Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUK2. JUL12UUU SJONMENNTAVETTVANGUR MORGUNBLAÐIÐ MYJVDLIST Lislasafn Árnesinga TRÉSKURÐARVERK LIÐLEGA 40 LISTAMENN Opið virka daga 14-17. Um helgar 13-18. Lokað mánudaga. Til 15. júlí. Aðgangur ? LEIÐIN lá austur í býtíð á sunnudaginn, í fylgd Eiríks hárskera í Hödd, alla leiðina að Kambi í Rangárvallasýslu tíl að forvitnast um jarðhræringamar í sjón og raun. Þar hafði málarinn Gunnar Öm verið svo forsjáll að loka rekkunum í vinnustofu sinni eftír endilöngu með snúrum, sem kom í veg fyrir að málverkin hrykkju úr þeim, sem þau hefðu líkast tíl gert með öllum þeim afleiðingum sem það hefði haft. Mikið var sveitin annars fögur þetta sunnudags- árdegi og útsýnið dýrlegt yfír Gíslholtsvötnin, rykfallnir borgarbúamir endumærðust allir við að anda að sér landinu, heilsa upp á hestastóð sem tók þeim fagnandi og rekast á fiðurfé á bæj- arhlaðinu. Annars var höfuðtilgangur fararinnar hvað rýninn snertí að skoða sýninguna, Teglt í tré, í Listasafni Selfoss á bakaleiðinni, h'ta á aðra sýn- ingu á staðnum og koma við í Húsinu á Eyrar- bakka, þar sem var nýopnuð sýning á kirkju- myndum Jóns Helgasonar biskups. Hér hefur fyrstnefnda sýningin yfirburðavægi, er jafn- framt merkasta framlag safnsins til íslenzkar þjóðmenningar til þessa. Vekur margar hug- renningar um nútíð og fortíð, sögu þjóðarinnar, eðh og ris íslenzkrar menningar. Margt hefur breyst í heiminum á síðustu árum og áratugum, mat manna á forfeðrum okkar, vfldngunum, tek- ið endaskiptum, ekki endilega fyrir flakk og landafundi, heldur mun fremur það sem að baki þeirra lá, hugmyndafræði, hugmyndaauðgi, list- fengi, forvitni og útþrá. Engum blöðum um að fletta, að forfeðurnir komu með þetta allt til ís- lands, að hstræn vinna í tré er jafngömul land- náminu og að hér höfum við til einstæðrar arf- leifðar að sækja. Geymdar, sem þjóðin hefur verið með ólfldndum atorkusöm að moka jafn- harðan yfír, týna og skemma, og um sumt aldrei iðnari en á síðustu öld, svokallaðrar uppbygg- ingar og framfara. Hvemig eigum við annars að útskýra hið mikla magn fágæts tréskurðar sem í Ijós hefur komið frá umliðnum öldum en hefur einungis að hluta til varðveist? Að vísu varð rof á iðkunum er skara hugmyndir og verklegar sjónmenntír, en það var einmitt þetta tvennt sem landnáms- mennimir komu aðallega með í farteskinu og í þeim glæðum hefur lifað alla tíð þótt bókmennt- imar hafi varðveist og dafnað enda helst hafnar til vegs. Hér vomm við um aldir í engu eftir- bátar annarra á Norðurlöndum, og sóttum víða þekkingu og föng. Em annars ekki einhveijir að tala um gen? Við kristnitökuna var valtað yfir verkmennta- legan arf úr heiðni og siðaskiptin höfðu skelfi- legar afleiðingar hvað allt skreytí í guðshúsum snertí. Líkt og í Danmörku, en þar hafa menn í áratugi verið að hreinsa kalk af dýrlegum mynd- skreytingum í miðaldakirkjum, kalkið sem siða- bótamenn huldu þær með. Nú er komið að okkur að líta öðram augum á arfleifðina, stokka upp í hlutunum, má vera al- rangt að íslenzk myndlist sæki í það heila upp- mna sinn til upphafs síðustu aldar. Þetta getur þjóðin skammlaust tekið upp eftír þeim í út- landinu, hér eigum við öllu öðm fremur að vera samstíga og draga af gifturíkan lærdóm. Ris menntakerfisins væri meira í augum umheims- ins ef okkur hefði borið gæfa tíl að minnast bet- ur við þennan arf; útskurð, ritiist, eldsmíði, vefn- að, bókagerð og byggingarlist. Sýningin í safnhúsinu er tvískipt, á jarðhæð er endurgerving Harðar Agústssonar af Dóms- dagsmyndinni, sem er elsta þekkta myndskurð- arverk á íslandi. Uppruni fjalanna þrettán er rakinn allt til tólftu aldar og er álitið að um brot stærri heildar sé að ræða sem hafí prýtt vestur- gafl Hóladómkirlqu. Seinna munu þær hafa ver- ið notaðar til bygginga