Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 61

Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 61 FRÉTTIR Ný bryggja fyrir olíu- skip við Eyjargarð NYJA olíubryggja Reykjavíkur- hafnar við Eyjargarð var opnuð þann 30. maí síðastliðinn með því að Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnarstjórnar, klippti á borða og lýsti mannvirkið formlega tekið í notkun. Bygging Eyjargarðs hefur staðið frá því 1996 og kostaði mannvirkið 550 milljónir króna og kostnaður olíufélagana vegna lönd- unarbúnaðar var um 100 milljónir. Skip allt að 45.000 tonn með 12,5 metra djúpristu geta nú lagst að þesari nýju bryggju. Losun olíu- skipanna tekur nú mun skemmri tíma en áður þegar skipin lágu í legufærum norðan Örfíriseyjar og losuðu olíu- og bensínfarma um neðansjávarlagnir. Bygging bryggju fyrir stór olíuskip við Eyj- argarð er fyrst og fremst gerð með öryggis- og umhverfíssjónar- mið í huga. Tæknideild Reykjavíkurhafnar hafði yfirumsjón með hönnun og Árni Þór Sigurðsson formaður hafnarsljómar Reykjavíkurhafnar klippir á borða við formlega opnun olíubryggju við Eyjargarð. Til vinstri Jón Þorvaldsson forstöðumaður Tæknideildar Reykjavíkurhafn- ar og Helgi Laxdal forstöðumaður rekstrarsviðs Reylq'avíkurhafnar. byggingu Eyjargarðs, Almenna verkfræðistofan sá um hönnun, Sæþór ehf sá um gröft efnisskipta- skurðar, dýpkun viðlegu og fýll- ingu, Suðurverk hf sá um grjótn- ám og byggingu skjólgarðs og Lárus Einarsson sf sá um bygg- ingu bryggju. Heim eft- ir hjálpar- störf í Indónesíu ÞORSTEINN Þorkelsson, skólastjóri Björgunarskóla Slysavarnafélagsins, kom til landsins 18. júní sl. að lokinni tólf daga sendiferð á vegum Sameinuðu þjóðanna til jarð- skjálftasvæða í Indónesíu. Þorsteinn starfaði við sam- ræmingu björgunarstarfs og mat á áhrifum jarðskjálfta af stærðinni 7,9 stig á Richters- kvarða sem reið yfir eyjuna Súmötru 4. júní síðastliðinn. Var hann þar sem hluti af UNDAC-liði (United Nations Disaster Assessment and Coordination) Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk UNDAC er að samræma og skipuleggja hjálparstarf á hamfarasvæð- um um allan heim. Þess má geta að Sameinuðu þjóðimar buðust til að senda UNÐAC- lið til íslands síðastliðinn laug- ardag, ef þörf hefði verið á er- lendri aðstoð í kjölfar jarð- skjálfta er varð á Suðurlandi. í jarðskjálftanum á Súm- ötru fórust 90 manns og 2.577 slösuðust, auk þess sem mikið tjón varð á eignum og sam- göngutækjum. Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka íslands hf. Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbankans verður haldinn kl: 19:00 þann 29.6.2000 í höfuðstöðvum Búnaðarbanka íslands hf. Austurstræti 5 Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár 3. Tryggingafræðileg athugun á stöðu sjóðsins 4. Fjárfestingastefna sjóðsins 5. Kosning stjórnar og varamanna 6. Samþykktir sjóðsins - eins og þær eru eftir að stjórn breytti þeim skv. heimild í 5. mgr. 22. gr. 7. Önnur mál, löglega upp borin. Stjórn Lífeyrissjóðs Búnaðarbanka íslands hf. www.leppin.is Sportdiykkiirfyrir böm og unglinga 375g: Hollur og bragðgóður drykkur fyrir böm og unglinga. Drykkurinn inniheldur öll vítamín og bætiefni sem böm og unglingar þurfa. Bragðtegundin Sítrónu/ananas TVIST Leppin sport brúsan Ómissandi fyrir drykkinn á æfingu, í skólann, í vinnuna, gönguna o.fl. Squeezy powder, 500g Kolvetnaduft sem blandast f vatn. Gefur orku og kemur í veg fyrir að kol- vetnabirgðir líkamans tæmist. Drykkur í átökum s.s. æfingu, keppni og erfiðisvinnu. Hollur og góður svaladrykkur. Leppin Squeezy duftið fæst í 3 bragð- tegundum: Sítrónu/ananas Tvist, appelsínu Rumba og sítrónu Samba. Léttur, 500g: Næringardrykkur. Gæða prótein, flókin kolvetni og trefjar auk allra bætiefna sem líkaminn þarf. Léttur er blanda af flóknum kolvetnum, mysupróteini og góðum trefjum ásamt vítamínum og bætiefnum sem líkaminn þarf daglega. Léttur inniheldur F0S gerla, sem aðstoða við að viðhalda góðri meltingu og vinna gegn óvinveittum bakteríum í þörmum. Léttur fæst í 3 frábærum bragðtegundum: Jarðberja/kiwi Tango. sftrónu/ananas Tvist og súkkulaði/banana Mambo. ekkert koffein, enginn hvítur sykur, engin aukaefni Gefðu gjafakort og vertu viss um að gjöfin hitti í mark. Gjafakort fást á þjónustuborði Kringlunnará l.hæð. UPPIÝIIHGAIÍMI 58« 7788 IKRIFITOFUIÍMI 568 9200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.