Morgunblaðið - 04.05.2000, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 04.05.2000, Qupperneq 63
ÍVtOIiGUNBI.AiMf) FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 63 FÓLK í FRÉTTUM Frá A til O ■ ÁLFOSS FÖT BEZT: Gildran og Eiríkur Hauksson í Mosfellsbæ á laugardagskvöld til kl. 3. ■ ÁRSEL: Lokaball fyrir fatlaða. í svörtum fotum leika fyrir dansi á laugardagskvöld kl. 20 til 23. Krist- ján, Maggi og Helgi sjá um diskó- búrið. 13 ára aldurstakmark. Miða- verð 500 kr. Veitingasalan opin. ■ BREIÐIN, Akranesi: Skugga- Baldur leikur á laugardagskvöld til 3. Diskótek, plötusnúðurinn Skugga- Baldur leikur tónlist síðustu 50 ára. Reykur, þoka, ljósadýrð og skemmtileg tónlist. Miðaverð 500_ kr. ■ BREIÐUMÝRI: Hljómsveitin íra- fár leikur fyrir dansi á laugardags- kvöld. ■ BROADWAY: Skemmtikvöld með Siglfirðingum á föstudagskvöld til 3. Fjöldi skemmtikrafta kemur fram, m.a. Fílapenslar, Leikfélag Ólafs- fjarðar, hljómsveitin Gautar, eins og hún var árið 1964, Miðaldamenn, Stormar, Maggi og Gulli og leikar- arnir Guðmundur Olafsson og Theó- dór Júlíusson. Hljómsveitin Stormar o.fi. leika fyrir dansi í aðalsal. Loka- hóf KSÍ - Bee-Gees sýning laugar- dagskvöld til 3. 1 þessari sýningu syngja fimm strákar þekktustu lög þein’a Gibb-bræðra. Danssveit Gunnars Þórðarsonar ásamt söng- stjörnum Broadway leikur fyrir dansi í aðalsal. ■ CAFÉ AMSTERDAM: BP og Þeg- iðu leika rokk af bestu gerð fóstu- dagskvöld. Hljómsveitina skipa þeir: Björgvin Ploder, söngur og tromm- ur, Tommi Tomm, söngur og gítar, Einar, hammond og söngur, og Dúddi bassi. BP og Þegiðu leika rokk af bestu gerð á laugardags- kvöld. Hljómsveitina skipa þeir: Björgvin Ploder, söngur og tromm- ur, Tommi Tomm, söngur og gítar, Einar, hammond og söngur, og Dúddi, bassi. ■ CAFÉ ROMANCE: Lifandi tónlist öll kvöld. Sænski píanóleikarinn Raul Petterson leikur. Hann leikur einnig fyrir matargesti Café Óperu. ■ CATALINA, Hamraborg: Sven- sen, Hallfunkel og Perez leika fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld til 3. Veitingahúsið hefur opnað glæsilegt veitinga- og kaffihús í Hamraborg 11 er nefnist Café Cat- alína. ■ FÖRUKRÁIN FJARAN: Jón Möller leikur rómantíska píanótón- list fyrir matargesti. I Fjörugarðin- um leikur Víkingasveitin fyrir vík- ingaveislugesti. Dansleikur á eftir með hljómsveitinni KOS á fóstu- dags- og laugardagskvöld. ■ GAUKUR Á STÓNG: Hljómsveit- in Land & synir leikur á tónleikum á fimmtudagskvöld. Hljómsveitin Land og synir leikur á fóstudags- kvöld. Hljómsveitin Gos stjórnar íjöldasöng og trylltu djammi á laug- ardagskvöld. Geir Ólafs & Furstarn- ir leika mánudagskvöld til kl. 1. ■ GRANDHÓTEL REYKJAVÍK: Gunnar Páll leikur allar helgar kl. 19:15 til 23. Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leikur og syngur öll fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld. Gunnar leikur hugljúfa og rómantíska tónlist. Allir velkomn- ir. Siglfírskt kvöld verður í Broadway á föstudagskvöld þar sem fram kemur m.a. hljómsveitin Stormar. ■ GULLÖLDIN: Hljómsveitin Sælu- sveitin leikur á fóstudags- og laugar- dagskvöld til 3. Hljómsveitina skipa þeir Hermann Arason og Níels Ragnarsson báðir landsþekktir lista- menn að norðan. Tilboð á öli til kl. 23.30 öll kvöld. Boltinn á breiðtjaldi og stór á 350 kr. ■ KRINGLUKRÁIN: Geir Gunn- laugsson og Rúnar Guðmundsson leika á fimmtudagskvöld kl. 22 til kl. 1. Léttir sprettir sjá um tónlistina á fóstudags- og laugardagskvöld kl. 23 til 3. GR Lúðvíksson leikur og syng- ur á sunnudagskvöld kl. 22 til 1. ■ LIONSSALURINN, Kópavogi, Auðbrekku 25: Áhugahópur um línudans með dansæfingu á fimmtu- dagskvöld kl. 21 til 24. Elsa sér um tónlistina. Allir velkomnir. ■ LUNDINN, Vestmannaeyjum: Hljómsveitin Bh'stró heilsar upp á Eyjamenn á föstudags- og laugar- dagskvöld til 3. ■ NAUSTKRÁIN: Hljómsveit Frið- jóns