Morgunblaðið - 22.06.2000, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.06.2000, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 15 HÖFUÐBORGARSWEÐIÐ Garðabær hefur samið við skrúðgarðyrkjumeistara um gerð minjagarðs við Hofsstaði Fornleifar frá land- námi varðveittar og gerðar aðgengilegar Gardabær GARÐABÆR hefur tekið til- boði í framkvæmdir við minjagarð, þar sem verða sýndar minjar um byggð frá landsnámsöld sem fundist hafa við fornleifauppgröft í landi Hofsstaða. Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur á Pjóð- minjasafninu, hefur stundað fornleifauppgröft í landi Hofsstaða frá árinu 1994. Hún sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að rannsóknir sínar hefðu leitt í ljós mann- vistarleifar, hinar elstu frá landnámsöld og hinar yngstu frá 12. öld. Við uppgröftinn sást móta fyrir skála og tún- garði og markmiðið með gerð minjagarðsins er að varðveita þær minjar og gera aðgengi- legar almenningi. Þarna hef- ur því staðið fyrsti bærinn á Hofsstaðajörðinni en búið var á henni fram á sjöunda ára- tug þessarar aldar. Ragnhildur Skarphéðins- dóttir landslagsarkitekt hef- ur hannað minjagarðinn sem bæjarráð hefur nú ákveðið að semja við Þorkel Einarsson skrúðgarðyrkjumeistara um að gera úr garði. Minjarnar sýnilegar og aðgengilegar Að sögn Eiríks Bjarnason- ar bæjarverkfræðings verður 20 m.kr. varið til verksins í fyrsta áfanga. „Við erum að hugsa um að gera þetta sýnilegra og að- gengilegra en hingað til hefur verið gert,“ sagði Rgnhildur Skarphéðinsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að útlínur landnámsbæjarins og gripahúsa yrðu hlaðnar úr torfl í um það bil 60-70 sm hæð og síðan yrðu hærri veggir hlaðnir utan um minj- arnar. „Minjagarðurinn verð- ur hluti af stærri heild sem tengist miðbæ Garðabæjar og Tónlistarskólanum," sagði Ragnhildur. Hún sagði stefnt að því að setja sums staðar gler yfir sjálfar minjarnar og merkja þær á gagnlegan hátt auk þess sem almenningur mun eiga greiðan aðgang að göngustígum sem gerðir verða. I samtali við Eirík Bjarnason kom fram að garð- urinn yrði lýstur upp og Ragnheiður Traustadóttir sagði að ætlunin væri að koma þar fyrir teikningum og myndum af gripum sem fund- ust við uppgröftinn og upp- lýsingaskiltum um minjarnar. Ragnhildur sagði að minja- garðurinn yrði hinn fyrsti sinnar tegundar hér á landi en rætt væri um að reisa síð- Teikning/Ragnhildur Skarphéðinsdóttir Uppdráttur af hönnun minjagarðsins við Hofsstaði í Garðabæ. ar lítið safn tengt honum. Hafist verður handa við fyrsta áfanga framkvæmda fyrir mánaðamót. Er stefnt að því að reyna að koma upp torfveggjum í júlí og segir Ragnhildur stefnt að því að færustu torfhleðslumenn landsins annist það verkefni. Veggir verða hlaðnir í vetur og á verkinu að verða lokið í mars á næsta ári en að því loknu verður farið að vinna við að lýsa svæðið upp og merkja minjarnar þannig að minjagarðurinn verði tilbúinn næsta sumar. Minjagarðurinn mun tengjast lóð Tónlistarskóla Garðabæjar og verður hægt að ganga af skólalóðinni inn í garðinn. Minjagarðurinn verður hluti af bæjargarði sem stefnt er að þvi að lokið verði við á næstu árum með því að útbúa opið svæði milli Tónlistarskólans og byggðar- innar við Hofslund. I þeim áfanga er gert ráð fyrir göng- ustígum, tjörnum og gróðri. Sumar- blíðunnar notið Reykjavík SUMARSÓLSTÖÐUR eru 21.