Morgunblaðið - 29.04.2000, Side 35

Morgunblaðið - 29.04.2000, Side 35
MÓáGUSíBÍ.AÐri) hjúpnum og án þeirra væri 21 Sels- íusstigi kaldara á jörðinni en nú er og meðalhiti -6 stig en ekki +15 stig. Þessi náttúrulegu áhrif eru þannig forsenda fyrir lífi á jörðinni í núverandi mynd. Styrkur kol- tvíoxíðs og nokkurra annarra gróð- urhúsalofttegunda í andrúmsloft- inu fer vaxandi af mannavöldum. Talið er að þessi aukning hafi þeg- ar haft áhrif á veðurfar þannig að nú sé af þessum sökum um 0,5 stigum hlýrra að meðaltali á jörð- inni en ella væri. Styrkur koltvíoxíðs hefur vaxið um 33% frá því fyrir iðnbyltingu, úr um 278 ppmv (einingin ppmv þýðir milljónustu hlutar rúmmáls) í um 370 ppmv árið 2000. Aukning annarra gróðurhúsalofttegunda jafngildir því að styrkur koltvíoxíðs hafi árið 2000 vaxið í um eða yfir 450 ppmv sem svarar til yfir 50% aukningar frá því fyrir iðnbyltingu. Margar gróðurhúsalofttegundir sem berast út í andrúmsloftið af manna völdum hafa þar langa við- dvöl og hafa áhrif á veðurfar í ára- tugi og jafnvel aldir eftir að þeim er sleppt út í umhverfið. Afleiðing- ar í veðurfari eru einnig lengi að koma fram að fullu vegna þess að andrúmsloftið og heimshöfin þurfa tíma til þess að taka við sér. Þessu er lýst með því að tala um svokall- aða jafnvægishlýnun. Það er sú hlýnun sem vænta má ef losun gróðurhúsalofttegunda er stöðvuð og andrúmslofti og heimshöfum gefinn tími til að laga sig að aukn- ingunni sem þegar er orðin. Talið er að hlýnun af völdum vaxandi gróðurhúsaáhrifa gangi svo seint fram á næstu áratugum að hún verði aðeins helmingurinn af jafn- vægishlýnun á hverjum tíma. Það þýðir að veruleg hlýnun mundi halda áfram þó að losun væri snögglega stöðvuð. Síðan 1958 hefur styrkur kol- tvíoxíðs í andrúmsloftinu verið mældur á eyjunni Mauna Loa í Kyrrahafi og er mynd af niður- stöðunum aðgengileg á vefnum. Myndin sýnir vel hina stöðugu aukningu koltvíoxíðsstyrksins. Fleiri vísanir í erlendar heimildir um þessi mál eru á vefsíðunni. Styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloft- inu hér við ísland hefur verið mældur í Vestmannaeyjum síðan 1992 og má skoða niðurstöðurnar á vefsíðu Tækni- og athuganasviðs Veðurstofu Islands. Tdmas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Is- lands stjóranum, sé ekki háttsett í fyrir- tækinu. Ráðning Þessir draumar söm heild benda til þess að þú standir á tímamótum og þau tengist núverandi hlutverki í lífinu. Draumarnir lýsa frekar hug- renningum þínum um vilja og getu til framkvæmda en beinu ferli sem verða muni. í fyrsta drauminum ertu að fást við þann þátt í þér sem tengist áræði og hæfileika þínum til frumkvæðis og ákvarðanatöku, þar kemur Ólafur inn sem punkturinn yfir I-ið eða sem áhersla á getu þína því nafnið merkir sá er fyrstur fer og vísar veginn. I draumi tvö ferðu yfir á andlega planið og kannar þar styrk þinn og kemst að því að til að ná árangri verði maður að fylgja sannfæringu sinni og standa við sitt og láta ekki ytra prjál (búðarferðin) veikja styrk sinn (klippingin). Þriðji draumurinn tekur svo fyrir efann og veikleikann sem öllu getur sundrað en þrátt fyrir átök og erf- iða göngu skín í gegn að kraftur þinn sé ekta og hugurinn sannur þótt hinn faglegi metnaður sé enn ekki full mótaður. Þeir lesendur aem vitfn fá drnunia si'na birta ográðna sendi þá með