Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 40

Morgunblaðið - 29.04.2000, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERÐMÆTAR FARSÍMARÁSIR BREZK farsímafyrirtæki hafa nú verðmetið þá tak- mörkuðu auðlind, sem felst í notkun á nýrri tegund farsímarása í Bretlandi. Ríkisstjórnin stóð fyrir uppboði á fimm farsímarásum af þessari tegund, þar af var ein frá- tekin fyrir nýliða á brezkum markaði. Alls tóku þrettán fyrirtæki þátt í uppboðinu, en að lokum voru það fimm þeirra sem hrepptu hnossið. Alls voru fyrirtækin reiðubúin til að greiða 22,5 milljarða sterlingspunda fyrir rásirnar, eða 2.600 milljarða króna, en rekstrarleyfin eru til tuttugu ára. Um er að ræða svonefnda þriðju kynslóð farsímakerfa, sem bjóða upp á þráðlausan netaðgang, hraðari og marg- falda gagnaflutningsgetu miðað við það sem nú þekkist. Farsímafyrirtækin munu m.a. geta boðið upp á myndir af myndböndum og margs konar þjónustu í viðskiptum og tómstundaleikjum um farsíma. Nýja farsímakerfið verður væntanlega tekið í notkun ár- ið 2002 og árið 2007 þarf dreifikerfi hvers fyrirtækis að ná til 80% brezku þjóðarinnar, en að öðrum kosti missir það rekstrarleyfið. Augljóslega telja farsímafyrirtækin framtíðina felast í möguleikum þessara nýju rása, því annars hefðu þau ekki greitt svo gífurlegar fjárhæðir fyrir rekstrarleyfin. Um mikinn hvalreka er að ræða fyrir brezka skattgreið- endur og enn einu sinni hefur sannazt, að fyrirtækin eru reiðubúin að greiða fyrir réttinn til nýtingar á þeirri tak- mörkuðu auðlind sem fjarskipta- og sjónvarpsrásir eru. Stefnumörkun brezkra ríkisstjórna, allt frá dögum Mar- grétar Thatchers, um að bjóða upp nýtingarréttinn hefur leitt til þess, að margar aðrar þjóðir, ekki sízt á meginlandi Evrópu, eru nú að endurskoða gamlar og úreltar úthlutun- arreglur. Ríkisstjórnir geta varla lengur varið það gagn- vart skattgreiðendum að fórna svo miklum peningum, sem reynsla Breta sýnir, að fyrirtæki eru reiðubúin að greiða fyrir réttinn til að nýta fjarskiptarásir. Full ástæða er fyrir íslenzk stjórnvöld til að fylgjast rækilega með þessari þró- un, ekki sízt þegar úthluta þarf takmörkuðum aðgangi að nýjum tegundum fjarskiptarása eins og nú var gert í Bret- landi. Fljótlega hlýtur að koma að því, að sótzt verði eftir slíkum rásum á íslenzkum fjarskiptamarkaði. NETS JÚKRAHÚ S FR AMTÍÐ ARINN AR NÚ í VIKUNNI var haldin ráðstefna í Reykjavík um fram- tíð heilbrigðisþjónustimnar með tilliti til tölvuvæðingar og nýrrar tækni, sem talin er auka hagkvæmni, skilvirkni og auka þjónustu við sjúklinga, auk þess sem þessi tækni muni einnig stórminnka hættuna á mistökum innan sjúkrahúsa. A ráðstefnunni fluttu erindi þrír erlendir sérfræðingar, sem lýstu framtíðinni hver frá sínu sjónarhomi. Einn þeirra hefur unnið að því að setja upp rafrænar sjúkraskrár, sem auka mik- ið öryggi innan sjúkraahúsa og koma í veg fyrir að boð misfar- ist milli einstakra starfsmanna. Þessar rafrænu sjúkraskrár gera það einnig að verkum að sjúkraskrá verður tiltæk hvar sem er innan heilbrigðisþjónustunnar. Slíkar sjúkraskrár hafa aukið framleiðni sjúkrahúsa, þar sem þær hafa verið teknar upp. Kostnaður við það er töluverður, en aukin framleiðni greiðir það upp á tiltölulega skömmum tíma. Annar sérfræðingur fjallaði um á hvem hátt sjúkrahús og samstarfsaðilar geti nýtt sér tækni netviðskipta á heilbrigðis- sviði. Enn er þessi tækni þó fremur hugmynd en lausn, þótt í sjálfu sér sé ekkert því til fyrirstöðu að komið verði upp net- sjúkrahúsi. Spítalamir em í raun nauðbeygðir til þess