Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 45

Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 45 studdir mig alltaf og varst svo um- hyggjusamur. Nokkrum dögum áður en þú fórst þá fórum við pabbi til þín. Ég sat hjá þér og hélt í höndina þína. Ég hef aldrei verið góð í að tjá mig upphátt svo að ég hugsaði allt það sem ég hefði viljað segja við þig og ég vonaði innst inni að þú heyrðir eða skynjað- ir það sem ég hugsaði. Daginn sem þú fórst fórum við til þín í Sunnuhlíð. Þú lást í rúminu þínu og það var eins og þú svæfir. Það hvíldi svo mikil friðsæld yfir þér og það var eins og þér liði svo vel. Nú þegar þú ert farinn þá hugsa ég oft um þig og það sem þú varst alltaf vanur að gera og segja. Það sem mér er efst í huga er hlýja faðm- lagið þitt og þétta handtakið og alltaf fékk ég tvo kossa þegar ég kom og fór. Einnig þegar þú varaðir okkur við vitleysingunum. Þú réttir alltaf upp höndina og sagðir: „V-V-V-V-V- V-V...“ og auðvitað þegar þú bauðst okkur grænu molana eða framsókn- armolana eins og þú kallaðir þá. Þú ert einn af þeim sem mér þykir einna vænst um og þú munt alltaf vera hjá mér bæði í huganum og hjartanu. Mér þykir ég vera mjög heppin að hafa átt þig fyrir afa því að það er varla hægt að hugsa sér betri afa en þig. Ég vona að þér líði vel núna og kveð þig með söknuði í hjarta. Þín sonardóttir, Kristveig. Elsku afi minn. Nú ert þú farinn frá okkur og líður vonandi vel þar sem þú ert núna. Þú varst alltaf svo góður við okkur og umhyggjusamur. Þegar við komum í heimsókn til þín og ömmu í Hamraborg fengum við alltaf hlýjar og góðar móttökur. Við fengum að spila á orgelið, skoða „kontórinn", spjalla eða bara að glugga í einhverja af þeim fjölmörgu bókum sem þar var að finna. Allt þetta ásamt svo mörgu öðru gefur mínum kynnum af þér svo ómetan- legt gildi og minningarnar sem þessu fylgja vekja upp þá geysimiklu væntumþykju sem ég ber í þinn garð. Ég man svo vel eftir sundferðun- um okkar saman. Ég lét mig hafa það að vakna fyrir allar aldir á sunnudagsmorgnum og bíða eftir að þú næðir í mig á brúna Chevrolettin- um þínum og fara svo með þér og öll- um hinum í „Húnaflokknum" í sund. Eftir sundið fórum við ásamt ömmu í messu í Kópavogskirkju og svo heim í Hamraborg og fengum okkur að borða. Eftir allt saman sofnaði ég svo yfirleitt í græna sófanum í stof- unni ykkar vitandi að ég var í svo góðum og traustum höndum. Það er svo margt sem bærist um í brjósti manns á stundum sem þess- um en það sem stendur upp úr er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og læra svo margt af þér. Vitur maður sagði stundum: „Varaðu þig á vitleysing- unum!“ Þessi orð munu hljóma í eyr- um mínum um ókomna tíð og minna mig á að vara mig á vitleysingunum, en einnig, og alls ekki síður, minna mig á vitra manninn sem sagði þessi orð; þig, elsku afi minn. Ég kveð þig með söknuði í hjarta. Þinn sonarsonur. Pálmi Þór. Elsku Þórhallur minn. Þegar ég hitti þig fyrst sá ég strax hversu mikil umhyggja, góðmennska og ást hlyti að ríkja í þínu hjarta. Þú tókst alltaf svo vel á móti mér í hvert skipti sem við Pálmi Þór komum í heim- sókn til þín, þér tókst alltaf að gleðja mitt litla hjarta fullkomlega. Mér leið svo vel eftir að hafa verið hjá þér, þú varst hinn besti gestgjafi. Eg mun aldrei gleyma þegar við Pálmi Þór fórum í heimsókn til þín í Sunnu- hlíð og þú bauðst mér með allri vin- semd að hlusta á sjónvarpið með heyrnartólunum þínum því það var einhver útlenskur þáttur á skjánum. Þá hélstu að ég skildi ekki íslensku. Þú hugsaðh- svo vel um alla sem komu til þín. Ég vildi óska að ég hefði þekkt þig aðeins lengur en á þessum tíma sem við höfum þekkst hef ég hugsað til þín sem hins besta og elskulegasta manns. Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki haft þig lengur meðal okk- ar en ég er fullviss um að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þú átt skilið að búa í himnaríki þar sem allir eru góðir og yndislegir eins og þú hefur alltaf verið, þó að erfitt sé að ímynda sér einhvern eins og þig. Nú er kominn tími til að kveðja. Hvíldu í friði, elsku besti Þórhallur. Ég mun ætíð muna eftir þér og hugsa fallega til þín. Kærar kveðjur. Vanessa. Elsku afi minn og nafni. Mér þykir fyrir því að hafa ekki getað kvatt þig almennilega, en við því er ekkert að gera. Ég er lagstur í ferðalög. Ég veit að hið stóra kaupfélag á himnum á eftir að njóta krafta þinna, dugnaðar, hreinlyndis og elsku. Þú varst mikilmenni og ég sakna þín mjög. Guð geymi þig. Þinn Þórhallur Barðason. Þótt sorg sé í hjarta mér er ró yfir. Ég veit og trúi að þetta séu ekki endalok. Þín bíður á himnum sú kona sem alfaðir gaf þér. Ast ykkar var hlý og ekki kalblett að finna. Það verða fagnaðarfundir. í förina ferð þú keikur og samvisk- an hrein, því maður varst þú heiðar- legur og góður. Bless afi, hafðu með þér Tímann, því grænt er allt hjá Guði. Þórhallur Björnsson. Það voru uppgangstímar á Kópa- skeri. Burðarásinn í þeim var Kaup- félag Norður-Þingeyinga og kaupfé- lagsstjóri þess, hann Þórhallur. Flestar fyrirvinnur í þorpinu unnu hjá Kaupfélaginu og fyrirtækið var kjölfestan í lífi fjölskyldnanna á staðnum og fólksins alls, fólkið og fyrirtækið var eitt. Það fór því ekki hjá því að Þórhallur væri áhrifavald- ur í lífi fólksins í þorpinu og sýslunni allri. Þórhallur var vitur stjórnandi. Hann var áræðinn en jafnramt gæt- inn og umfram allt áreiðanlegur. Það sem fyrirtækinu gat verið til góðs var mest metið og var þá ekki spurt um vinnutíma framkvæmdastjórans og oft var Ijós í glugga á skrifstofu hans þegar telpukrakki var á heim- leið að leik loknum á kvöldin. En Þórhallur var ekki einn í lífinu. Hann átti hana Möggu sér við hlið og Sandhólakrakkana alla með tölu. Við krakkarnir hin á Kópaskeri töldum hann nokkuð strangan föður, en er nokkuð að því? A unglingsárum kynntist ég því að á bak við bjó gull af manni, en það var jafn gott að standa sig. Hann gerði kröfur til okkar unglinganna sem hleypti í mann kappi að standa undir. Hann var ekkert ýkja orðmargur en hafði snilldarlegt lag á því að láta mann finna og sjá hvað klukkan sló, bros í kampinn, ræsking eða dillandi hlát- ur. Kímnigáfa þeirra hjóna, Möggu og Þórhalls, var vel útilátin og oft þurfti maður að nota allt sem maður átti til, til að átta sig á því hvort talað var í alvöru eða gríni og ekki er úr því öllu skorið enn og verður ekki úr þessu. Þau voru skemmtileg hjón. Að leiðarlokum vil ég þó umfram allt minnast þess hve Þórhallur lagði sig fram um að gera skólafólki sýsl- unnar, og jafnvel þeim er brottfluttir voru, kleift að koma heim og rækta tengslin við upprunann. Það var virk byggðastefna. Það varð einhvern veginn sjálfsagt og nauðsynlegt að fara heim á sumrin til að vinna og í því veit ég að Magga átti drjúgan hlut. Elsku Kristveig og þið Sandhóla- krakkar allir og ykkar fólk. Ég votta ykkur samúð mína og minna og votta jafnframt þakklæti mitt fyrir sam- skiptin öll við Möggu og Þórhall, þau heiðurshjón. Blessuð sé minning þeirra. Þórey Guðmundsdóttir. Á útmánuðum ársins 1938 var ég farþegi á strandferðaskipi frá Seyð- isfirði til Akureyrar. Meðal viðkomu- staða var Kópasker. Þar steig á skipsfjöl'Bjöm Kristjánsson alþing- ismaður og kaupfélagsstjóri, maður landsþekktur, er ég þekkti strax í sjón. En ég veitti einnig athygli vasklegum manni sem hafði með hendi stjórn á losun og lestun upp- skipunarbáta þeirra er frá landi komu, en ekki var lagst að bryggju. Mér var sagt að hér færi sonur Bjöms á Kópaskeri. Þarna mun ég fyrst hafa séð Þórhall Björnsson síðai' kaupfélagsstjóra. Þar í sveit naut hann mikillar virðingai', var eins og héraðshöfðingi eða fremstur meðal jafningja eins og stundum er sagt. Þótt hann væri fastur fyrir og stjórnsamur voru miklar