Morgunblaðið - 04.05.2000, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GRÉTAR DALHOFF
*
MAGNUSSON
+ Grétar Dalhoff
fæddist í Vetleifs-
holti, Ásahreppi í
Rangárvallasýslu 1.
nóvember 1930.
Hann lést á hjúkrun-
arheimilinu Eir í
Grafarvogi 26. apríl
síðastliðinn. Móðir
hans var Jónina Ingi-
björg Ingimundar-
dóttir, f. 28. desem-
ber 1888 á
Móeiðarhvoli í Hvol-
hreppi. Foreldrar
hennar voru Ingi-
mundur Hannesson,
f. 1866, og Ingibjörg Gunnarsdótt-
ir, f. 6. nóvember 1845. Faðir hans
var Magnús Júlfus Dalhoff,
gullsmiður og sjómaður, f. 27.
september 1877 á Ingjaldshóli á
Snæfellsnesi, d. 23. júní 1939. For-
eldrar hans voru Dalhoff Hall-
dórsson gullsmiður, f. 23. apríl
1841 í Ártúni, Rangárvöllum og
Margrét Sveinsdóttir, f. 2. febrúar
1848. Þau hjónin eignuðust tvö
börn: Stúlkubarn 13. janúar 1926
sem var skírt Sólveig, hana misstu
þau ársgamla 4. janúar 1927.
Grétar var yngra bam þeirra.
Áður en faðir hans gifti sig
eignaðist hann sex börn með jafn-
mörgum konum.
Þau voru: 1) Har-
aldur, f. 5. júlí 1900,
móðir hans var Gísl-
ína Oliversdóttir. 2)
Ingvar Emil, f. 30.
júní 1901, móðir
hans var Guðrún
Steinsdóttir. 3) Ma-
ría Ingibjörg, f. 16.
júní 1903, móðir
hennar var Steinunn
Kjærnested. 4)
Valdimar Jón, f. 28.
desember 1915,
móðir hans var Sig-
urveig Jónsdóttir. 5)
Jón Eldon, f. 20. febrúar 1919,
móðir hans var Hlín Jónsdóttir. 6)
Magnús Þorgrímsson f. 17. maí
1922, móðir hans var Ágústína
Halldórsdóttir. Frá þessum hálf-
systkinum hans eru margir af-
komendur.
Grétar Dalhoff kvæntist ekki
og á ekki afkomendur. Gróa
Magnúsdóttir, móðir Dalhoffs
Halldórssonar og langamma Grét-
ars, var af ætt Högna prestaföður,
sem var af Sauðanesætt.
Útför Grétars Dalhoff fer fram
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Við fráfall Grétars frænda leita
margar minningar á hugann.
Hann var afar sérstæður maður
sem hafði hlotið góðar gáfur í vöggu-
gjöf. Hann hafði tónlistarhæfileika,
var skrautritari góður og teiknari,
hafði afburðagott minni og var ótrú-
legur viskubrunnur.
Hins vegar var Grétar allsjón-
skertur strax sem bam og missti
»*íiær alveg sjónina í kjölfar augnað-
gerðar þegar hann var ungur maður.
Það hafði, sem gefur að skilja, mikil
áhrif á líf hans og möguleika alla til
náms og starfs.
Hann nýtti vel tónlistarhæfileika
sína því hann spilaði allt milli himins
og jarðar á orgel og píanó og naut
þess að hlusta á klassíska tónlist. Þá
var hann ótrúlega duglegur að
bjarga sér, fór lengst af allra sinna
ferða með strætisvagni hvert sem
var að manni fannst.
Ætíð var mikill samgangur milli
heimila okkar, einkum eftir að móðir
hans dó. Þá var hann hér tíður gest-
ur um helgar, á stórhátíðum og yfir-
leitt þegar eitthvað var um að vera í
fjölskyldunni. Aldrei fór hann án
^■■bess að hafa tekið í píanóið og spilað
sumarlög, sálma eða jólalög eftir því
sem við átti. Mörg umræðuefni bar á
góma í heimsóknum Grétars og ekki
var komið að tómum kofunum hjá
honum. Maðurinn vissi bara allt, al-
fræðibækur voru óþarfar þegar
Grétar var í heimsókn. Hann hafði
líka gaman af að segja frá og hafa
orðið. Arlegar ferðir hans að Vest-
mannsvatni urðu til dæmis upp-
spretta margra frásagna og okkur er
minnisstætt hvernig hann gat mun-
að og farið með allan þann kveðskap
sem hann heyrði þar og víðar. Með
þjóðmálunum fylgdist hann vel og
hafði á þeim ákveðnar skoðanir sem
hann lá ekki á.
