Morgunblaðið - 29.04.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 67
.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Frá undirritun samnings: Jóhanna Eyjólfsdóttir Vélsijórafélag’i Islands,
Kristín Sigurðardóttir Samvinnuferðum-Landsýn, Kristján Daníelsson
Bókunarmiðstöð íslands, Halldór Grönvold ASÍ og Hallgrímur Hall-
grímsson BSRB.
Samstarf um
upplýsingavef
FORSVARSMENN Bókunamið-
stöðvar íslands og Ferðanefndar
stéttarfélaganna hafa skrifað undir
samstarfssamning um upplýsingavef
íyrir ferðaþjónustu.
Upplýsingavefur Ferðanefndar
stéttaifélaganna verður vistaður_ á
heimasíðu Bókunamiðstöðvar fs-
lands, www.discovericeland.is. A
honum verða upplýsingar um samn-
inga sem Ferðanefnd stéttarfélag-
anna hefur gert við fjölmarga aðila í
ferðaþjónustu í samstarfí við Sam-
vinnuferðir/Landsýn. Um er að ræða
tilboð sem félagsmönnum stéttarfé-
laganna standa til boða í ferðum inn-
anlands og tO útlanda ásamt upplýs-
ingum um verð, skilmála og annað
sem máli skiptir. Á vefnum verða
einnig fréttir er tengjast starfsemi
Ferðanefndarinnar auk þess sem
hægt verður að tengjast samtökum
sem aðild eiga að Ferðanefnd stétt-
arfélaganna.
Allar upplýsingar um þjónustuna
verður hægt að fá hjá þjónustuveri
Bókunamiðstöðvarinnar og á út-
stöðvum sem settar verða upp á
nokkrum ferðamiðstöðvum auk upp-
lýsinga á heimasíðu Bókunamið-
stöðvar Islands. Þjónustu samkvæmt
samningum Ferðanefndai' stéttarfé-
laganna verður að bóka beint hjá við-
komandi ferðaþjónustuaðila.
Reykjavíkurdeild RKI
fagnar 50 ára afmæli
REYKJAVIKURDEILD Rauða
kross íslands fagnar 50 ára afmæli
sínu í dag, laugardag, við húsnæði
deildarinnar að Fákafeni II milli
kl. 14 og 17. Boðið verður upp á
kaffí og afmælistertu, en auk þess
verður kynning á starfseminni,
skyndihjálparatriði og sýning á
sjúkrabíl. Allir velunnarar Rauða
krossins eru velkomnir - ungir sem
aldnir.
Reykjavíkurdeildin var stofnuð
27. apríl 1950 og var fyrsti for-
maður hennar séra Jón Áuðuns. Á
þeirri hálfu öld sem liðin er hafa
sjálfboðaliðar hennar lagt af mörk-
um mikla og þrotlausa vinnu í þágu
mannúðar og líknarstarfs.
Um þessar mundir sinna fímm
hundruð sjálfboðaliðar Rauða
krossins í höfuðborginni mikilvæg-
um og fjölbreyttum verkefnum.
Konur í kvennadeildinni starfrækja
meðal annars sölubúðir á sjúkra-
húsum, reka sjúklingabókasöfn og
skipuleggja heimsóknarþjónustu
fyrir aldraða og sjúka. Félagar í
ungmennadeildinni heimsækja
börn í Kvennaathvarfinu, aðstoða
geðfatlaða og sinna margþáttuðu
fræðslustarfi.
Reykjavíkurdeild Rauða krossins
rekur símaþjónustu, Vinalínuna (s.
561 6464), fyrir þá sem þurfa ein-
hvern að tala við, heldur námskeið
í almennri og sálrænni skyndihjálp
sem og barnfóstrunámskeið og tek-
ur þátt í rekstri fjögurra öldrunar-
stofnana í Reykjavík. Sjálfboða-
miðstöðin að Hverfisgötu 105 er
opin fyrir alla þá sem vilja láta gott
af sér leiða í sjálfboðastarfi eftir
grundvallarmarkmiðum Rauða
kross hreyfingarinnar.
Gönguferð
að Glym
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir til
tveggja dagsferða í Hvalfjörðinn
sunnudaginn 30. apríl og er brottför
kl.10.30 frá BSÍ.
Annars vegar er um að ræða
gönguferð úr Brynjudal í Botnsdal.
Fararstjóri er Steinar Frímannsson.
Hins vegar er gönguferð í Botnsdal
þar sem komið verður að Glym,
hæsta fossi landsins, en hann er tæp-
ir 200 m að hæð. Þetta er ágæt fjöl-
skylduganga.
Fararstjóri er Kristján M. Bald-
ursson. Brottför frá BSÍ kl.10.30 og
miðar eru seldir í farmiðasölu. Upp-
lýsingar um ferðir og fleira má sjá á
heimasíðu: utivist.is
-----H-»-----
Happdrætti
Félags heyrnar-
lausra
FÉLAG heyrnalausra stendur fyrir
sölu á happdrættismiðum þessa dag-
ana á öllu landinu. Happdrættissalan
er árlegur liður í fjáröflum félagsins
og sölumenn ganga í hús og selja
miðana. Allir sölumenn félagsins
bera skírteini þess efnis að þeir séu á
vegum félagsins.
