Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 52

Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MÁLFRÍÐUR ÞÓRA G UÐMUNDSDÓTTIR + Málfríður Þóra Guðmundsdóttir fæddist í Borgum á Nesjum í Austur- Skaftafellssýslu 16. júlí árið 1907. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 27. apríl siðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir er bjuggu síðan lengst af í Nesi í Sel- vogi. títfór Málfríðar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Foss- vogskirkjugarði. Lífsbók Möllu, móðursystur minn- ar, hefur verið lokað. Hún var á 93. aldursári er hún lést. Malla var næstelst af átta alsystkinum, börn- um hjónanna Ingi- bjargar Jónsdóttur og Guðmundar Jónssonar er oftast voru kennd við Nes í Selvogi. Ingi- björg hafði eignast eina dóttur áður svo syst- kinin voru níu talsins. Malla er síðust þeirra systkina að kveðja þennan heim. Allt líf Möllu ein- kenndist af hógværð og lítillæti. Hún eignaðist ekki börn sjálf og giftist ekki en var með eindæmum barngóð og hændust böm mjög að henni. Hún reyndist systursyni sínum, Guðmundi Sverr- issyni, syni Nönnu, hin besta fóstra alla tíð og hafði hann ætíð með sér í sumardvöl í Selvog. Selvogur var + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN DANÍELSSON frá Tannastöðum lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt laugar- dagsins 29. apríl. Útför hans fer fram frá Áskirkju mánudaginn 8. maí kl. 13.30. Ragna G. Hermannsdóttir, Guðsteinn Magnússon, Jón Haukur Hermannsson, Guðrún Þórarna Þórarinsdóttir, Ólína Fjóla Hermannsdóttir, Pétur Torfason, Díana Svala Hermannsdóttir, Þorleifur K. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Steinsstöðum, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, fimmtudaginn 4. maí, kl. 14.00. Börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, JENS GUNNAR FRIÐRIKSSON vélvirki, Reynibergi 9, Hafnarfirði, sem lést miðvikudaginn 26. apríl, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 5. maí kl. 13.30. Guðríður Óskarsdóttir, Óskar Daði Pétursson, Hafdís Björk Jensdóttir, Friðrik Hafsteinn Guðjónsson, Sjöfn Friðriksdóttir, Snorri Sigurðsson, Jóhanna H. Elíasdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA BERNDSEN INGVARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 5. maí kl. 15.00. Herdís Berndsen, Ingvi Hrafn Magnússon, Þórunn Berndsen, Ólafur Jón Árnason, Þór Berndsen, María E. Balcik, Hulda Fríða Berndsen, Vilhjálmur Sveinsson, Herborg Berndsen, Aðalsteinn Ásgrímsson, Ingvar Berndsen, Ólína Hansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. sveitin hennar, sveitin sem hún unni og þar dvaldist hún sumar hvert meðan heilsan leyfði. Malla var dagfarsprúð og stillt í skapi en rík af glettni og kímni. Hún var sérstaklega orðheppin og komst oft skemmtilega að orði. Hún var vel greind og stálminnug lengst af. En Malla átti erfitt með að takast á við lífsbaráttuna óstudd og átti því oftast heimili og skjól sitt hjá systr- um sínum, Þorbjörgu og Nönnu, og móður minni og föður, Bergljótu og Eyþóri, í Torfabæ í Selvogi. Eg kynntist Möllu því vel og unni henni eins og hún var með kostum og göllum. Hún sótti í að vera með frænkum sínum og henni fannst hún vera „ein af stelpunum“. Þegar foreldrar Möllu brugðu búi í Nesi og fluttu til Reykjavíkur varð Malla þar eftir. Hún sá um símstöð- ina í Nesi um árabil og annaðist hún það starf af skyldurækni og einstakri natni. Veturinn er ég var tíu ára gömul gisti ég hjá henni í Nesi en hún óttað- ist að vera ein að næturlagi í húsinu. Margar eru minningarnar frá þess- um vetri og standa þær mér ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Níu síðustu árin bjó Malla á hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Þar leið henni vel, sátt við allt og alla. Starfsfólk og vistfólk laðaðist að henni. Hún var vinsæl þar sem og annarstaðar. Malla varðveitti barnið í sjálfri sér. Hún var alltaf „ein af stelpunum“. Malla frænka er kært kvödd með þakklæti og trega. Sigríður Eyþórsdóttir. + Kristín Ásthildur Lúthersdóttir fæddist að Vals- hamri, Skógarsti'önd á Snæfellsnesi, 1. apríl 1917. Hún lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 21. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Krist- ín Theódóra Péturs- dóttir, f. 1890, d. 1984, og Lúther Jónsson, f. 1892, d. 1974. Systkini Ástu: Jón, f. 1914, kvæntur Ragnheiði Jónsdótt- ur, látin; Svava, f. 1915, gift Ágústi Bjarnasyni (látinn); Guð- rún, f. 1920, lést á barnsaldri; Tengdamóðir mín elskuleg hefur nú kvatt eftir löng og erfið veikindi. Að kveðja þig, Ásta mín, er sárt. Þó vissum við að hverju stefndi því við höfum búið í nánu sambýli, síðustu árin og var samgangur okkar á milli mikill og góður. Við Snorri, sonur þinn og þitt eina barn, bjuggum á efri hæðinni og þú á þeirri neðri. Þegar móðir mín Halldóra bjó líka í sama húsi, vorum við öll í Kópavoginum í sátt og samlyndi. En vegna erfiðra veikinda þurfti móðir mín að flytja á Guðrún Fjóla, f. 1921, d. 1998, gift Gísla Jóhannessyni (látinn); Petrea, f. 1925, gift Þór Tryggvasyni (lát- inn); Óli Bergholt, f. 1931, kvæntur Svönu Svanþórsdótt- ur og Pétur Berg- holt, f. 1936, kvænt- ur Birgitte Lúthers- son. Árið 1947 eignað- ist Ásta soninn Snorra Hlíðberg með Kjartani Guðna- syni (látinn). títför Kristínar Ásthildar fór fram frá Neskirkju 2. maí. Hrafnistu. Þú varst ljúf og góð kona, hlédræg og nægjusöm og lifðir sann- arlega tímana tvenna. Þrátt fyrir erf- ið veikindi þín, varstu ávallt létt í lund og var það í raun þitt aðalsmerki. Einnig varstu fyrirmyndar húsmóðir og myndarleg til allra verka. Það hef- ur myndast tómarúm innan okkar litlu fjölskyldu sem okkui’ mun reyn- ast erfitt að fylla. Vertu sæl, Ásta mín, og megi Guð vera með þér. Þín tengdadóttir, Inga. KRISTIN ÁSTHILDUR LÚTHERSDÓTTIR Formáh minning- argreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. JONA KRISTIN HARALDSDÓTTIR + Jóna Kristín Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 19. október 1937. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 25. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 3. maí. Æska manns rifjast upp í ýmsum myndum en oft er andlát sam- ferðamanna tilefni til upprifjunar. Jóna var uppáhaldsfrænkan hans pabba. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir og stjúp- faðir, HJÖRTUR GUNNAR KARLSSON loftskeytamaður, Hvanneyrarbraut 40, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju lau- gardaginn 6. maí kl. 14.00. Margrét Björnsdóttir, Sveinn Hjartarson, íris Eva Gunnarsdóttir. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þj<5nustu a||an sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Auðvitað var hún líka frænka mín en viss ljómi var alltaf yfir Jónu vegna þess hve pabbi hélt upp á hana og hún var honum kær. Jóna var einka- barn afasystur minnar og Haraldar manns hennar. Fimmtán ár skildu okkur að í aldri en ennþá man ég hve mér fannst hún glæsi- leg kona. Þegar ég var unglingur var ég ákveðin í því að líkjast henni sem mest og taldi sjálfri mér trú um að ég ætti að geta það, því jú hún var frænka mín, og svo var hún alltaf svo kát, sem heillaði mig. Ekki get ég sagt að það hafi tekist en aðdáun mín minnkaði ekki. En lífshlaup manna er misjafnt, sem barn og unglingur sér maður hlutina í öðru ljósi en þegar lífsbaráttan hefst í alvöru og er það vel að fá að njóta þess að vera barn með drauma og aðdáun á samferðafólki sínu. Jóna gaf mér það. Lífsbaráttá hennar var ekki alltaf rósum stráð. Hún vann ýmis verslunarstörf en síðustu árin starfaði hún í mötuneyti. Vinnu- veitendur hrósuðu henni fyrir dugnað en þó var helsta aðals- merki hennar glaðværð sem smit- aði út frá sér til vinnufélaga og þeirra sem hún umgekkst. Ég þakka Jónu frænku minni fyrir samfylgdina og tel að það hafi ver- ið forréttindi að eiga frænku sem hana. Eg sendi eiginmanni hennar og börnum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Sólveig Guðmundsdóttir. tfýja ^MSsSÚhreinsunin gsm897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. 2»

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.