Það var Grétari mikið áfall að
greinast með þann hörmulega sjúk-
dóm sem varð til þess að gera hann
æ meira öðrum háðan. Við urðum
harmi slegin og er hans nú sárt sakn-
að af fjölskyldu okkar.
Grétar var góður drengur. Við
þökkum honum samfylgdina.
Hvíli hann í friði.
Fjölskyldan Látraströnd 2.
Vinur minn og frændi, Grétar Dal-
hoff, er látinn. Vil ég minnast hans
með virðingu og þakklæti. Einnig
fyrir þá forsjón að leiðir okkar
skyldu liggja saman með þeim hætti
sem varð innan IOGT.
Magnús Júlíus Dalhoff, faðir Grét-
ars, fluttist austur að Móeiðarhvoli
árið 1925 og kvæntist þar Jónínu
Ingibjörgu Ingimundardóttur. Þau
bjuggu fyrst á Giljum í Hvolhreppi,
síðan Árbæjarhjáleigu og síðast að
Vetleifsholti.
Foreldrar hans fluttu frá Vetleifs-
holti til Selfoss árið 1932. Þar kom
faðir hans sér upp verkstæði og
smíðaði mikið af víravirki á íslenska
búninga, skúfhólka, trúlofunarhringi
og fleira. Þótti hann bæði fljótur og
(DaCta
Opið tif kl. 22
Fókafeni 11, sími 568 9120
vandvirkur. Grétar Dalhoff minntist
æskuáranna á Selfossi með hlýju.
Þar á hann skólasystkini og vini sem
muna hann sem afburða námsmann
og góðan félaga. Hann var alltaf með
hæstu einkunnirnar í skólanum. Það
var með ólíkindum hversu minnugur
hann var fram á síðasta dag og fróð-
ur um flestalla hluti.
Ellefu ára eignaðist hann stofu-
orgel, harmóníum, sem hann hafði
mikinn áhuga að læra á. Tónlistar-
áhugann fékk hann frá foreldrum
sínum sem voru tónelsk og höfðu það
hvort úr sinni ætt. Það má segja að
hann eigi forsjóninni að þakka áhug-
ann á tónlist úr því að fyrir honum lá
að missa sjónina síðar á ævinni.
Fyrst í stað treysti enginn sér til
að kenna honum á orgelið. En svo
bar við 1944 að til Selfoss kom ung
kona vestan úr Flatey á Breiðafírði,
Regína Guðmundsdóttir að nafni.
Hún var komin af miklu tónlistar-
fólki þar og hún kom honum af stað í
tónlistinni og kenndi honum undir-
stöðuatriðin. Fyrsta vetur hans í
Reykjavík var hann í tónlistarnámi
hjá Kristni Ingvarssyni sem þá var
organisti í ýmsum kirkjum í bænum
á þeim tíma, þó einkum í Laugar-
neskirkju. Móðir Grétars unni tónl-
ist og sumpart hafa orgelkaupin ver-
ið af henni hugsuð til þess að gera
sér það kleift sem hún vildi njóta en
átti þess ekki kost.
Grétar Dalhoff lauk barnaskóla-
prófi á Selfossi vorið 1944. Árið 1946
þegar Grétar var 16 ára ílutti hann
með móður sinni til Reykjavíkur og
hóf nám í gagnfræðadeild Mennta-
skólans í Reykjavík. Sex árum síðar
lauk hann stúdentsprófi þaðan og
dúxaði í flestum fögunum. Eftir
stúdentsprófið lá leið hans í Háskóla
Islands þar sem hann lagði stund á
forspjallsvísindi, auk þýsku og
ensku. Hann tók þrjú BA-stig í
þýsku og eitt BA-stig í ensku.
Árið 1955 fékk hann starf hjá
Landsbanka Islands og starfaði þar í
gjaldeyriseftirlitsdeild bankans.
Þegar Seðlabankinn var töfraður
upp úr einni skúffu í Landsbankan-
um 1961 hóf hann sambærileg störf
þar.
Þremur árum síðar, árið 1964,
varð Grétar fyrir því að missa sjón-
ina að mestu við nethimnulos en áður
hafði sjón hans verið slöpp. Þá varð
hann að hætta hefðbundnum störf-
um hjá gjaldeyriseftirlitsdeild bank-
ans og breyta fyrirætlunum sínum.
Hann fékk þá starf við símaskipti-
borð bankans. Því starfi gegndi hann
allt til ársins 1998 eða í 34 ár saman-
lagt. Hefur hann starfað í 43 ár hjá
bönkunum tveim.
Haustið 1957 ákvað hann að ganga
til liðs við Góðtemplararegluna. Þeg-
ar ég spurði hann af hverju hann
hefði tekið þessa ákvörðun svaraði
hann: „Til þess liggja engar sérstak-
ar ástæður nema kannski þær að
faðir minn var nokkuð ölhneigður en
móðir mín stök bindindismanneskja
svo segja má að að ég hafi drukkið í
mig bindindið með móðurmjólkinni."
