Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Tiger Woods
halar inn
milMarða
SÚ saga gengur meðal gár-
unga vestanhafs að vel-
gengni Tiger Woods sé slík
að samkeppnisráð Banda-
ríkjanna ætti að íhuga að
skipta honum upp í fleiri ein-
ingar líkt og gert var við
Microsoft-fyrirtækið á dög-
unum.
Samkvæmt útreikningum
CNN-fréttastofunar er kylf-
ingurinn Tiger Woods tekjuhæsti
íþróttamaður heimsins í dag. Þrátt
fyrir að vera aðeins 24 ára að aldri
er Tiger á góðri leið með að verða
þekktari á meðal jarðarbúa en
körfuboltasnillingurinn Michael
Jordan og aðdáendur Tigers finn-
ast á öllum aldri óháð kyni, búsetu
eða aldri.
Það er á mörgum sviðum sem
áhi-ifa Tiger Woods verður vart.
Áhorf í sjónvarpi margfaldast þar
sem sýnt er frá þeim mótum sem
hann tekur þátt í, skipuleggjendur
stórmóta byggja ný áhorfenda-
stæði ef von er á kappanum og
stórfyrirtæki bíða í röðum eftir að
fá tækifæri til að ræða við föður
Tigers um hugsanlega auglýsinga-
samninga. Earl Woods, faðir Tig-
ers, hefur farið varlega í sakimar
og stýrt því ásamt umboðsmanni
stráksins hvaða fyrirtæki séu væn-
legir samstarfsaðilar.
Talið er að Tiger fái um 2,9 millj-
arða króna árlega í sinn hlut fyrir
þá auglýsingasamninga sem hann
hefur gert. Tölumar í listanum hér
á eftir em í íslenskum krónum:
Nike 930 milljónir.
Buick 460 milljónir.
American Express 385 milljónir.
Asahi-kaffi 350 milljónir.
Titleist 155 miiljónir.
Rolex 155 milljónir.
Executive Jet 155 milljónir.
EA Sports 155 milljónir.
Aðstoðarmenn hans em að ijúka
samningaviðræðum við Nike-fyr-
irtækið þar sem nýr 5 ára samn-
ingur við Tiger tryggir honum 1,5
milljarða króna á ári.
Flestir atvinnukylfingar em að
berjast um sigur á mótum tii að
tryggja sér verðlaunaféð sem í
boði er og það á líka við um Tiger
Woods. Earl faðir hans hefur sagt
að verðlaunafé og sigur á mótum
sé það sem skipti undrabamið
mestu máli, allt annað sé „pappírs-
peningar" sem sé ekki eins mikil-
vægt í lífi kylfingsins. Tiger hefur
unnið 5 af síðustu 11 atvinnu-
mannamótum sem hann hefur tek-
ið þátt í og náð um 380 milljónum
króna í verðlaunafé það sem af er
árinu. Á fjómm árum sem atvinnu-
maður hefur hann sigrað 20 sinn-
um á mótum og til samanburðar
má nefna að David Duval hefur
unnið 11 mót á 7 ámm sem at-
vinnumaður og snillingurinn Jack
Nicklaus er með 70 sigra á 38 ára
ferli sínum. Ef meðaltalið er tekið
af fyrstu fjómm ámm Tigers þá
má búast við að hann vinni um 190
atvinnumannamót á næstu 38 ár-
um. Margir spekingar hafa sett
fram kenningar um að velgengni
Tigers eigi eftir að hjaðna og kylf-
ingur sem hafi aðeins upplifað
meðbyr á stuttum ferli missi áhug-
ann á íþróttinni þegar á reyni. „Eg
hef engar áhyggjur að Tiger. Hann
er jarðbundinn að eðlisfari og veit
nákvæmlega um hvað málið snýst,
hann getur ekld leyft sér að eiga
slæmt ár úti á golfvellinum og því
er hann stöðugt að vinna í því að
verða ennþá betri,“ segir Earl er
hann er spurður um mUljarðana
sem streyma inn á bankabækur
sonarins. Dick Ebersol, yfirmaður
íþróttadeildar bandarísku NBC-
sjónvarpsstöðvarinnar, er einnig
bjartsýnn á framhaldið hjá Tiger.
„Við höfum uppUfað tvo íþrótta-
menn sem gátu náð til fólks sem
hafði ekki einu sinni áhuga á
íþróttinni sem þeir stunduðu,
Michael Jordan og Muhammad
Ali. Tiger Woods verður sá þriðji
og jafnframt sá atkvæðamesti."
Þar sem kylfingar geta verið á
meðal þeirra bestu í sinni íþrótt
mun lengur en aðrir íþróttamenn
er það ljóst að Tiger mun hala inn
milljarða króna næstu 20-40 árin
og sagan af snillingnum Tiger
Woods er rétt að hefjast.
