upp- runa gammablossa VÍSINDAFÉLAG íslendinga held- ur opinn fund í Norræna húsinu fimmtudaginn 27. apríl kl. 20:30. Þar flytur Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur fyrirlestur sem hann nefnir: Frá gammabloss- um til gervalls heimsins. í fréttatilkynningu segir: „í rúmlega þrjátíu ár hafa stjarnvís- indamenn glímt við gátuna um uppruna svonefndra gammablossa, en það eru hrinur orkumikillar geislunar sem skella á jörðinni að jafnaði einu sinni á sólarhring. Höfðu þeir lengi ekki erindi þrátt fyrir umtalsvert erfiði. Á síðast- liðnum þremur árum hafa orðið stórstígar framfarir í rannsóknum á þessum fyrirbærum. I ljós hefur komið að geislarnir eru upprunnir í afar fjarlægum vetrarbrautum, nánast á hjara veraldar og þurfa því að vera gríðarlega orkumiklir til að sjást svo langt að. Renna má styrkum stoðum undir þá hug- mynd að gammageisla-hrinurnar myndist þegar kjarni risastórrar sólstjörnu í fjarlægri vetrarbraut fellur saman og myndar svarthol í miklum hamförum. í lestrinum verður saga rannsókna á gamma- blossum rakin stuttlega, helstu eiginleikar þeirra útskýrðir og tengdir við myndun svarthola sem lokastig í þróun massamikilla sól- stjarna. Þá verður greint frá hug- myndum um að nýta athuganir á slíkum blossum til glöggvunar á sögu stjörnumyndunar í alheimi allt aftur til árdaga.“ Að fyrirlestri og umræðum lokn- um verður kaffistofa Norræna hússins opin. snmTOKin nisí m nÚÐJÖF | UPPIVSMGRR 552 7878 |7fimmtudögumhL2^y Kringlunni, sími 568 6062 1.000 nriTim Ertu klár í sumarið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.