Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 45
f föÓRÓUNBLAWlfc UMRÆÐAN A Hvernig breytum við Is- landi í þekkingarsamfélag? ÞETTA er yfirskrift málstofu sem verður á stofnfundi Samfylking- arinnar í Borgarleik- húsinu á föstudag og laugardag. í málstof- umar á stofnþinginu munum við fá góða gesti til þess að ræða við okkur um mennta- og atvinnumál framtíð- arinnar í alþjóðlegu samhengi. Þetta er afar þörf umræða fyrir okk- ur íslendinga því að samkeppnishæfni okk- ar meðal þjóðanna stendur nú mjög höll- um fæti og við erum að dragast aftur úr þeim þjóðum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Menntamál í forgang Framganga íslenskra stjórnvalda í menntamálum hin síðari misseri hef- ur einkennst af metnaðarleysi og skyndilausnum. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur farið með menntamál þjóð- arinnar undanfarinn áratug og hefur leiðin stöðugt legið niður á við þann tíma. Við viljum með þessari umræðu á stofnfundinum marka upphaflð að langtíma stefnumótun í menntamál- um um leið og við endurskilgreinum stjómmál framtíðarinnar. Þar setur Samfylkingin menntamál í forgang enda blasir það við að menntakerfið verður jöfnunartæki framtíðarinnar. Þurfum að taka u-beygju Á íslandi eru 99% af vöruútflutn- ingi í lágtækni og meðallágtækni í samanburði við 56% á Norðurlönd- um, 33% í Þýskalandi og 28% í Bandaríkjunum. Alþjóðleg sam- keppni í lágtæknigreinum er mjög mikil og fer hún vaxandi. Staða ís- lands í því samkeppnisumhverfi fer jafnframt versnandi þar sem að við erum oftar en ekki að keppa við lá- glaunasvæði. Ef ekki verður tekin hér u- beygja í mennta- og at- vinnumálum munu lífs- kjör á íslandi versna til muna. Hvernig getum við aukið hlut hátækni- og meðalhátækniiðnaðar í íslensku atvinnulífi og bætt þannig sam- keppnisstöðu okkar á alþjóðavísu? Hvemig er verðmætasköpunin að breytast í heimin- um? Mun launamunur aukast stórlega í hinu breytta samfélagi? Hvernig sækjum við fram í aukinni upplýsingamenntun? Þetta eru allt mikilvægar spurningar fyrir okkur Islendinga því að sam- hliða þeirri ákvörðun að auka hlut- deild okkar í hinu alþjóðlega há- tækniumhvei-fi þarf að líta tU margra þátta í íslensku samfélagi. Aukin framlög til menntamála Það er ljóst að til þess að við getum sótt fram á alþjóðavísu og náð í fremstu röð þarf að stórauka framlög tU menntamála. Stjórnvöld þurfa einnig að gefa menntakerfinu svig- rúm tU þess að það verði kraftmikið Samfylkingin Við viljum með þessari umræðu á stofnfundin- um marka upphafíð að langtíma stefnumótun í menntamálum, segir Katrín Júliusdóttir, um leið og við endurskil- greinum stjórnmál framtíðarinnar. og sveigjanlegt. Menntakerfið þarf svigrúm til þess að bregðast við auk- inni eftirspurn atvinnugreina eftir fólki og svigrúm til nýsköpunar. Það þarf svigrúm til þess að bregðast við eftirspurn eftir ákveðnum náms- greinum en fyrst og fremst þarf menntakerfið svigrúm til þess að geta staðið undir þekkingarsamfé- lagi framtíðarinnar. Stjómmál eru spurning um forgangsröðun og við setjum menntun í 1., 2. og 3. sæti. Höfundur er varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Full búð af bútasaumsefnum VIRKA Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18, Mörkin 3, sími 568 7477. lokað á lau. frá 1. júní. Katrín Júlíusdóttir Verkfræðingar - tæknifræðingar Samlokufundur Samlokufundur verður haldinn fimmtudaginn 4. maí, kl. 12.00-13.00 í Verkfræðihúsi að Engjateigi 9, Reykjavík. Dagskrá: Lög um mat á umhverfisáhrifum út frá sjónarhóli framkvæmdaraðila. Fjallað verður um endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og sjónarmið framkvæmdaraðila á lögunum og endurskoðun þeirra. Eiríkur Bogason, framkvæmdastjóri Samorku og Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suðurnesja. ¥®ritfr#lísfsfíl«8 ítUmé* lllHli '1 Áhrií fjöimiðla 1 á ímynd og starfsumhverfi 1 f|p fyrirtækja af gæðaflísum á ótrúlegu verði Gólfflísar, veggflísar, bílskúrsflfsar, eldhúsflísar, fyrirtækjaflísar. Aðeins um fyrsta flokks vörur er að ræða. Tilboð á öllum fylgiefnum, Tilboðið stendur meðan birgðir endast. GOLFEFNABUÐIN traust undirstaða fjölskyldunnar REYKJAVÍK I AKUREYRI Borgartún 33 ! Laufásgata 9 Ráðstefna ÍMARK og Fjölmiðlavaktar- innar um samspil markaðssóknar og miðlunar á Hótel Loftleiðum, föstudaginn 5. maí kl. 8-12. I upplýsingasamfélagi samtímans, þar sem mýmörg fyrir- tæki á sérhverju sviði atvinnulífsins berjast um athygli neytandans.geta samskipti þeirra við flölmiðla ráðíð úrslitum. Á ráðstefnu sem ÍMARK heldur í samstarfl við Fjölmiðlavaktina verður einmitt fjallað um þessi mikil- vægu tengsl fyrirtækja og fjölmiðla. Á ráðstefnunni verður einkum fjallað um Alexander Mason Dr. Þorbjörn Broddason Óli Bjöm Kárason Gunnar Steinn Pálsson Sigurveig Jónsdóttir • hlutverk fjölmiða í nútlma samfélagi og hvaða áhrif þeir hafa, eða geta haft, á afkomu fyrirtækja, jafnt I kreppu sem góðæri • hvað beri að hafa I huga f samskiptum við fjölmiðlafólk og hvers konar tengsl séu milli auglýsinga og umfjöllunar I fjölmiðlum • hvernig stjórnendur fyrirtækja geti fylgst með umfjöllun um fyrirtæki sitt og haft áhrif á hana Fyrirlesarar • Alexander Mason, fjölmiðlafræðingur hji sænska fyrirtækinu Observer. • Dr. Þorbjörn Broddason, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla islands. • Óli Björn Kárason, hagfræðingur og ritstjóri DV. • Gunnar Stelnn Pálsson, forstjóri sameinaðs fyrirtækis GSP og Gæðamiðlunar. Ráðstefnustjóri Sigurveig Jónsdóttir, kynningastjóri íslandsbanka. Verð 9.900 kr.fyrir þá sem greitt hafa félagsgjöld ÍMARK fyrir veturinn 1999-2000 en 16.900 kr.fyrir aðra. Skráning er á imark@lmark.is eða I slma 511 4888. ^ÍMARK Angu og eyru atvinuulifsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.