gáfm- hans og skaphöfn þannig að hégómleg og einfeldnisleg sjálfumgleði og vald- hyggja var víðsfjarri hugsun hans. Traust sannfæring samvinnumann- sins byggðist á þeirri trú að fólkið, manneskjumar, væru undirstaðan sem sanngjarnar leikreglur ættu að byggjast á, uppskeran byggðist á því hvernig sáð væri og einstakling- ar skyldu njóta að fullu fmmkvæðis, heiðai'leika og framtaks. Við Þórhallur Björnsson kynnt- umst vel er við störfuðum í stjóm Islenskra aðalverktaka sf. og í stjóm Kirkjusands hf. Viðhorf Þór- halls og skoðanir einkenndust af festu og jákvæðu samstarfi við aðra stjórnarmenn og þá aðra starfs- menn félaganna er hann átti sam- skipti við. Áuk þess að vera prúður maður og myndarlegur í sjón og raun fór það ekki fram hjá mönnum hve miklum gáfum Þórhallur Bjömsson var gæddur og hversu heilsteyptur maður hann var. Hann vildi öllum góðum málum leggja lið. Ég og konan mín minnumst margra skemmtilegra stunda með Þórhalli og konu hans Margréti Friðriksdóttur. Vom þeir gleðidag- ar meðal annars við íslensk veiði- vötn eða vestanhafs í Virginíu, Flórida og víðar. Þessir dagar koma ekki aftur en minningar um þá ásamt öllu samstarfi okkar ylja um hjartarætur. Síðast sá ég Þórhall í stórafmæli hans í janúar síðastliðnum. Hann var sem áður mildur og höfðingleg- ur. Maður sem ekki gleymist þeim er hann þekktu. Vilhjálmur Ámason. Nú þegar mannkostamaðurinn Þórhallur Björnsson frá Kópaskeri er til moldar borinn vil ég senda nokkur fátækleg kveðjuorð. Ég mun ekki rekja ættir, þar sem ég tel að það muni aðrir gera. Þórhall- ur var ungur drengur á Víkinga- vatni þegar hann missti móður sína úr berklum. Faðir hans, heiðurs- maðurinn Bjöm Kristjánsson, sem þá var ungur bóndi á Víkingavatni, fékk líka berkla og þurfti að fara á hæli en sigraðist á veikinni. Þór- hallur mun hafa dvalist hjá afa sín- um á Víkingavatni meðan faðir hans átti í veikindum sínum. Eftir bata Björns tók hann við rekstri Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri, sem annaðist öll við- skipti bænda frá Fjöllum í Keldu- hverfi til Svínadals og Hólsfjalla- bæja í suðri og í austri að Axarfjarðarheiði og norður til Sléttu til Raufarhafnar. Þetta er stórt hérað og eitt stærsta sauðfjár- hérað landsins. Ég man er ég var ungur háseti á Brúarfossi gamla, sem var fyrsta skip Eimskips með frystigeymslum, að hann tók full- lestaður kjöt til London á árunum eftir 1932 36-37000 skrokka af lambakjöti og voru þar af teknir á Kópaskeri 7000 skrokkar eða um 20% af útfluttu kjöti. Einnig var Kópasker mikil innflutningshöfn matvælavista og byggingarefnis. Þórhallur var um tíma 1930 skrif- stofumaður SIS í Kaupmannahöfn og eitthvað hjá KEA á Akureyri, en valdi samt að fara heim til föður síns og vera hans hægri hönd í öll^ um þeim miklu störfum, svo og kaupfélagsstjórastarfi meðan Björn faðir hans sat á AJþingi. Síð- an tók hann við starfi föður síns þangað til hann lét af störfum og fluttist til Reykjavíkur, eins og ég og aðrir gera þegar börnin fara. Kaupfélag N-Þingeyinga var eitthvert best rekna kaupfélag landsins á tímabili þeirra feðga og kreppuna miklu var minna um talað en annars staðar. Hins vegar var meira byggt í þeirri sveit en nokk- urri annarri þar um slóðir og húsa- kostir þar um slóðir frægir fyriij" nýjungar vegna þess að þeir feðgar voru svo vakandi fyrir sína við- skiptamenn. Kópasker var þá lítið þorp, aðalíbúar starfsmenn Kaup- félagsins, og við skipakomur og slátrun þurfti að fá verkamenn úr sveitum langt að. Gefur það nokkra hugmynd um þann gestagang og eril sem lagðist á eiginkonur þess- ara mætu manna, sem þurftu að sinna gestum og gangandi auk bama sinna. Kunnugir munu lengi minnast Þórhalls heitins sem góðs sonar, sem vildi heldur aðstoða föð- ur sinn í litlu þorpi, og verða meiri maður fyrir, en minni maður í stærri borg. í tíð Bjöms Kristjánssonar og Þórhalls held ég að varla hafi verið* betra mannlíf á Islandi en á Kópa- skeri. Að endingu óska ég vini mínum velfamaðar yfir móðuna miklu, því ég trúi því að vinir standi á ströndu og láti ástvini finna fyrir sér, um leið og ég sendi öllum aðstandend- um samúðarkveðjur. Vernharður Bjarnason. PALL JAKOB DANÍELSSON + Páll Jakob Dan- íelsson fæddist í Reykjavík 16. nóv- ember 1915. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. júní sfðastliðinn. For- eldrar hans voru Arnbjörg Sigmunds- dóttir, f. 24. maí 1875, d. 27. des.1958, og Daníel Jóhann Daníelsson, f. 2. ágúst 1881, d. 27. apríl 1959. Systkini hans voru Guðjóna Guðjónsdóttir Olsen, f. 1910, og Magnús Daníelsson, f. 3.3.1913, d. 21.1.2000. Fyrri kona Páls var Unnur Metúsalemsdóttir, f. 24.11.1922, d. 15.5.1949. Sonur hennar er Birgir Ævar Einarsson, f. 5. júlí 1939, maki Kristín H. Guðmunds- dóttir, og eiga þau einn son. Sonur Páls og Steinunnar Sig- hvatsdóttur er Þórir Pálsson Roff, f. 15. mars 1940, maki Ást- hildur Brynjólfsdótt- ir, og eiga þau tvær dætur. Seinni kona Páls var Þorbjörg Jakobs- dóttir, f. 15. febrúar 1931, d.25. okt.1995. Börn þeirra eru: 1) Daníel Jakob, f. 3. maí 1953, maki Dagrún Linda Garðarsdóttir og eiga þau þrjá syni. Fyrir hjónaband átti Daníel einn son. 2) Ólöf Gerður, f. 2. október 1954, maki Gunnar Ottósson og eru börn þeirra tvö. 3) Unnur Björg , f. 2. oktbóber 1954, maki Oddur Helga- son. Sonur Unnar er Sigurþór Dan, maki Helga Sigurðardóttir. títför Páls fer fram frá Bústaða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar einhver samferðarmaður hverfur úr þessu lífi sækja minn- ingar liðins tíma á hugann. í dag þegar Páll Daníelsson er til moldar borinn líða hjá í huga okkar minn- ingar sem á einn eða annan hátt tengjast samfylgd okkar við Palla í gegnum tíðina. Ekki minnist maður Palla öðravísi en upp komi í hugann hinn mikli áhugi hans á öllum íþróttum og þá ekki síst fótboltan- um. Fram í hugann koma myndir - Palli að fara á „völlinn“ eða Palli límdur við sjónvarpið og vart við- ræðuhæfur að horfa á íþróttir af einhverju tagi. Annað áhugamál átti Palli og ekki minna en það var veiðimennska, þ.e.a.s. lax- og sil- ungsveiði og voru þær ófáar stund- irnar sem hann gat staðið við ein- hverja sprænuna með stöngina sína. Eins var það oft á sumar- kvöldum að hann fékk sér göngu inn að Elliðaám til að fylgjast með lífinu og þá oft með Tobbu sína sér við hlið. Vai-la minnist maður Palla án þess að mynd Tobbu komi einnig fram í hugann; svo nákomin voru þau hvort öðru, tveir einstaklingar sem stóðu saman og létu ekki bug- ast þótt á móti blési. Þau kynntust á Vífilsstaðahæli þar sem bæði voru sjúklingar í kringum 1950. Palli átti lengi í stríði við berklana en ótrú- legur kraftur og viljastyrkur ásamt styrkum stuðningi Tobbu hjálpaði honum í baráttunni. Hjálpsemi og greiðvikni voru mjög ríkur þáttur í fari Palla. Hann var léttur í lund, hafði sterkar og ákveðnar skoðanir og stóð fast við þær. Palli var mikill listunnandi, hafði t.d. yndi af góðri tónlist. Einnig var hann afburða dansari og hlaut á sínum yngri ár- um viðurnefnið „Palli tangó“. Að leiðarlokum viljum við hjónin og börnin okkar þakka Palla sam- fylgdina og vottum aðstandendum hans samúð okkar. Nú dansar Palli tangó við Tobbu sína á öðru tilvistarsviði. Ágústa og Jónas. BIRTING AFMÆLIS- OGMINN- INGAR- GREINA MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Ki'inglunni 1, Reylqavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í sí- mbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauð- synlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinai' um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. , Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII-skráa sem í dag- legu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnsluk- erfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.