Það var 10. september 1957 sem
hann gerðis félagi í stúkunni Verð-
andi nr. 9. Upp frá því var hann org-
anisti hjá stúkunum, fyrst hjá barna-
stúkunni Æskunni nr. 1 og síðan koll
af kolli hjá öðrum stúkum. Einnig
var Grétar félagi í Blindrafélaginu
frá 1973.
Hann hafði ótrúlegt minni. Þegar
fundir voru gekk hann með hvíta
stafinn sinn í hendinni til að kanna
leiðina að orgelinu í fundarsalnum og
spilaði án nótna þau lög sem hann
var beðinn um. Ekki þurfi annað en
nefna númer versins í söngbókinni
þá hljómaði rétta lagið. Þannig spil-
aði hann meira eða minna hjá öllum
stúkum IOGT í Reykjavík. Og Grét-
ar var einnig stórsöngstjóri Stór-
stúku íslands.
Hann hætti að spila þegar líkam-
leg heilsa hans var orðin það bág að
hann varð að nota hjólastól. Síðasta
embættisverk hans við orgelið, þá
illa haldinn af sársauka í fótum, var
að spila þá daga sem Stórstúkuþing-
ið var í júní 1998. Þetta Stórstúku-
þing var einnig það síðasta sem hald-
ið var í Templarahöllinni við
Eiríksgötu.
Gétar Dalhoff bjó á Rauðarárstíg
7 en síðustu mánuðina var hann á
hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi
við góða aðhlynningu. Það sagði
hann sjálfur og talaði með hlýju um
hjúkrunarfólkið.
Miðvikudaginn 25. þ.m. fór einn
stúkufélagi okkar í heimsókn til hans
og fannst honum þá að Grétar væri
óvenju þreytulegur. Nóttina eftir
heimsóknina, sem bar upp á 26. ap-
ríl, sofnaði hann svefninum langa,
fullur bróðurlegs kærleika, því tinn-
að rúmaðist ekki í hans góða hjarta.
Við sem höfum notið félagsskapar
Grétars Dalhoffs erum honum afar
þakklát fyrir alla þá hlýju sem hann
ætíð bar með sér og hans örugga og
góða organleik
Félagar í stúkunum í Reykjavík
þakka Grétari Dalhoff af heilum hug
allt sem hann hefur gefið okkur í
kærleika, orði og tónum. Framlag
hans til stúkustarfsins var ómetan-
legt. Hafðu ævarandi þökk fyrir og
Guðs blessun.
Sigurður Magnússon,
þingkanslari þingstúku
Reykjavíkur.
Hinztu kveðju hér skal færa,
horfinn góðvin stuðlum mæra.
Verk hans bæði væn og góð.
Unni löngum töfrum tóna,
tónadís hann nam að þjóna.
Átti þar sinn eðalsjóð.
Bindindi hann valdi að vonum,
vaskastur af reglusonum.
Öllu góðu lagði lið.
Hugsjón þá til heilla átti,
henni vinna stöðugt mátti,
Illu gaf hann aldrei grið.
Lokið vegferð, ljós á vegi
leiftra mörg frá ævidegi.
Hlý er kveðjan hugumklökk.
Hugsjónunum tæru tryggur,
trúmennskunni alltaf dyggur.
Hafðuvinurheilaþökk.
Helgi Seljan.
Þegar Grétar Dalhoff er nú
kvaddur hinstu kveðju kemur margt
í hug fyrrverandi starfsfélaga hans
við Seðlabanka íslands og áður
Landsbankans, þar sem hann átti
allan sinn starfsferil, er spannaði um
43 ár fram að starfslokum 1998.
Hann hafði þar sérstöðu sökum fötl-
unar sinnar um aldarþriðjung, þótt
blinda hans kæmi okkur fyrir sjónir
sem furðu lítil fötlun sökum dugnað-
ar hans og æðruleysis í baráttunni
við að yfirstíga hana. Blinda er einna
kvíðvænust þeirra örlaga, sem mann
geta hent, og hlaut því að snerta við-
kvæman streng að vita hann mæta
þeim og takast á við að fara sinna
ferða og meðhöndla tæki og tól með
hnitkerfi hugans og fyrri minningar
um sjónheim ein að vopni. Grétar yf-
irsteig þessar hindranir með aðdá-
unarverðum hætti í krafti síns and-
lega styrks, vitsmuna og dugnaðar
og hafði margt fram að færa, sem
sjáendur væru fullsæmdir af. „Hann
sá vel, þótt hann væri blindur" hef ég
eftir einni nánustu samstarfskonu
hans. Hann kærði sig lítt um
vorkunnsama leiðsögn á tilviljana-
fundum um stræti og torg, þar sem
hann skálmaði mikill á velli með
hvíta stafinn í misrysjóttum veðrum,
þurfti enda að treysta á sín minnis-
lægu hnit, þegar kominn væri úr
næstu augsýn. Honum var gefið það
hugarfar jákvæðs afstæðis að meta
hvíta stafinn sem mikla framför frá
því sem áður að vera án hans.
