Morgunblaðið - 29.04.2000, Page 47

Morgunblaðið - 29.04.2000, Page 47
MOKGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 47 morgun og þar sátum við í sófanum með páskaeggin okkar og horfðum á afa. Það var svo margt sem við brölluðum saman. Manstu fræga bankaleikinn okkar, búðarleikinn í bílskúrnum heima, já og leynistað- inn sem búið okkar var á? Þú hefur ætíð verið dugleg og ákveðin. Þú fórst þínar eigin leiðir og kunnir virkilega að lifa lífinu. Eg man hvað þú varst hamingju- söm þegar þú og Alexander byrjuð- uð að vera saman. Þið voruð svo ástfangin að það var yndislegt að fylgjast með ykkur. Eg var svo ánægð fyrir þína hönd. Hvað þið voruð líka dugleg þegar þið fluttuð inn í íbúðina. Að koma öllu í stand og svo máluðuð þið allt hátt og lágt. Þegar ég kom til þín á fimmtudegin- um varstu að Ijúka við að mála for- stofuna. Það er seinasta skiptið sem ég hitti þig, áður en þú skildir við. Þú varst alltaf stuðboltinn í hópn- um. Orðin sem komu stundum upp úr þér voru óborganleg. Þín verður sárt saknað og þú munt skilja eftir sig stórt skarð í vinahópnum. Það verður ekki bætt fyrr en við hitt- umst allar aftur á ný. Þú fórst bros- andi í gegnum lífið og þótt það væri eitthvað að var alltaf stutt í hlátur- inn. Þú varst lítill fallegur engill sem var alltaf brosandi og kátur. Þú bræddir hjörtu allra sem fengu að kynnast þér. Mér þótti svo vænt um þig elsku Áslaug mín. Þú varst alltaf til staðar og alltaf tilbúin að hjálpa ef eitthvað var að. Þótt það sé erfitt að sætta sig við orðinn hlut, mun ég ætíð geyma þessar góðu minningar í hjarta mínu. Hvem dag sem ég lifi mun ég lifa fyrir þig. Eins og þú orðaðir allt- af, við erum sem eitt og við stöndum saman hvað sem bjátar á. Ég elska þig að eilífu. Elsku Alexander, Ella, Óli og fjöl- skylda, megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og okkur öll. Þín vinkona, Flóra Hlín. Elsku Áslaug. Margs er að minnast og hvað er það þá sem helst skal í minningu geyma. Ég kynntist þér fyrir 12 árum og vin- skapurinn styrktist með hverju ári og þú varst mín besta vinkona. Fyrir fjórum árum vorum við svo heppnar að vera valdar sem full- trúar æskulýðsins úr okkar kirkj- um, ég úr Kálfatjörn og þú úr Njarðvíkurkirkju. Við fórum í Skálholt í viku ásamt fleiri ung- lingum úr Kjalarnesprófastdæmi og unglingum frá Færeyjum. Það sem við gerðum þar er geymt á góðum stað. Manstu þegar okkur langaði í heita pottinn í sumarbú- staðnum við hliðina á okkar stað og við stálu'mst í hann um miðja nótt og svo komu fleiri krakkar með okkur. Daginn eftir kallaði séra Bjarni á okkur og þú hlóst svo mik- ið að hann gat ekki skammað okkur og spurði hvort hefði verið gaman hjá okkur í nótt. Það var svo stutt í hláturinn hjá þér elskan mín. Síðan fórum við til Éæreyja ári seinna og það var rosalega gaman þar. Þú hélst með þeim sem varnarlausir voru. Manstu þegar við vorum þar sem Tóki býr og það komu grind- hvalir? Það var meiriháttar að sjá alla þessa hvali, og allir sem bjuggu þarna hættu að vinna og reyndu að veiða hvalina og ég og þú erum með svo lítið hjarta að við vorkenndum hvölunum svo mikið að við fengum tár í augun. Við áttum framundan mörg ævin- týrin og ánægjustundirnar saman, leikur og gleði, skóli og starf. Þú naust þín vel í starfinu á hjúkrunar- heimilinu Garðvangi. Þar fékk fólk- ið að kynnast þér frá öllum hliðum, bæði sjúklingar og þeir sem unnu með þér. Þú varst líka góður vinnu- félagi. Svo kynntist þú Alexander. Þér fannst hann mestur, bestur og allt það sem þér fannst að þinn maður yrði að hafa. Þú varst ástfangin, það var yndislegt að sjá hvað þér leið vel og gaman að taka þátt í gleði þinni. Allt varð að vera svo sérstakt, meira að segja uppþvottaburstinn. Áslaug mín, ég á þér svo margt að þakka og góðar minningar hrannast upp. Ég er rík að hafa átt þig að vin- konu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur nún veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson). Guð blessi minningu þína og gefi styrk