Morgunblaðið - 04.05.2000, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 04.05.2000, Qupperneq 65
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 65 FÓLK í FRÉTTUM Franskir og íslenskir nemendur hittast Nemendahópurinn allur samankominn í Frakklandi í góðu veðri. Þorramatur og* þjóðsögur í APRÍL fór hópur nemenda frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til Frakklands þar sem þeir hittu jafnaldra sína, dvöldu á heimilum þeirra í tvær vikur og kynntu sér franska tungu og menningu. Frönsku nemendumir slógust síðan með í förina heim til íslands og dvelja nú á Sauðárkróki og endur- gjalda heimsókn íslendinganna. Það er Esther Ágústsdóttir frönskukennari sem hefur veg og vanda af þessari skólasamvinnu, og voru þær Hulda Egilsdóttir íslensk- ukennari fararstjórar í ferðinni til Frakklands. Þegar Esther kom til starfa við Fjölbrautaskólann sagðist hún þegar hafa fundið að það vantaði einhverja raunhæfa hvatningu til náms í frönsku. Hún benti á, að þetta væri tungumál sem nemendur hér- lendis heyrðu nánast aldrei, lítið væi-i um franskar kvikmyndir, hvort sem væri í kvikmyndahúsum eða sjónvarpi og sú tónlist sem ungt fólk hlustaði á væri ekki frönsk. Esther sagði að á síðastliðnu skólaári hefðu komist á samskipti fyrir milligöngu Menningarsamtaka Frakklands og íslands, og Frakki búsettur hérlendis, Frangois Scheef- er, hefði komið á tengslum við skóla í heimalandi sínu, sem héti Madame De Staél og væri í Mið-Frakklandi. Samskiptin hefðu farið fram síðast- liðinn vetur á Netinu, um fax eða síma, en sumarið hefði síðan verið notað til þess að sækja um styrk til Evrópusambandsins vegna verkefn- isins en einnig til að skipuleggja áframhaldandi vinnu fyrir yfirstand- andi skólaár. Leiknar þjóðsögur Ákveðið hefði verið að gera eitt- hvað það er vakið gæti áhuga nem- endanna, og niðurstaðan verið sú að nemendur settu upp leikverk byggðu á þjóðsögu frá hvoru landi. Þannig myndu Norðlendingamir hér heima æfa og setja upp leikritið „Góði þjónninn", en einn af kennur- um skólans Eric Fissers vann leik- gerðina upp úr franskri þjóðsögu um þetta efni, en hins vegar var ytra unnin leikgerð upp úr skagfirsku þjóðsögunni um Miklabæjar-Sol- veigu. Sagði Esther að settur hefði verið upp sérstakur leiklistaráfangi fyrir þetta verkefni. Esther sagði ennfremur að ferðin til Frakkiands hefði verið mikil upp- lifun fyrir nemenduma, og verulega hefði reynt á kunnáttu þeirra þar sem þeir bjuggu inni á heimilum, en í mörgum tilvikum var ekki unnt að bjarga sér á ensku ef frönsk orð vantaði. Tvær sýningar vom síðan haldnar á leikverkunum, önnur í bæjarleik- húsi staðarins, hin við Nýlistasafnið í París. Tókust þær ágætlega og vöktu athygli. I franska hópnum sem kom heim með íslenska hópnum era tuttugu nemendur ásamt fimm kennuram og stjómendum. Dvaldi hópurinn fyrstu dagana í Reykjavík en er nú kominn til Sauðárkróks. Á dögunum var haldin glæsileg veisla þar sem foreldrar íslensku nemendanna önnuðust allan undir- búning og buðu gestum upp á ís- lenskan mat, allt frá kæstum hákarli og eldsúram þorramat til þeirrar fæðu er algeng er í dag. Frönsku nemendumir verða á Sauðárkróki fram til dagsins í dag. Hóparnir hafa sýnt leikverk sín og unnið saman að ýmsum verkefnum. Esther sagði þennan vetur hafa verið mjög ánægjulegan og gefandi, hinsvegar væri því ekki að neita að hann hefði verið erfiður og margir hefðu lagt á sig mjög mikla vinnu til þess að gera þetta allt mögulegt. Varðandi framhald, sagðist Est- her sannanlega vonast til þess að svo mætti verða, en hinsvegar væri ekki nægilegt, að ráðamenn og fræðsluyf- irvöld teldu erlend samskipti vera eðlilegan hluta skólastarfs, á meðan ekki væri ætlað fjármagn sérstak- lega til slíkra hluta. Hún sagði að eftir þennan vetur væri sér enn betur ljós nauðsyn þess, að kennslan væri lifandi og frjó, nemendumir hefðu möguleika á að uppskera eitthvað meira en góða ein- kunn eftir vel unnið vetrarstarf. Betri kostur • Domino's • Jarlinn • McDonold's • Rikki Chan • Subway Café bleu • Eldhúsið • Hord Rock • ísbúðin • Kringlukróin AK VEITIHEHSIHSIR UPPLÝSINERSÍMI 5 B B 7 7 B B SKRIFSTQFUSlMI 5GB 9200 FRABÆR NYJUNG I BARÁTTUNNi VIÐ HÁRL0S Háfvokví sem orvar hárvöxt og dregitr úr hárlosí. 3 mánaða skammtar Lyf&heilsa Austwvef • B«w§ HeáfS • Kflflgífl • Hjflðfl < f jafísrtaip • 9®i6*f • Hét«i|§»e§«f • Hf««Bíf§ Kfiflftón I t»í • Helhsgi • Hvflf«i@fft • Kjifflj -- §élf«s • H#tftif§tf*fi -- Atewyn • Hfkslflflftjf -- Nweffi www.heimsferdir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.