Morgunblaðið - 29.04.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.04.2000, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurstöður nýrrar fjölmiðlakönnunar Gallup fyrir SÍA og fiölmiðla Rúm 60% lesa Morgun- blaðið að jafnaði daglega LESTUR dagblaða hefur lítillega dregist saman skv. nýrri fjölmiðla- könnun Gallup frá seinustu könnun í október sl. Skv. niðurstöðum könn- unarinnar, sem gerð var í vikunni 24.-30. mars, er Morgunblaðið lesið af 60,6% landsmanna á aldrinum 12- 80 ára að jafnaði hvern útgáfudag, 37,6% lesa DV að jafnaði og 10,6% Dag. 80% svarenda sögðust eitthvað hafa lesið í Morgunblaðinu í könnun- arvikunni, 65,7% DV og20,7% Dag. Gallup vann að gerð fjölmiðla- könnunarinnar fyrir samstarf Sam- bands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) og helstu fjölmiðla landsins, þar sem mældur var lestur þriggja dagblaða, vikublaða, áhorf á fjórar sjónvarpsstöðvar, hlustun á tólf út- varpsstöðvar og notkun á fjórum netmiðlum. Skv. niðurstöðum könnunarinnar hefur meðallestur á tölublaði af Morgunblaðinu minnkað úr 63,7% í október sl. í 60,6% nú. Að sögn Haf- steins Más Einarssonar umsjónar- manns könnunarinnar hjá Gallup er þessi breyting á meðallestri Morg- unblaðsins innan skekkjumarka. Á sama tíma lækkaði meðallestur hvers tölublaðs DV úr 43% í 37,6%. Meðallestur Dags jókst hins vegar úr 9,1% í októberkönnun í 10,6% nú. 80% sögðust hafa lesið eitthvað í Morgunblaðinu í vikunni 80% svarenda sögðust hafa lesið eitthvað í Morgunblaðinu í þeirri viku sem könnunin náði til en þetta hlutfall var 81,8% í síðustu könnun. 65,7% sögðust hafa lesið DV eitthvað í vikunni samanborið við 70,3% í október en hlutfall þeirra sem sögð- ust hafa lesið Dag eitthvað í vikunni Mánu- Þriðju- Miðviku- Firnmtu- Föstu- Laugar- Sunnu- dagur dagur dagur dagur dagur dagur dagur Meðallestur Eitthvað lesið á tölublað . í vikunni Meðaliestur á tölublað, skipt eftir aldri 68-80 r~—........ . . . 176,6% 50-67 I ..................166,0% 40-49 »■22^“*! 30-34 25-29 20-24 í'..ZZZJ 51,7% 12-19 | ■im ] 48,2% Ðp^ur m ] 17,1 % J11,0% ZJ18,2% I 19.0% 1)13,8% I 111,0% □ 12,3% □ 4,6% □ 5,8% 01,8% 41,2% □6,0% □ 2,0% □10,0% 09,0% 0)10,0% 0)10,0% jókst úr 19,1% í 20,7% og 9% svar- enda sögðust hafa lesið eitthvað í Viðskiptablaðinu, sem er aukning úr 7,1% frá seinustu könnun í október. Að sögn Hafsteins var við gerð könnunarinnar lagt mat á hvaða áhrif ókeypis dreifing blaða til les- enda í kynningarskyni hefði á blaða- lesturinn. Að sögn hans var hlutfall þessara eintaka hátt hjá DV í könn- uninni í október vegna kynningar- átaks þá en hefur lækkað síðan um 3-3,5% og skýrir það að einhverju leyti minnkandi lestur DV á milli kannana, að sögn hans. Nær sama hlutfall karla og kvenna lesa Morgunblaðið Sé litið á lestur á einstökum tölu- blöðum í könnunarvikunni kemur í ljós að flestir lesa Morgunblaðið á föstudögum (65,8%) og sunnudögum (65,5%). DV var mest lesið á laugar- dögum (47,4%), föstudögum (41,7%) og mánudögum (36%). Flestir lesa Dag á föstudögum (12,1%) og laug- ardögum (11,8%). Lítill munur er á lestri kynjanna á Morgunblaðinu. Þannig lásu 59,9% karla Morgunblaðið að jafnaði hvem útgáfudag og 60,8% kvenna. Meðal- lestur DV meðal karla var 41,3% en 34,2% meðal kvenna að jafnaði. 