Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 46
YDDA/SÍA 46 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNRLAÐIÐ Opera í álögum íþróttir á Netinu v^mbl.is ÞAÐ voru góðar fréttir sem bár- ust úr íslensku óperunni fyrir ári um að þangað hefðu verið ráðnir nýir stjórnendur, Bjarni Daníelsson framkvæmdastjóri og Gerrit Schuil listrænn stjórnandi. Það var orðið spurning um líf eða dauða Islensku óperunnar að breyta þar til. Eftir gríðar- mikið og mikilvægt uppbyggingarstarf var staðan orðin sú, að þar gætti stöðnunar. Þar voru gerðir marg- ir góðir hlutir, en aldrei alveg af sama listræna staðli og í al- vöru óperuhúsum og oft var amatörblær yf- ir sýningum. Nú glæddust vonir um að betra tæki við, og það varð raunin. Starfsemi Islensku óperunnar í vetur mark- aði tímamót í íslensku tónlistarlífi. Þar voru gerðir nýir hlutir; verk- efnin voru ögrandi og spennandi og ljóst að þar var verið að fram- fylgja listrænni stefnu. Það stóð heldur ekki á viðbrögðum. Sýning- ar vetrarins voru hlaðnar lofi, bæði PricewaterhouseCoopers, í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu, boðartil ráðstefnu um Knowledge Management (þekkingarstjórnun) þann 11. maí nk. á Grand Hótel kl. 13:00 -17:00. Hreyfanleiki fyrirtækja og möguleiki til þróunar eru lykilatriði í samkeppnisfærni þeirra. Stjórnendur í fyrirtækjum verða að gera sér grein fyrir að undirstaða áframhaldandi þróunar er sú þekking sem býr í fyrirtækinu og falin er í starfsfólki þess. Stærsta áskorun fyrirtækja framtíðarinnar er að umbreyta þekkingu í auðævi. Sérfræðingar PwC í Noregi, Hanne Gjendhem og Odd Ivar Lindland munu kynna aðferðafræði og hagnýtingu Knowledge Management (þekkingarstjórnunar). Dagskrá ráðstefnunnar: 13:00-13:10 Setning Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri PwC á íslandi. 13:10-13:30 Hvað er Knowledge Management (þekkingarstjórnun)? 13:30-13:50 Markaðsöfl og framtíðarhorfur. 13:50-15:05 Þróun Knowledge Management og útfærsla. 15:05-15:25 Kaffihlé 15:25-15:45 Innleiðing Knowledge Management í fyrirtæki. 15:45-16:05 Raunhæfdæmi. 16:05-16:30 Nýtækni. 16:30-17:00 Panel umræður: Friðrik Sophusson, Landsvirkjun Frosti Sigurjónsson, Nýherja Guðjón Már Guðjónsson, OZ Hilmar B. Janusson, Össuri Óskar Jósefsson, PwC Anna María Pétursdóttir, PwC Fundarstjóri: hlrönn Creipsdóttir hótelstjóri Radisson SAS. uppfærslan á Mannsröddinni eftir Poulenc og ekki síður uppfærslan á óperu Brittens Lúkretía svívirt. „Mikill söng- og leik- sigur“ var fyrirsögn á gagnrýni Jóns Ás- geirssonar um Mannsröddina og „Listrænn sigur í Óp- erunni“ var yfirskrift undirritaðrar á um- fjöllun um óperu Brittens. Margir aðrir tóku í sama streng. Það voru vondar fréttir sem bárust úr Islensku óperunni fyrir mánuði um að listræni stjórnandinn Gerrit Schuil væri að Bergþóra hætta. I yflrlýsingu Jónsdóttir hans kom fram, að eftir níu mánaða starf hafði ekki enn verið gengið frá samningi við hann, og ennfremur, að frá því er hann var ráðinn hafði starfi hans verið breytt úr því að vera starf listræns stjórnanda Is- lensku óperunnar til þess að verða starf listræns ráðunautar meðan starfi framkvæmdastjórans var breytt í starf óperustjóra. I frétt Morgunblaðsins frá 6. maí 1999 um ráðningu nýrra stjórnenda Óper- unnar segir: „Nýráðnir stjórnend- ur íslensku óperunnar fagna þeirri skipulagsbreytingu sem felur í sér að í stað þess að einn óperustjóri fari með alla yfirstjórn óperunnar séu ráðnir tveir stjórnendur; fram- kvæmdastjóri og listrænn stjórn- -andi.