Morgunblaðið - 29.04.2000, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 29.04.2000, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 67 . Morgunblaðið/Jón Svavarsson Frá undirritun samnings: Jóhanna Eyjólfsdóttir Vélsijórafélag’i Islands, Kristín Sigurðardóttir Samvinnuferðum-Landsýn, Kristján Daníelsson Bókunarmiðstöð íslands, Halldór Grönvold ASÍ og Hallgrímur Hall- grímsson BSRB. Samstarf um upplýsingavef FORSVARSMENN Bókunamið- stöðvar íslands og Ferðanefndar stéttarfélaganna hafa skrifað undir samstarfssamning um upplýsingavef íyrir ferðaþjónustu. Upplýsingavefur Ferðanefndar stéttaifélaganna verður vistaður_ á heimasíðu Bókunamiðstöðvar fs- lands, www.discovericeland.is. A honum verða upplýsingar um samn- inga sem Ferðanefnd stéttarfélag- anna hefur gert við fjölmarga aðila í ferðaþjónustu í samstarfí við Sam- vinnuferðir/Landsýn. Um er að ræða tilboð sem félagsmönnum stéttarfé- laganna standa til boða í ferðum inn- anlands og tO útlanda ásamt upplýs- ingum um verð, skilmála og annað sem máli skiptir. Á vefnum verða einnig fréttir er tengjast starfsemi Ferðanefndarinnar auk þess sem hægt verður að tengjast samtökum sem aðild eiga að Ferðanefnd stétt- arfélaganna. Allar upplýsingar um þjónustuna verður hægt að fá hjá þjónustuveri Bókunamiðstöðvarinnar og á út- stöðvum sem settar verða upp á nokkrum ferðamiðstöðvum auk upp- lýsinga á heimasíðu Bókunamið- stöðvar Islands. Þjónustu samkvæmt samningum Ferðanefndai' stéttarfé- laganna verður að bóka beint hjá við- komandi ferðaþjónustuaðila. Reykjavíkurdeild RKI fagnar 50 ára afmæli REYKJAVIKURDEILD Rauða kross íslands fagnar 50 ára afmæli sínu í dag, laugardag, við húsnæði deildarinnar að Fákafeni II milli kl. 14 og 17. Boðið verður upp á kaffí og afmælistertu, en auk þess verður kynning á starfseminni, skyndihjálparatriði og sýning á sjúkrabíl. Allir velunnarar Rauða krossins eru velkomnir - ungir sem aldnir. Reykjavíkurdeildin var stofnuð 27. apríl 1950 og var fyrsti for- maður hennar séra Jón Áuðuns. Á þeirri hálfu öld sem liðin er hafa sjálfboðaliðar hennar lagt af mörk- um mikla og þrotlausa vinnu í þágu mannúðar og líknarstarfs. Um þessar mundir sinna fímm hundruð sjálfboðaliðar Rauða krossins í höfuðborginni mikilvæg- um og fjölbreyttum verkefnum. Konur í kvennadeildinni starfrækja meðal annars sölubúðir á sjúkra- húsum, reka sjúklingabókasöfn og skipuleggja heimsóknarþjónustu fyrir aldraða og sjúka. Félagar í ungmennadeildinni heimsækja börn í Kvennaathvarfinu, aðstoða geðfatlaða og sinna margþáttuðu fræðslustarfi. Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur símaþjónustu, Vinalínuna (s. 561 6464), fyrir þá sem þurfa ein- hvern að tala við, heldur námskeið í almennri og sálrænni skyndihjálp sem og barnfóstrunámskeið og tek- ur þátt í rekstri fjögurra öldrunar- stofnana í Reykjavík. Sjálfboða- miðstöðin að Hverfisgötu 105 er opin fyrir alla þá sem vilja láta gott af sér leiða í sjálfboðastarfi eftir grundvallarmarkmiðum Rauða kross hreyfingarinnar. Gönguferð að Glym FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir til tveggja dagsferða í Hvalfjörðinn sunnudaginn 30. apríl og er brottför kl.10.30 frá BSÍ. Annars vegar er um að ræða gönguferð úr Brynjudal í Botnsdal. Fararstjóri er Steinar Frímannsson. Hins vegar er gönguferð í Botnsdal þar sem komið verður að Glym, hæsta fossi landsins, en hann er tæp- ir 200 m að hæð. Þetta er ágæt fjöl- skylduganga. Fararstjóri er Kristján M. Bald- ursson. Brottför frá BSÍ kl.10.30 og miðar eru seldir í farmiðasölu. Upp- lýsingar um ferðir og fleira má sjá á heimasíðu: utivist.is -----H-»----- Happdrætti Félags