Leiðrétt
Hólar en ekki Höfði
Rangfærslur voru í frétt á bls. 12 í
blaðinu í gær um æfingu slökkviliðs-
ins.
Hið rétta er að húsið, sem hét Hól-
ar en ekki Höfði eins og kom fram,
var reist upp úr 1930 af þeim bræðr-
um Jens Bjarnasyni gjaldkera Slát-
urfélags Suðurlands og Ingólfi
Bjarnasyni kaupmanni í Ljósafossi
við Laugaveg. Bjuggu þeir í húsinu
ásamt fjölskyldum sínum og einnig
bjó þar Jón bróðii' þeirra ásamt fjöl-
skyldu.
Olíuverslun íslands keypti húsið í
kringum 1950.
Peysufata-
dagur VI
í blaðinu í gær birtist mynd af 4.
bekkingum Verzlunarskóla Islands í
tilefni af Peysufatadegi skólans. Þar
sagði að þetta væru fjórða árs nem-
endur en átti að vera 4. bekkingar.
Nafn féll niður
í minningargrein
í minningargrein um Nínu Björk
Árnadóttur í Morgunblaðinu, 27.
apríl, blaðsíðu 47, var Bjöm Krist-
jánsson einn sagður höfundur gi'ein-
arinnar, en nafn meðhöfundar, Jóns
Jónssonar, féll niður. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
Gönguferð til Krýsuvíkur
FERÐAFÉLAG íslands og Um-
hverfis- og útivistarfélag Hafnar-
fjarðar ganga hina fomu Krýsuvíkur-
leið í þremur áföngum nú í vor.
Sunnudaginn 30. apríl verður geng-
inn 2. áfangi þessarar skemmtilegu
leiðar.
Gangan hefst við Bláfjallaveg við
Stak og fylgt Undirhlíðaleið að Vatns-
skarði, síðan gengið með Sveifluhálsi
og að Ketilsstíg. Veður og aðstæður
stjóma lokaáfanganum, sem verður
annaðhvort við Seltún eða Ketilsstíg.
Þriðji áfangi er á dagskrá 14. maí.
Fararstjóri er Jónatan Garðars-
son, en hann hefur gengið þessar
slóðir frá bamæsku og gjörþekkir
bæði leiðir og sögur. <
Allir era velkomnir í þessar ferðir,
sem heíjast við BSÍ og Mörkina 6 kl.
10:30 á sunnudagsmorgun en einnig
er hægt að bætast í hópinn við
Kirkjugarð Hafnarfjarðar. Ferðin
kostar 1.400 krónur fyrir fullorðna.
Opið
í Kolaportinu
1. maí
Sumarið er komið og stemmningin í Kolaportinu frábœr.
Kaupmenn á hverju horni kalla á kúnna,
vestmannaeyingarnir hittast í Kaffi Porti og löggurnar í
miðbœnum kíkja inn til að kaela sig í sumarhitanum.
Austurlensku básarnir eru fullir m J
af nýrri vöru Gvendur dúllari
er með fallegt gamalt
borðstofusett og leikfanga-
salarnir eru komnir
með sumarleikföngin
Allt markaðstorgið er opið laugardag, sunnudag
og 1. maí, Líttu við og gerðu góð kaup, hittu kunningjana
(vertu viss, þeir verða allir í Kolaportinu) og upplifðu
stemmningu sem á engan sinn líka.
Gerðu góð kaup!
Saltfisksbollur - Geisladiskar - Mottur - Skartgripir - Fatnaður - Antik - Postulínsstyttur - Hákarl - Vynilhljómplötur - Raftœki
Marineraður - Saltfiskur - Skófatnaður - Rœkjur - Útskorin trévara - Hangikjöt - Knattspyrnubúningar - llmolíur - Egg
Fataefni - llmvötn - Rúnakerti - Harðfiskur - Leikföng Ljós - Verkfœri - Gjafavara - Flatkökur - Töskur - Vatnabuffalóhorn
Skelfiskur - Safnaravara - Dömuhattar - Cobraslöngur - Draumafangarar - Kartöflur - Málverk - Videóspólur - Lax
Orkusteinahálsmen - Kerti - Englamyndir - Bœnaspjöld - Heimilistœki - Kompudót - Frímerki - Innrömmuð skordýr
Humar • Páfuglafjaðrir - Gerfiblóm - Blœvœngir - Búsáhöld - Handverk - Handprjónaðir dúkkukjólar - íslenskt grjót
Bastkörfur - Töskur - Slökunartónlist - Soelgœti - Ljósakrónur - Hörpuskel - Kaffi Port - Lesgleraugu - Andlitsmyndir
l Það er opið laugardag, sunnudag og 1. maí kl. 11:00-l 7:00