Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 28
(‘2'8 FÍM MTIJI)AGUR 4.!MÁÍ 20Ó0 : MékÖtJNríL'AWIÐ ERLENT Breiðfylking gegn Ken Livingstone A lokasprettinum fyrir borgarstjóra- kosningarnar í London í gær sameinuðust fjölmiðlar og pólitískir andstæðingar Ken Livingstone gegn honum. Freysteinn Jóhannsson hefur fylgzt með Englending- um fíkra sig að kjörborðinu. ÞEGAR kjördagurinn var að bresta á, virtist Ken Livingstone standa uppi með ótvíræða forystu. Róðurinn gegn honum hafði þó mjög verið hertur síðustu dagana og fjölmiðlar og frambjóðendur drógu upp af honum skugga- legar myndir sem vinstrisinn- uðum, villtum og spilltum stjóm- málamanni, sem myndi verða London til tómr- ar bölvunar. Tony Blair sendi milljónum Lundúnabúa bréf þar sem hann varaði þá við að veita Livingstone atkvæði sitt og hélt fram hlut Frank Dobson, frambjóð- anda Verkamannaflokksins. Dobs- on var hins vegar á stöðugri niður- leið alla kosningabaráttuna, þannig að lítt mun hann duga til að koma í veg fyrir sigurgöngu Livingstone. Auðvitað mátti Blair ekki annað en mæla með frambjóðanda flokks síns. En það er annar frambjóð- andi, sem stendur betur að vígi gagnvart Livingstone og það var að baki honum, sem fjölmiðlar skipuðu sér einn af öðrum. Þessi frambjóð- andi er íhaldsmaðurinn Steve Norris. Leiðtogi eða skæruliði Óeirðimar í miðborg London 1. maí blönduðust inn í baráttuna um borgarstjórastólinn. Ken Living- stone lét þau orð falla fyrir nokkru, að fólk ætti rétt á því að mótmæla og hann væri hlynntur því að menn létu verkin tala. Skemmdarverk, sem auk annarra spellvirlga vom unnin á mánudag á styttum og minnismerkjum, þ.á.m. um fallna hermenn, fóm sérstaklega fyrir brjóstið á fólki. Andstæðingar Liv- ingstone vora fljótir að spyrða sam- an skemmdarverkin og orð hans. Steve Norris bauð menn einfald- lega velkomna í London Kens Liv- ingstone og stuðningsmenn Franks Dobson birtu blaðaauglýsingar með mynd af minnismerki hinna föllnu með slagorðum skemmdarvarg- anna, tilvitnun til orða Livingstone og spumingunni, „Hefúrðu áhyggj- ur af því að Livingstone verði dýr- keyptur?" Þær eiga fullan rétt á sér. Evening Standard var ekkert að skafa utan af hlutunum í gær, heldur sagði Ken Livinstone vera versta kostinn af öllum fyrir Lond- on og með kjöri hans myndu íbúar borgarinnar leiða yfir sig stórslys, hvorki meira né minna. En Livingstone hélt sínu striki og átti stuðning vísan hvar sem hann kom. Hann tók skemmdar- verkaskeytunum með jafnaðargeði og vísaði gagnrýninni á bug sem örvæntingu andstæðinga sinna. Hann hefði einfaldlega átt við það að fólk eigi að sýna hug sinn í verki með göngum og útifundum, en þó þannig að allt sé það gert með frið- samlegum hætti. Ofbeldi og skemmdarverkum mæli hann ekki bót. Honum fannst eiginlega grát- broslegt að horfa framan í þessa aðför meðframbjóðendanna, en sú staðreynd,- að lögreglan í London færist frá ’ iinnanríkisráðherranum til borgarstjórans þegar borgar- stjóri Lundúna hefur verið kosinn, var hluti af kosningabaráttu þeirra. En þótt hart væri að Livingstone sótt virtist í gærkvöldi sem ekkert gæti komið í veg fyrir sigur hans. Hann mun reyndar gjalda þess í dag að hafa ekki harðsnúið lið til að koma kjósendfim á kjörstað eins og flokksframbjóðendurnir, en á móti kemur, að kjósendur hans era öðr- um frernur ákveðnari í að nota kosningaréttinn til stuðnings sínum manni. En eftirleikurinn verður meira spurningarmerki en sigurinn. Þar veldur mestu hver á heldur. En ekkert nema reynslan getur skorið úr því, hvort Ken Livingstone verð- ur öflugur leiðtogi Lundúnabúa eða leggst í persónulegan skæruhem- að. Síðustu dagana hafa menn séð aumur á Verkamannaflokknum og forystu hans vegna ófaranna í kringum borgarstjórakosningarn- ar. Reyndar er