“ Þannig var ráðning þeirra Bjarna og Gerrits kynnt; tveir stjórnendur voru ráðnir að Is- lensku óperunni. Því kom yfirlýsing Gerrits mjög á óvart, og enn meiri varð undrun- in við lestur viðtals við Bjarna Daníelsson „óperustjóra“ 18. mars sl. Undir fyrirsögninni „Eg var ráðinn til að stjórna þessu fyrir- tæki“ kemur fram að Bjarni hefur talið sig frá upphafi vera eina stjórnanda Islensku óperunnar og að á því hafi aldrei leikið neinn vafi. í þessari dapurlegu sögu hefur stjórn Islensku óperunnar haldið sig til hlés utan þess sem haft er eftir Guðrúnu Pétursdóttur stjórn- arformanni í Morgunblaðinu 18. mars sl. um að ljóst hafí verið um nokkurt skeið að ekki hafi ríkt ein- hugur um verkaskiptingu listræns stjórnanda og óperustjóra. „Stjórn ísiensku óperunnar þykir mjög miður að mál skuli hafa þróast með þessum hætti,“ er haft eftir Guðrúnu. Nú finnst manni það verulega undarlegt að Gerrit og Bjarni hafi báðir verið ráðnir sem stjórnendur óperunnar, en síðar, á aðeins örfá- um mánuðum, hafi málin „þróast" þannig að aðeins annar stjórnend- anna skuli vera raunverulegur stjórnandi og hinn aðeins ráðgjafi hans. í maí í fyrra lék enginn vafi á því að þeir voru báðir ráðnir til að stjórna. Var leikreglunum breytt eftir að leikurinn var haf- inn? Mér finnst ég og aðrir þeir sem þykir vænt um íslensku óper- una eiga þá kröfu á hendur stjórn hennar að þetta verði skýrt. Hvernig var skipurit Óperunnar hugsað af hálfu stjórnarinnar þeg- ar mennirnir voru ráðnir? Hvernig átti verkaskiptingin að vera? Hvernig taldi stjórnin að hlutverk „listræns stjórnanda" ætti að vera? Þetta hlýtur jú allt að hafa Ráðstefnan fer fram á ensku. Skráning fer fram hjá Fríðu Jónsdóttur í síma 550 5300. Tölvupóstfang: frida.jonsdottir@is.pwcglobal.com Verð: 16.500 kr. PricfwaTerhouseQopers d Samlðk versiunar og þjónustu Fedemtion of ' Trade «£ Serríces verið vel skilgreint áður en menn- irnir voru ráðnir. Eg óska eftir svörum. Gerrit Schuil hefur starfað hér að tónlistarmálum nokkur ár. Á þeim tíma hefur hefur hann sýnt það að hann er frábær tónlistar- maður; snilldarpíanóleikari, fram- úrskarandi hljómsveitarstjóri og söngvaraþjálfari. Ég fullyrði að aldrei áður hafi starfað hér jafn- góður ljóðasöngspíanóleikari. Gerrit Schuil skipulagði tónlistar- hátíð í minningu Schuberts. Sú há- tíð var af mjög háum listrænum standard og kom Garðabæ á kortið það árið sem merkilegasta menn- ingarbæ höfuðborgarsvæðisins. Það er því óþolandi tilhugsun að Gerrit Schuil skuli nú hrekjast úr starfi sem listrænn stjórnandi Is- lensku óperunnar; maður sem hef- ur sýnt það svo um munar að hann var þar réttur maður á réttum Operan Það ríkir óvissa um ----------7-------------- framtíð Islensku óper- unnar, segir Bergþóra Jónsdóttir. Verður list- rænn metnaður hafður að leiðarljósi? stað; maður með listrænan metn- að, hæfileika og þekkingu. Skarð hans í Islensku óperunni verður vandfyllt, og vafasamt að nokkurri manneskju með sjálfsvirðingu þyki það yfir höfuð eftirsóknarvert í ljósi þess sem gerst hefur. Mér hefur runnið til rifja að hafa ekkert séð frá því fjölmarga tónlistarfólki sem Gerrit Schuil hefur unnið með á liðnum árum. Ég vona að þögnin stafi af ein- hverju öðru en áhugaleysi um störf hans hér. Þetta mál er enn átakan- legra í ljósi þess að Gerrit Schuil hefur sagst myndu hverfa af landi brott. Hefur íslenskt tónlistarlíf efni á því að missa svona fólk frá sér; - eða á ég að segja - hrista svona fólk af sér? Ég get ekki var- ist þeirri hugsun að svona hafi ein- mitt farið um fleiri frábæra tónlist- armenn sem hingað hafa komið frá öðrum löndum. Gerrit Schuil verð- ur kannski bara enn einn í langri röð erlendra tónlistarmanna sem hrekjast héðan vegna þess að Is- lendingar þola ekki listamenn sem vilja af góðum vilja segja þeim til í þeim tilgangi að draga þá upp úr meðalmennskunni. Það ríkir óvissa um framtíð Is- lensku óperunnar. Verður listrænn metnaður hafður að leiðarljósi? Fáum við að sjá eitthvað nýtt? Verður mótuð listræn stefna í verkefnavali? Verður kannski bara valin sú þægilega stefna að gera „eitthvað sniðugt sem allir geta haft gaman af ‘ og haldið áfram að ala á þeirri hugmynd að ekki þýði að bjóða almenningi það sem gott er. Það eru gífurleg vonbrigði að sjá Islensku óperuna sjálfa brenna sínar björtustu vonir með því að hafa komið málum þannig fyrir að Gerrit Schuil skuli ekki hafa séð sér annað fært en að hverfa þaðan. Höfundur er framkvæmdastjóri Islenskrar tónverkamiðstöðvar og tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins. Maestro j ÞITT FE HVARSEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.