Morgunblaðið - 02.07.2000, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
[MENNING]
Síminn erstyrktaraðili Listasafns íslands ogvill fyrirtækið þannig
styrkja lista- og menningarlíf í landinu. Um leið skapar Síminn sér menn-
ingarlega ímynd en verk úr eigu safnsins hafa prýtt forsíöur símaskrár-
innar síöastliðin tvö ár. í fyrra voru verk eftir Gunnlaug Scheving á for-
síðunum, en í áreftirÁsgrím Jónsson.
^ Morgunblaðið/Þorkell
[MYND- OG UOÐLIST]
Verkefnið Lífæðarvarfarandsýning mynd- og Ijóðlistar samtímalista-
manna sem send var til sjúkrahúsa hér á landi. Verkefnið var kostað af
lyfjafýrirtækinu Glaxo Wellcome og hugsað sem leið til að vekja athygli á
fyrirtækinu meðjákvæðum hætti, en það auglýsirekki vörursínar.
Heilbrigðisráðherra rýnir hér í eitt verkanna á sýningunni.
atvinnulífs og menning-
ar erlendis
Erlendis hafa á undanförnum ár-
um átt sér stað miklar breytingar á
samstarfi atvinnulífs og menningar.
I grein sem birtist í Financial
Times í febrúar síðastliðnum eru
nýjar hræringar á sviði viðskipta og
menningar reifaðar. Þar kemur
meðal annars fram að fyrirtæki eru
ekki einungis að leggja fram bein-
harða peninga til list- eða menning-
arstarfsemi til að bæta ímynd sína
eða höfða til ákveðinna markhópa
heldur er um markvissara samstarf
að ræða þar sem fagleg þekking
beggja aðila er nýtt báðum til fram-
dráttar.
í Bretlandi hefur stofnunin Arts
and Business (sem áður hét Associ-
ation for Business Sponsorship of
the Arts) milligöngu um kostun og
samstarf á milli viðskipta- og menn-
ingarlífs. Sem dæmi um samstarf á
þessum nýju nótum má nefna að
listamönnum eða þeim sem stunda
menningarstarfsemi af einhverju
tagi er boðið inn í fyrirtækin til að
miðla af sinni þekkingu. Á sviði
starfsþjálfunar hafa leikarar verið
notaðir til að þjálfa markaðs- og
sölufólk, listamenn hafa aðstoðað
við hönnun á útliti og starfsum-
hverfi og ekki síst við að þjálfa for-
ráðamenn fyrirtækja við skapandi
stefnumótun sem hefur vísun til
samtímans. Á móti hafa viðskipta-
fyrirtækin sent sitt starfsfólk inn í
menningarstofnanir til að veita ráð-
gjöf á sviði rekstrar, fjármála-
stjórnunar og markaðsetningar.
Bein fjárframlög eru einnig alltaf
vel þegin í listageiranum og ættu í
raun réttri að geta þjónað sem góð
auglýsing og ímynd fyrir viðkom-
andi fyrirtæki en þar fyrir utan eru
ótæmandi möguleikar á útfærslum
ogþróun samstarfs.
Áhugi á samstarfi af þessu tagi
virðist vera mikill og fyrir hvern
samstarfsaðila úr atvinnulífinu sem
dregur sig í hlé koma tveir nýir í
staðinn. Enda eru nú margar stofn-
anir viðs vegar um heim að plægja
þennan akur. Auk Arts and Busi-
ness má nefna Arts Marketing sem
starfar í Bandaríkjunum en auðvelt
er að afla sér upplýsinga um stofn-
anir af þessu tagi á Netinu. Sú
skoðun virðist vera almenn að milli-
ganga slíkra stofnanna tryggi heil-
brigð viðhorf til samstarfs og kost-
unar, hvorum megin borðs sem
menn kunna að sitja.
