Morgunblaðið - 29.04.2000, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 29.04.2000, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 59 UMRÆÐAN Sjóflutningar sem varnarsamstarf TIL ÞRIÐJU umræðu á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til laga um framkvæmd tiltekinna þátta varnar- samstarfs íslands og Bandaríkjanna. í lagatexta og greinargerð frum- varpsins kemur margsinnis fram að hér séu í húfi öryggishagsmunir ís- lenska ríkisins af öryggis ástæðum séu það íslensk fyrirtæki í skilningi laganna sem hafi raunveruleg tengsl við landið, séu virkir þátttakendur í íslensku efnahagslífi og lúti íslenskri lögsögu. Af öryggissjónarmiðum tekur ut- anríkisráðuneytið á móti öllum til- kynningum varnarliðsins sem felst í beiðni um tilnefningu íslenskra aðila. Heimild íslenskra aðila til samninga við varnarliðið er bundin því skilyrði að þeir hljóti tilnefningu utanríkis- ráðuneytisins. Ágreiningair í athugasemdum við lagafrum- varpið segir m.a.: Eins og kunnugt er hafa íslensk stjórnvöld átt í ágreingi við banda- rísk stjórnvöld um túlkun og fram- kvæmd samnings um vamarsam- starf ríkjanna frá 24. september 1986 (svonefndum sjóflutningasamning- um) í kjölfar þess að bandarísk stjórnvöld úthlutuðu við síðasta út- boð öllum flutningum fyrir varnarlið- ið til tveggja nátengdra fyrirtækja, annars bandarísks og hins skráðs á íslandi, sem voru að stærstum hluta í eigu og undir stjóm sömu erlendu aðilanna. Úthlutun af þessum toga gerir að engu þá öryggispólitísku þýðingu samninganna sem felst í að öflugu framlagi íslenskra skipafé- laga til flutninga yfir Atlantshafið. Ef ekki verður spyrnt við fæti má ætla að aukinn hluti viðskipta við varnarliðið, sem af öryggisástæðum er mikilvægt að sé í íslenskum hönd- um, falli pappírsfyrirtækjum er- lendra aðila í skaut. Því er í fmm- varpinu leitast við að tryggja að íslensk fyrirtæki í skilningi laganna, séu virkir þátttakendur í íslensku efnahagslífi og lúti íslenskri lögsögu. Varnarliðsflutningar lykilatriði innlendrar skipaútgerðar Eimskip sendi frá sér hinn 8. mars sl. greinargerð um forsögu ágrein- ingsmáls um sjóflutninga fyrir varn- arliðið þar segir m.a. Allt frá því á sjöunda áratugnum hafa íslensk skipafélög annast sjó- flutninga fyrir banda- ríska varnarliðið á Is- landi. Breyting varð á árið 1984 er bandaríska skipafélaginu Rainbow Navigation var úthlut- að þessum flutningum óskiptum í krafti bandarískra laga frá 1904 sem kveða á um að bandarísk skip skuli hafa einokun á flutn- ingum á vegum Banda- ríkjastjómar. Lög þessi em jafnan rétt- lætt með skírskotun til öryggis- og vamar- hagsmuna Bandaríkj- anna. Islensk stjómvöld vildu ekki una þessari einokun bandarísks skipafé- lags á vamarliðsflutningunum og kröfðust þess að íslensk skipafélög hefðu jafnan rétt á að keppa um flutningana, á gmndvelli efnahags- og öryggishagsmuna íslensku þjóð- arinnar. í fyrmefndu fmmvarpi segir m.a. svo í 1. gr. k-liðar: k. íslensk fyrirtæki: Fyrirtæki, óháð rekstrarfyrrirkomulagi, sem uppfylla öll eftirfarandi skilyrði: l. Eru skráð á íslandi og starf- rækja höfuðstöðvar sínar hér á landi. 2. Em landfræðilega staðsett á fs- landi og lúta íslenskri lögsögu. 