Jóhannssonar frá Egilsstöðum spilar á fóstudags- og laugardags- kvöld til 3. Austfirsk sveifla. Hljóm- sveitina skipa: Friðjón, bassi og söngur, Ami Jóhann, gítar og söng- ur, Eyþór, hljómborð og söngur, og Daníel, trommur og söngur. ■ NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur fyrir matargesti kl. 22 til 3. Naustið er opið alla daga frá kl. 18. Stór og góður sérréttaseðill. ■ NÆSTI BAR: Hljómsveitin In- ferno 5 spilar á fimmtudagskvöld kl. 22 til 1. ■ NÆTURGALINN: Stefán P og Pétur leika á fóstudagskvöld kl. 22 til 3. Frítt inn til miðnættis. Stefán P og Pétur leika á laugardagskvöld kl. 22 tO 3. ■ ORMURINN, Egilsstöðum: Dj. Barþjónn leikur. Happy Hour á föstudagskvöld milli kl. 23 og 3. Bjarni Tryggva leikur fyrir gesti. Dónadagskrá á laugardagskvöld milli kl. 23 og 3. Tveir fyrir einn milli kl. 23 og 24. Aðgangseyrir 700 kr. ■ SJALLINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Sóldögg leikur á laugardags- kvöld. ■ SKOTHÚSIÐ, Keflavík: Hljóm- sveitin 8-villt leikur fyrir dansi á laugardagskvöld til 3. ■ SPORTKAFFI: ísafold Sportkaffi 1 á föstudagskvöld. Af því tilefni verður haldin veisla sem hefst kl. 21 og er þá boðið upp á afmælisdrykki fram eftir kvöldi. I búrinu alla helg- ina verður Þór Bæring. ■ VARÐSKIPIÐ THOR, Hafnar- fjarðarhöfn.: Heiðursmenn og Kol- brún leika fyrir dansi á fostudags- og laugardagskvöld til 3. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri: Gildr- an og Eiríkur Hauksson á Akureyri föstudagskvöld til 3. Hljómsveitin PPK+ leikur fyrir dansi á laugar- dagskvöld til 3. John Peel er einn virtasti útvarpsmaður Breta U2 eru ekki velkomnir í þáttinn minn John Peel hefur verið með fasta þætti í breska ríkisútvarpinu í hartnær 30 ár og hefur verið lýst sem einum af mikilvægustu áhrifavöldum á þróun dægurtónlistar síðustu 25 ára. Arnar Eggert Thoroddsen og Einar Þór Kristjánsson heimsóttu Peel og ræddu við hann um lífsins gagn og nauðsynjar. PEEL er goðsögn í lifanda lífi. Hann var fyrstur manna í Bret- landi til að kynna þjóð sína fyrir jafn byltingarkenndum tónlistar- stefnum og pönki, rappi og reggí og sveitir eins og The Jimi Hendr- ix Experience, Madness, T. Rex, Cure og The Smiths hafa allar hljóðritað lög sérstaklega fyrir þætti Peels, margar hverjar nokkr- um mánuðum áður en þær vöktu athygli almennings. Blaðamaður var staddur á bresku tónlistarhá- tíðinni „All Tomorrows Parties“ ekki alls fyrir löngu þar sem að síð- rokkshetjur eins og Mogwai, Sonic Youth og Sigur Rós léku en John Peel var skráður þar sem gesta- plötusnúður. Rak blaðamann í rogastans er hann sá þessa öldnu hetju rölta einn um svæðið og fór þegar í humátt á eftir honum. Fundur var ákveðinn daginn eftir er sól skein í heiði og var and- rúmsloftið afslappað enda Peel einkar góðlegur og yfirvegaður viðmælandi. Sýrlensk sálartónlist? Svo þú ert að plötusnúðast hér á hátíðinni? „Jú, ég á víst að spila á eftir Son- ic Youth í kvöld en það er erfitt að segja hvort að einhver eigi eftir að nenna að vera eftir og hlusta þar sem ég fer um ansi víðan völl í lagavali. Ég gerði ansi mikið af þessu á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Þvældist milli háskóla og spilaði plötur. Ég spilaði eingöngu tvær teg- undir af tónlist, frábæra eða hroða- lega. Þetta olli stundum ofsa- hneykslun sem varð til þess að ég þurfti í nokkrum tilfellum á lög- reglufylgd að halda er ég yfirgaf skólana. Ég er vanalega með eina lykilplötu er ég spila og núna er ég með plötu sem inniheldur útgáfu af „In the Midnight hour“ í frábærum flutningi sýrlenskra tónlistar- manna.“ Er eitthvert ákveðið efni sem þú tekur fyrir í útvarpsþætti þínum í BBCl? „Nei, ég spila bara fullt af plöt- um. Að stofni til nýtt efni en ég læði stundum gömlum inn ef eitt- hvað annað sem ég er að spila krefst einhverra tilvísana. Einnig spilum við af og til upptökur af tón- leikum. Á næstunni munu Calexico [bandarískir eyðimerkurrokkarar] halda hljómleika heima hjá mér og því verður útvarpað. Ég á nefni- lega dulítið hljóðver heima við.