Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MÓRGUNBLAÐIÐ LISTIR Þóroddur Bjarnason mynd- listarmaður. Ásgeir J. Ásgeirsson við vélina góðu sem klónar víkinga. Morgunblaðið/Orri Páll Minjagripasala Víkingaeyjunnar flutti nýverið í nýtt húsnæði á Höfn. Hér getur að líta hluta munanna sem eru til sölu. dregur úr líkum á því að viðurinn springi við breytingu á loftslagi. Gestum og gangandi býðst að stinga við stafni hjá Víkingaeyjunni og fylgjast með framleiðslunni á verkstæðinu. En hvaðan kemur þessi víkinga- áhugi? „Ætli þetta sé ekki einhver skemmd úr barnæsku," segir Ásgeir og glottir. „Síðan er ég auðvitað ætt- aður úr Hafnarfirði." Tímarit um nor- ræna myndlist NU: The Nordic Art Review er heiti tímarits sem nýlega hóf göngu sína. Tímaritið leggur áherslu á að fjalla um norræna myndlist og mynd- listarmenn, en er á ensku. Nýjasta hefti tímaritsins fylgir blaðauki um bókmenntir, þar sem fjallað er um norræna rithöfunda og verk þeirra. í þessu síðasta tölublaði er fjallað um nýopnað hús Listasafns Reykja- víkur við höfnina og myndlistar- manninn Þórodd Bjamason, auk þess sem kafli úr Bréfbátarigning- unni eftir Gyrði Elíasson er birtur í bókmenntaviðaukanum. Hjálmar Sveinsson ritar greinina um Lista- safn Reykjavíkur og er þar lýst þeim breytingum sem gerðar hafa verið á húsinu og starfseminni þar. ítarleg umfjöllun um Þórodd Bjarnason er skrifuð af Andreu Kroksnes og fjall- ar um ljósmyndir hans og innsetn- ingar. Gyrðir Elíasson er einn af fimm rithöfundum sem Pelle And- ersson hefur valið að birta verk eftir ásamt stuttu æviágripi. Tímaritið verður selt í Pennanum- Eymundsson. Morgunblaðið/Asdís Frá lokaæfingu fyrir hátíðartónleika Kristnihátíðar á Þingvöllum. Um tónsprotann heldur Hörður Áskelsson, tónlistarsljóri hátíðarinnar. Lokaæfing fyrir hátíðartónleika SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands, hátíðarkór og ein- söngvarar undir stjórn Harðar Áskelssonar koma fram á sérstökum hátíðartónleikum Kristnihátíðar á Þing- völlum í dag kl. 16. Hátíðarkórinn samanstendur af fjórum kórum, Dóm- kórnum í Reykjavík, Kór Langholtskirkju, Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum. Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Sverrir Guðjónsson kontratenór og Gunnar Guðbjörns- son tenór. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Sigvalda Kalda- lóns, Pál ísólfsson, Jón Leifs, Jón Nordal, Sveinbjöm Sveinbjömsson, Georg Friedrich Hándel, Georges Bizet og Johann Sebastian Bach. Magnús Th. Magnús- son sýnir í Perlunni MYNDLISTARMAÐURINN Magnús Th. Magnússon (Teddi) opnar myndlistarsýn- ingu í Perlunni þriðjudaginn 4. júlí og stendur hún til 31. jú- lí. Verk Magnúsar er að finna á mörgum heimilum, stofnun- um og myndlistarsöfnun bæði hér heima og erlendis. Sýn- ingar Tedda hafa jafnan vakið athygli og áhuga manna sem hafa yndi af góðri list, segir í fréttatilkynningu. Hefur tekið þátt í mörgum samsýningum Hér heima hefur hann m.a. sýnt í Perlunni og í Ráðhúsi Reykjavíkur. Af erlendum sýningum má nefna sýningu í október 1999 í Norðurlanda- húsinu í Færeyjum og sýningu hans í mars 1998 í Kúnstler- haus í Cuxhaven í Þýskalandi. í ársbyrjun 1998 tók hann þátt í samkeppni um listaverk í Ar- ukas-borg á Spáni og voru verkin hans sýnd fram á vor. Af hundrað og fimmtíu verk- um sem bárust voru valin sjö- tíu og fjögur verk í listaverka^ bók sem Arukas-borg gaf út. í þeim bók á Teddi þrjú verk. Hann hefur tekið þátt í sam- sýningum bæði norðan og sunnan Alpafjalla. Tolli sýnir í Lónkoti MYNDLISTARMAÐURINN Tolli opnaði sýningu í Galleríi Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skagafirði í gær. Á sýningunni eru landslagsverk öll unnin með olíulitum. Sýningin stend- ur til 15. júlí. Aukin umsvif hjá Víkingaeyjunni á Höfn í Hornafírði Renna og höggva vflringa Á HÖFN í Homafirði er starfrækt fyrirtækið Víkíngaeyjan ehf. sem sérhæfir sig í framleiðslu listmuna hannaðra úr íslenskum trjáviði til sölu hér heima og erlendis. Eins og nafnið gefur til kynna eru forfeður okkar, víkingamir, helsta viðfangs- efnið og getur þar að líta Þorfinn karlsefni, Guðríði Þorbjamardóttur, Leif heppna og fleiri kempur í öilum stærðum og gerðum. Stofnandi Víkingaeyjunnar og potturinn ogjpannan í starfseminni er Ásgeir J. Ásgeirsson. Hann byrj- aði að „fikta“ við listmunagerð af þessu tagi í bflskúrnum heima hjá sér fyrir fimm ámm en fyrirtækið var flutt í stærra húsnæði í vor, þar sem bæði verkstæði og minjagripa- sala eru til húsa. Sex manns starfa hjá fyrirtækinu um þessar mundir en Ásgeir gerir ráð fyrir að fjölga þeim upp í níu áður en langt um líð- ur. „Ég byijaði á þessu í gamni mínu á sínum tíma og óraði ekld fyrir að þetta ætti eftir að vinda svona upp á sig. Nú er Vfldngaeyjan orðin að hlutafélagi," segir Ásgeir. „Salan hefur aðallega verið hér innanlands til þessa en eftir vfldngasýninguna í Smithsonian-safninu i Washington, þar sem fyrirtækið var kynnt, em hjólin jafnframt farin að snúast er- lendis, bæði í Bandaríkjunum og í Noregi. Þá heimsóttu nokkrir Jap- anir okkur á verkstæðið fyrir fáein- um dögum. Aldrei að vita hvað kem- ur út úr því. Það em allir markaðir opnir.“ Byijaður að klóna Ásgeir hefur einkum fengist við gerð renndra muna til þessa og em þeir í ýmsum stærðum, allt niður í muni á stærð við eggjabikar upp í risastóra muni. Þannig em tveir stæðilegir vfldngar nú á leið til Vest- urheims með víkingaskipinu Islend- ingi. Víkingaeyjan hóf nýverið að þróa útskoma muni og hefur fest kaup á vél sem fjölfaldar eftir fyrirmynd. Eða eins og Ásgeir kemst að orði: „Við emm farin að klóna víkingana líka.“ Ásgeir og hans fólk vinnur ein- göngu í íslenskan við. Til að flýta fyr- ir vinnslunni er viðurinn látinn liggja í legi í um það bil viku til að ýta út vökva. Lögurinn, sem fenginn er frá efnaverksmiðjunni Sjöfn á Akureyri,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.