Breska ríkið leggur einnig sitt af
mörkum til þessarar starfsemi því
samkvæmt fyrrnefndri grein
Financial Times hefur það mótað
skattalöggjöf að bandarískri fyrir-
mynd sem veitir kostunaraðilum
lista umtalsverða umbun.
Mikill áhugi á menning-
arvióburðum hér á
landi
Ef fyrirtæki úr íslensku við-
skiptalífi hafa áhuga á að leita í
auknum mæli út fyrir hinn hefð-
bundna auglýsingamarkað við mót-
un markaðsstefnu er kannski ekki
úr vegi að líta til alls þess fjölda er
sækir menningarviðburði og þeirr-
ar ímyndar sem virkt samstarf á
menningarvettvangi gæti skapað
fyrirtækjum.
Samkvæmt upplýsingum sem
liggja frammi í vefsetri Hagstofu
íslands kemur fram að hér á landi
er mikill áhugi á menningarvið-
burðum, ef til vill meiri en flestir
gera sér grein fyrir. Þar kemur í
ljós að samkvæmt nýjustu tölum
sem fyrir liggja, frá árinu 1997,
heimsóttu tæplega 264.000 manns
listasöfnin hér á landi. Jafnframt
kemur í ljós að áhugi almennings á
myndlist hefur aukist mikið á und-
anförnum árum því árið 1988 fóru
38,9% aðspurðra á myndlistarsýn-
ingar en tíu árum seinna, árið 1998,
fara um 67,5% aðspurðra á mynd-
listarsýningar eða mikill meirihluti
aðspurðra. Áhugi á myndlist er því
greinilega í örum vexti og ekki
ástæða til annars en að ætla að
hann aukist enn frekar, til dæmis
með tilkomu nýs sýningarvettvangs
Listasafns Reykjavíkur í Hafnar-
húsi.
Af öðrum listgreinum er svipaða
sögu að segja. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstofunni má áætla að
um 300.000 manns hafi sótt tónleika
á árinu 1995 en nýrri tölur liggja
því miður ekki fyrir. Ekki virðist
fólk síður sækja í leikhúsin því
heildarfjöldi áhorfenda leikárið
1998-9 er rúmlega 314.000. Sam-
kvæmt þessum tölum má gera ráð
fyrir að íslendingar geri sér
873.000 ferðir til að sækja listvið-
burði á ári hverju og er þá varlega
talið því ofangreind upptalning var
engan veginn tæmandi. Inn í hana
vantar t.d. alla viðburði er tengjast
óháðum galleríum, bókmenntum,
byggingarlist, fyrirlestrum og
fleiru er einnig heyrir beinlínis und-
ir menningu.
Hingað til hafa fyrirtæki einkum
beint sjónum sínum að íþrótta-
hreyfingunni er þau hafa verið að
huga að markhópum með samstarf
á sviði kostunar í huga. íþrótta-
hreyfingin hefur vissulega notið
góðs af þessu samstarfi og þar með
samfélagið í heild. Það vekur þó
nokkra athygli að ef litið er til að-
sóknar hins almenna borgara á
íþróttaviðburði er í raun og veru
verið að höfða til frekar þröngs
hóps, í það minnsta ef tekið er mið
af aðsókn á listviðburði.
Sem dæmi má nefna að í nýlegri
neyslukönnun Gallup kemur fram
að þeir sem sjaldan eða aldrei
sækja leiki vinsælustu keppnis-
íþróttanna eru mikill meirihluti
þjóðarinnar. Þannig fara 77,2% að-
spurðra sjaldan eða aldrei á fót-
boltaleiki í meistaradeild 83,6%
sjaldan eða aldrei á handboltaleiki í
meistaradeild, 90,7 % sjaldan eða
aldrei á körfuboltaleiki í meistara-
deild og 79,6 % fara sjaldan eða
aldrei á aðra íþróttaviðburði. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Knatt-
spyrnusambandi Islands var
heildarfjöldi áhorfenda í Lands-
símadeildinni árið 1999 tæplega 81
þúsund en hjá Handknattleikssam-
bandinu voru ekki til haldbærar töl-
ur um aðsókn á leiki. Því má þó ekki
gleyma að íþróttaviðburðir njóta
töluverðs áhorfs í sjónvarpi og er
það líklega sá vettvangur sem kost-
unaraðilar hafa horft til.
