Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 Glæsilegri gjafavörur finnast varla UMRÆÐAN Sumarsprengja til Barcelona með Heimsferðum frá kr. 1 9-500 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að ferðast til Barcelona á hreint ótrúlegum kjörum, en þessi heillandi borg er nú einn aðaláfangastaður Islendinga og ekki að undra. Fáir staðir hafa jafn mikið aðdráttarafl og þessi heillandi borg og hér getur þú valið um heillandi kynnisferðir, glæsilegar verslanir, veitinga- staði og næturlíf og Heimsferðir bjóða þér gott úrval hótela í hjarta borgarinnar. Verðkr 19.500 Flugsæti til Barcelona, 17.mai, 5-19. júlí m.v. hjón með 2 böm. 2-11 ára. Verðkr. 24.500 Flugsæti fullorðinn. Skattar kr. 2.490, ekki innifaldir. Verðkr. 39.990 M.v. 2 í herbergi með morgunmat, 17.maí, Paralell hótelið. BEINT FLUG ALLA MIÐVIKUDAG í SUMAR HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Jöfnum leikinn í málefnum innflytjenda Listhús Gaiieríj \ Laugardal SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur CWtintu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 ÞAÐ er nýtt í samfélagi okkar að hingað flytjist hópar fólks frá fjar- lægum slóðum og setjist hér að. Nú eru um 7.000 útlendir íslendingar á íslandi. Það er skylda okkar að taka vel á móti þessu fólki og sjá til þess að því líði vel hér á landi og að það fái tækifæri til að aðlagast samfélag- inu og taka þátt í því eins og aðrir landsmenn. Við sem fyrir erum þurfum líka að læra að aðlagast því og auðga menningu okkar með reynslu þeirra og menningu. A stofnfundi Samfylkingarinnar um helgina ætlum við meðal annars að ræða málefni nýbúa, flótta- manna og annarra innflytjenda, í málstofu, sem er á dagskrá föstu- dagskvöldið 5. maí. Við ætlum að læra af reynslu fólks sem hefur starfað að þessum málum hér á höf- uðborgarsvæðinu og úti á landi, Þakkarávarp Þökk sé öllum sem heiðruðu mig á áttrœðis- afmœli mínu 16. apríl sl., með símtölum, skeyt- um, gjöfum og heimsóknum þann 18. apríl. Innilegar þakkir fyrir vinsemd alla. Guð blessi ykkur. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup. auk þess að heyra álit og reynslu Japana sem fluttist hingað fyrir nokkrum árum og hefur unnið mikið með innflytjendum hér á landi. Við ræðum fyrst stjórnmálaflokka á Islandi þessi málefni og leggjum inn vega- nesti fyrir nýja jafn- aðarflokkinn okkar til stefnumótunar í þess- um málum. Ósýnilegur hópur? Mikilvægt er að skilgreina þennan hóp. Hverjir eru þessir útlending- ar, hvað eru þeir að gera hér, frá hvaða löndum eru þeir, hvar búa þeir og við hvað eru þeir að fást? Þetta og margt, margt, fleira verð- um við að vita til þess að við getum mætt þörfum þessa fólks sem best. Þessu mun Helga Þórólfsdóttir, félagsráðgjafi og verkefnisstjóri samstarfsnefndar Reykjavíkur um málefni nýbúa, leitast við að svara og deila með okkur framtíðarsýn sinni í þessum málum. Það gerir hún í upphafserindi málstofunnar: Sjö þúsund útlenskir Islendingar - ósýnilegur hópur? Til fyrirmyndar er hvernig Reykjavíkurborg hefur tekið á þessum málum með vinnu samráðsnefndar borgarinnar um málefni nýbúa. Því verður forvitni- legt að heyra hvað Helga hefur að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segja um stöðu þess- ara mála. Við verðum að temja okkur að læra að hlusta á þá sem koma hingað til að setjast hér að og koma fram við þá eins og við vilj- um að aðrar þjóðir komi fram við okkur þegar við búum eða dveljum hjá þeim. Toshiki Toma frá Jap- an, sem starfar á Bisk- upsstofu sem prestur innflytjenda, flytur er- indi um það hvernig við ræktum umburðar- lyndi gagnvart hvert öðru. Hann er stjórnmálafræðingur auk þess að vera prestur. Hann starfar með félaginu Fjölbreytni auðgar og hefur haft kynni af fleiri innflytjendum hér en flestir aðrir. Lærum af reynslunni Á Vestfjörðum eru íbúar af fleiri þjóðernum en annars staðar á land- inu. Þar eru töluð yfir 40 tungumál og ríkir ótrúlega fjölbreytt mannlíf. Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðisfull- trúi Rauða krossins á Isafirði, miðl- ar okkur af víðtækri reynslu sinni af þessum fjölbreytileika og það gerir Halldór S. Guðmundsson einnig, en hann er félagsmálastjóri á Dalvík og hefur reynslu af mót- töku flóttamanna. Flokksstofnun Nýr jafnaðarflokkur mun móta stefnu í mál- efnum innflytjenda, sem fær veganesti frá þess- ari málstofu, segir Ásta R. Jóhannesdóttir, og býður alla velkomna til umræðunnar. Þau munu segja okkur hvemig við getum lært af reynslunni. Hvaða leiðir stjórnvöld eigi að fara til að nýbúar, innflytjendur og flóttamenn aðlagist samfélaginu sem best, hvernig standa skuli að menntun og annarri þjónustu hins opinbera. Við verðum að undirbúa okkur undir að á íslandi muni, líkt ann- arsstaðar búa fjölbreyttur hópur fólks í fjölþættu samfélagi í sátt og samlyndi. Nýr jafnaðarflokkur mun móta stefnu í málefnum innflytj- enda, sem fær á veganesti frá þess- ari málstofu annaðkvöld. Tii þeirrar umræðu bjóðum við alla velkomna. Höfundur er alþingismaður og einn málstofusljóra á stofnfundi Samfylk- ingarinnar. Uinalínan er opin á hverju kvöldi frá kl. 20-23 - Ókeypis símaþjónusta -100% trúnaður - simi 800 6464 — Uinalína Rauða krossins þegar þú þarft á uini að halda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.