Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 71

Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 71 FÓLK í FRÉTTUM ' ERLENDAR O0OOO Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður rýnir í Faith And Courage, nýjustu plötu Sinéad O’Connor. ★★★ Brakandi fag- mennska en ekki nógu framsækið í umsögn segir Davíð Logi að Sinéad hiki ekki við að opna sig upp á gátt og segja eigin sögu og sýn á samtímann í textum sínum. SINÉAD O’Connor hefur oftar en ekki deilt með veröldinni vandræðum sínum og vellíðan þannig að sumum hefur þótt nóg um. Nú síðast mun hún hafa lýst því yfir að hún sé tvíkynhneigð, þ.e. ekki síð- ur gefin fyrir konur en karla og er næsta víst að enn á ný hefur henni tekist að ysjokkera“ íhaldssama landa sína á Irlandi. Sex löng ár eru liðin frá síðustu breiðskífu Sinéad sem þýðir þó reyndar ekki að hún hafi setið að- gerðalaus allan þann tíma. Hún hef- ur til dæmis sungið með fjölda lista- manna og átt lög í myndum eins og The Butcher Boy, Michael Collins, You’ve got mail, The Talented Mr. Ripley, Stigmata og The Avengers svo fátt eitt sé nefnt. Einna best hef- ur henni tekist upp í útgáfu sinni á þekktu ljóði Patricks Kavanagh, On Raglan Road, á írskri safnskífu frá 1996 og Abba-laginu Chiquitita á safnplötu frá 1998, auk þess sem ekki má gleyma frábærri fjögurra laga plötu, Gospel Oak, sem kom út 1997. Biðin eftir breiðskífu er hins vegar loks á enda og sýnist mér við fyrstu sýn að nýja platan, Faith and Coura- ge, beri nokkur merki þess að Sinéad vilji friðjiægjast við ameríska mark- aðinn (sem má segja að hafí hafnað henni eftir ýmsar uppákomur þar í landi 1992). í textalagsins The Lamb’s book of life biður hún frænd- ur sína í Ameríkunni t.a.m. um að gefa sér annað tækifæri: „Ég veit ég hef gert marga hluti/ sem gefa ykkur ástæðu til að hlusta ekki á mig/sér- staklega þar sem ég hef verið svo full reiði/en ef þið þekktuð mig betur mynduð þið e.t.v. skilja mig/orð fá því ekki lýst hversu sterk eftirsjá mín er/ef ég særði einhvem/vona ég aðeins að þið getið sýnt samhygð/og unnað mér nægilega mikið til að bara hlusta." Sjálfum hefur mér tvisvar gefist tækifæri til að hlýða á Sinéad á sviði og voru báðir tónleikar virkileg upp- lifun, þó á ólíkum forsendum. I fyrra skiptið, sumarið 1995, hafði breska pressan um nokkra hríð farið einkar hörðum höndum um söngkonuna. Var enda augljóst er hún steig fram á sviðið í Tivoli-salnum í Dublin að þar fór tónlistaimaður sem ekki hafði komið fram í dágóða hríð og var óviss um hvemig viðtökur hann fengi. Óx henni síðan fiskur um hrygg er hún sá að allir á staðnum vom henni vinveittir. Á tónleikum sem ég sá í Olympia-leikhúsinu ná- kvæmlega tveimm- ámm síðar var allt annað uppi á teningunum. Þar steig fram á sviðið kona full sjálf- strausts, kona sem vissi hvað hún var að gera og gekk óhikað til þess. Munurinn á sviðsframkomu hennar var eins mikill og hugsast gat. Sjálfsagt er ekki hægt að fullyrða út frá tvennum tónleikum sem haldnir vom með tveggja ára milli- bili að Sinéad sé örgeðja kona. Á hinn bóginn dylst ekki á plötum Sin- éad að hún hefur tekið út talsverðan þroska frá því að The Lion and the Cobra kom út 1987. Á