-22. júní og er það sá tími árs þegar sólargangur er lengstur. Dag hættir því senn að lengja og hann tekur aftur að styttast. Fyrr en varir heilsar vetur konungur að nýju. Því er brýnt að nýta hverja sólskinsstund sem gefst til að njóta blíðunnar líkt og þess- ar ungu konur gerðu í miðbæ Reykjavíkur. Mælt með Guðnýju Gerði Reykjavík Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar hef- ur mælt með Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur, safnstjóra hjá Þjóð- minjasafninu, í starf borgarminj avar ðar. Atkvæði fóru þannig að Guðný Gerður fékk þijú atkvæði meirihluta nefndarinnar og Nikulás Úlfar Másson, deildar- stjóri húsadeildar Ár- bæjarsafns og staðgeng- ill borgarminjavarðar, fékk tvö atkvæði. Borgarráð tekur ákvörðun um ráðningu nýs borgarminjavarðar nk. þriðjudag. Aðrir umsækjendur um starfið voru: Aðal- björg Ólafsdóttir, kenn- ari, Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur, Gerður Róbertsdóttir, deildarstjóri fræðslu- deildai’ Arbæjarsafns, Helgi M. Sigurðsson, deildarstjóri munasafns Arbæjarsafns, Margrét Hermanns-Auðardóttir, fornleifafræðingur, og Steinunn Kristjánsdótt- ir, fomleifafræðingur. Ungmenni fegra Kópa- vogsbæ Kópavogur Ekki lítur út fyrir annað en að ungmennin í Vinnuskóla Kópavogs skemmti sér kon- unglega við störf. Léttklædd- ar meyjar gróðursetja hér glaðar í bragði blóm í sumar- blíðunni. Fyrir tilstilli þeirra og annarra starfsmanna Vinnu- skólans er bærinn fagur sem aldrei fyrr. Borgin hefur tekið Fram- heimilið á leigu Háaleiti BORGIN hefur tekið félags- heimili Fram á leigu og mun félagsmiðstöðin Tónabær hefja þar starfsemi í októ- ber. Sveinn Andri Sveinsson, formaður Fram, segir sam- starf borgarinnar og félags- ins geta orðið náið. Áfoi-m eru um að Fram geri þjón- ustusamning við borgina sem feli meðal annars í sér starf- rækslu íþróttaskóla. Gert er ráð fyrir að borgin hafi afnot af svæðinu í kringum Fram- heimilið eftir nánara sam- komulagi og að félagið hafi aðgang að húsinu. Mestu munar um að missa búninga- aðstöðu félagsheimilisins, að sögn Sveins. Fram mun al- farið nota búningaaðstöðuna sem er í íþróttahúsinu eftir að Tónabær hefur starfsem- ina, en hana þarf þó að bæta. Sveinn segir að eftir til- komu íþróttahússins hafi í raun verið of rúmt um Framara, en þá flutti hand- boltadeildin alla starfsemi sína þangað. Því telur hann þetta mjög góða lausn. Soffía Pálsdóttir, æsku- lýðsfulltrúi íþrótta og tóm- stundaráðs Reykjavíkur, segir félagsheimili Fram heppilegt húsnæði fyrir starfsemi Tónabæjar, en eins og fram kom í Morgunblað- inu á dögunum hefur Eign- arhaldsfélag Kringlunnar keypt Tónabæ fyrir 67,6 m.kr. og fær húsið afhent 1. október nk. Soffía segir félagsheimili Fram rúmgott og fjölda lít- illa herbergja telur hún nýt- ast vel til klúbbastarfs. Fyrirkomulagi félagsmið- stöðvarinnar verður einnig breytt lítfilega, að sögn Soff- íu. Lögð verður meiri áhersla á að félagsmiðstöðin sé nokkurs konar miðlæg stöð sem teygi anga sína í auknum mæli út í skólana. Slíkt fyrirkomulag hefur gef- ist vel í Breiðholti og Grafar- vogi þar sem reynsla er komin á það. Starfsfólk fé- lagsmiðstöðvarinnar fer í skólana og starfar þar með börnum og unglingum. Soffía segir að starfsfólkið muni þannig nýtast fleiri krökk- um. Morgunblaðið/Ómar Byggja fyrir námsmenn Gardabær GARÐABÆR hyggst reisa fjölbýlishús með 12 náms- mannaíbúðum við Arnarás. Að sögn Eiríks Bjarna- sonar, bæjai’verkfræðings, stendur hönnunarvinna nú yfir en stefnt er að því að láta bjóða verkið út í næsta mánuði og að húsið rísi á um það bil ári frá því fram- kvæmdir hefjast. Eiríkur sagði að Félagsstofnun stúd- enta væri bænum til ráðun- eytis við undirbúninginn en gert sé ráð fyrir að náms- mönnum verði leigðar íbúðir í húsinu, líkt og í öðrum stúdentagörðum. Um það hvort námsmenn með lög- heimili í Garðabæ verði látn- ir ganga fyrir um íbúðir sagði Eiríkur að ákvarðanir hefðu ekki verið teknar. Um ástæður þess að farið er út í að reisa námsmanna- íbúðir sagði Eiríkur, að bær- inn hefði skynjað þörf fyrir húsnæði af þessu tagi, sem væri m.a. fjármagnað með hliðstæðum lánum og veitt eru vegna félagslegs leigu- húsnæðis. Um kostnað við framkvæmdirnar sagði hann að áætlun lægi ekki fyrir. Byggingarnefnd bæjarins hefur samþykkt fram- kvæmdirnar og að reist verði 867 fermetra fjölbýlis- hús í þessu skyni á Árnarási 9-11.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.