Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 14

Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Slæmur aðbúnaður í slökkvistöð Hafnarfjarðar Morgunblaðið/RAX Engin bílastæði eru fyrir starfsmenn Slökkviliðsins í Hafnarfirði og þurfa þeir að leggja bflum sínum við íbúðarhús. Setustofan er nánast í bflageymslunni Hafnarfjörður SLÖKKVISTÖÐIN í Hafn- aríírði hefur síðan árið 1974 verið staðsett í í húsi við Flatahraun 14, sem upphaf- lega var byggt sem fisk- verkunarhús og að sögn Helga ívarssonar slökkvilið- sstjóra hefur aðstaðan og aðbúnaður starfsmanna ver- ið ófullnægjandi frá upphafi. Hann sagði að margsinnis hefði verið farið fram á það við bæjaryfirvöld að aðstað- an yrði bætt en það væri ekki fyrr en nú, í kjölfar greinargerðar undirbún- ingshóps að stofnun byggða- samlags um Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins, að skriður væri að komast á málið. í greinargerðinni er lagt til að byggð verði ný slökkvistöð í Hafnarfirði og að hún verði tilbúin á næsta ári. Helgi sagði að umræðan um slæma aðstöðu slökkvi- liðsins væri ekkert ný af nálinni. „Eg rakst á blaðagrein í Vegamótum (staðarblað) frá árinu 1980 þar sem m.a. segir að aðbúnaður og tækjakostur slökkviliðsins sé ófullnægjandi," sagði Helgi. Bitnar á starfsmönnum Helgi sagði að slæmur að- búnaður bitnaði aðallega á starfsmönnunum. „Þó svo að við séum að reyna láta þetta ekki bitna á þeim sem þjónustunnar njóta þá eru menn hér pirr- aðir yfir þessu.“ Helgi sagði að til marks um þrengslin væri setustofa starfsmanna nánast í bíla- geymslunni. Hann sagði að engin bílastæði væru fyrir starfsmenn, en vegna góð- mennsku íbúa við Flata- hraun 16, hefðu þeir fengið að leggja bílunum sínum þar. Húsnæðið háir líka starf- inu að öðru leyti. Bíla- geymslan er lág, sem þýðir að ekki er hægt að koma öll- um tegundum af slökkviliðs- bílum þangað inn. Helgi sagði að aðsogsbúnað vant- aði í bílageymsluna og því væri ekki hægt að hafa bíla í gangi þar inni og að í hvert skipti sem bílarnir færu út skildu þeir eftir sig heilmik- inn sótmökk. Staðsetningin góð Að sögn Helga hefur slökkviliðið ítrekað farið fram á bætta aðstöðu en aldrei fengið óskir sínar uppfylltar. Hann sagði að árið 1989 hefði slökkviliðinu verið úthlutað lóð, hinum megin við götuna, beint á móti núverandi slökkvistöð’ en að ekki hefði verið byggt þar og nú væri þar komið púströrsviðgerðarverkstæði og sjoppa. Helgi sagðist ekki vita hvers vegna fallið hefði verið frá byggingar- áformum þar, en sagði að eflaust hefðu menn þá þegar litið hýru auga til byggða- samlagsins, sem nú er að komast á koppinn. Helgi sagðist fagna því að áform væru uppi um að byggja nýja slökkvistöð í bænum. Hann sagðist ekki vita hvar hún ætti að rísa, en að staðsetning núverandi slökkvistöðvar væri mjög æskileg, hún væri mjög miðsvæðis og stutt væri í allar aðalumferðaræðar. Foreldrar vilja byggja nýja inni- sundlaug við Hofsstaðaskóla Sundkennsla ekki í sam- ræmi við námskrá Garðabær STJÓRN foreldrafélags Hofsstaðaskóla í Garðabæ hef- ur farið fram á að bæjaryfir- völd bæti úr sundkennslu við skólann með byggingu innis- undlaugar í tengslum við byggingu væntanlegs íþrótta- húss, sem hefjast á handa við á næsta ári. Telur stjóm for- eldrafélagsins brýnt að bæta úr