Morgunblaðið - 22.06.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 22.06.2000, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Menningin borgar sig Það hefur varla farið framhjá neinum að Reykjavík er ein af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Boðið hefur verið upp á fjölþætta dagskrá. En það er ekki bara hér á landi sem menningarborgin lætur til sín taka. Orri Páll Ormarsson kynnti sér það sem hún leggur til hátíðarhaldanna í hinum borgunum átta - og víðar - og hvaða þýð- ingu framtakið kann að hafa. Raddir Evrópu er stærsta samstarfsverkefni borganna níu. Með kórnum syngur Björk Guðmundsdóttir. REYKJAVÍK - menningar- borg er auðvitað fyrst og fremst sýnileg hér heima og menn átta sig ef til vill ekki á því að hún stendur fyrir mesta útflutningi á íslenskri menningu sem um getur á einu ári. Margfeldisáhrif þeii-ra viðburða sem við ýmist flytj- um út eða vinnum í samstarfí við hin- ar borgirnar átta geta verið veruleg og skipt sköpum fyrir íslenska menningu til lengri tíma litið,“ segir Sigrún Valbergsdóttir, fram- kvæmdastjóri erlendra viðburða hjá menningarborginni. Nefnir hún Björk Guðmundsdótt- ur söngkonu sem dæmi. „Það hefur margsannast á henni að ef í slending- ur vekur athygli á einu sviði smitar það út frá sér. Áhugi á landi og þjóð fer vaxandi.“ Svanhildur Konráðsdóttir, kynn- ingarstjóri menningai'borgarinnar, tekur í svipaðan streng. Sýnt sé að hlutir geti undið upp á sig sé vel haldið á spöðunum. „Lítum á nær- tækt dæmi. Hér á landi eru þessa dagana staddir menn frá bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN við tökur á þremur þáttum sem hverfast um ís- lenska menningu og listir. Þetta er bein afleiðing af kynningu sem menningarborgin efndi til í Lundún- um í mars síðastliðnum. Síðan höfum við ekki tölu á öllum þeim frönsku Morgunblaðið/Ásdís Fólkið að baki Baldri: Jorma Uotinen danshöfundur, Kristin Bredal ljósa- og búningahönnuður og Kjartan Ragnarsson dramatúrg. blaðamönnum sem hingað eru komn- ir vegna skonnortnanna frönsku. Þannig geta hlutir hlaðið utan á sig.“ Evrópsku menningarborgirnar níu árið 2000 eru auk Reykjavíkur, Björgvin í Noregi, Helsinki í Finnl- andi, Avignon í Frakklandi, Prag í Tékklandi, Kraká í Póllandi, Sant- iago de Compostela á Spáni, Brússel í Belgíu og Bologna á Ítalíu. Finnar til fyrirmyndar Sigrún og Svanhildur segja sam- starfið við borgirnar átta hafa verið OPmOLLKVOLDTILKL. 21 JHÍMETRO Skeifan 7 • Simi S25 0800 gott en öflugast hefur það verið milli norrænu borganna þriggja. „Sam- starfið milli borganna hefur verið vel heppnað og ánægjulegt. Skipulag hátíðanna er auðvitað mismunandi, eins og gengur, og áherslur ólíkar. Við höfum unnið langmest með Hels- inki og þar er öll uppbygging til fyr- irmyndar. Þeir hugsa svo stórt, Finnarnir. Það sem frá þeim hefur komið er stórfenglegt enda eru Finnar snillingar í að ráðast í stór verkefni án þess að drekkja þeim í skriffinnsku. Það hefur líka verið mjög gott að vinna með skipuleggj- endum í Björgvin," segir Sigrún. Segir hún samstarfið við austur- evrópsku borgirnar, Prag og Kraká, af öðrum toga enda séu aðstæður ólíkar þar og á Norðurlöndunum. „Það hefur verið ánægjulegt að starfa með Prag og Kraká þótt hugs- unarháttur sé þar oft og tíðum nokk- uð flókinn. Það fer ekkert á milli mála að gamla kerfið þvælist svolítið fyrir tánum á skipuleggjendum í þessum borgum við framkvæmd há- tíðar af þessu tagi. Fjármagnið er kannski ekki af skornum skammti en verðgildið er allt annað en við eigum að venjast á Vesturlöndum. Þeir eiga líka afar erfitt með að taka ákvarð- anir á skömmum tíma. Kerfið er svo þungt í vöfum.“ Athygli vekur að skipt hefur verið um verkefnisstjóra í sjö af níu borg- um frá því þær urðu fyrir valinu sem menningarborgir árið 1995. Aðeins Helsinki og Santiago hafa haft sama stjórnanda frá upphafi. Sigrún segir erfitt að meta hverju þetta sætir. Sums staðar sé starfið pólitískt og því hafi orðið mannaskipti í kjölfar kosninga. „Síðan er menningarborg bara svo flókið fyrirbæri." Raddir Evrópu stærsta verkefnið Umfangsmesta samstarfsverkefni menningarborganna er Raddir Evrópu, kór skipaður ungmennum frá borgunum níu, sem syngja mun með Björk Guðmundsdóttur í öllum borgunum í ágúst og september. Þá mun kórinn koma fram á tónleikum í Tallinn í Eistlandi. „Eistar óskuðu sérstaklega eftir því að fá Raddirnar í heimsókn," seg- ir Sigrún, „og þar sem Tallinn