á bænum Bjamastaða- hlíð í Skagafirði (!), einnig fundust fjórar fjalir í Flatatungu í Skagafirði. Fjalimar em varðveitt- ar í Þjóðminjasafninu, en era hér í stækkaðri mynd, svo sem Hörður Ágústsson hugsar sér Dómsdagsmyndina hafa verið og hefur til við- miðunar áhrif frá frumkristni, en slíkar myndir vom um aldir útfærðar eftir ákveðinni og strangri formúlu. Segir okkur að hér vomm við með á nótunum, en þetta vom straumar sunnan úr álfunni, sem hafði mannsmyndina að fyrir- mynd, skreyti heiðninnar var smám saman að víkja fyrir vaxandi hlutgervingu kaþólskrar kristni. Um Dómsdagsmyndina hefur Hörður Agústsson ritað bókina, Dómsdagur og helgir menn á Hólum, sem Hið íslenzka bókmenntafé- iag gaf út 1989, og menn geta nálgast á staðnum. Enn eitt fagurt dæmi þess hve evrópskir nú- listamenn síðustu aldar höfðu milönn áhuga á geymd fortíðar. Á Norðurlöndum ber nafn Asger Joms einna hæst og aldrei gleymi ég áhuga lærimeistara míns, Jean Jaques Deyr- olle, eins helsta rökfræðings abstraktmálverks- AÐSKOÐA ARFINN - ' ' “ Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Frá sýningu Kaj Nyborg á mjúkum gildum að Árskógum 3, ins í París, á rómverskum fomminjum í Provence, þá við nemendur hans heimsótt- um málarann í sumarhús hans í Gordes 196U. Hér á landi er ómetanlegt fyrir ís- lenzka módemista að hafa átt Hörð Ágústsson. Ættí þetta að gefa mönnum nokkuð aðr- ar hugmyndir um eðli núlista og vera ungum í dag til mik- ilsverðs Iærdóms, það felst þannig neistí af post, ef ekki post post post í hinum hreina módemisma. Bók Harðar er nauðsyn- legur vegvísir öllum þeim sem vflja kynna sér upprana og geymd íslenzkra sjón- mennta. Dómsdagsmyndin mun hafa verið 7,32 metrar að lengd og 2,98 að hæð og hefur myndlistarkonan Alda Sigurðardóttir uppfært myndina á vegg safnsins en þar er hún þó smækkuð um tíu prósent, þar eð ekki var fyrir hendi nægilegt vegg- rými á safninu. Myndefnið sótt tíl Miklagarðs sýnir þó að miklu leytí frumkristin áhrif og er að áliti Harðar elsta og glæsilegasta út- skurðarverk á landi hér, bregður líkast til upp elstu myndum á Norðuriöndum af guðsmóðurinni, kölska, Mikkjáli erkiengli og „skautí“ Abrahams. Hér er vel að verki staðið og mikfll fróðleikur í beinu sjónmáli. Á mótí þessari og annarri Skáphurð frá Eyjafirði eða nágrenni. Að öllum líkindum frá síðari hluta 17. aldar. Efnið er fura. Eign Þjóðminjasafns Is- lands, nokkuð margir skápar með svipuðum skurði og frá sama landshluta hafa einnig varðveist í safninu. fomri geymd er stefnt tréskurðarmeistumm og hagleikum liðinnar aldar svo og núlistamönnum dagsins, heitir að rannasaka og gaumgæfa hvað varð af hinni fomu tréskurðararfleifð. Kennir þar margra grasa, er satt að segja nokkuð furðuleg blanda mikflla völunda í tréskurði líkt og Stefáns Eiríkssonar og Ríkharðs .Jónssonar. Bemskrar alþýðulistar, aðskiljanlegra tilrauna form- og efnisrannsókna menntaðra listamanna, allt frá fæmiskúlptúmm Sverris Haraldssonar með súrrelísku ívafi til samþjappaðs formræns einfaldleika Guðjóns Ketilssonar og hugmynda enn yngri listamanna. Hér er það helst gjaldgengt sem er úr hreinu tré, en þó bregður einu verki við gerðu úr tjöm- texi, einnig verkum þar sem tréð er öðra fremur notað sem efniviður á granni beinnar hug- myndafræði, og er á stundum á mörkum inn- setningar í rými og eflítíð utangama á sýning- unni. Er þá minna um að tálgað sé listilega í tré með skurðarjámunum, meira að viðkomandi séu í hreinni listsköpun, þótt slíkt sé ekki bein- línis gagnrýnisvert í sjálfii sér og á fifllan rétt á sér innan um hitt. I mynd sinni segir sýningin þó öðm fremur af fjölþættum möguleikum viðar- ins, hugarfari hvers eins geranda fyrir sig til efniviðarins og þeirra fjölþættu möguleika sem í honum búa. Sýningin er haldin í minningu Halldórs