Tiger Woods hefur þénað wel að undanförnu. Reuters
Úrslitaleikur Frakklands og Ítalíu í Rotterdam
Spennandi
viðureignir
ÚRSLITALEIKUR Evrópukeppni
iandsliða í knattspyrnu fer fram
á De Kuip leikvanginum í Rott-
erdam í dag og munu margar
skemmtilegar viðureignir eiga
sér stað á milli einstakra leik-
manna Frakka og ítala. Eflaust
verður aðalrimman á milli þeirra
Zinedine Zidane og Demetrio
Albertini á miðjunni.
Zidane, sem gerði tvö mörk í úr-
slitaleik Frakka og Brasílíu á
HM 1998, hefur átt stórkostlega
leiki í keppninni til þessa og stýrt
sóknarleik Frakka af skynsemi og
útsjónarsemi. Hinir reyndu mið-
vallarleikmenn Itala með Demetrio
Albertini fremstan í flokki eru van-
ir að eiga við Juventus-leikmanninn
og það verður mikilvægur þáttur í
hernaðaraðgerðum ítala að stöðva
Zidane. Albertini verður að fylgja
Zidane eins og skugginn en það
verður ekki auðvelt verkefni að
hemja Frakkann sem virðist alltaf
geta gefið sér tíma til að gera upp
við sig hvort hann eigi að plata
andstæðinginn eða gefa á samherja
sína. Albertini hefur leikið vel á
EM og hefur náð sér á strik eftir
að hafa verið úti í kuldanum hjá
AC Milan og landsliðinu um tíma.
Hann hefur ekki sömu eiginleika og
Zidane en hefur auga fyrir löngum
sendingum sem framherjar Ítalíu
hafa notið góðs af til þessa.
Fabien Barthez gegn
Francesco Toldo
Markverðir liðana eru ólíkir á
fleiri vegu en á hæðina og báðir
gætu þeir verið útnefndir sem
bestu markmenn keppninnar. Hinn
skrautlegi og 183 sentimetra hái
Barthez, sem er á leið til Man-
chester United frá frönsku meist-
urunum Mónakó, hefur bjargað
franska liðinu í þeim leikjum þar
sem vörn liðins svaf illilega á verð-
inum og þá sérstaklega í upphafi
riðlakeppninnar. Helsti eiginleiki
Barthez er hve snöggur hann er og
hve fljótur hann er að bregðast við
mismunandi aðstæðum. Hann gerði
stór mistök sem hefðu getað leitt til
ósigurs Frakka er hann gaf víta-
spyrnu, sem Raul misnotaði, seint í
leiknum gegn Spánverjum og
Barthez á það til að taka óþarfa
áhættu er hann sýnir fótalipurð
sína og knatttækni.
Það heyrir til undantekninga
þegar Toldo markvörður ítala
kemst í byrjunarliðið án þess að
einhver markvarða ítala hafi slas-
ast. Gianluigi Buffon aðalmarkvörð-
ur ítala braut fingur rétt fyrir
keppnina og Toldo fékk tækifærið.
Eftir að hafa varið fjórar víta-
spyrnur gegn Hollendingum er
sjálfstraustið í lagi hjá hinum 196
sentimetra háa markverði Fioren-
tina. Toldo væri svo sannarlega á
heimavelli ef til vítaspymukeppni
kæmi í úrslitaleik Frakka og ítala.
Thierry Henry gegn
Fabio Cannavaro
Henry hefur yfir miklum hraða
að ráða og að auki fína tækni. Þess-
ir hæfileikar hafa gefið Frökkum
nýja vídd í sóknarleiknum. Fáir
varnarmenn hafa náð að halda hon-
um í skefjum og það verður verð-
ugt verkefni fyrir Cannavaro. Hinn
eitilharði hægri bakvörður ítala er
líka öskufljótur og getur eflaust
haldið í við Henry í leiknum og
þrátt fyrir að vera aðeins 176 senti-
metra hár er Cannavaro sterkur í
loftinu. Henry á örugglega eftir að
finna leiðir að marki ítala en
spurningin er hvort hann nýti fær-
in sín betur í úrslitaleiknum en
hann hefur gert til þessa.
Patrick Vieira
gegn
Stefano Fiore
Barátta Viera við
Fiore kemur til með
að skipta miklu máli
um hvort liðið nær
yfirhöndinni á mið-
svæðinu. Fiore lék
sinn fyrsta landsleik
í febrúar á þessu ári
og hefur leikið vel til
þessa fyrir Ítalíu og
sumir segja að hann
sé mikilvægasti leik-
maður liðsins. Báðir
leikmennirnir vilja
Úrslitaleikir EM
1960 Sovétríkin - Júgóslavía........2:1
1964 Spánn - Sovétríkin.............2:1
1968 Ítalía - Júgóslavía............2:0
1972 V-Þýskaland - Sovétríkin.......3:0
1976 Tékkóslóvaki'a - V-Þýskaland...2:2
■ Tékkar unnu 5:3 í vítaspyrnukeppni
1980 V-Þýskaland - Belgía...........2:1
1984 Frakkland - Spánn..............2:0
1988 Holland - Sovétríkin...........2:0
1992 Danmörk - Þýskaland............2:0
1996 Þýskaland - Tékkland...........2:1