Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Ferðakostnaður aðildarfélaga ræddur á ársþingi IBA Kostnaður við ferðalög tæpar 30 milljönir á ári Veðrið lék við bæjarbúa VEÐRIÐ lék við Akureyringa í gær eftir frekar kalda en sólríka daga. Hitinn fór í 10 stig um miðjan dag i gær, skt. hitamæli veðurstofunnar við lögreglustöð- ina, en hitamælirinn á Ráðhús- torgi sýndi enn hærri tölu. Félag- arnir Arnar og Auðunn voru mættir með hjólabretti sín á Ráð- hústorginu og léku þar listir sín- ar fyrir gesti og gangandi. Snæ- finnur snjókarl, sem gerður var fyrir páskana, er hins vegar orð- inn að snjóskafli á miðju torginu. Þess má geta að í blaðinu í gær birtist röng mynd með þessari frétt og leiðréttist það hér með. UM 60 fyrirtæki og stofnanir hafa skráð sig til þátttöku á vöru- og þjón- ustusýningunni Daglegt líf 2000, sem haldin verður í íþróttahöllinni á Ak- ureyri helgina 12.-14. maí nk. Á sýn- ingunni gefst fyrirtækjum, stofnun- um, skólum, félagasamtökum og öðrum sem áhuga hafa kostur á að kynna starfsemi sína. Þeir aðilar sem þegar hafa skráð sig til þátttöku koma víða af landinu en eru þó flestir frá Akureyri. Að sýningunni standa Atvinnuþró- unarfélag Eyjafjarðar og knatt- spymudeild Þórs en framkvæmdin er FERÐAKOSTNAÐUR aðildarfé- laga íþróttabandalags Akureyrar, ÍBA, á árinu 1997 nam tæpum 28 milljónum króna og árið eftir var ferðakostnaðurinn rúmar 26 milljónir króna. Ferðakostnaður íþróttafélag- anna var til umræðu á ársfundi ÍBA í vikunni og þar var samþykkt ályktun þar sem bandalaginu var falið að koma því til leiðar að íþróttasamband Islands taki til umfjöllunar innan sinna vébanda kostnað við ferðlög íþróttafélaga. Þröstur Guðjónsson, formaður samvinnuverkefni Þórsara og Fremri kynningarþjónustu. Þá hefur verið gerður samningur við Morgunblaðið og mun blaðið fjalla um Akureyri í Daglegu lífi, fylgiblaði Morgunblaðs- ins, fostudaginn 12. maí. Sýningar- skrá verður dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins frá Hvammstanga til Egilsstaða, auk þess sem Morgun- blaðinu verður dreift inn á öll heimili á Akureyri daginn sem sýningin hefst. Sýnendur eiga þess kost að kaupa sýningarrými í aðalsal íþróttahallar- innar eða á malbikuðu útisvæði. Sýn- ingin Daglegt líf var síðast haldin í ÍBA, sagði að bandalagið hafi gert út- tekt á ferðakostnaði félaganna þessi tvö umræddu ár, til að leggja inn í umsókn varðandi samstarfssamning við Akureyrarbæ. ,Á sama tímabili var þjálfunarkostnaður bama og unglinga, sem við gerðum einnig út- tekt á, um 23 milljónir króna. Við höf- um óskað eftir að bæjaryfirvöld taki þessi mál og fleiri til athugunar og viljum gera ákveðinn samstarfs- samning við bæinn, varðandi upp- byggingu og það íjármagn sem berst út í hreyfinguna. Við teljum að það sé íþróttahöllinni fyrir tveimur árum og þótti hún takast mjög vel. Að fenginni reynslu má áætla að 8.000-10.000 manns leggi leið sína á sýninguna. Þar verður einnig boðið upp á ýmis skemmtiatriði fyrir fólk á öllum aldri. Sýningin verður opnuð kl. 17 föstu- daginn 12. maí en Valgerður Sverris- dóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra setur sýninguna formlega kl. 18. Á laugardeginum verður sýningin opin frá kl. 11-18 og á sunnudeginum frá kl. 11-17. En eru nokkur rými laus, þeir sem áhuga hafa tali við Fremri kynningarþjónustu Akureyri. STJÓRN Samherja hf. hefur sam- þykkt að ráða Finnboga Jónsson sem starfandi stjómarformann fé- lagsins frá og með 1. júní nk. Auk al- mennra starfsskyldna stjómarfor- manns mun Finnbogi vinna að stefnumörkun og framtíðarskipulagi fyrir félagið og erlend dótturfélög þess og að nýjum tækifæmm á þeirra vegum. Finnbogi er fæddur á Akureyri 18. janúar 1950. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1970, fyrrihlutaprófi í eðlisverkfræði frá HI1973, lokaprófi SKÁTAKÓRARNIR í Reykjavík og Hafnarfirði halda tónleika hjá Skáta- félaginu Landvættum á Dalvík í dag laugardag, kl. 14.30 og sama dag kl. 17 í Deiglunni á Akureyri. mun hentugra að hafa þessi mál á hendi ÍBA, sem lúta að rekstri banda- lagsins, uppbyggingu íþróttamann- virkja, ferðakostnaði aðildarfélaga, þjónustu gagnvart þjálfun bama og unglinga, afrekssjóði og fleiru. Þröstur sagði að þessi hugmynd um samstarfssamning hefur legið fyrir lengi. Allar hugmyndir banda- lagsins hafi ávallt strandað í íþrótta- og tómstundaráði en séu nú loks komnar til bæjarstjómar. „Við vænt- um þess að fá svar á þessu ári. Bílaklúbbur Aureyrar var tekinn inn í ÍBA á ársþinginu nú. Aðildar- félögin em því orðin 13 en að auki starfa Skíðaráð og Fimleikaráð innan bandalagsins. Þröstur sagði að fjárhagsstaða fé- laganna væri nokkuð góð nema hjá KA og Þór. Einnig væri nokkuð á brattann að sækja hjá Skíðaráði Ak- ureyrar og Golfklúbbi Akureyrar. „Auðvitað er þetta erfitt og menn em að reka sig á það í dag að fyrirtækin vilja fá eitthvað fyrir sinn stuðning." Léttvægt að gefa leiki úti á landi í tengslum við umræðuna um ferðakostnað á ársþingi ÍBA kom einnig fram að nokkuð er um að félög á höfuðborgarsvæðinu séu að gefa leiki fyrir norðan. Egill Áskelsson stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Þórs nefndi nýjasta dæmið. Ung- lingaflokkur KR, 21 árs og yngri, átti að leika gegn Þór í undanúrslitum bikarkepppninnar sl. miðvikudag en gaf leikinn. Egill sagði að þær ástæð- ur sem KR-ingar hafi gefið vegna þessa, hafi verið að þeir ættu ekki í lið, strákamir væm að byrja í próf- um, leiguflug fram og til baka væri og dýrt og of dýrt sé að gista. Einnig vildu KR-ingar leyfa sínum mönnum að skemmta sér með meistaraflokki þá um kvöldið en meistaraflokkur fé- lagsins varð íslandsmeistari kvöldið áður. „Við Þórsarar vomm skikkaðir af Körfuknattleikssambandi íslands til að fara með meistaraflokkinn okkar til ísafjarðar í vetur, þótt það væri vitað að ekki kæmust dómarar vestur vegna veðurs í Reykjavík. Við fórum fyluferð, eins og alltaf lá fyrir og hún kostaði okkur 130 þúsund krónur,“ sagði Egill. Hann sagði að það virist vera mjög léttvægt að gefa leiki í yngri flokkum úti á landi. Egill sagð- ist hreinlega hafa velt því fyrir sér hvort ekki væri ráð fyrir meistara- flokk Þórs, þ.e. ef viðurlög em ekki mikil, að gefa leildna í Njarðvík og Grindavík, þeir töpuðu þar alltaf hvort sem er og nota þá ferðapening- inn sem sparast til að kaupa sterkari erlendan leikmann. í eðlisverkfræði frá Tækniháskólan- um í Lundi í Svíþjóð 1978 og loka- prófi í rekstrarhagfræði frá Háskól- anum í Lundi sama ár. Finnbogi kenndi við Gagnfræða- og Iðnskóla Vestmannaeyja 1970- 71, var deildarstjóri og sérfræðingur í iðnaðarráðuneytinu 1979-82, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. 