3. Fyrirsvarsmenn og lykilstarfs- fólk fyrirtækjanna em búsett á ís- landi. Undirritaður flutti breytingartillögu við aðra umræðu fmrnvar- psins svohljóðandi: Á eftir 3. tölulið k-lið- ar 1. gr. komi nýr tölu- liður, svohljóðandi: Eiga eða leigja skip sem sigla undir íslensk- um fána, mönnuð ís- lenskri áhöfn, ef fyrir- tækið hefur sjóflutn- inga með höndum. Hvers vegna þessi breytingartillaga? milliríkjasamn- ingi Islands og Banda- ríkjanna frá 24. sept- ember 1986 segir í 1. kafla að framkvæmd sjóflutninga, þ.e. banda- ríski hluti flutninganna fari fram með bandarísku skipi undir banda- rískum fána en íslenska hluta sjó- flutninganna annist íslensk kaup- skipaútgerð. íslenski hluti sjóflutn- inga fyrir vamarliðið er nú í höndum „íslenskra" kaupskipaútgerða (Atl- antsskip) fluttur með skipi undir hol- lenskum fána, áhöfn Hollendingar og Pólveijar (andstætt öryggishags- munum íslenska ríkisins). 2. Eg tek heilshugar undir grein- argerð Eimskips hvar vitnað er til ís- lenskra stjórnvalda þar sem segir: Smæð íslensks markaðar gerði það að verkum að flutningar fyrir varnarliðið væm lykilatriði fyrir öfl- uga innlenda skipaútgerð sem gæti Guðmundur 1. í Hallvarðsson Varnarsamstarf * Islendingum væri lífs- nauðsyn á að hafa til taks öflugan skipakost, segir Guðmundur Halivarðsson, fá ríki eru jafnháð --------------7------ siglingum og Island. þjónað efnahags- og öryggishags- munum þjóðarinnar á hættu- og neyðartímum. Við slíkar aðstæður væri íslendingum lífsnauðsyn að hafa öflugan skipakost, en fá ríki em jafnháð siglingum og ísland. Oflug innlend skipaútgerð? Eimskip er með 9 skip í reglu- bundnum siglingum, 6 skip milli ís- lands og Evrópu, 2 skip milli íslands og Bandaríkjanna og 1 skip í strandsiglingum. Eitt skip, Brúarfoss, siglir undir íslenskum fána á milli íslands og Evrópu. Auk Brúarfoss em 5 erlend- ir „fossar" mannaðir íslenskri áhöfn. Samskip er með 3 skip í reglu- bundnum siglingum, 2 skip milli ís- lands og Evrópu og eitt í strandsigl- ingum. Óll skip Samskipa era undir er- lendum fána, erlendu „fellin“ þrjú era mönnuð íslenskri áhöfn. Ljóst er að Samskip og Eimskip lúta íslenskri lögsögu, en hin erlendu leiguskip þeirra gera það ekki; þar ræður lögsaga þess ríkis hvar skipið er skráð. Óryggishagsmunir íslenska ríkisins era af þeim sökum fyrir borð«í> bornir ef annað hvort þessara skipa- félaga nær til sín íslenska hluta sjó- flutninga varnarliðsins. Líklega helst þá óbreytt ástand, flutningar þá með erlendum skipum við óbreytt framvarp, þ.e.a.s. verði breytingar- tillaga mín felld. Til hvers var þá af stað farið með lagaframvarpið og aftui-virk ákvæði þess? Með þeirri breytingartillögu sem ég hef flutt að hluti sjóflutninga fyrir varnarliðið sem í hlut íslend- inga falla, verði með íslenskum skip- um, mönnuðum íslenskri áhöfn, verður jafnræði komið á milli íslands og Bandaríkjanna, kröfurnar þær sömu um þjóðfána skips og þjóðernis áhafnar. Með greinargerð Eimskips í huga má ætla að Eimskipafélags- menn setji sig ekki upp á móti efl- ingu innlendrar skipaútgerðar, enda tók Eimskipafélagið kröftulega und- ir með stéttarfélögum farmanna 1984 þegar þau mótmæltu harðlega yfirtöku bandaríska skipafélagsins Rainbow Navigation á öllum sjó- flutningum varnarliðsins. Islensk stjómvöld létu ekki sitt eftir liggja, flutningar fyrir varnarliðið væra lyk- ilatriði fyrir innlenda skipaútgerð. Islendingum væri lífsnauðsyn á að hafa til taks öflugan skipakost, fá ríki era jafnháð siglingum og Island. Höfundur er alþingismaður. Sumartími hjá Lánasýslu ríkisins Skrifstofur Lánasýslu ríkisins verða opnar frá kl. 08:00 til 16:00 á tímabilinu frá 2. maí til 15. september 2000. LÁNASÝSLA RÍKISINS Ríkisábyrgðasjóður - Ferðamálasjóður Regnfatnaöur fyrir alia fjölskylduna á góðu veröi POSTSENDUM SAMDÆGURS Grandagarði 2, Rvík, sími 580 8500 0PIÐ í DAG, LAUGARDAG FRÁ 10-14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.