Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rútuferðir á Kristnihátíð
Ekki kom til að-
gerða af hálfu
Sleipnismanna
RÚTUFERÐIR voru frá Laugar-
dalshöll áleiðis til Þingvalla frá
því snemma í gærmorgun en alls
var boðið upp á ókeypis ferðir á
Kristnihátíð á fimm stöðum á höf-
uðborgarsvæðinu.
Ekki var sá hópur fólks, sem
nýtti sér þessa þjónustu, ýkja
mikill í gærmorgun en vonir
stóðu til að aðsókn á hátíðina
myndi glæðast er liði á daginn.
Stefnt var að því að rútur gengju
á klukkustundar fresti til Þing-
valla en annars átti að haga akstri
eftir fjölda farþega og bifreiða.
Verkfallsverðir Bifreiðastjóra-
félagsins Sleipnis fylgdust grannt
með öllu og gengu m.a. úr skugga
um að bifreiðastjórar rútnanna
væru ekki að gerast verkfalls-
brjótar.
Allir munu bflstjórarnir hafa
verið starfandi hjá fyrirtækjum
sem samið hafa við Sleipni og
kom því ekki til neinna aðgerða af
hálfu Sleipnismanna.
Morgunblaðið/Þorkell
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Skúli Jón Sigurðarson, rannsóknastjóri flugslysa, aðstoðar lögregluna við rannsókn á hrapi svifdrekans.
Annað svif-
drekaslysið
á mánuði
MAÐURINN sem slasaðist á Sand-
skeiði í fyrrakvöld var á vélknúnum
svifdreka. Hann var ekki talinn lífs-
hættulega slasaður en fékk meðferð
hjá skurðlæknum á Landspítala - há-
skólasjúkrahúsi í Fossvogi.
Maðurinn var í sínu fyrsta flugtaki á
vélknúnum svifdreka. Drekinn er eins
manns fís og var leiðbeinandi hans við-
staddur flugtakið. Steyptist drekinn til
jarðar úr 10-15 metra hæð, annar
vængendinn rakst í jörðina og svif-
drekinn kollsteyptist.
Veður var gott þegar svifdrekinn
NÝR sáttafundur í kjaradeilu
Samtaka atvinnulífsins og Bif-
reiðastjórafélagsins Sleipnis átti
að hefjast kl. 16 í gær en fundi
hafði verið frestað klukkan þrjú
nóttina áður og höfðu deilendur þá
hrapaði en lögreglan rannsakar nú til-
drög slyssins. Skúli Jón Sigurðarson,
rannsóknarstjóri flugslysa, segir að
svifdrekar séu óskráðir, flokkist undir
fis og heyri ekki undir starf rannsókna-
nefndar flugslysa en nefndin aðstoði
lögregluna við rannsóknir slíkra slysa.
Skúli Jón sagði að í byijun júní hafi
maður slasast á Flúðum við notkun
svipaðs tækis og hrapaði á Sandskeiði.
Ranghennt var í frétt á baksíðu í
gær að svifflugu hefði hlekkst á. Beð-
ist er velvirðingar á þessum mistök-
setið á rökstólum í ellefu klukku-
stundir samfleytt. Á föstudag var
einkum rætt um atriði sem varða
önnur mál en launaliði kröfugerða
deilenda. Hafði heldur mjakast í
þeim efnum undanfarið.
Ognaði
þrem-
ur með
hnífí
MAÐUR ógnaði þremur mönn-
um með hnífi á Lækjartorgi í
Reykjavík á sjöunda tímanum í
gærmorgun. Var hann hand-
tekinn og vistaður í fanga-
geymslu.
Maðurinn var ölvaður. Engin
meiðsl hlutust af framferði
hans.
Lögreglunni í Reykjavík bár-
ust þrjár tilkynningar um tvær
aðrar minniháttar líkamsárásir
í fyrrinótt og margar kvartanir
vegna hávaða í heimahúsum.
Margmennt var í miðbænum
þrátt fyrir að margir væru á
faraldsfæti um helgina.
Þá var stöðvaður bíll í aust-
urborginni og við leit fannst lít-
ið magn af hassi og um 20 e-
töflur. Ökumaður var ekki
grunaður um sölu efnanna og
var honum sleppt að yfir-
heyrslu lokinni.
um.
