Morgunblaðið - 29.04.2000, Page 23

Morgunblaðið - 29.04.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 23 VIÐSKIPTI Aðalfundur OZ.COM nk. miðvikudag Sóttum heimild til hluta- fjáraukn- ingar FYRIR aðalfundi OZ.COM sem haldinn verður nk. mið- vikudag liggur tillaga um að auka hlutafé fyrirtækisins úr 75 milljónum hluta í 275 millj- ónir. Einnig liggur fyrir tillaga um að gefa út jöfnunarhluta- bréf svo að hluthafar fái tvo hluti fyrir hvern einn sem þeir eiga nú. Þetta kemur fram í tilkynningu um aðal- fundinn sem send hefur verið hluthöfum OZ.COM. Starfsmenn fái rétt til kaupa á 9 milljón hlutum Aðrar tillögur sem liggja fyrir eru að forgangshluta- bréf breytist sjálfkrafa í al- menn hlutabréf við skráningu á almennum hlutabréfamark- aði. Auk þess tillaga um breytingar á samþykktum fé- lagsins þess efnis að stjórnar- menn verði fjórir til sjö í stað þriggja til fímm. Einnig liggur fyrir tillaga þess efnis að starfsmenn OZ.COM og dótturfyrirtækja fái rétt til kaupa á alls 9 millj- ón hlutum í stað 6,5 milljóna áður. Rétt á að sækja aðalfund- inn eiga þeir hluthafar sem skráðir voru fyrir hlutum í OZ.COM 24. mars sl. Columbia Ventures selur verksmiðjur í Bandaríkjunum Söluverðið um 9 milljarðar COLUMBIA Ventures Corporat- ion, eigandi álverksmiðju Norðuráls hf. á Grundartanga í Hvalfirði, og Indalex Aluminum Solutions, næst- stærsta álvinnslufyrirtæki Norður- Ameríku, hafa undirritað viljayfir- lýsingu um kaup Indalex Aluminum Solutions á þremur álvinnslu- verksmiðjum í Kaliforníu og ál- steypuverksmiðju í Texas, sem eru í eigu Columbia Pacific Aluminum Corporation, dótturfélags Columbia Ventures. Samkvæmt frétt Reuters-frétta- stofunnar er kaupverðið 120 millj- ónir Bandaríkjadala, eða um níu milljarðar íslenskra króna. Er áætl- að að gengið verði frá kaupunum í næsta mánuði. I fréttatilkynningu um kaupin kemur fram að allir starfsmenn Col- umbia í verksmiðjunum verði starfs- menn Indalex Aluminum Solutions, en starfsmenn fyrirtækisins eru nú um 4.600 talsins í 17 álvinnslu- verksmiðjum og 6 álsteypuverk- smiðjum víðsvegar í Norður-Amer- íku. Indalex Aluminum Solutions er í eigu Caradon plc í Englandi, en það er alþjóðleg fyrirtækjasam- steypa með fjölþætta starfsemi í Evrópu og Bandaríkjunum. Mikill vöxtur Flögu hf. MIKILL vöxtur var í starfsemi Flögu hf. á árinu 1999. Sölutekjur fyrirtækisins námu 307 milljónir króna á árinu en þær voru 120 milljónir 1998. Stjórnendur fyrir- tækisins áætla að sölutekjur muni enn aukast á þessu ári og verða yfir 600 milljónir króna. Verðmætið um 5,5 milljarðar króna Gengi á hlutabréfum í Flögu á hinum svokallaða gráa markaði hefur hækkað stöðugt í viðskiptum manna á meðal. Fyrir ári var geng- ið um 17 en samkvæmt upplýsing- um frá Landsbréfum hf. má ætla að það sé nú á bilinu 130-135. Sé miðað við lægra gengið má gera ráð fyrir að verðmæti fyrirtækisins sé um fimm og hálfur milljarður króna. Fyrir einu ári keypti bandaríska fyrirtækið ResMed 10% hlut í Flögu hf. I lok síðasta árs var hlutafé í Flögu aukið um 2 milljónir króna að nafnverði og var það selt Combi Camp tjaldvagnar fjárfestum. Við það lækkaði hlutur ResMed í fyrirtækinu niður fyrir 10%, en síðan hefur ResMed hins vegar aukið hlut sinn og er hann aftur orðinn um 10%. Sportbúð Títan - Seljavegi 2-101 Reykjavík Netfang: titan@isa.is - Vefsíða: www.isa.is/titan Sportbúð Títan - Seljavegi 2-101 Reykjavík Netfang: titan@isa.ís - Vefsíða: www.isa.is/titan TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 568 6822 - œvintýri líkust Við erum flutt www.islandsflug.is en við erum enn með sama símann: 570 8090 Öll farþega- og fraktafgreiðsla okkar er flutt til Flugfélags íslands. Eftir sem áður notarðu sama símann til að fá upplýsingar og bóka flug til Bíldudals og Sauðárkróks: 570 8090. ISLANDSFLUG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.