að beina sjónum sínum að aukinni netvæðingu og þjónustu í gegnum Netið að mati sérfræðingsins. Þriðji sérfræðingurinn fjallaði síðan um að kominn væri tími til að seta strikamerki á sjúklinga og á hvem hátt handtölvur og þráðlaus net geti aukið hagkvæmni og bætt öryggi þjón- ustu við sjúklingana inni á spítölunum. Þessi síðasti sérfræð- ingur hafði kannað lyfseðla, sem íslenzkir læknar hefðu gefið út, um 2,5 milljónir árlega, og hann hafði upplýsingar um að í 15% lyfseðlanna væm villur, þótt ekki væm þær alvarlegar. Rafrænir lyfseðlar myndu eyða slíkum villum og spara mikið fé. Upplýsingar sem fram komu á þessari ráðstefnu, em í senn athygliverðar og forvitnilegar. Þær sýna að á næstu áram á eftir að verða gífurleg breyting í rekstri heilbrigðisþjónust- unnar, þar sem rafræn tækni á eftir að ryðja sér til rúms í miklum mæli. Bill Clinton Bandaríkjaforseti í hádegisverði í Hvíta húsi: Þjóðhöfðingjar Norðurlanda í Hvíta húsinu, f.v.: Sonja Noregsdrottning og Haraidur konungur, Hillary og Bill Clinton, Ferðir víkingan á við geimferðii Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, skáiar að víkingasið við bandarísku fi sést Björn Bjarnason menntamálaráðherra ásamt Sigríði Önnu Þórðardótt Níutíu gestir, þar á ✓ meðal forseti Islands og menntamála- ráðherra, sátu mið- degisverðarboð bandarísku forseta- hjónanna í Hvíta húsinu í Washington í gær í tilefni þúsund ára afmælis landafundanna og umfangsmikillar víkingasýningar 1 Smithsonian-safninu. Björn Ingi Hrafnsson og Ásdís Ásgeirsdóttir ljósmyndari voru í Hvíta húsinu í gær. GESTIR mættu prúðbún- ir til miðdegisverðarins, fyrstir vitaskuld þjóð- höfðingjar Norðurlanda eða fulltrúar þeirra, Ól- afur Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, og Dorrit Moussaieff, Harald- ur V. Noregskonungur og Sonja drottning, Halonen Finnlandsforseti og maður hennar Arajarvi, Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, og Jóakim Danaprins. Bandarísku forsetahjónin, Bill og Hillary Rodham Clinton, tóku á móti þjóðhöfðingjunum og ræddu við þá stundarkorn áður en allir gengu undir einkennislagi forsetaembætt- isins í salinn, hinn fræga „state din- ingroom“, þar sem slíkar veislur á vegum embættisins eru jafnan haldnar. Á boðstólum var fjórrétta matseð- ill þar sem m.a. var boðið upp á tóm- atsúpu, geitaost, franskar baunir, ól- ífusósu, kartöflur í jurtalegi, og í eftirrétt var boðið upp á ísrétti og ávexti, m.a. svonefnda „norræna snjódrífu", sem innihélt ákavíti. Boð- ið var upp á rautt vín, Chardonnay Readcholder frá 1997. Aðrir íslendingar sem sátu boð bandarísku forsetahjónanna voru Björn Bjarnason menntamálaráð- herra og eiginkona hans, Rut Ing- ólfsdóttir, Sigríður Anna Þórðar- dóttir, alþingismaður og forseti Norðurlandaráðs, Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Wash- ington, og eiginkona hans Bryndís Schram og Einar Benediktsson, sendiherra og formaður íslensku landafundanefndarinnar, og eigin- kona hans, Elsa Benediktsson. Meðal annarra gesta voru Madel- eine K. Allbright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Barbara Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Thorbjörn Jagland, utanríkisráð- herra Noregs, Tuomioja, utanríkis- ráðhera Finnlands, Linén, menning- armálaráðherra Finnlands, Mona Sahlin, ráðherra iðnaðar- og at- vinnumála í Svíþjóð, Gerner Nielsen, menningarmálaráðherra Danmerk- ur, Nancy Ruwe, sem sæti á í stjórn North Atlantic Saga Counsil, og Leif Johansson, forstjóri Volvo.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.