þessari fyrstu breiðskífu var söngkonan reið, ung kona. Á næstu plötu þar á eftir, I do not want what I haven’t got, sem gerði söngkonuna að stórstjömu þegar hún kom út 1990, er Sinéad að vísu enn reið en örlítið þroskaðri og agaðri. Þegar Universal Mother kom út 1994 var hún síðan orðin móðir, sáttari við tilvemna en vildi þó sem fyrr koma á framfæri pólitískum skilaboðum (ég ræði ekkert um plöt- una Am I not your girl? frá 1992 sem er dálítið furðuverk). Af nýju plötunni, Faith and Courage, er ekki annað að sjá en Sin- éad sé orðin fullorðin, í sátt við sinn Guð og tilveruna sem slíka - sannar- lega kemur Guð (í kvenkyni) víða fyrir í textunum. í besta lagi plöt- unnar, Daddy I’m fine, segir Sinéad sögu sína frá því hún braust undan oki væntinga föður síns, yfirgaf Dublin og hélt til London til að slá í gegn - gleymdi sér síðan við björt ljós stórborgarinnar um stund en biður föður sinn um að hafa samt ekki áhyggjur því hún hafi það gott, eigi tvö falleg börn og sé reynslunni ríkari. Þessi texti er einmitt dæmigerður fyrir Sinéad, hún hikar ekki við að opna sig upp á gátt og segja eigin sögu og sýn á samtímann í textum sínum. Um leið er tónlistin afar pers- ónuleg og að mörgu leyti meira gef- andi. Hins vegar veltir maður því óhjákvæmilega fyrir sér hvort hún hafi í raun og veru náð sálarró fyrst hún þarf að fullvissa sjálfa sig um það í hveijum einasta texta sem hún skrifar að allt sé í lagi, að hún sé sjálfstæð, sátt kona. Kannski eru þessir textar liður í sálarhjálp henn- ar en ekki ætla ég svo sem að kvarta yfir því. Það vekur athygli að í fyrsta sinn kemur Sinéad ekkert nálæg|j.r! upptökustjórn en iieí- " ur í staðinn fengið í lið með sér vel þekkta fag- menn, þá Dave Stewart (Eurythmics), Brian Eno og Wyclef Jean (Fugees). Öll platan geislar enda af fagmennsku, svo mjög reyndar að mér finnst það eiginlega hálfgerð- ur galli; það er eins og búið sé að pússa burt alla eggina af sverði Sinéad en það er ein-> mitt það sverð - sá kraftur sem einkennt hefur söng hennar, lög og texta - sem hefur gert hana áhugaverðan tónlistarmann. Platan byrjar að vísu vel og fyrstu fimm lögin eru afbragð. Þegar er getið Daddy I’m fine, fyrsta smáskífan No man’s woman er jafn- framt ágæt og ballaðan Jealous er sennilega það lag á plötunni sem er líklegast til að gera það gott á vin- sældarlistum, nýtur rödd söngkon- unnar sín þar til fullnustu. Eftir fyrstu fimm lögin koma hins vegar tvö lög, ’Til I whisper U something og Hold back the night, sem mér finnst veikja plötuna og það setif' verra er, þó að mörg ágæt lög fylgi á eftir kemst platan aldrei almenni- lega á flug aftur. Tempóið í lögunum er of einhæft og þó mörg laganna eigi sér málsbætur, t.d. vel heppnaða blöndu írskra og karabískra áhrifa, fjarar öll spenna út. Þetta þýðir ekki að platan sé slæm, því fer fjarri. Þetta er brak- andi fagmennska, fínt popp. Bara ekki eins framsækið og maður hefði viljað. Þrjár stjömur. Kr.2.495 Skráðu þig 0 / vefklúbbinn www.husa.is Sjónvarp 10 12/220v sv/liv Þráðlaus sími með mimerabirti og minni ^495l. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is verð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.