er svo skammt frá Helsinki, þar sem kórinn Morgunblaðið/Ásdís íslenska leikhúsið og Hafnar- fjarðarleikhúsið sýna leikverkið Július í Finnlandi. verður 31. ágúst, gátum við orðið við því. Tónleikarnir í Tallinn verða 1. september." Segir hún miðasölu á Raddir Evrópu og Björk ganga ljómandi vel og á sumum stöðum sé þegar orðið uppselt. „Það er útlit fyrir að uppselt verði á alla tónleikana." Reykjavík er í forsvari fyrir verk- efnið og segja Sigrún og Svanhildur það hafa stuðlað að enn betri tengsl- um við hinar borgirnar. „Segja má að Raddir Evrópu sé flaggskip sam- starfs menningarborganna árið 2000 og því er Reykjavík óhjákvæmilega í lykilstöðu. Þá tók Evrópusambandið verkefnið upp á sína arma, gerði það að svokölluðu Millennium-verkefni, sem hefur vakið enn meiri athygli á því,“ segir Svanhildur. Ballettinn Baldur eftir Finnann Jorma Uotinen við tónlist Jóns Leifs er annað viðamikið verkefni sem Reykjavík stendur að í samvinnu við Helsinki og Björgvin. Verður verkið sett á svið í borgunum þremur í ágúst og september. Binda Signán og Svanhildur miklar vonir við Bald- ur sem sé „vel til þess fallinn að koma íslenskri menningu á framfæri erlendis". Ef við lítum okkur nær í tíma var í vikunni vígður garður í Avignon þar sem getur að líta tilvitnanir í skáld frá borgunum níu grafnar í grjót. ís- lenska skáldið er Halldór Laxness og eru orð hans sótt í Kristnihald undir jökli: „Sá sem ekki lifir í skáld- skap, lifir ekki af hér á jörðinni.“ í þessari viku hafa Martin Fröst klarínettuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari verið á ferð í Nuuk á Grænlandi og Þórshöfn í Færeyjum. Koma þeir fram undir merkjum hátíðarinnar Nordvest musik en Reykjavík - menningar- borg leggur sérstaka áherslu á tengsl íslands, Grænlands og Fær- eyja á árinu. Margrét Haraldsdóttir Blöndal og Þorvaldur Þorsteinsson eru fúlltrúar íslands á höggmyndasýningu í Töölönlahti-víkinni í Helsinki út mánuðinn og Ólafur Elíasson sýnir verk á sambærilegri sýningu í Björgvintil3.júlí. íslenski dansflokkurinn verður á ferðinni með verkið Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur í Prag 28. júní á danshátíðinni Ti’ans dans Europe, hátíð sjö danshöfunda frá jafnmörgum menningarborgum. Verkið hefur þegar verið sýnt í Avignon og verður á sviði í Bologna 2. júlí. Við sama tækifæri, bæði í Prag og Bologna, verður sýnd stutt- myndaþrennan Örsögur úr Reykja- vík eftir Rögnu Söru Jónsdóttur, Margréti Söru Guðjónsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur. 25. júlí leikur Trio Nordica á Nordvest musik í Nuuk. Margt á seyði í ágúst og september í ágúst og september verður margt á seyði. 8. ágúst tekur hópur úr Listdansskóla íslands þátt í dans- hátíð í Avignon. Sýnt verður verk eftir Láru Stefánsdóttur við tónlist eftir John Speight. Nemendur í Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar annast undirleik undir stjórn Guðna Franzsonar. 23. ágúst opnar myndhstarsýning- in Transplant/HEART í Vantaa, Finnlandi, þar sem Valborg Salóme Ingólfsdóttir verður fulltrúi íslands, og 26. ágúst verður tískuviðburður- inn Futurice, sem Eskimo Models hafa veg og vanda af, í Kiasma-safn- inu í Helsinki. 29. ágúst verður Nordvest musik fram haldið í Nuuk. Koma þar fram Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Roland Pöntinen píanóleikari. Þau verða svo á ferð í Þórshöfn 31. sama mánaðar. Raddir Evrópu og Björk gera víð- reist. Hinn 29. ágúst verða þau í Brússel, 31. í Helsinki, 1. september í Tallinn, 3. í Kraká, 5. í Avignon, 7. í Bologna, 10. í Santiago og 12. og 13. september í Björgvin. Baldur verður fluttur í Grieg- hallen í Björgvin 31. ágúst og í Expo- hallen í Helsinki 7. og 8. september. Dagana 10.-17. september verður haldin alþjóðleg hátíð í freskumálun í Dozza á Ítalíu. Frá íslandi kemur listakonan Guðrún Kristjánsdóttir. í október verða tveir íslenskir rit- höfundar, Steinunn Sigurðardóttir og Einar Már Guðmundsson, á ferð í Kanada á alþjóðlegum hátíðum. Júlíus, barnaleiksýning á vegum íslenska leikhússins og Hafnarfjarð- arleikhússins, verður sýnd á ON- leiklistarhátíðinni í Vantaa í Finn- landi snemma í nóvember og dagana 29. nóvember til 3. desember verða íslenskir listamenn meðal þátttak- enda í hátíðinni Forces of Light í Björgvin og á sömu hátíð í Helsinki ll.til31.desember. Fleiri viðburðir kunna að fléttast inn í dagskrána.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.