sú saga sögð, að flokksforystan hafi um hríð aðeins hugsað um tvennt í sambandi við kosningamar; hvemig eigi að taka á Ken Livingstone borgarstjóra og hvemig launa eigi Frank Dobson þá flokkshollustu hans að láta leiða sig til pólitískrar slátranar í slagn- RÉTTARHÖLD hófúst vegna Lockerbie-málsins í Camp Zeist í Hollandi í gær, rúmum ellefu árum eftir að Boeing 747-flugvél hins bandaríska Pan Am-flugfélags fórst yfir Lockerbie í Skotlandi, þegar sprengja sprakk í vélinni með þeim afleiðingum að 270 manns fórast. Líbýumennimir Abdel-Basset Ali al-Megrahi og Al-Amin Khalifa Fah- ima, sem ákærðir era í málinu, hafa þegar lýst yfir sakleysi sínu. Verj- endur þeirra héldu því enn fremur fram við upphaf réttarhaldanna í gær að hinir raunveralegu sakborn- ingar tilheyrðu hópum róttækra Pal- estínumanna, PFLP-GC og PPSF. Palestínumenn, sem störfuðu í íran, hafi með sprengjutilræðinu viljað hefna sín á Bandaríkjamönnum eftir að bandaríski sjóherinn skaut niður íranska flugvél á Persaflóa vegna mistaka. Forsaga réttarhalda í Lockerbie- málinu er löng enda ellefu ár síðan atburðurinn átti sér stað. Ættingjar fómarlambanna telja það til að mynda ekki hvað síst vera fyrir til- stilli baráttu sinnar að réttað er nú í málinu. Rannsókn þessa mannskæðasta sprengjutilræðis sem átt hefur sér stað í háloftunum svo vitað sé til leiddi rannsóknarmenn þvert yfir Evrópu og Miðjarðarhafslöndin áður en hinir ákærðu fundust í Líbýu. í kjölfarið fylgdi áralöng barátta Breta og Bandaríkjamanna við að fá Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu- manna til að framselja hina grunuðu. Líbýa sætti alþjóðlegum refsiað- gerðum frá því 1991, þegar ákæra gegn tvímenmngunum var lögð fram og þar til í fyrra á meðan reynt var að fá sakbomingana framselda. Það var síðan í nóvember á síðasta ári, fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna, að sátt tókst um hvar rétt- að skyldi í málinu. í framhaldi vora al-Megrahi og Fahima fluttir til Hollands, en verði þeir dæmdir sekir um morð eða fyrir að hafa stefnt ör- yggi farþegaflugvélar f hættu bíður þeirra lífstíðardómur í skosku fang- elsi. Réttarhöldin sjálf fara fram í Camp Zeist í Hollandi, þar sem áður var bandarísk herstöð. Svæðinu hef- ur nú verið breytt í dómshús til bráðabirgða og það lýst skoskt á meðan á réttarhöldunum stendur, til að fara megi að skoskum lögum. Tal- um við Ken Livingstone. Samskipti borgarstjórans og for- sætisráðherrans verða örugglega svipmikil og mikil þrautaganga fyr- ir þann síðarnefnda. Ríkisstjómin hefur reyndar í löggjöf sinni um borgarstjóra og borgarráð Lund- úna bæði minnkað pólitískt svig- rúm borgarstjórans og fjármuna- frelsi hans frá því sem fyrst var hugsað og bundið hann sterkari fjötram borgarráðsins. En hvað sem pólitíkinni líður verður pers- ónumynd borgarstjórans gífurlega sterk og áhrifamikil, jafnvel svo sterk að hún gefi færi á því að standa jafnfætis forsætisráðherr- anum, þegar um athygli almenn- ings er að tefla. Að öllu óbreyttu stefnir í póli- tíska árekstra milli Livingstone og Blair, m.a. um málefni neðanjarðar- lestanna í London. En sennilegast munu þeir báðir reyna að forðast átök í lengstu lög. Það er hvorug- ið er að réttarhöldin taki um ár og vora við rannsókn málsins um 1.500 vitni í rúmlega 20 löndum yfirheyrð. Þá er fjöldi sönnunargagna í málinu hátt á annað hundrað þúsund. Saksóknarar hafa gefið í skyn að þeir muni láta allt að 1.000 manns bera vitni í málinu, m.a. þá sem stóðu að rannsókninni, sjónarvotta og starfsmenn bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, svo nokkuð sé nefnt. í málssókn sinni halda þeir því fram að hinir ákærðu hafi komið ferða- tösku með sprengju fyrir í flugvél sem flaug frá Möltu til Frankfurt, þaðan sem ferðataskan hafi