sundaðstöðu við skólann, þar sem sundkennslan sam- ræmist hvorki þeirri reglugerð sem í gildi er um sundkennslu né sé hún í samræmi við nýja aðalnámskrá. Undir þetta hef- ur foreldraráð skólans tekið og telur mikilvægt að böm í Hofs- staðaskóla búi við sömu að- stæður í sundkennslu og börn í öðrum grunnskólum Garða- bæjar. Foreldrafélagið efndi til undirskriftasöfnunar meðal foreldra barna í skólanum, þar sem skorað er á bæjarstjóm að byggð verði innisundlaug við skólann. Samtals skiifuðu 364 foreldrar undir áskonm- ina, en nemendur skólans eru nímlega 400. I bréfí foreldra- félagsins til bæjarstjórnar seg- ir að við nánari athugun komi í Ijós að forráðamenn 69% nem- enda hafi skrifað undir, en það eru foreldrar 284 barna. „Það er því Ijóst að veruleg- ur meirihluti barna i Hofs- staðaskóla telur brýnt að sundaðstaða við skólann verði bætt með byggingu innisun- dlaugar. Með því móti er hægt að tryggja nemendum í skól- anum lögbundna sundkennslu sem þeim ber samkvæmt gmnnskólalögum, við góðar aðstæður. Einnig verður hægt að fella sundkennsluna inn í stundatöflu þannig að hún verði eðlilegur hluti af skóla- starfinu.“ I erindi sem foreldraráð og foreldrafélag Hofsstaðaskóla sendi bæjarráði í nóvember sl. kemur fram að samkvæmt reglugerð um sund og aðal- námski’á eigi grannskólanem- endur að fá sundkennslu sem nemur 20 kennslustundum á hverjum vetri. Kennslufyrir- komulagið sé þannig við skól- ann að kennt sé 12 sinnum 60 mínútur í senn, sem leggja megi að jöfnu við 18 kennslu- stundir. Hins vegar telja for- eldraráð og foreldrafélag skól- ans að ekki sé því saman að jafna, þar sem kennsla í úti- sundlaug í meira en 40 mínút- ur sé ekki boðleg bömum sem eru 11 áraogyngri. Vilja byggja innisundlaug í tengslum við nýtt íTþróttahús Til stendur að veita fé í byggingu á nýju íþróttahúsi við Hofsstaðaskóla og er áætl- að að heíja framkvæmdir á næsta ári. Foreldrai-áð og for- eldrafélag Hofsstaðaskóla hafa í erindi til bæjarráðs bent á að hægt yrði að nýta sund- laug, sem byggð yrði í tengsl- um við nýja íþróttahúsið, fyrir aldraða, ungbarnasund og íyr- ir sundkennslu fatlaðra, ásamt því að gera megi ráð fyrir að Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og sunddeild Stjömunnai' hefðu áhuga á að fá innisun- dlaug í Garðabæ. Jafnframt er bent á að stofn- kostnaður og rekstrarkostnað- ur sparist ef sundlaug og íþróttahús séu sambyggð og þannig hægt að samnýta bún- ingsklefa, sturtuklefa, anddyri og verulegar fjárhæðir sparist mep samnýtingu starfsfólks. A fundi bæjarstjómar 6. apríl sl. lögðu þrír bæjarfull- trúar minnihlutans fram álykt- un þar sem fram kemur að þeir telja að bæjarstjóm beri að taka þetta mál til alvarlegrar skoðunar. „Við bendum á að við núver- andi aðstæður geti skólinn ekki framfylgt grannskólalög- um um lögbundna sund- kennslu. Við leggjum til að gert verði ráð fyrir innisund- laug í eða í tengslum við vænt- anlegt íþróttahús þegar bygg- ing þess hefst á næsta ári samkvæmt 3 ára fjárhagsáætl- un bæjarins." Garðabær vill stofna nefnd til að kanna sameiningu við Bessastaðahrepp Bessastaðahreppur Oddviti hreppsins segir sameiningu ekki á döfinni BÆJARRÁÐ Garðabæjar ályktaði á síðasta fundi sín- um að leggja til við hrepp- snefnd Bessastaðahrepps að hún skipi fulltrúa