Svo vill til, að ég á minningu frá
uppvaxtarárum Grétars, veturinn
1945-46 að ég tel, þá er hann kom að
austan til að hefja sinn efri námsferil
með undirbúningsdeild að Mennta-
skólanum í Reykjavík, en ég annað-
ist þá gæslu og yfirsetur á þeim bæ.
Hann var prúður og samviskusamur
og stundaði sitt nám af kostgæfni
sem æ síðar, en kom nokkuð undar-
lega fyrir með sín þykku og hring-
speglandi gleraugu. Þetta var hon-
um áraun í samskiptum, og einkum
þjáðist hann af feimni við fagra kyn-
ið. Þær skynjuðu þetta og sveimuðu
að honum úr öllum áttum, uns hann
starði í vegginn, en í minn hlut kom
að tala þær til að finna elsku sinni
geðfelldara form. Feimnin rjátlaðist
af honum, uns hann varð ræðinn og
félagslyndur í betra lagi og raunar
hrókur fagnaðar með orgel- og
píanóleik sínum og söngstjóm. Við
vorum aðeins einn vetur samtíða í
MR, hann í fyrsta og ég í sjötta bekk
og tengsl þar á milli í lágmarki, en
sökum fýirgreindrar rullu minnar
og embættis sem inspectors skólans
hafði ég þó betri yfirsýn en títt var
og ber enn kennsl á furðu marga
sambekkinga hans, sem bera honum
vel söguna. Eftirminnileg er mynd af
nokkrum kjarna þessa hóps sjötta-
bekkjarveturinn 1951-52 í Sögu
Reykjavíkurskóla (IV. bindi bls. 44),
þar sem Grétar var umhverfður öðr-
um helstu vitmönnum og fegurðar-
gyðjum þessa ágæta bekkjar á kaffi-
stofunni Laugavegi 11, sem var
miðstöð glaðværðar.
Stúdentspróf Grétars og háskóla-
nám hans í forspjallsfræðum og
tungumálum næstu árin voru mikil-
væg forsenda þess, að hann hæfi
störf við gjaldeyriseftirlit Lands-
bankans árið 1955, en það var raunar
á starfssviði seðlabankadeildar hans
og fluttist til hins sjálfstæða Seðla-
banka við stofnun hans 1961, og til-
heyrði Grétar því stofnstarfsmönn-
um hans. Eg hafði engin samskipti
við hann á þessu starfssviði, þar sem
einmitt 1955 hætti ég að skila út-
flutningsskýrslum frá fyrri vinnu-
stað mínum, Sambandinu, en eftir
því sem mér óx síðar embættislegur
fiskur um hrygg tóku leiðir að liggja
saman. Undir árslok 1964 varð Grét-
ar fyrir þeim örlagahrammi að missa
sjónina nánast alveg af völdum net-
himnuloss. Eftir angistarfullar til-
raunir til að bæta úr því og óhjá-
kvæmilega umþóttun hans til nýrrar
og aðþrengdrar tilveru tókst vinnu-
félögum hans að telja hann á að tak-
ast á hendur nýtt hlutverk jákvæðr-
ar þjónustu, þótt á afmarkaðra sviði
væri. Hóf hann því störf við síma-
vörslu bankans vorið 1966. Verður
að telja lofsvert af stjórn bankans og
samstarfsmönnum að sýna slíkt
traust, og gerir að markleysu þá get-
sök, að um sálarlausa stofnun sé að
ræða. Á hinn bóginn hefur heldur
aldrei hvarflað að neinum, að bank-
inn hafi nokkru sinni borið skaða af
þeirri ráðstöfun. Til marks um það
er ekki síst, að hann mun að sögn
samstarfsfólks varla hafa látið sig
vanta nokkurn starfsdag frá upphafi.
Það var sem honum hefði verið trúað
fyrir ungviði, sem aldrei mætti missa
umönnunar.
Fjmsta áratuginn í þessu hlutverki
hans átti ég samskipti við hann utan
frá, en aðra tvo og tveim árum betur
innan bankans, uns við hættum þar
störfum sama árið 1998. Símavarslan
er snar þáttur í andliti stofnunarinn-
ar út á við, ræður fyrsta viðmóti,
virðulegu og kurteislegu eftir atvik-
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður
Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt
verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar.
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri.
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
Baldur Bóbó
Frederiksen
útfararstjóri.
sími 895 9199