Morgunblaðið - 27.04.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 27.04.2000, Síða 1
96. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS fbúar í Belgrad um morðið á Petrovic Gruna mafíuna eða stjórnvöld Belgrad. Reuters. Samsæriskenningar var að finna á hverju strái í Belgrad í gær eftir að Zika Petrovic, forstjóri júgóslavneska ríkisflugfé- lagsins, var myrtur á þriðjudagskvöldið. Petrovic er sá síðasti í hópi þekktra einstaklinga í Belgrad, sem myrtir hafa verið að undanförnu, og telja íbúar Belgrad ýmist serbnesku mafíuna eða stjórnvöld bera ábyrgð á morð- inu. Flestir voru þeirrar skoðunar að Petrovic yrði ekki sá síðasti. „Það eru of margir hákarlar að synda í of litlum polli,“ sagði Dragan, maður á fimmtugsaldri, og Rada, kona á áttræðis- aldri, var sama sinnis. Dragoljub Jankovic, dómsmálaráðherra Ser- bíu, hélt því hins vegar fram að Vesturlönd bæru ábyrgð á tilræðinu. Margir Belgradbúar töldu, að stjórnvöld ættu einhvern þátt í morðun- um. „I þessu landi sjá yfir- völd um að drepa fólk, það eru þau sem standa að baki öllum óleystu morðmálunum," sagði ónefndur leigubílstjóri við Reuters-fréttastofuna. ■ Samstarfsmaður/24 Petrovic ESB-ríki ráðgera að flytja hvíta menn frá Zimbabwe Berlín, Madrid, Kariba. AFP, AP. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar segir „endalok einræðis Mugabes“ í nánd Þurrkar ógna 50 milljónum manna GÍFURLEGIR hitar og þurrkar eru í sumura héruðum Indlands og ná- grannarfkinu Pakistan. Á Indlandi er óttast, að afkoma 50 milljóna manna sé í hættu, einkum í ríkjun- um Rajasthan og Gujarat, en þar hefur lítið rignt í þrjú ár. Er orðið mjög djúpt á vatn víða og úlfaldar eru jafnvel farnir að falla þótt þeir þoli betur vatnsleysið en margar aðrar skepnur. Á myndinni eru konur í Rajasthan í atvinnu- bótavinnu á vegum indverskra stjórnvalda. Þær vinna í ellefu tíma á dag og fá fyrir það mest rúmar 100 ísl. kr. AÐILDARRÍKI Evrópusambands- ins hafa lagt á ráðin um brottflutn- ing allra hvítra manna frá Zimba- bwe ef óöldin í landinu versnar enn. Kemur þetta fram í þýska blaðinu Frartkfwter Allgemeine Zeitung nú í morgun. Frankfurter Allgemeine Zeitung segir, að breska stjórnin hafi sett á laggirnar sveit, sem fær aðstöðu í Mósambík, nágrannaríki Zimbabwe, og þýsk, bresk og portúgölsk hem- aðaryfirvöld hafi í sameiningu skipulagt ákveðnar undankomuleið- ir fyrir hvítt fólk í Zimbabwe. Er fullyrt í frétt blaðsins, að stjórnvöld í Suður-Afríku, Zambíu og Botswana auk Mósambík hafi leyft afnot af landi sínu í þessu skyni. Ofbeldið í Zimbabwe virðist vaxa með degi hverjum en það hefur kost- að 11 manns lífið, tvo hvíta bændur og níu blökkumenn, vinnumenn á búgörðunum og stjórnarandstæð- inga. í Zimbabwe búa eða dveljast um 270 þúsund hvitra manna. Spænskir fjölmiðlar höfðu í gær eftir Morgan Tsvangirai, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, að „einræði Mugabes" væri senn á enda. „Hann reynir eins og allir ein- ræðisherrar á undan honum að beita ofbeldi til að komast hjá því óumflýj- anlega," sagði Tsvangirai. Óttast er, að jarðanámið í Zimba- bwe hafi alvarlegar aíleiðingar fyrir efnahagslífið í landinu, sem er þó mjög bágborið fyrir. ■ Óttast/25 Mannrán fílippseyskra uppreisnarmanna Gíslarnir á Joloeyju