fuilu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavik eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is Pétur Pétursson rektor Skálholtsskéla færði heimsborgarann Þérð nær matargestum með ýmsum fréðleik á milli rétta. Sótt í smiðju Skálholts Skálholtsstaður á sér mikla og merka sögu og þar situr fólk í dag ekki með hendur í skauti frekar en fyrri daginn. í Skálholtsskóla fer fram mikið mennta- og menningar- starf og þar er boðið upp á ýmislegt forvitnilegt fyrir gesti og gangandi. Kristín Heiða Kristinsdóttir brá sér austur fyrir fjall og settist eina kvöldstund á bekk í skólanum og gæddi sér á 17. aldar hlaðborði að hætti sælkerans Þórðar biskups Þorlákssonar. Máiverk af Þérði biskup Þorlákssyni og konu hans Guðríði Gísladóttur. ÞETTA var í annað sinn sem boðið var upp á slíkt hlaðborð fyrir almenn- ing og til stendur að framhald verði þar á, en áður hafa nokkrum sinnum verið kvöldverð- ir af þessum toga í Skálholtsskóla fyrir hópa sem þess hafa ósk- að eða ráðstefnugesti. Það er sannarlega ánægjulegt að vatnið skuli ekki sótt yfir læk- inn til að auðga lífið í Skálholti, heldur gramsað í eigin smiðju staðarins því þar er af nógu að taka. Máltíðin hófst á því að borinn var fram hákarl og kúmensnafs, heilsubót- ardrykkur sem menn á 17. öld yljuðu sér á eftir útivist og hrakningar, en kúmen var einmitt ræktað í kálgarði Skál- holts á þessum tíma ásamt öðrum kryddjurtum. Pétur Pétursson núverandi rektor skólans, færði heimsborgarann Þórð svolítið nær matar- gestum með ýmsum fróðleik á milli rétta. Þórð- ur var lífsnautnamaður og fjölhæfur á sviði vís- inda og mennta, hann var tónlistarmenntaður, grúskaði í stjörnufræði, læknisfræði og ýmsu öðru. Hann var m.a frumkvöðull í fjölbreyttri garðyrkju og lærði framandi matreiðsluaðferðir hjá Lúðvík 14. sólkonungi. Þórður fór víða um Evrópu og tók kunnáttuna með sér hingað heim til íslands og bauð gestum sínum upp á sams- konar mat og borinn var fram þetta bjarta vor- kvöld árið 2000. Gera má ráð fyrir að Snæfríður íslandssól og annað fyrirfólk hafi fengið að njóta áþekkra krása en ólíklegt að vinnuhjú hafi fengið svo gott fæði. Bjarni bryti Birgisson sá um að allur matur væri verkaður og matreiddur að fornum hætti og var hangikjötið og saltkjötið t.d ekki rautt á lit heldur brúnt, því hvorki var notaður saltpét- ur né nítrat í tíð Þórðar. Drukkin var mysa með matnum sem og mjöður góður, ekki ósvipaður þeim sem munkar brugguðu forðum í klaustr- um. Til að komast að því hvað var á borðum þessara biskupshjóna í lok sautjándu aldar, var grafinn upp á Þjóðminjasafninu pöntunarlisti frá 1679, sem títtnefndur Þórður sendi til kaup- mannsins á Eyrarbakka. Og auðvitað krafðist það meiri fyrirhafnar að afla fanga í þá tíð, á vetrum þurfti að sækja þessar innfluttu vörur á sleðum sem skaflajárnuð naut drógu. En maturinn var ekki einungis að fornum sið, því ýmislegt var gert til að færa stemninguna sem næst 17. öldinni, maddaman í Skálholti, Guðríður Gísladóttir eiginkona Þórðar, var end- urvakin sérstaklega fyrir matargesti, hún skar í okkur ketið og þjónaði til borðs íklædd glæstum búningi sem saumaður hafði verið sérstaklega eftir málverki sem til er af frúnni. Aðrar fram- reiðslustúlkur voru í hversdagslegri búningum eins og siður var með vinnufólk. Skreyting hlað- borðsins var sótt í íslenska náttúru, þar mátti finna þurrkaðan hrossaþara, trjágreinar