Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
' • Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö, hlýhug
og vináttu við andlát og útför elskulegrar eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
SIGFRÍÐAR PÁLMARSDÓTTUR,
Baugatanga 7,
Skerjafirði.
Magnús Wíum Vilhjálmsson,
Sigurlína Magnúsdóttir, Magnús Brimar Jóhannsson,
Pálmar Magnússon,
Dagný Magnúsdóttir, Agnar Kárason,
Axel Wíum Magnússon, Sigurbjörg Jónsdóttir,
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför föðursystur okkar,
SOLVEIGAR JÓNSDÓTTUR
frá Kambshóli,
Háaleitisbraut 113.
Sigurður Guðjónsson, Guðjón Sólmundsson,
Sigrún Guðjónsdóttir. Margrét Sólmundsdóttir,
Steingrímur Guðjónsson, Magnús Sólmundsson
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
'ifiug við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR,
Blesastöðum,
áður til heimilis í Stigahlíð 22.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Jón Baldur Sigurðsson,
Greta María Sigurðardóttir, Böðvar Páll Ásgeirsson,
Karitas Sigurðardóttir, Guðmar Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og út-
farar eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa, langafa og bróður,
GUNNARS M. RICHARDSONAR,
Engimýri 7,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild
A-3 og A-7 Landspítalanum, Fossvogi.
Hrafnhildur Guðbrandsdóttir,
Aðalheiður Gunnarsdóttir, Jens Kristinsson,
Sigríður Dísa Gunnarsdóttir, Gunnar Einarsson,
Gunnar Hrafn Richardson, Rósa Þóra Magnúsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini hins látna.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför mannsins míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
RAFNS HJALTALÍN
bæjargjaldkera,
Vanabyggð 1,
Akureyri.
Sigrún Hjaltalín,
Vaka Hjaltalín, Guðmundur Magnússon,
Friðrik Hjaltalín,
Svava Þ. Hjaltalín,
Ingvar Rafn Guðmundsson, Svala Fanney Njálsdóttir,
Salóme, Sigrún, Unnur,
Katrín og Sunneva.
Ift
ELVAR
HILMARSSON
+ Elvar Hilmars-
son fæddist á Ak-
ureyri 2. septcmber
1979. Ilann lést af
slysförum 25. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru Hilmar
Antonsson húsa-
smíðameistari, f. 7.5.
1949, og Helga
Guðnadóttir, sjúkra-
liði, f. 15.6. 1957.
Systkini Elvars eru
Bjarki.f. 14.11.1977,
kvæntur Rut Sverr-
isdóttur, f. 29.3.
1975; Ása, f. 30.8.
1986, og Aldfs, f. 30.1.1989.
Elvar átti heimili hjá foreldrum
sínum í Bakkahlíð 25 á Akureyri.
Hann stundaði nám sl. vetur við
forgreinadeild Tækniskóla fs-
lands. Einnig stundaði hann nám
við Iðnskólann í Hafnarfirði og
lauk sveinsprófi við VMA í vor.
títfor Elvars fer fram frá Gler-
árkirkju á Akureyri á morgun,
mánudaginn 3. júlí, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Svo vef ég þig í angurværðir óðs
inn andaðan, í línur táraglaðar.
í englaröðum glaðværðar og góðs
minn gestur verður - hvergi annars
staðar!
Ég kveð þig ugglaus, um það lokast sárin.
A eftir blessun, þakkirnar og tárin.
(Stephan G. Steph.)
Amrna.
Sár er sorgin sú,
sem á okkur hvílir nú.
Mikill er okkar missir,
já,ef þú bara vissir
hve sárt við söknum þín.
Þín systir,
Ása.
Ég bið þið Guð að gæta mín
og gefa mér þinn frið,
svo öðlast megi ég ást til þín
og öðrum veita lið.
Ég bið þig, Guð, að gæta mín
og gefa mér þitt ljós,
svo lýsa megi ég leið til þín
lífsins smæstu rós.