til Ellu, Óla, Alexander, Ástu, Valgeirs, Elínar og fjölskyldna þeirra. Þín vinkona, alltaf, Kristín Svava. Elsku Áslaug mín, ég trúi því varla að þú sért farin. Á stundu sem þessari reika minningarnar um hug- ann, minningar um elskulega frænku sem var alltaf brosandi og svo hress. Ég skil ekki af hverju lífið þarf að vera svona ósanngjarnt. Þú varst búin að finna réttu brautina í lífinu, varst nýfarin að búa með kærastanum þínum, honum Alex- ander og naust þín með gamla fólk- inu á Garðvangi í vinnunni. Þú áttir stóran vinahóp sem á mjög erfitt núna og vil ég biðja Guð að styrkja þau á þessum tímum. En minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar allra að eilífu. Elsku Alexander, Ella, Óli, Ásta, Valgeir, Elín María og fjölskyldur megi Guð vera með ykkur og veita ykkur allan þann styrk sem þið þurfið á að halda á þessum erfiðum tímum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkertbresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðirmigaðvötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns míns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, þvíaðþúerthjámér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur) Þín frænka Sigurbjörg. Fyrir aðeins þremur mánuðum þurfti ég að kveðja góðan og yndis- legan vin, hann Ölla. Aldrei hefði ég getað trúað því að ég þyrfti að kveðja annan vin svona fljótt. Hún Áslaug var mér svo kær, æskuvin- kona mín er farin frá mér. Hvers vegna hún þurfti að fara frá okkur, því getur enginn svarað. Falleg, yndisleg, góð, ákveðin, hreinskilin, opin; það eru svo mörg orð sem lýsa henni Áslaugu minni. Hress og kát var hún alltaf, til í hvað sem var!! Henni var alveg sama hvað öllum öðrum fannst, hún gerði það sem hún vildi og ekki var hún að fela skoðanir sínar á hlutun- um, nei, hún lét allt flakka. Ég dáði hana og virti fyrir hreinskilnina, hún var fullkomin eins og hún var. Áslaug var mér svo góð, hún var alltaf til staðar ef ég þurfti á henni að halda, það var alveg sama hve- nær það var eða hvað það var, hún var komin hlaupandi til mín innan fárra sekúndna. Ég man þegar við vorum yngri hvað okkur fannst gaman að heyra Valgeir bróður þinn segja okkur alls konar sögur af hinum og þessum, hann lék þetta svo vel. Við hlógum í marga mánuði á eftir og voru þessar sögur rifjaðar upp aftur og aftur. Ég gleymi því ekki þegar þú og Alexander komuð á körfuboltaleik í Njarðvík og sátuð við hliðina á mér. í hálfleik spurðirðu mig hvernig mér litist svo á gæjann. Ég sagði að hann væri bara allt í lagi, myndar- legur strákur, en ekki varstu nú al- veg ánægð með það svo ég leiðrétti mig og sagði; „Hann er rosalega fal- legur, ég vildi að þetta væri kærast- inn minn.“ Svo hlógum við eins og vitleysingar. Já, það eru svo margar yndisleg- ar minningar sem ég á um hana Ás- laugu mína, að ég gæti skrifað heila bók og það getur enginn tekið minn- ingarnar frá mér, þær mun ég geyma í hjarta mínu að eilífu. En ég sakna sárt vinkonu minnar og hefði ég viljað að samverustundir okkar hefðu verið fleiri. Ég veit þó að hún elsku Áslaug er komin á betri stað, hún er komin í paradís og hann elsku Ölli er hjá henni. Minning um góða og yndislega manneskju sem mörgum var svo kær mun lifa í huga okkar og hjarta. Elsku Alexander, Óli, Ella, Ásta, Valgeir, Elín og aðrir aðstandend- ur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á - jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson.) Þín vinkona að eilífu, Berglind Krisljánsdóttir. í dag er ég að kveðja mjög kæra vinkonu. Þegar hringt var í mig þennan ör- lagaríka dag og mér tjáð að Áslaug vinkona mín værir látin vildi ég ekki trúa mínum eigin eyrum. Því þú varst mér svo kær og góð vinkona, alltaf til staðar hvað sem á reyndi. Ég minnist allra prakkarastrik- anna sem við framkvæmdum saman og þau sumur sem við unnum hlið við hlið bæði á Sólbrekku og í Bið- skýlinu verða alltaf ofarlega í mínu huga. Elsku Áslaug mín ég mun alltaf sakna þín. Ég kveð þig hér með síðasta er- indinu úr laginu Söknuði eftir Vil- hjálm Vilhjálmsson. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn, mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifumar, ég reyndar sé þig alls staðar, þá napurt er það næðir hér og nístir mig. Þín vinkona Bergþóra Halla. Elsku Áslaug okkar. Laugardag- inn 15. apríl barst okkur sú sorgar- frétt að þú hefðir verið tekin frá okkur. Erfitt er að skilja hvers vegna það gerðist. Þú sem varst að hefja nýjan kafla í lífi þínu, búin að kynnast ástinni þinni, honum Alex- ander og þið nýbyrjuð að hefja líf ykkar saman. Undanfarna daga höfum við verið að rifja upp margar góðar minning- ar um þig og skoða myndir. Þú varst mjög lífleg og uppátækjasöm lítil stúlka. Þær voru ófáar ferðirnar sem farið var með þig á slysavarðs- stofuna til að búa um sár þín. Alltaf varstu brosandi, kát og hress og það sýna myndirnar sem við höfum ver- ið að skoða undanfarna daga. Þegar við hittum þig tókstu alltaf svo vel á móti okkur með hlýju faðmlagi og stóra brosinu þínu. Þessi hjarta- hlýja nýttist þér svo vel í starfi á hjúkrunarheimilinu Garðvangi og sagðir þú okkur að þar værir þú loksins komin á rétta starfsbraut. Vinahópur þinn var stór og áttir þú mjög góðar vinkonur sem styrkt hafa fjölskyldu þína mikið undan- farna daga. Þær hafa misst mikið. Elsku Áslaug, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar um ókomna framtíð. Við kveðjum þig með sökn- uði. Elsku Alexander, nú eru erfiðir tímar framundan og munum við styrkja þig hvenær sem er. Þú mátt alltaf leita til okkar. Elsku Óli, Ella og fjölskylda, þið eigið um sárt að binda og vonum við að Guð verði með ykkur. Hugur okkar er hjá ykkur. Þínar frænkur, Guðrún, Herborg og fjölskylda. Æsku blómann yndislega, Áslaugu - ei lengur finn. Taktu hana, Guð minn góður í gæzkuríka faðminn þinn. Virstu sorgar sárin græða, sendu þína huggun nú. Upp til ljóss og himinhæða horfumviðívonogtrú. Eftir þessar þungu stundir þjáningaogsorgahér verða aðrir endurfundir eilífri í dýrð hjá þér. Fyrir mikla miskunn þína og mátt þinn yfir dauða dal, þar mun Áslaug áfram skína eins og stjama' í himna sal. (Jón Hjörleifur Jónsson.) Það hefur verið erfitt síðastliðnar vikur að sætta sig við að Áslaug frænka okkar sé látin. Þegar við minnumst Áslaugar kemur óneitan- lega upp í hugann mynd af jóla- sveininum sem hún lék svo eftir- minnilega á jólaböllum fjölskyld- unnar. Þar skein í gegn lífsgleði hennar og félagslyndi sem ávallt einkenndi hana. Engin orð geta tjáð söknuð okkar og samúð til þeirra sem eftir lifa. Elsku Alexander, Ella, Óli og fjöl- skylda, við vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur áfram og blessa. „Og ég heyrði raust mikla frá há- sætinu, er sagði: Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ (Opb. 21:3-4.) Helga, Anna M., Þorbjörg, Marinó, Guðjóna, Sigríður og makar. Mig langar að minnast vinkonu minnar Áslaugar Óladóttur. Það er erfitt að sætta sig við að svo ung og elskuleg kærleiksrík stúlka eins og þú skulir vera kölluð burt. Margs er að minnast, það voru ófáar ferðirnar sem þú, Flóra og Kristín lögðuð á ykkur út á Stafnes, jafnvel í snjókomu og skafrenningi til að spjalla eða spila. Alltaf breiddir þú út faðminn þeg- ar þú komst, eins þegar þú kvaddir, þú komst alltaf með birtu og gleði inn á heimili mitt, þú varst alltaf svo glaðleg og hress og hreinskilin. Það var unun að horfa á þig og hlusta þegar þú varst að leika í lát- brajgðsspilinu. Eg minnist þess hvað þú varst glöð og hamingjusöm þegar þú komst með Alexander í heimsókn, eða þegar þú sagðir mér að þú værir búin að fá ibúð og þið væruð að fara að búa. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér, ég er ríkari í hjarta mínu. En ég trúi því að Jesús Kristur hafi kallað þig til sín til enn göfugri verka. Ég ætla að varðveita minn- ingamar i hjarta mínu. Ég votta aðstandendum dýpstu samúð og bið guð að styrkja Álex- ander, foreldra, systkini, ömmur og afa og vinkonur þínar. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er ver ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verðabetrienéger. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótt. (Vilhjálmur Vilþjálmsson) Ambjörn Eirfksson. Elsku hjartans Áslaug mín. Nú ertu komin á mun betri stað. Og ég sem var rétt að byrja að kynnast þér. En ég veit það að við fáum annað og betra tækifæri til að kynnast betur, þegar ég kem til þín í nýja heiminn. Þá munum við skemmta okkur konunglega. Þú sem varst alltaf brosandi ert nú far- in frá okkur. Þú áttir ekki skilið að hverfa svona frá okkur. Ég mun aldrei gleyma þér. Það sem einkenndi þig Áslaug mín var brosið þitt fallega, gott hjartalag og velvild. Þú vildir öllum vel. Ég mun ávallt sakna þín Áslaug mín. Megi verndarenglar vera með þér og þínum. Ég lofa þér því að ég mun passa hana Flóru fyrir þig, því ég veit það að þér þótti mjög vænt um hana. ^ Hærra, minn Guð, til þín hærra til þín, enda þótt öll sé kross, upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín hærra til þín. Hafðu það gott hinum megin Ás- laug mín. Elín Arnbjörnsdóttir. Við kynntumst Álaugu fyrir fimm árum, í gegnum Kristínu systur.i Vinahópur Áslaugar var stór og hafa þær alltaf staðið þétt saman í gegnum súrt og sætt. Þær Kristín og Áslaug voru stundum alveg óað- skiljanlegar og ef Kristín var ekki heima hjá sér þá vissi maður að hún var hjá Áslaugu. Mamma spurði hana líka einu sinni hvort mamma hennar færi ekki bráðum að láta Kristínu borga leigu. Áslaug og vin- konur hennar komu oft í heimsókn til okkar. Þær voru alltaf velkomn- ar, þar sem þá færðist alltaf mikið líf í íbúðina okkai1. Kynni okkar af Áslaugu breyttust töluvert síðastliðið sumar þegar hún kynntist Alexander, sem síðar varð sambýlismaður hennar. Alexander sem starfaði hjá Byko í Lettlandi, var í starfsþjálfun hjá Byko í Njarð- vík þegar þau kynntust, og þær sex vikur sem Alexander átti að vera á Islandi enduðu í sex mánuðum. Skömmu fyrir jól hélt Alexander aftur til Lettlands. Við töluðum við Alexander sex dögum eftir að hann yfirgaf ísland, þá sagðist hann vera kominn með heimþrá og vildi kom- ast heim til íslands sem fyrst. í byrjun febrúar kom Alexander aft- ur og hófu hann og Áslaug leit að íbúð þar sem þau gætu farið að búa. Þau fundu fljótlega litla og vinalega íbúð sem þau höfðu verið að stand- setja. Mikil nákvæmni fór í það að velja allt í heimilið, hvort sem það var nýr litur á forstofuna, kaffi- kanna eða klósettbursti, allt varð að vera í stíl. Þau höfðu einungis búið þar saman í átta daga þegar hinir hörmulegu atburðir gengu yfir, at- burðir sem enginn okkar skilur að gátu gerst. Við gleymum seint þegar Áslaug og Alexander fóru að vera saman eða þegar við fórum á árshátíð hjá Byko, þau voru svo ástfangin og hamingjusöm. Áslaug var nokkuð dugleg við að festa sig í snjónum í vetur við hinar furðulegustu að- stæður en ávallt hafði hún duglega aðstoðarmenn sem tilbúnir voru að rétta henni hjálparhönd, hvort sem það var Alexander á inniskónum, Alexander á spariskónum eða rúta full af karlmönnum. Þegar séra Baldur bað okkur að minnast Áslaugar sem hressrae og kátrar stúlku gerðum við okkur grein fyrir því að öðruvísi munum við ekki eftir Áslaugu. Hún var allt- af glöð og tilbúin að gera gott úr öllu. Við minnumst allra góðu stundanna sem við áttum með Ás- laugu með miklum hlýhug og þakk- læti. Elsku Óli, Ella, Alexander, Ásta, Valgeir og Elín, við biðjum guð að styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar í * sorginni. Margrét, Mummi og Natan Freyr. Hví er þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans i höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum. (B. Halldórsson.) Fyrir 10 árum tók ég á mótr óvenju fjölmennum hópi nemenda sem ég kenndi og hafði umsjón með í þrjú skólaár hér í Njarðvíkurskóla. Einn þessara nemenda var Áslaug Óladóttir sem kvödd er hinstu kveðju í dag. Við fregn af dauða feennar fylhíst feugur minn reiði yfir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.