11,3% karla lásu Dag að meðaltali og 9,9% kvenna. í könnuninni er einnig sýnd skipt- ing kaupa á blöðunum í áskrift sem leiðir í Ijós að 55,1% allra svarenda eru áskrifendur að Morgunblaðinu, 22,1% eru áskrifendur að DV, 5,1% að Degi og 3,3% að Viðskiptablaðinu. Könnun Gallup á lestri sérblaða Morgunblaðsins leiðir í ljós að 42% sögðust hafa lesið eða flett Daglegu lífi, 31% Bíóblaðinu og sama hlutfall Viðskiptablaðinu. íþróttir njóta mestra vinsælda á þriðjudögum og miðvikudögum þegar 38% lesa íþróttablaðið, 45% lesa Ferðablaðið en stærsti hópurinn las Lesbókina eða 48%. 9% lesa Viðskiptablaðið Þá var mældur sérstaklega lestur fjögurra vikublaða í könnuninni. Skv. niðurstöðum hennar lásu 40% Fókus, sem fylgir DV á föstudögum, 28% Iásu blaðið 24.7, sem dreift er með Morgunblaðinu á fimmtudög- um, 9% lásu Viðskiptablaðið og 5% Fiskifréttir. Úrtaksstærð í fjölmiðlakönnun- inni var 1.500 manns á aldrinum 12- 80 ára á landinu öllu. Alls svöruðu 849 og er nettósvarhlutfall 61% sem er svipað svarhlutfall og í seinustu könnun. Voru öllum, sem í úrtakinu lentu, send gögn í pósti, kynningar- blað og dagbók sem þátttakendur fylltu út og sendu til baka. Skv. upp- lýsingum forsvarsmanna Gallup komu engin sérstök vandkvæði upp við framkvæmd könnunarinnar. Áhorf á Skjá 1 hefur tvöfaldast frá október Horft á sjónvarp í vlku í mars 2000 Hlutfall sem stillti á viðkomandi stöð, greint eftir búsetu ■1 LANDIÐ ALLT FAXAFLÓASV. Sjónvarpið Stöð 2 Skjár 1 Sýn ÁHORF á sjónvarpsstöðina Skjá 1 hefur rúmlega tvöfaldast frá októ- ber sl. samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup sem gerð var í vikunni 23- 30. mars. Samkvæmt heildaryfirliti yfir sjónvarpsnotkun þátttakenda í könnuninni kemur fram að upp- safnað áhorf á Skjá 1 yfir könnun- arvikuna á landinu öllu er nú 44% samanborið við 21% í seinustu könnun í október. Áhorf á Sýn hef- ur minnkað á sama tíma úr 40% í 27% á landinu öllu. Hlutfall áhorfenda á Skjá 1 á Faxaflóasvæðinu mældist enn meira eða 58% í vikunni sem könn- unin var gerð. Fleiri horfa á Sjónvarpið en Stöð 2 Meðaltal sjónvarpsáhorfs á virk- um dögum á landinu öllu er óbreytt hjá Ríkissjónvarpinu frá seinustu könnun eða 66%. Meðaláhorf á Stöð 2 mælist nú 58% samanborið við 60% meðaláhorf á Stöð 2 í októ- berkönnun Gallup. Meðaláhorf á virkum dögum jókst úr 6% í 17% hjá Skjá 1 en minnkaði úr 14% í 8% hjá Sýn. ^ Meðaláhorf Sjónvarpsins um helgar hefur aukist úr 63% í októ- ber í 69% skv. könnuninni nú. Með- aláhorf á Stöð 2 um helgar hefur einnig aukist og mælist nú 58% samanborið við 57% í októberkönn- un. Þá hefur meðaláhorf á Skjá 1 um helgar aukist úr 6% í október í 22% nú en minnkað hjá Sýn úr 20% í október í 10% nú. Uppsafnað áhorf, þegar vikan er skoðuð í heild sinni, hefur aukist hjá Sjónvarpinu úr 93% í október í 95% nú og hjá Stöð 2 hefur upp- safnað áhorf yfir vikuna aukist úr 82% í 84% skv. niðurstöðum könn- unarinnar. Samkvæmt yfirliti yfir meðal- talsáhorf á einstaka dagskrárliði sjónvarpsstöðvanna í könnunarvik- unni yfir landið allt, sem sýnir hversu hátt hlutfall horfði eitthvað á viðkomandi þætti, kemur í ljós að meðaláhorf hjá Ríkissjónvarpinu mældist mest á fréttatíma kl. 19 á sunnudagskvöldi eða 40,1%. Meðal- áhorf á spurningakeppni fram- haldsskólanna, Gettu betur, var 39,6%, og meðaláhorf á þáttinn Þetta helst, á fimmtudagskvöldum, mældist 34,5%. Mesta meðaláhorf á fréttatíma Stöðvar 2 yfir landið allt var á þriðjudagskvöldi, skv. könnuninni, þegar 28,6% horfðu á fréttir kl. 19.30 en sama kvöld horfðu 15,9% á fréttir Stöðvar 2 kl. 19. Af dag- skrárliðum Stöðvar 2 mældist mest meðaláhorf á þáttinn Sex í Reykja- vík, eða 34,3%. 