Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 23

Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 23 Reglubundnu netaralli Hafrannsóknastofnunar á þessu vori lokið Mínnsti afli frá upphafi FYRSTU fréttir af árlegu neta- ralli Hafrannsóknastofnunar, sem nú er nýlokið, benda til að þorsk- afli hafi dregist töluvert saman frá því sem var á síðasta ári sem þó var það lélegasta frá upphafi þess- ara athugana. í netarallinu fara fram mæling- ar á hrygningarstofni þorsks með stöðluðum þorskanetatrossum á hrygningarsvæðum hans. Að sögn Vilhjálms Þorsteinssonar, fiski- fræðings og verkefnisstjóra ralls- ins, er áætlaður þorskafli í rallinu í ár um 350 til 370 tonn miðað við óaðgerðan fisk við löndun. Árið 1996 veiddust rúmlega 550 tonn af þorski, 680 tonn árið eftir, 757 tonn árið 1998 en um 400 tonn á síðasta ári. Sem fyrr hafa fimm bátar tekið þátt í rallinu og hafa verið lögð net á hrygningarsvæð- um þorsks frá Homafirði vestur í Breiðafjörð. Endanlegar niðurstöður úr neta- rallinu munu ekki liggja fyrir fyrr en í haust. Vilhjálmur segir að ekki sé enn tímabært að draga ályktanir af þessum lélegu afla- brögðum. Skoða þurfi niður- stöðurnar í samhengi við önnur gögn, svo sem úr togararallinu svokallaða og annarri gagnasöfnun Hafrannsóknastofnunarinnar sem er mjög umfangsmikil. Hafrannsókastofnun gerði í vor tilraunir með netarall fyrir Norð- urlandi en Vilhjálmur segir það ekki vera hluta af hinu eiginlega netaralli enn sem komið er, heldur tilraunir eða undirbúningsvinna ef farið verði út í netarall fyrir Norð- urlandi á næstu árum. Tveir vél- bátar, Níels Jónsson frá Haugan- esi og Geir frá Þórshöfn, voru fengnir til að leggja sömu stöðluðu netatrossurnar og notaðar eru í netaralli á ýmsum stöðum við Norður- og Norðausturland allt frá Húnaflóa að Bakkaflóa. Niður- stöður úr þessum athugunum verða ekki tilbúnar fyrr en seint á þessu ári. .Töfriisf ii it d i r Borgaðu meö VISA þú gaetir hitt á töfrastund! V/SA ALLT SEM ÞARF! Chile eykur útflutning VERÐMÆTI fiskútflutnings frá Chile jókst um 6,6% á síðasta ári frá árinu 1998. Verðmæti útflutningsins var í fyrra um 1,9 milljarðar Banda- ríkjadala, en var tæpir 1,7 milljarðar dala árið áður. Utflutningurinn jókst um 15% í magni talið en hann var ríf- lega ein milljón tonna í fyrra og er munurinn skýrður með 7,3% meðal- talslækkun á fiskafurðum frá Chile. Til dæmis lækkaði verð á bæði mjöli og laxi á síðasta ári. Aukinn útflutn- ingur helgast einkum af aukinni sölu á frosnum afurðum, aðallega laxi. EG Skrifstofubúnaður ehf. Armiila 20 sími 533 5900 fax 533 5901 S I M I N N styrkir bjprguijárstárf Ný björgunarsvéit á gömlum grunni ■ *' *: Tökum vel á mótí sölufólki okkar og styrkjum öfluga björgunarsveit til góðra verka. BJÖRGUNARSVEITIN ÁRSÆLL REYKJAVfK - SELTJARNARNES Björgunarsveitin Ársæll er ný björgunarsveit sem stendur á gömlum grunni. Hún var stofnuð þegar björgunarsveitirnar Ingólfur í Reykjavík ogAlbert á Seltjarnarnesi sameinuðust Björgunarsveitin Ársæll heitir eftir fýrsta formanni Björgunarsveitarinnar Ingólfs, Ársæli Jónssyni kafara. Ársæll var um tíma fyrsti og eini atvinnukafari íslendinga og mikil frumkvöðull í björgunarmálum á sjó. Björgunarsveitin Ingólfur var stofnuð árið 1944 og d 55 ára starfstíma sínum var hún öflug björgunarsveit á sjó og landi. Björgunarsveitin Albert var stofhuð árið 1968 og heitir eftirAlberti Þorvarðarsyni heitnum sem var vitavörður í Gróttu. Björgunarsveitin Albert starfaði bæði á sjó og landi þau 31 ár sem hún starfaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.