verið send um borð í Pan Am-vélina á Heathrow. Efasemdir um sakborningana Allir þeir 259 sem um borð vora í vélinni, flestir Bandaríkjamenn, fór- ust í sprengjutilræðinu auk ellefu íbúa Lockerbie, en vélin var á leið frá Heathrow-flugvelli í London til New York þegar atburðurinn átti sér stað 21. desember 1988. Fyrir ættingja þeirra valda réttarhöldin nú blendn- um tilfinningum enda kaflaskil í langri baráttu þeirra. Hátt í fimmtíu ættingjanna gerðu sér til að mynda ferð til Hollands til að vera viðstadd- ir upphaf réttarhaldanna og lýstu við það tækifæri yfir því að nú næði rétt- um í hag eins og sakir standa að efna til enn meiri úlfúðar innan Verkamannaflokksins. Nú er komið meira en nóg. Þegar aðeins um ár er í alþingiskosningar krefjast að- stæður þess að menn slíðri sverðin og snúi bökum saman. Það er hreint ekki sama, hvaða umbun Frank Dobson fær eftir kosningarnar. Hann sat í öruggu ráðherrasæti þegar flokksforystan kvaddi hann til borgarstjórafram- boðs og úrslit kosninganna munu fleyta honum út í pólitískt óminnis- myrkur, sem aðeins áberandi embætti getur bjargað honum frá. í þessum efnum rennur forystu Verkamannaflokksins blóðið til skyldunnar. Fréttir bárast af því að Dobson væri farinn að punkta eitt og annað hjá sér sem gæti gagnast til bókarútgáfu og vildu menn lesa út úr því dulbúna hótun hans í garð flokksins, ef engum bjarghring yrði kastað til hans. Dobson bar þessar fréttir til baka og sagðist enga kröfugerð hafa uppi í þessum efnum; hjá honum kæmist ekkert annað að en kosn- ingabaráttan í London. En nafn hans verður öragglega í hattinum, þegar kemur til fyrirhugaðra mannaskipta í sumar, sennilega ekki í sambandi við ráðherrastól, en kannski í sambandi við stöðu þingflokksformanns. læti vonandi fram að ganga. Réttar- höldin nú vekja þó einnig upp efa- semdir um hvort verið sé að refsa þeim sem raunveralega beri ábyrgð á sprengjutilræðinu. Fjölskyldur breskra fórnarlamba era þar líklegri til að líta á réttarhöldin sem enda málsins á meðan ættingjar þeirra 190 Bandaríkjamanna sem fórust eru efagjamari og velta því m.a. fyr- ir sér hvort ríkisstjórn Bills Clintons sé hér með að láta peð í tafli Gaddafis bera ábyrgð á árásinni. „Það er kominn tími til að réttlæt- ið nái fram að ganga. Við viljum að ríkisstjórn sæti ábyrgð vegna máls- ins, en ekki þessir menn, sagði Bruce Smith, einn bandarísku ættingjanna. „Ég er þess fullviss að þeir hafa gott mál gegn líbýsku ríkisstjórninni og þetta ætti bara að vera upphafið, ekki endirinn.“ Maddy Shapiro, frá Bandaríkjun- um, lét sams konar áhyggjur í ljós og er það trú margra ættingjanna að háttsettir embættismenn í líbýsku ríkisstjórninni hafi ásamt hryðju- verkasamtökum átt þátt í sprengju- tilræðinu. Þá hafa ættingjarnir enn fremur lýst yfir áhyggjum yfir því að mótsagnakenndur vitnisburður og ósamræmi í þeim sönnunargögnum sem notuð séu gegn Líbýumönnun- um kunni að leiða til þess að réttar- höldunum verði hnekkt. §gii i* r- , •>. y' ■■ fgri sm AÐALFUNDUR 2000 Aðalfundur Samvinnuferða-Landsýnar hf. verður haldinn föstudaginn 12. maí 2000 í Ásbyrgi, Hótel íslandi og hefst kl. 16.00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins. 3. önnur mál, löglega upp borin. Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aöalskrifstofu hluthöfum til sýnis viku fyrir aðalfund og verða siðan afhentir ásamt fundargðgnum á fundarstað. Samvinnuferðir Landsýn www.aamvlnn.ls Réttarhöld hafín í Lockerbie-málinu Palestínumenn ábyrg- ir, að sögn verjenda Camp Zeíst, London. AP, AFP. Reuters Daniel og Susan Cohen voru viðstödd upphaf réttarhaldanna í gær. Þau misstu dóttur sína Theodoru þegar þota Pan Am-flugfélagsins sprakk í loft upp yflr Lockerbie árið 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.