í sam- starfsnefnd til þess að vinna að athugun á sameiningu þessara sveitarfélaga. Álykt- un bæjarráðs kemur í kjölfar samþykktar hreppsnefndar Bessastaðahrepps um að boða til fundar meðal sveitar- stjórnarmanna á höfuðborg- arsvæðinu, auk Vatnsleys- ustrandarhrepps, um hugsanleg sameiningarmál þessara sveitarfélaga. Odd- viti Bessastaðahrepps segir ályktun Garðbæinga koma á óvart, enda sé sameining þessara sveitarfélaga ekki í bígerð og fundurinn sé að- eins boðaður til að ræða sam- einingarmál á almennum grundvelli. í ályktun bæjarráðs Garðabæjar kemur fram að bæjarráð fagni hugmyndum hreppsnefndar Bessastaða- hrepps um sameiningu hreppsins við nágrannasveit- arfélög og minnir bæjarráð á afstöðu Garðbæinga, sem fram kom í atkvæðagreiðslu um sameiningu Bessastaða- hrepps og Garðabæjar hinn 20. nóvember 1993, en þá samþykktu 89,3% þeirra Garðbæinga, sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, samein- ingu sveitarfélganna tveggja. „Bæjarráð telur nú enn frekari forsendur fyrir slíkri sameiningu, m.a. vegna fjölg- unar sameiginlegra verkefna Bessastaðahrepps og Garða- bæjar svo og áforma um upp- byggingu íbúðahverfis á Garðaholti á næstu árum, sem kann að hafa veruleg áhrif á þróun beggja sveitar- félganna, bæði á sviði skipu- lags og opinberrar þjónustu. Bæjarráð Garðabæjar sam- þykkir að leggja til við hreppsnefnd Bessastaða- hrepps, að hún skipi fulltrúa í samstarfsnefnd til þess að vinna að athugun á samein- ingu Bessastaðahrepps og Garðabæjar í samræmi við VIII. kafla sveitarstjórnar- laga nr. 48/1998.“ Tillaga bæjarráðs kom í opna skjöldu Kosið var um sameiningu Bessastaðahrepps og Garða- bæjar árið 1993, sem var samþykkt í Garðabæ en fellt í Bessastaðahreppi. Guð- mundur Gunnarsson oddviti Bessastaðahrepps segir að tillaga hreppsnefndarinnar hafi verið saklaus og einvörð- ungu lögð fram með það í huga að á miðju kjörtímabili væri vakin upp umræða um það hvort einhver hugur væri í mönnum varðandi samein- ingu sveitarfélaga eða yfir- höfuð einhverjir kostir í stöð- unni. „Við höfum ekkert myndað okkur skoðun á framhaldinu, en höfðum hugsað okkur að þessi fundur yrði tækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn á svæðinu til að ræða þetta á opinskáan hátt og taka síðan, a.m.k. að okkar leyti, ákvörð- un í framhaldinu hvað yrði gert. En síðan gerist það að Garðabær beinir spjótunum beint að okkur og býður upp í dansinn. Við reiknuðum nú kannski ekki með því, enda hafa þeir ekki fengið ennþá formlegt erindi frá okkur þrátt fyrir að vera búnir að leggja fram tillögu og sam- þykkja þeirra megin. Það kom mér og mínum félögum svolítið í opna skjöldu, en það er ágætt út af fyrir sig og er innlegg í málið.“ Guðmundur segir að margt hafi gerst undanfarin misseri hjá sveitarfélögunum og að hreppsnefndarmenn telji það eðlilegt að kanna þann mögu- leika hvort íbúarnir fái þann valkost að fá að kjósa næsta vetur um sameiningu, þó að ekkert í stöðunni í dag segi til um hvort viðræður leiði svo langt. Hann segir að Bessa- staðahreppur hafi átt mjög gott samstarf við Garðabæ, eins og reyndar við svo mörg hinna sveitarfélaganna, en að raunveruleikinn sé sá að menn hafi ekki neitt beint í huga varðandi sameiningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.