Morgunblaðið - 22.06.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.06.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 39 Klæðileg list TISKA OG LJOSMYJVDIR Listasafnið á Akureyri ÚROGÍ-ÝMSIR Sýningin er opin frá þriðjudegi til fimmtudags kl. 14-18, föstu- daga og laugardaga kl. 14-22 og sunnudaga kl. 14-18. Sýningunni lýkur 25. júní. FREKAR óvenjuleg sýning hefur nú verið sett upp í Listasafninu á Ak- ureyri. Þar má sjá verk eftir hálfan þriðja tug íslendinga og Finna, tísku- og skartgripahönnuði, ásamt tískuljós- myndururm. Verkin eru dreifð um allt safnið og mynda skemmtilegt en dálítið undarlegt umhverfi fyrir safngesti, eins konar samruna lista- safns og tískuverslunar, hámenning- ar og markaðsvöru, hönnunar og innsetningar. Sex íslenskir fata- hönnuðir hafa valist á sýninguna, þær Linda Björg Árnadóttir, Bára og Hrafnhildur Hólmgeirsdætur, Ragna Fróðadóttir, Sæunn Huld Þórðardóttir og Þuríður Rós Sigur- þórsdóttir. Fimm skartgripahönnuðir sýna, þau Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, Hulda B. Agústsdóttir, Elísabet Ás- berg, Katrín Pétursdóttir og Micha- el Young. Þá eiga átta Ijósmyndarar verk á sýningunni, Sveinn Speight, Kristinn Már Ingvarsson, Haraldur Hannes Guðmundsson, Magnús Unnar Jónsson, Katrín Elvarsdóttir, Bjarni Grímssson og Baldur Braga- son. Loks hefur fimm finnskum hönnuðum verið boðið til þátttöku, Anne Korkala, Heli Miikkulainen, Jani Maunula, Mari Turklin og Tanja Toivonen. Verk þessa mikla hóps eru afar mismunandi og til dæmis má sjá þama skartgripi sem spanna allt frá hefðbundinni silfursmíð eftir Guð- björgu og Elísabetu að plastgripum eftir Huldu B., Katrínu og Michael. Framlag ljósmyndaranna er hugsan- lega næst því sem maður á von á að sjá á nútímalistasafni, verk Kristins Más og Bjarna Grímssonar minna dálítið á þær ögn subbulegu hvers- dagsmyndir sem margir ungir ljós- myndarar sýna nú um stundir, með- an verk annarra eru sum frekar í ætt við konseptlist. Raunar má segja að öll sýningin feti einstigi milli hönn- unar og konsepts, afstrakt framsetn- ingar og áherslu á notagildi og stíl. Uppsetning gripanna undirstrikar þessa tvíræðni ogþað gerir staðsetn- ing sýningarinnar - í virðulegu lista- safni Norðlendinga - auðvitað líka. Þar sem áhorfandinn gengur um innan um kjóla, skart og ólíkar Ijós- myndh’ raskast í huga hans mörk tísku og listar, hugmyndalegrar framsetningar og markaðssetning- ar. Þessi röskun endurspeglar auðvit- að þann hugmyndalega samruna sem er að eiga sér stað alls staðar í menningunni og er greinilega eitt megininntak sýningarinnar. Linda Árnadóttii' áréttar þetta með því að bjóða föt sín til sölu á sýningunni og setja upp mátunarklefa fyrir gesti í miðjum sýningarsalnum. Á síðustu áratugum hefur borið æ RSœngurgjafir J nafnl |—---“ meira á samruna myndlistar og fjöldaframleiddrai' tískuvöru. Hand- hægt er auðvitað að nefna Andy Warhol í þessu samhengi, en þessi tilhneiging er í raun mun ríkari og umfangsmeiri en tilraunir hans gefa til kynna. Varan er ekki lengur bara innhald eða tilvísanaform verkanna eins og i myndum Warhols af súpu- dósum og stálullarpökkum, heldur eru mörkin á ýmsum sviðum hrein- lega að mást út, sér í lagi í menningu yngra fólks þar sem tískugripur get- ur haft fullt eins mikið inntak eða merkingu og listaverk, en listaverk getur verið alveg jafn smart og svalt og tískan. Sýningin í Listasafninu á Akureyi er frískleg og spennandi og hefur fengið góða aðsókn. Hún nær að tala til þeirra sem velta sér upp úr menn- ingu og hugmyndafræðilegum spurningum um samtímann, ekki síður en til þeirra sem fyrst og fremst hafa áhuga á tískunni. Loks tekur hún líka á samfélagslegum má- lefnum, því liður í sýningarhaldinu er söfnun meðal Ákureyringa á gömlum fötum sem gefin eru tO Rauða krossins, flóttamönnum og öðrum sem í neyð eru staddir til hjálpar. Jón Proppé LjósmjmitJón Proppé lyólar Lindu Arnadóttur á sýningunni á Akureyri. Sameiginlegur útsölumarkaður REYKJAVÍK UTILIF a GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is EN&tABÖRNÍN j|Barónsstíg 59 ^551 3584 Textílkjallariim er í fullum gangi Frábærar vörur með miklum afslætti Enn meiri lækkun Útsölumarkaðurinn er í Síðumúla 32 (áður Gallerí Borg) Markaðurinn verður til 2. júlí og er opinn virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 10-16.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.