Fundað í Sleipnis-
deilu um helgina
Skjálfti upp á 3,7 á
Richter í gærdag
Skjálftinn
fannst ekki
á Þing-
völlum
JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3,7
á Richter varð kl. 13.35 í gær um
það bil tvo kílómetra suðsuðaustur
af Hveradölum. í kjölfarið fylgdi
annar minni skjálfti örlitlu sunnar
sem mældist 2,5 á Richter.
Skjálftinn fannst ekki á Þingvöll-
um þar sem haldin er kristnihátíð
um helgina en Steinunn Jakobs-
dóttir, jarðeðlisfræðingur á Veð-
urstofunni, sagði kristnihátíðar-
nefnd viðbúna hugsanlegri
skjálftavirkni og m.a. eru jarðfræð-
ingar frá Veðurstofunni nefndinni
til halds og trausts um helgina.
Steinunn Jakobsdóttir sagði
enga sérstaka ástæðu til að halda
að stærri skjálftar myndu fylgja í
kjölfarið en vel væri þó fylgst með
allri skjálftavirkni á Suðurlandi.
Margir fslendingar voru á Hróarskelduhátíðinm
„Ætlaði aldrei að fara
svo nálægt sviðinu“
SVERRIR Þórðai-son var einn
þeirra sem stóðu fremst við sviðið á
Hróarskelduhátíðinni í Danmörku,
þar sem hljómsveitin Pearl Jam var
að spila, og þar sem átta manns
tróðust undir í voveiflegum atburði
seint á föstudagskvöld að íslensk-
um tíma. Hann segist ekki hafa haft
í hyggju að fara svo nálægt sviðinu
en vegna mannfjöldans og troðn-
ings hafi hann þó lent þar fremst.
„Svo áður en ég vissi af sá ég hvar
gæslumenn voru að segja fólki að
færa sig aftar. Ég leit svona yfir
svæðið og þá sá ég tugi manns
liggja þama fyrir framan mig,“
sagði Sverrir.
Sverrir, sem starfar í Danmörku
í sumar en hafði farið á Hróars-
kelduhátíðina ásamt nokkrum hópi
íslendinga, sagði að fólk hefði í
byrjun alls ekki gert sér grein fyrir
því hversu alvarlegir atburðir
höfðu þama átt sér stað. Pearl Jam
hefði t.d. spilað góða stund áður en
nokkur áttaði sig á því hvað gerst
hafði. Þá hafi þeir hætt að spila og
gæslufólk beðið hljómleikagesti um
að stíga skref aftur á bak frá svið-
inu.
Sjálfur hafði Sverrir ekki áttað
sig á alvöru málsins fyrr en þarna
var komið sögu. „Mér fannst ekki
troðningurinn vera neitt meira en
venjulega á svona tónleikum. Ég
hef lent í því miklu verra,“ sagði
hann. Engu að síður hefði fólk rétt
fyrir framan hann verið að ti-oðast
undir.
Afar ónotalegt að heyra að
fólk hefði látist í troðningnum
Sverrir segist í fyrstu hafa haldið
að fólk hefði aðeins fallið til jarðai'
og slasast lítillega en allt væri ann-
ars í lagi. „En svo sá ég fólk dregið
upp á sviðið sem var algerlega
hreyfingarlaust. Ég vissi að vísu
ekltí hvort það hafði bara fallið í yf-
irlið en síðan kom ég þarna aftur
klukkutíma síðar og þá var mér
sagt að fimm manns hefðu dáið.“
Sagði hann aðspurður að afar
ónotalegt hefði verið að heyra þau
tíðindi. Nýjustu fregnir hermdu
síðan að átta hefðu dáið og yfir
tuttugu slasast.
Sverrir sagði að hann hefði farið
með hópi fólks inn á áhorfenda-
svæði tónleikanna en síðan misst
sjónar á því og verið einn síns liðs
þegar þessir atburðfr áttu sér stað.
Hins vegar hefði hann heyrt í
tveimur íslendingum, sem hann
kannaðist ekki við, fyrir aftan sig.
Hann var ekki búinn að hafa uppi á
öllum vinum sínum þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann og var hann
einmitt á leiðinni að ganga úr
skugga um að frændi hans væri
heill á húfi eftir atburði næturinn-
ar.