Jolo. Reuters, AP, AFP. MÖNNUNUM, sem uppreisnar- menn úr hópi múslima á Filippseyj- um rændu í Malasíu, er nú haldið á Jolo-eyju á Suður-Filippseyjum. Skýrðu filippseyskir embættismenn frá því í gær en gíslamir eru tuttugu og einn, þar af tíu erlendir ferða- menn. Orlando Mercado, varnarmálaráð- herra Filippseyja, sagði á frétta- mannafundi í gær, að gíslunum væri haldið nálægt bænum Talipao á fjallaeyjunni Jolo, en hún hefur um aldaraðir verið aðsetur sjóræningja og annarra óaldarflokka. Sagði hann að samkvæmt heimildum væru allir gíslarnir heilir á húfi. Mercado sagði að þeir sem hefðu staðið að mannráninu væru hreyfing bókstafstrúaðra múslíma sem berst fyrir sjálfstæðu múslimaríki á sunn- anverðum Filippseyjum og auk þess glæpaflokkar sem hafa mannrán að atvinnu. í gíslahópnum eru tíu Mala- síumenn, einn Filippseyingur, þrír Þjóðverjar, tveir Frakkar, tveir Suð- ur-Afríkumenn, tveir Finnar og einn Líbani. Bókstafstrúarmenn halda auk þess nærri þrjátíu manns, þar af tuttugu og tveimur börnum, í gísl- ingu á eyjunni Basilan. Þai’ hefur stjórnarherinn gert harða hríð að uppreisnarmönnunum síðustu daga. AP 58. stjórnin eftir stríð Ný ríkisstjóm Giuliano Amato sór embættiseið sinn í gær og er hún sú 58. á Ítalíu eftir stríð. Standa að henni sömu flokkar og stóðu að fyrri stjóm, mið- og vinstriflokkar, og ágreiningurinn er sá sami og áður. Sýndi það sig í gær en þá var stóll Evrópuráðherrans auður. Edo Ronchi, þingmaður Græningja, sem átti að skipa þann sess, móðgaðist er hann fékk ekki að vera umhverfis- ráðherra áfram. Ekki er búist við, að stjórn Amatos verði langlíf, en hér takast þeir í hendur að embættis- tökunni lokinni, þeir Amato (t.v.) og Carlo Azeglio Ciampi, forseti Italiu. Mikill barna- dauði í Kosovo Pristina. AP. HELMINGUR Kosovobúa er undir 25 ára aldri og barnadauði er þar meiri en annars staðar í Evrópu. Kemur þetta fram í könnun Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. Könnunin verður birt í heild í júní en hún var gerð í 21 bæ og 34 þorpum vítt og breitt um Kosovo. Sýnir hún m.a., að enn býr fjórð- ungur Kosovobúa á aldrinum 20 til 40 ára, um 224.000 manns, ut- an héraðsins. 43% þeirra eru í Þýskalandi og 16% í Sviss. Frá nóvember 1998 og til nóv- ember 1999 dóu í héraðinu 9.000 manns, þrír fjórðu voru karl- menn, og 90% dóu meðan á mestu átökunum stóð. Þá dóu 35 af hverjum 1.000 nýburum en nú 25. Lækkun á Wall Street New York. AP. ALLNOKKUR lækkun varð á gengi hlutabréfa á Wall Street í gær og var hún fyrst og fremst rakin til ótta við nýja vaxtahækkun. Dow Jones-iðnaðarvísitalan féll um 179,32 stig eða 1,6% og Nas- daq-tæknivísitalan um 81,14 stig eða 2,2%. í fyrradag hækkuðu báð- ar vísitölurnar um meira en 200 stig en uggur var í mönnum í gær vegna talna sem birtar verða í dag um þjóðarframleiðslu og launa- kostnað. Bandaríska viðskiptaráðuneytið skýrði frá því í gær að eftirspurn eftir fjárfestingarvörum á borð við flugvélar og iðnaðarvélar hefði auk- ist í mars og almennt er búist við að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið um 6%. Er það meiri þensla en seðlabankinn vill sætta sig við. Vegna þess er óttast að vextir verði hækkaðir 16. maí. MORGUNBLAÐIÐ 27. APRÍL 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.