Ég veit þú, Guð, mín gætir hér
í gleði sorg og þraut,
og glaður mun ég gefast þér
þá gengin er mín braut.
(Ingibjörg Magnúsdóttir.)
Vertu Guði falinn,
Elvar minn. Eg kveð
þig með hjartans þökk
fyrir alla þína vináttu.
Minning þín er ljós í
lífl okkar.
Þín mágkona,
Rut.
Efnilegur ungur
maður er hrifinn burt
og eftir standa að-
standendur og vinir
orðlausir í sorg og
söknuði. Enn sannast
orðtækið „enginn ræð-
ur sínum næturstað“.
Elvar Hilmarsson var sannarlega
efnilegur ungur maður sem var að
feta sig fram á lífsins veg til þess að
verða fulltíða maður. Hann var í
Tækniskóla íslands í vetur og lauk
þar prófum í vor með sóma þrátt
fyrir alvarlegt slys sem hann lenti í
við köfunaræfingu síðastliðið haust.
Einnig lauk hann prófum við Iðn-
skóla Hafnarfjarðar í vor og tók
sveinspróf í húsasmíði fyrir fáum
vikum. Hann var síðan í smíðavinnu
með pabba sínum eins og undan-
farin sumur. Mikill er missir Hilm-
ars að missa elskulegan son en auk
þess samstarfsmann og félaga, en
ég hef það fyrir satt að þeir hafi átt
gott með að vinna saman og verið
félagar ekki síður en feðgar.
Elsku frænka mín, Helga, og
systurnar ungu, Ása og Aldís,
ásamt Bjarka og Rut, sjá á eftir
elskulegum syni og bróður. Ása
amma kveður dótturson sinn og eru
það þung spor.
Við ykkur vil ég aðeins segja að
öll tökum við þátt í sorg ykkar og
samhugur allra vina ykkar mun um-
vefja ykkur nú þessa daga og fram-
vegis.
Líka að sársauki sem fleiri bera
en einn missir afl og sárasta brodd-
inn.
Megi Elvar hvíla í friði og Guð
umvefja hann og ykkur ljósi sínu og
kærleika.
Hulda og Eggert.
Mörg eru höggin sem á dynja,
mönnum bregður í brún við harða
jarðskjálfta sem brjóta hús og
mylja gler. Léttvægt er það hjá því
að sjá ungan mann, í blóma lífsins,
sleginn frá okkur einmitt þegar
framtíðin brosir við og einskis er
vænst nema bjartara sólskins og
meiri hláturs við endalaus verkefni,
sem kalla manninn. Þegar lang-
amma og langafi Elvars voru borin
til grafar, háöldruð og þreytt, hér
austur í Flóa fyrir nokkrum vikum,
mátti með sanni segja um dauðann:
kom þú sæll, svefnsins bróðir. En
núna nístir sársaukinn systkinin
þrjú og foreldrana sem og okkur
ættingjana sunnan heiða sem fylgd-
ust með hamingjunni við Eyjafjörð.
Við vitum um áhættur nútímans, fé-
lagslegar og tæknilegar, sem aldrei
hafa verið meiri, við fréttum dag-
lega af fórnum hreyfifrelsisins. Við
reynum að fara varlega sjálf, oftast
líklega. Við brýnum það sama fyrir
því unga fólki sem næst okkur er,
samt komast ekki allir heilir heim.
Og þegar það snertir okkur erum
við sem höggdofa, skilningsvana.
Aldrei tekst okkur að snúa því við
sem þegar hefur hent.
Elvar ólst upp á Akureyri í faðmi
foreldra sinna, Hilmars Ántonsson-
ar frá Ólafsfirði og Helgu Guðna-
dóttur, bróðurdóttur minnar, sem
ég man eftir ungri hnátu í næsta
húsi á Selfossi. Hún missti yngri
systur sína, Elvu, í gin bifreiðar fyr-
ir tuttugu ánam, þegar annar sonur
hennar var enn í vöggu. Sá hlaut
nafnið eftir henni og er nú sárt
kvaddur.