“ Nú ertu einmitt frægur fyrir að fá sveitir í hljóðver til þín og margt af því hefur verið gefíð út sem „Peel Session „Ég hef í rauninni ekkert með það að gera. Ég átti upprunalegu hugmyndina en ég sit aldrei við þegar verið er að taka upp né hef eitthvað að gera með það sem kem- ur út. Og ég fæ heldur engan aur út úr því. Eg veit ekki einu sinni hvaða plötur eru að koma út.“ Bruce Springsteen? Nei takk! Þú hefur uppgötvað margar af helstu rokkhljómsveitum undan- farinna áratuga langt á undan öll- um öðrum þar sem að upptökurnar eru oft sendar út mánuðum áður en sveitin slærí gegn. „Ja, þetta virkar nú bara þannig að maður er eins og ritstjóri á tímariti. Maður hefur metnað til að vera fyrstur með fréttirnar, búa til fréttirnar. Þetta er nú einfaldlega skylda mín sem útvarpsmanns, ég trúi ekki á það að ég geti eignað mér frægð einhverra tiltekinna hljómsveita. Það er til mun til- komumeiri listi yfir hljómsveitir sem ég hef ekki viljað fá í þáttinn minn. Nöfn eins og U2, Dire Straits og Bruce Springsteen. Ég hef verið inntur eftir samþykki um að þessir listamenn myndu spila og ég hef svarað: „Ég held nú síður!“.“ Hefur þú hlustað á Sigur Rós? „Já. Verst að ég skil ekki bofs í íslensku. Ég hef ekki hugmynd um hvernig á að bera fram lagaheitin. Ég held að það sé landlæg feimni hér í landi gagnvart tungumálum sem Bretar skilja ekki og það fer smá í taugarnar á mér að geta ekki einu sinni gert mér í hugarlund hvernig tungumálið hljómar. Eru þeir vinsælir á íslandi?" Jú, þeir eru afar vinsælir á ís- landi. Áttu plötuna? „Já, ég á stuttskífuna „Svefn-G- Englar“. Ég á líka einhver lög sem fólk hefur tekið upp fyrir mig.“ Hversu margar plötur áttu? „Ég held að ég eigi um 26.000 vínylplötur [sögusagnir segja 100.000. Innsk. höfunda].“ Dum 'n 'bass! Hefurðu algert frelsi til að spila það sem þú vilt íþáttunum þínum? „Algerlega. Ég fæ að spila hvað sem mér dettur í hug.“ Afhverju eru það aðallega ensk- ar hljómsveitir sem hafa tekið upp „Peel session"? „Hér áður fyrr var erfitt að fá bandarískar hljómsveitir vegna sérstakra útvarpslaga. Ef ensk út- varpsstöð ætlaði að taka upp bandaríska sveit yrði bandarísk stöð til að mynda að taka upp enska sveit. I þá daga var ekkert til sem hét alþjóðleg útvarpsstöð. Við náðum þó að fá Captain Beef- heart og það var einfaldlega af því að laganna verðir vissu ekki að hann væri bandarískur." Hvað fínnst þér um nýjasta und- irflokk rokksins, „síðrokk“ (e. post rock)? „Það er nú bara eins og með allt, sumt er ekki gott, annað er betra.“ Peel var nú farinn að gjóa augum á úrið sitt. Blaðamenn tjá honum að þessu sé nú senn lokið og þá út- skýrði hann með kurt að þetta væri allt í lagi, hann væri bara að fylgjast með því hvunær boltinn myndi byrja enda forfallinn aðdáandi Liverpool. Er eitthvað til sem hægt er að kalla síðrokk? „Ég er nú ekki mikið fyrir að eltast við skilgreiningarnar. Hvar ’ byrjar síðrokk og hvar endar það? Eins og þegar ég hlusta á dans- tónlist sem er stúttfull af allskyns skilgreiningum. Ég hef ekki Guð- mund um hvort þetta er „house“ eða „garage". Ég set bara plötuna á og ef mér líkar hún þá líkar mér hún og ef mér líkar hún ekki þá líkar mér hún ekki. Oftast vil ég bara ekkert vita hvað þetta er. Mér fannst til að mynda skrambi skondið þegar fólk fór að skrifa um intelligent „drum n bass“ (í. gáfumannatrommu- og bassatón- list) á síðasta ári. Ég dreg þá rökréttu ályktun að eitthvað hljóti þá að vera til sem heiti „stupid" drum 'n 'bass (í. grunnhyggin trommu- og bassa tónlist. Eða bara dumnbass). Það er tónlistarstefna sem ég væri til í að heyra.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.