Ein- arssonar frá Brandshúsum í Gaulveijabæjar- hreppi (1893-1977), sem nam hjá Stefáni Eiríks- syni myndskera í Reykjavík. Hélt til Vesturheims 1922 og starfaði lengst af við iðn sína í Síkagó. Skurðir Halldórs birta ólíkar hug- myndfr, frá söknuði innflytjandans sem horftr til heimaslóða til táknfræði ólíkra menningar- heima og dulspeki eins og hún birtist í verkum ýmLssa amerískra listamanna og var áberandi í verkum Einars Jónssonar frá Galtafelli. Safnstjórinn, Hfldur Hákonardóttfr, hafði þau Níels Hafstein og Öldu Sigurðardóttir sér til aðstoðar við uppbyggingu sýninganna og hafa þau öll unnið gott og mikilsvert verk, til eft- irbreytni stærri söfnum á höfuðborgarsvæðinu. Frammi liggur digur skrá til uppflettingar sem ber í sér margþættan fróðleik um sýnendur, við- horf þeirra og hugmyndir. Mun þetta síðasta sýning sem Hildur stendur að en hún er að hætta sem safnstjóri og svo kann einnig að fara að þetta sé síðasta listsýningin í þessu húsi, þar sem starfsemin flytur líkast til í Listaskálann í Hveragerði. Þá er að herma af annarri og alþjóðlegri sýn- ingu, sem var víst að Ijúka þennan dag, og gat að líta fyrir framan húsið að Árskógum 3, sem er hinum megin við brúna. Listhópurinn GUK stendur fyrir sýningarsvæði í þrem þjóðlöndum, markast af garði á Selfossi, útihúsi í Lejre í Dan- mörku og eldhúsi í Hannover. Stendur fyrir mjúkum gildum í mannlífmu og þannig saman- stóð sýning Kaj Nyborg í gai-ðinum að Árskóg- um, einungis af tréborðum og bekkjum fyrir fi-aman húsið. Svona til að minna Selfossbúa og aðra gesti á, að lífið býður upp á önnur og háleit- ari gildi en vinnuna, að menn em ekki einvörð- ungu fæddir í heiminn fyrir lifibrauðið eitt og sér, gerast bandingjar þess. Allt eins til að geta lifað lífinu lifandi, maðurinn eigi að koma tíl vinnunnar en ekki vinnan til mannsins. Húsið á Eyrarbakka er mikið djásn og jafnan dijúg lifun að hafa þar viðdvöl, allt angar þar af lífi og menningu liðins tíma sem kemur okkur öllum mikið við. Myndir Jóns Helgasonar bisk- ups af kirkjum, sem hann mun hafa gert ú yfir- reiðum sínum, yfirlætislausar og klárar. Háæmverðugur hefur haft góða hæfileika til myndlistar, sem kemur einkum fram í viðhorf- um hans tíl myndefnisins þar sem hann er ekki að trana neinu af eigin sjálfi inn í myndheildina og vora alveg réttú viðhorftn í þessu tilviki. Þannig em þær fyrfr falsleysi sitt og einlægni, sjónræn verðmæti er taka á sinn hátt ljósmynd- um fram, hafa að auk ómetanlegt heimildargildi. Líkt þessu eiga menn að hefja listferil sinn, persónulefld sem og frumleg stílbrögð koma svo fyrr eða síðar fram, áreynslulaust líkt og fljót- andi á fjöl, hafi gerandinn yfirhöfuð til að bera einhvem vott skapandi kennda. Illu heilli reynd- ist ekki mögulegt að taka ljósmyndir vegna speglunar í glerinu, en í slíkum tilvikum eiga helst að liggja frammi myndir og fleiri upplýs- ingar til ráðstöfunar fyrir fjölmiðla. Heyrir und- ir fjölmiðlagögn, „pressemeteriale", sem hvar- vetna liggja frammi á metnaðarfullum sýn- ingarstöðum úti í heimi. Það kom við hjartað í mér að sjá ljósmynd af hinu eina og sanna Mjólkurbúi Flóamanna uppi á lofti, innan um margar aðrar merkilegar myndfr af athafnasemi hérðasbúa á ámm áður. Gamla húsið var eitt af þrem kennfleitum og djásnum Selfoss í gamla daga, hin vom Tryggvaskáli og gamla Landsbankahúsið. Að þetta hús skyldi rifið er ofar mínum skflningi, það mun hafa verið eftir Guðjón Samúelson og bar stíleinkennum hans fagurt vitni. En þetta gerðist víst á ámm flatneskjunnar, er skókassa- formið var inni í myndinni, „trendy", og ýtti öðra til hliðar. Gömlu húsin á Eyrarbakka, frambera hins vegar vinalegt manngert andrúm í samræmi við staðhætti, líkast vin í eyðimörk á þessum slóðum. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.