Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 73

Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 73 FÓLK í FRÉTTUM Krókódíla-Dundee snýr aftur Hogan reynir við heimsfrægðina TÖKUR hefjast í ágúst á þriðju myndinni um gamlan kunningja frá níunda áratugnum, Krókódíla-Dundee. Hrukkufésið Paul Hogan og kvenhetja fyrri mynd- anna Linda Kozlowski munu þá snúa aftur og endur- taka hlutverk sem þau hafa þegar spreytt sig á tvisv- ar. Þau eru hjón í dag en það vakti athygli á sfnum tíma þegar Hogan yfirgaf eiginkonu sína til margra ára fyrir hina fögru Lindu sem er miklu yngri en hann. Fyrsta myndin um óbyggðahetjuna áströlsku varð óvæntur smeilur um miðbik nfunda áratugarins og gerði aðalleikarann og handritshöfundinn, hinn 59 iíl P ""‘jP- [ w^Æ ii . L%íj „m Æ. « \ÉLl ára gamla Hogan, að heimsfrægri kvikmyndastjörnu. Honum tókst hins vegar ekki að fylgja eftir vel- gengni Dundees og hvarf brátt af sjónarsviðinu. End- urlífgun Dundees bendir því til þess að Hogan geri nú hinstu tilraun til þess að endurheimta fyrri frægð. Þess má að lokum geta að sá sem Hogan byggði hina litríku persónu á, óbyggðamaðurinn alræmdi Rodney Ansell, beið bana á sfðasta ári í skotbardaga við lögregluna en hann var þá orðinn þjóðsagnapers- óna f lifanda lífi. Myndbönd / Framkoma / Innsýn í fyrirsætuheiminn / Umhirða húðar / Förðun / Tjáning / Myndataka / Tískusýningarganga / Uppsetning á tískusýningu / Tískusýning Ein stúlka verður valin af hverju námskeiði til að taka þátt í keppninni um Eskimo Stelpuna 2000 sem fram fer í Reykjavík í byrjun september á skemmtun með Skítamóral. Allar stúlkur á aldrinum 13-25 ára velkomnar. Skráning í síma:552-8012 eða www.eskimo.is. Verð kr. 13900.- Leiðbeinandi: Lilja Nótt Þórarinsdóttir Þáttatakendur fá: Eskimo bol, kynningarbækling, viðurkenningarskjal, myndir, einnig komast allir á skrá fyrir sjónvarpsauglýsingar. Við verðum á eftirtöldum stöðum í sumar: r _■—...i. ...... 29Júní -1. júlí Egilsstaðir j 7.-8. Júlí Höfn 11.-12. Júlí Reykjavík 14.-15. Júlí isafjörður 19.20. Júlí Stykkishólmur 28.-29. Júlí Selfoss 9.-10. Ágúst Keflavlk 11.-12. Ágúst Vestmannaeyjar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.