Elvar nam húsasmíði við Verk-
menntaskóla Akureyrar og hjá föð-
ur sínum. Þeir feðgar unnu saman
við húsasmíðina síðan Elvari óx
fiskur um hrygg. Það er þung raun
að missa í einu son, vin og vinnufé-
laga. Það var svo margt ósmíðað.
Vissulega lifir ævinlega minning
um góðan dreng, ég reyni að faðma
með þessum hætti hana Helgu mína
og hennar fólk. Drottinn veiti dán-
um ró og hinum líkn sem lifa.
Þór Vigfússon.
Kynni okkar við Elvar voru stutt
og ánægjuleg. Alltaf jafnblíður í fasi
og geislandi af lífshamingju. Við
kveðjum ljúfan dreng sem við hefð-
um gjaman viljað kynnast betur.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
A grænum grundum lætur hann
mig hvflast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(Úr 23. Davíðssálmi.)
,Á-ð deyja er að vakna.“ (Leó
Tolstoj.)
Elsku Ása, Helga, Hilmar,
Bjarki, Rut, Ása og Aldís, hugur
okkar er hjá ykkur á þessari sorg-
arstundu. Guð gefi ykkur styrk.
Sif, Arnór og Kristín Alfa.
+
Alúðarþakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall
PÁLS JAKOBS DANÍELSSONAR,
áður Tunguvegi 62,
Reykjavík.
Daníel J. Pálsson,
Ólöf G. Pálsdóttir,
Unnur B. Pálsdóttir,
Þórir Pálsson Roff,
Linda Garðarsdóttir,
Gunnar Ottósson,
Oddur Helgason,
Ásthildur Bynjólfsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
sonar okkar og bróður,
SIGURÐAR ÞENGILS HJALTESTED,
Hjarðarhaga 50,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við senda öllu starfs-
fólki á Barnadeild Hringsins.
Sigríður Guðsteinsdóttir, Geir Harðarson,
Sigurður Kr. Hjaltested, Þórunn Ósk Rafnsdóttir,
Rósa Birgitta, Guðsteinn Þór, Nína Björk,
ívar Rósinkrans, Dagbjört Ylfa og Lína Rós.
Haustið 1999 hóf Elvar nám í
frumgreinadeild Tækniskóla ís-
lands. Um miðja önnina slasaðist
hann alvarlega á björgunaræfingu
hjá Slysavamafélagi íslands og
hafði það mikil áhrif á nám hans við
skólann. Fulltrúar bekkjarfélaga
hans heimsóttu hann á sjúkrahúsið
og hétu honum allri þeirri aðstoð
sem hægt var að veita og var öllum
gögnum haldið til haga sem dreift
var til nemenda.
Elvar kom þó fljótt aftur í skól-
ann og hugðist ná upp því sem hann
hafði misst úr í náminu. Þeir verkir
sem fylgdu í kjölfar slyssins gerðu
honum þó óbærilegt að sitja til
langs tíma og skipti þá engu þó leit-
aður hafi verið uppi þægilegasti
stóllinn í skólanum. Elvar var til-
neyddur að hverfa frá námi.
Hann tilkynnti þó að hann hygð-
ist hefja nám að nýju eftir áramót-
in, sem hann gerði.
Elvar kom tvíefldur í skólann í
janúar sl. og lauk öllum prófum með
góðum árangri.
Því miður urðu kynni okkar af
Elvari ekki lengri. Elvar var hress
og skemmtilegur strákur og barátt-
an við eftirverkanir slyssins var
hetjuleg.
Við þökkum Elvari samfylgdina
og sendum aðstandendum innileg-
ustu samúðarkveðjur okkar.
Beklgarfélagar úr F1 og
F2A, Tækniskóla íslands.