heyrnar- lausra FÉLAG heyrnalausra stendur fyrir sölu á happdrættismiðum þessa dag- ana á öllu landinu. Happdrættissalan er árlegur liður í fjáröflum félagsins og sölumenn ganga í hús og selja miðana. Allir sölumenn félagsins bera skírteini þess efnis að þeir séu á vegum félagsins. Leiðrétt Hólar en ekki Höfði Rangfærslur voru í frétt á bls. 12 í blaðinu í gær um æfingu slökkviliðs- ins. Hið rétta er að húsið, sem hét Hól- ar en ekki Höfði eins og kom fram, var reist upp úr 1930 af þeim bræðr- um Jens Bjarnasyni gjaldkera Slát- urfélags Suðurlands og Ingólfi Bjarnasyni kaupmanni í Ljósafossi við Laugaveg. Bjuggu þeir í húsinu ásamt fjölskyldum sínum og einnig bjó þar Jón bróðii' þeirra ásamt fjöl- skyldu. Olíuverslun íslands keypti húsið í kringum 1950. Peysufata- dagur VI í blaðinu í gær birtist mynd af 4. bekkingum Verzlunarskóla Islands í tilefni af Peysufatadegi skólans. Þar sagði að þetta væru fjórða árs nem- endur en átti að vera 4. bekkingar. Nafn féll niður í minningargrein í minningargrein um Nínu Björk Árnadóttur í Morgunblaðinu, 27. apríl, blaðsíðu 47, var Bjöm Krist- jánsson einn sagður höfundur gi'ein- arinnar, en nafn meðhöfundar, Jóns Jónssonar, féll niður. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Gönguferð til Krýsuvíkur FERÐAFÉLAG íslands og Um- hverfis- og útivistarfélag Hafnar- fjarðar ganga hina fomu Krýsuvíkur- leið í þremur áföngum nú í vor. Sunnudaginn 30. apríl verður geng- inn 2. áfangi þessarar skemmtilegu leiðar. Gangan hefst við Bláfjallaveg við Stak og fylgt Undirhlíðaleið að Vatns- skarði, síðan gengið með Sveifluhálsi og að Ketilsstíg. Veður og aðstæður stjóma lokaáfanganum, sem verður annaðhvort við Seltún eða Ketilsstíg. Þriðji áfangi er á dagskrá 14. maí. Fararstjóri er Jónatan Garðars- son, en hann hefur gengið þessar slóðir frá bamæsku og gjörþekkir bæði leiðir og sögur. < Allir era velkomnir í þessar ferðir, sem heíjast við BSÍ og Mörkina 6 kl. 10:30 á sunnudagsmorgun en einnig er hægt að bætast í hópinn við Kirkjugarð Hafnarfjarðar. Ferðin kostar 1.400 krónur fyrir fullorðna. Opið í Kolaportinu 1. maí Sumarið er komið og stemmningin í Kolaportinu frábœr. Kaupmenn á hverju horni kalla á kúnna, vestmannaeyingarnir hittast í Kaffi Porti og löggurnar í miðbœnum kíkja inn til að kaela sig í sumarhitanum. Austurlensku básarnir eru fullir m J af nýrri vöru Gvendur dúllari er með fallegt gamalt borðstofusett og leikfanga- salarnir eru komnir með sumarleikföngin Allt markaðstorgið er opið laugardag, sunnudag og 1. maí, Líttu við og gerðu góð kaup, hittu kunningjana (vertu viss, þeir verða allir í Kolaportinu) og upplifðu stemmningu sem á engan sinn líka. Gerðu góð kaup! Saltfisksbollur - Geisladiskar - Mottur - Skartgripir - Fatnaður - Antik - Postulínsstyttur - Hákarl - Vynilhljómplötur - Raftœki Marineraður - Saltfiskur - Skófatnaður - Rœkjur - Útskorin trévara - Hangikjöt - Knattspyrnubúningar - llmolíur - Egg Fataefni - llmvötn - Rúnakerti - Harðfiskur - Leikföng Ljós - Verkfœri - Gjafavara - Flatkökur - Töskur - Vatnabuffalóhorn Skelfiskur - Safnaravara - Dömuhattar - Cobraslöngur - Draumafangarar - Kartöflur - Málverk - Videóspólur - Lax Orkusteinahálsmen - Kerti - Englamyndir - Bœnaspjöld - Heimilistœki - Kompudót - Frímerki - Innrömmuð skordýr Humar • Páfuglafjaðrir - Gerfiblóm - Blœvœngir - Búsáhöld - Handverk - Handprjónaðir dúkkukjólar - íslenskt grjót Bastkörfur - Töskur - Slökunartónlist - Soelgœti - Ljósakrónur - Hörpuskel - Kaffi Port - Lesgleraugu - Andlitsmyndir l Það er opið laugardag, sunnudag og 1. maí kl. 11:00-l 7:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.