30,3% horfðu á Ungfrú ísland.is á laugardags- kvöldi og 25% á þáttinn Fóstbræð- ur á miðvikudagskvöldi. Vinsælustu þættir á Skjá 1 skv. könnuninni voru Leyndardómar sem sýndur var á laugardagskvöldi en meðaláhorf á þann þátt var 17% á Faxaflóasvæðinu. 15,9% þátttak- enda á sama svæði horfðu á þáttinn World’s most amazing videos og meðaláhorf á þáttinn Innlit/Útlit mældist 9,8%. Mesta meðaláhorf á einstaka dagskrárþætti Sýnar reyndist vera á þáttinn Með hausverk um helgar eða 4,9% og 3,2% meðaláhorf var á enska boltann á sunnudegi. Jafn margir heimsóttu mbl.is o g visir.is Netmiðlar skoðaðir í vikunni í mars Fólk með netaðgang Hlutfall þeirra sem heimsækja viðkomandi netmiðla, og greint eftir aðgangi að netinu ALLIR sem svöruðu mbl.is i 46,3 % visir.is?')46,3% strik.is | j 23.1% ruv.is 'W&M 20,0% 68,6% 68,9% JAFN margir heimsækja netmiðl- ana mbl.is og vísir.is eða 46,3% landsmanna samkvæmt fjölmiðla- könnun Gallups, sem gerð var í vik- unni 23.-30. mars. Könnunin leiddi í Ijós að aðgangur að Netinu og notkun þess hefur auk- ist mikið frá seinustu könnun í októ- ber sl. Alls eru nú tæplega 70% með aðgang að Netinu en 30,4% sögðust ekki vera með netaðgang. 47,8% þátttakenda í könnuninni höfðu aðgang að Netinu á heimili sínu í október sl., en 54,1% í könnun- inni nú. Á sama tíma jókst netað- gangur á vinnustað úr 45,7% í 49,8%. 68,6% þátttakenda í könnuninni sem hafa netaðgang sögðust hafa heimsótt mbl.is og lítið eitt hærra hlutfall eða 68,9% vísir.is skv. könn- uninni. Strik.is heimsóttu 35,6% sama hóps og 31% vef RÚV, ruv.is. Vegna tæknilegra mistaka birti Gall- up ekki niðurstöður yfir hversu oft viðkomandi heimsóttu netmiðlana í könnunarvikunni en kanna á það sérstaklega með símaviðtalskönnun, skv. upplýsingum Gallup. Af körlum sem eru með netaðgang sögðust 50,1% hafa heimsótt vísir.is skv. könnuninni en 49,7% mbl.is. Þessu er öfugt farið hjá konum með netaðgang því 63,6% þeirra heim- sóttu visir.is en 64,1% mbl.is. Hlutfallslega fleiri sækja vísir.is heim í aldurshópunum 12-19 ára og 20-24 ára en fleiri nota mbl.is í ald- urshópunum 25-29 ára, 30-34 ára og 40-49 ára. Munurinn er þó sjaldnast mikill nema í yngsta hópnum þar sem 56,5% fólks með netaðgang sækja mbl.is heim en 67,3% vísir.is. Mbl.is fær hæstu einkunn hjá notendum Notendur voru einnig beðnir að! gefa netmiðlunum fjórum einkunn á! kvarðanum 1-5 fyrir hversu vel við- komandi netmiðlar höfða til fólks. Hæsta einkunn fær mbl.is hjá not- endum eða 4,0 af 5,0 að meðaltali- Visir.is og Strik.is fá 3,9 og ruv.is 3,2. Karlar gefa mbl.is 4,1 í einkunn, vis- ir.is og Strik.is 3,9 og ruv.is 3,1. Kon- ur gefa mbl.is 3,9 í einkunn, visir.is og Strik.is 3,8 og ruv.is 3,3. Mbl.is fékk sömuleiðis hærri eink- unn en hinir miðlamir í öllum aldurs- hópum nema í flokki 12-19 ára, þar fær vísir.is 4,0 en mbl.is 3,9.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.