og jurtir, sem og steina. Tólgarkerti voru á borðum og dúkarnir óstrauaðir og til þess ætlast að matargestir þurrkuðu sér í þá að sautjándu ald- ar sið. Gregoríanskur munkasöngur hljómaði lágt undir borðum og Margrét Bóasdóttir stjórnaði nokkrum söngfuglum úr unglingakór Selfosskirkju, sem sungu rammíslensk þjóðlög á milli þess sem fólk renndi niður fjölbreyttum réttum. Það er gott að koma í Skálholti enda talar staðurinn sjálfur til fólks, eins og Pétur rektor komast að orði. I skólanum er boðið upp á góða aðstöðu og þjónustu fyrir ferðamenn, LAUGARDAGUH '29.' APRÍL 2000 35 Guðríður Gísladéttir, eiginkona Þérðar bisk- ups Þorlákssonar, var endurvakin sérstak- lega fyrir matargesti. Hún skar ketið ogþjén- aði til borðs íklædd glæstum búningi sem saumaður hafði verið eftir málverki af frúnni. 17. aldar kvöldverður í Skálholti Fordrykkur Kúmensnafs Forróttir Marineraðir sveppir á túnsúru, ofnbakaður silungur á njólablaði með skyrsósu Hlaðborð - aðairéttir Kálsúþa, grænmetissalat, hangikjöt, salt- kjöt, soðið lambakjöt, harðfiskur og smjör, hveitikökur og gi-óft brauð Drykkjarföng Mjöður og mysa Hlaðborð - eftirréttir Skyr og rjómi, sveskjur, gráfíkjur og rúsínur með hunangssósu, ostar, hnetubrauð og steiktir hveitipartar. bæði einstaklinga og hópa. Gistiaðstaða er fyrir 28 manns í skólanum og að auki geta 40 manns dvalist í Skálholtsbúðum. Sífellt fleiri sækja þangað til að halda ráðstefnur, námskeið eða hvers konar fundi. Nýjasta dæmið er sýning á íkonum sem opnuð var í Skálholti 11. apríl og fyrirlestur sem dr.Yuri Bobrov íkonafræðingur hélt þar um. Blómlegt tónlistarlíf einkennir staðinn og ber þar hæst hina árlegu sumartón- leika og eins eru kyrrðardagar orðnir fastur lið- ur í dagskrá Skálholts. Vert er að nefna hina sérstöku tíðagjörð sem er alla virka daga í Skál- holtskirkju kl: 9:00 og 18:00. Þar eru sungnir Davíðssálmar og gamlir himnasöngvar að klass- ískum sið og allir sem koma til kirkju taka þátt í tíðagjörðinni. Nýlega gerði Skálholtsskóli samning við Háskóla Islands um samstarf sem felst m.a í því að HI hefur lagt tæki og annað slíkt til skólans og á móti kemur að háskólafólk dvelur í Skálholti við fræðastörf og annað. Eins hafa Siðfræðistofnun og Skálholtsskóli hrundið af stað fundaröð um siðferðileg álitamál í ís- lensku samfélagi. Fyrsti fundurinn var haldinn í Skálholti í lok mars og þá voru teknar fyrir erfðarannsóknir og meðferð heilsufarsupplýs- inga. Þarna komu saman fjölmargir fulltrúar kirkju, heilbrigðismála, stjórnmálaflokka, sið- fræðistofnunar og erfðagreiningafyrirtækja og skiptust á skoðunum. Þetta er ánægjuleg viðbót við hið fjölbreytta starf sem fram fer í Skálholti og ljóst er að tekist hefur farsællega að efla tengsl kirkju og þjóðlífs á þessum fornfræga stað. Við renndum úr hlaði, þó nokkurs vísari og Bjarni bryti sá sannarlega til þess að við sáluð- umst ekki úr hungri þetta kvöld og óhætt er að mæla eindregið með 17. aldar krásum þeim sem hann og aðstoðarkonur hans töfra fram af mik- illi list. Að lokum má geta þess að boðið verður upp á sígildan íslenskan hádegisverð í Skál- holtsskóla í sumar og eins stendur til að útbúa matseðil frá miðöldum í tengslum við ráðstefnu miðaldafræðinga í maí, og aldrei að vita nema þess háttar máltíðir verði einnig boðnar al- menningi síðar meir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.