1982-86, forstjóri Sfldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað frá 1986-1999, forstjóri íslenskra sjávarafurða hf. 1999 og aðstoðarfor- stjóri SÍF hf. frá 1. janúar 2000. Mishermt var í blaðinu að tónleik- arnir hafi átt að fara fram í gær. Stjómendur kóranna eru þau Kristjana Ásgeirsdóttir og Öm Ám- arson. Gospeltón- list hjá Hjálpræðis- hernum TÓLF söngfélagar úr gospelkómum Booth’s frá Kristiansand í Noregi heimsækja Akureyri um helgina. I dag, 29. aprfl kl. 20.00 verða haldnir tónleikar í sal Hjálpræðishersins að Hvannavöllum 10 og á morgun kl. 17.00 verður gospelsamkoma á sama stað. Kórinn syngur létta og fjölbreytta tónlist en flestir söngfélagaranir era á aldrinum 25-40 ára. Þeir tilheyra hinum ýmsu trúfélögum í heimabæ sínum en kórinn starfar innan Hjálp- ræðishersins og var honum gefið nafn eftir stofnanda Hersins, Willam Booth. Fararstjóri í þessari ferð og einn af söngvumnum er Anne Marie Reinholdsten en hún veitti starfi Hjálpræðishersins á Akureyri for- stöðu á ámnum 1977-82. Aðgangur að tónleikunum og gospelsamkom- unni er ókeypis. ----------------- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagur 30. aprfl, sunnudagur eftir páska. Fermingarmessur kl. 10.30 og 13.30. Fundur Æskulýðsfélagsins í kapellu kl. 17.00. Æðmleysisguðs- þjónusta kl. 20.30, Krossbandið ann- ast undirleik. Kaffisopi í Safnaðar- heimili á eftir. Þriðjudagur 2. maí, morgunsöngur í Akureyrarkirkju kl. 9.00. Miðvikudagur 3. maí, mömmu- morgun í Safnaðarheimili kl. 10-12. Frjálst, kaffi og spjall, allir verðandi og núverandi foreldrar velkomnir. GLERÁRKIRKJA: Sunnudagur 30. aprfl, fermingarmessur í kirkjunni kl. 10.30 og 13.30. Fimmtu- dagur 4. maí, opið hús fyrir mæður og böm. Heitt á könnunni og svali fyrir bömin. Æfing bamakórs Gler- árkirkju er kl. 17.30. HVITASUNNUKIRKJAN: Laug- ardagur 29. aprfl, bænastund kl. 20.00. Sunnudagur 30. aprfl, sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30. Kennsla úr Orði Guðs fyrir alla ald- urshópa. G. Theodór Birgisson predikar. Almenn vakningasam- koma kl. 16.30. Yngvi Rafn Yngva- son predikar. Fyrirbænaþjónusta, baraapössun. Allir velkomnir. HJALPRÆÐISHERINN: Laug- ardagur kl. 20, tónleikar, kór frá Kristiansand í Noregi. Sunnudagur kl. 11, sunnudagaskóli. Gospel sam- koma kl. 17, fjölbreytt dagskrá. Mánudagur kl. 15, heimilasamband, miðvikudagur kl. 20, hjálparflokkur fyrir konur, fimmtudagur kl. 17.30 krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára, föstu- dagur kl. 17.30, 11 plús, fyrir 11-12 ára. Flóamarkaður frá kl. 10-18. HRÍSEYJARKIRKJA: Ferming- armessa sunnudaginn 30. aprfl kl. 11. Fermd verða Júlía Mist Almarsdótt- ir og Páll Abrahamsen. ----------------- Fermingar Ferming í Ólafsfjarðarkirkju 30. apríl kl. 11:00 Prestur sr. Sigríður Guðmarsdúttir. Fermd verða: Atli Þór Ægisson, Hrannarbyggð 15. Einar Þór Guðmundsson, Mararbyggð 10. Gísli Valur Þormóðsson, Ólafsvegi 30. Jón Gunnar Eiríksson, Hrannarbyggð 7. Katrín Sif Antonsdóttir, Ólafsvegi 51. Kristinn Ari Hinriksson, Túngötu 19. Kristinn Axel Sigurðarson, Hombrekkuvegi 5. Sigríður Þóra Hilmarsdóttir, Ólafsvegi 44. Sunna Eir Haraldsdóttir, Kirkjuvegi 4. Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir, Hlíðarvegi 12. Sæunn Veigarsdóttir, Bylgjubyggð 22. Styrkir til tónlistarnáms úr Minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur. Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri, sem lokið hafa brottfararprófi frá skólanum og hyggja á háskólanám í tónlist eða hafa þegar hafið það, geta sótt um styrk úr minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2000 og þurfa umsækjendur að greina frá námsferli og námsáformum í umsókn sinni. Umsóknir skal senda til skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri, Hafnarstræti 81. Morgunblaðið/Kristj án Vöru- og þjónustusýningin Daglegt líf í fþróttahöllinni Um 60 aðilar hafa skráð sig til þátttöku Finnbogi starfandi stjórn- arformaður Samherja hf. Tónleikar skátakóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.