Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 8

Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Og hvert ykkar er með svona ógeðslega græna fingur??? MACH 16 • Octaver • EEQ Mosfet 45 • MARC X • Setjum tækið í bílinn þér að kostnaðarlausu DEH-P6100-R • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • RDS • BSM • Laus framhlið • RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn • Loudness þrískiptur • 3 Banda tónjafnari Norrænt sjúkraþjálfaraþing Meðferð byggð á rannsóknum María Ragnarsdóttir Fimmta norræna rannsóknarþingið í sjúkraþjálfun verð- ur haldið í sex sölum á Grand Hotel í Reykjavík og hefst það klukkan 13.00 í dag og stendur fram á laug- ardag. Yfírskrift þingsins er „Sjúkraþjálfun byggð á rannsóknum. Að brúa bilið milli rannsóknar og með- ferðar sjúkraþjálfara.“ Ma- ría Ragnarsdóttir sjúkra- þjálfari er í hinni íslensku undirbúningsnefnd þessa þings - hvert skyldi vera markmið slíkra þinga? „Að kynna þær rann- sóknir sem fram fara í hveiju landi fyrir sig á sameiginlegum vettvangi þannig að fræðimenn á Norðurlöndum geti hist og jafnframt kynnt rannsóknir sínar fyrir hinum almenna sjúkraþjálf- ara sem getur þá nýtt sér þær í starfi.“ - Hve oft er blásið til svona þinghalds? „Þingin eru haldin þriðja hvert ár, nú í fyrsta skipti á Islandi. Nú er metþátttaka, um það bil þrjú hundruð manns eru á þinginu, frá átján löndum. Flestir þátttakend- umir eru frá íslandi eða 105, frá Svíþjóð koma 57 og frá Noregi 55. Ástæðan fyrir því að við fáum svona gífurlega mikla þátttöku frá löndum utan Norðurlanda er að ráðstefnan er haldin á ensku og menn koma alla leið frá Suður-Af- ríku til þess að taka þátt í þinginu.“ - Hefur enskan áður verið aðal- mál á svonaþingi? „Nei, en Island og Finnland hafa barist fyrir að svo væri. Eftir að kennsla í sjúkraþjálfun hófst hér á landi 1976 þá eru æ færri sem treysta sér til að fylgjast að gagni með þinghaldi á öðrum norrænum tungum og Finnum er á sama veg farið. Þess má geta að nær allar námsbækur í sjúkraþjálfunarnám- inu í H.í. eru á ensku..“ -Hvað vUtu segja um helstu umfjöllunarefni þingsins sem í hönd fer? „Eins og yfirskriftin ber með sér er mikið verið að fjalla um hvemig hægt er að stytta tímann frá því niðurstöður rannsókna liggja fyrir og þar til sjúkraþjálfarar nýta þær í meðferð sjúklingsins. I einum þingsalnum er t.d. eingöngu fjallað um meðferð við mjóbaksverkjum allan föstudaginn, en opnunarfyr- irlesturinn sem prófessor Bart W. Koes heldur er einmitt um það efni. Alls em tólf erindi um mjó- baksverki. Stór þáttur í þinginu em erindi um sjúkraþjálfun eftir heilablóðfall, hjarta- og lungna- sjúkdóma og sjúkraþjálfun aldr- aðra. Alls verða haldin 120 erindi á þinginu og kynningar á rannsókn- um en þar af em ellefu frá Islandi, sem mér finnst gott framlag miðað við fámenni stéttarinnar hér.“ -Hvert er efni íslensku rann- sóknanna? „Til dæmis verða flutt erindi um breytingar á jafnvægi aldraðra og kvarða sem notaður er til að meta jafnvægi þeirra, ein íslensk rann- sókn er um meðferð við mjóbaksverkjum, tvö íslensk erindi fjalla um hjarta- og lungnasjúk- dóma og ein rannsókn verður kynnt sem fjallar um meðferð barna með meðfæddan heila- skaða.“ - Hvað ber hæst í útlendu fyrir- lestrunum? „Gestafyrirlesarar auk prófess- ors Bart W. Koes em prófessor Jules Rothstein sem ræðir um framtíðarsýn í sjúkraþjálfun og ► María Ragnarsdóttir fæddist í Ámesi á Ströndum 1943. Hún lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum á Akureyri 1963 og prófi í sjúkraþjálfun í Kaup- mannahöfn 1966. Uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda lauk hún frá Háskóla íslands 1977 og meistaragráðu í sjúkra- þjálfun frá háskólanum í Minnes- ota í Bandaríkjunum 1989. Hún starfaði sem sjúkraþjálfari við Landsspítalann til 1977 en þá varð hún lektor við námsbraut í sjúkraþjálfun í HI, þar af sex ár formaður námsbrautarstjórnar. Síðan 1990 hefur María verið yfirsjúkraþjálfari starfsmanna- og rannsóknareiningar endur- hæfingardeildar Landsspítala. María á tvö börn, Hauk Finnsson markaðsstjóra og Helgu Finns- dóttur landfræðing. stjómar auk þess umræðum í mál- stofu. Þriðji gestafyrirlesarinn er finnski sjúkraþjálfarinn Raija Tyni-Lenné og ræðir hún um þró- un meðferðar í tengslum við rann- sóknir. Eins og sjá má á þessari upptalningu er í nær hverjum fyr- irlestri fjallað um tengslin á milli rannsókna og sjúkraþjálfunarmeð- ferðar, en mikil þörf er á að sýna fram á með rannsóknum að sjúkra- þjálfun geri gagn. Þetta er ekki síst nauðsynlegt nú þegar æ meira framboð er á óhefðbundnum með- ferðartilboðum.“ - Hvað með helstu nýjungai• sem kynntar verða á þinginu? „Þar má t.d. nefna nýtt íslenskt mælitæki, hreyfigreini, sem verð- ur á vömsýningu í tengslum við rannsóknarþingið. Mælitæki þetta er hannað af íslensku hugviti og er í þróun hjá fyrirtæki sem heitir Ki- ne og er staðsett hjá Impm í Keldnaholti. Tæki þetta getur bæði mælt hreyfiferla liðamóta og virkni í vöðvum. Annað tæki, styttra á veg komið, verður kynnt með erindum. Það er tæki sem mælir öndunarhreyfingar á alveg nýjan hátt. Þá má nefna að á vöra- sýningunni verður sýnd hönnun eftir íslenska sjúkraþjálfara, en það em púðar til þess að bera böm á herðum sér og kallast Gíraffasæti.“ - Er þörfín á sjúkra- þjálfun að aukast? „Ég held að hún sé bæði að aukast og breytast. Nefna má að sjúkraþjálfarar em að fai-a í vax- andi mæli inn á ný svið eins og t.d. forvamir. Aukin tölvunotkun og kyrrseta kallai- á bæði fyrirbyggj- andi aðferðir og meðferð við áhrif- um einhæfra starfsstellinga. Af- leiðingar bflslysa kalla á sjúkraþjálfunarmeðferð og þeim öldmðu fjölgar, sem einnig kallar á aukna þjónustu sjúkraþjálfara. Metþátttaka í sjúkraþjálfun- arþingi f rá 18 löndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.