Fjárfestingar atvinnulífsins á
sviði íþrótta hafa verið til fyrir-
myndar og væntanlega skilað sér
veglega til samfélagsins en spyrja
má af hverju sami velvilji og áræði
hefur ekki verið hreyfiaflið í kostun
á sviði lista þar sem áhugi almenn-
ings virðist vera mun meiri á þeim
vettvangi.
Listasjóður
atvinnulífsins
Hér á landi hafa nokkrir aðilar
haft frumkvæði að því að atvinnu-
lífið styðji við myndlist með beinum
eða óbeinum hætti. Á morgunverð-
arfundi Verslunarráðs fyrir réttum
tveimur árum vakti Sigurður Gísli
Pálmason, stjórnarformaður Þyrp-
ingar, athygli á þeim tækifærum
sem viðskiptalífið gæti nýtt sér „til
vaxtar og velgengni" á sviði lista en
hann sagði þar m.a. að margir
djarfir athafnamenn á sviði við-
skipta breytist í afturhaldssama
sporgöngumenn þegar kemur að
stuðningi við myndlist eða kaupum
á listaverkum. „Þá vilja menn fram-
ar öllu eitthvað kunnuglegt, eitt-
hvað vinsælt, eitthvað ódýrt, eitt-
hvað öruggt - jafnvel helst eftir
einhvern látinn sem þegar hefur
verið skipað meðal öndvegislista-
manna þjóðarinnar," sagði Sigurð-
ur Gísli.
Gunnar Dungal, forstjóri Penn-
ans, tekur undir þessi orð Sigurðar
Gísla þó nokkuð sé um liðið: „Menn
eru mjög djarfir þegar þeir eru að
taka ákvarðanir fyrir sín fyrirtæki.
Þá eru þeir tilbúnir til að brydda
upp á alls konar nýjungum en þegar
kemur að listinni vilja þeir bara sjá
eitthvað öruggt, Kjarval eða Ás-
grím.“
Gunnar hafði forgöngu um stofn-
un Listasjóðs atvinnulífsins og seg-
ir að rekja megi stofnun þess sjóðs
til þess þegar Penninn varð sextug-
ur árið 1992 en þá stofnaði hann
Listasjóð Pennans. Markmið fyrir-
tækisins með þeim sjóði er að
styrkja nýliða á sviði myndlistar og
veita þeim stuðning við fyrstu
skrefin á myndlistarbrautinni að
námi loknu. ,Áf þessu tilefni buðum
við viðskiptavinum Pennans í hóf að
Kjarvalsstöðum en ég hélt þar smá-
tölu og var að reyna að hvetja menn
til að styðja betur við myndlistina í
landinu," segir Gunnar. „Nokkru
seinna hittumst við nokkrir til að
kanna hvernig væri hægt að fá fyr-
irtæki til að kaupa myndlist en þá
kom í ljós að menn töldu sig ekki
hafa nægilegt vit eða skilning á
myndlistarheiminum til að kaupa
listaverk. Það varð því úr að við
leituðum til fimm listfræðinga sem
allir hafa verið tilbúnir til að veita
okkur ráðgjöf í sjálfboðavinnu,
bæði við að benda okkur á núlifandi
listamenn sem væru að gera áhuga-
verða hluti og flytja fyrirlestra og
slíkt. Hingað til hafa verið fest kaup
á hátt í 50 verkum og við erum að
vinna í því að stækka hóp fyrirtækj-
anna. Úm er að ræða kaup á verki
fyrir 100 til 400 þúsund krónur í
hvert sinn og við stefnum að því að
keypt séu tvö verk á mánuði. Hér er
því um umtalsverða fjármuni að
ræða. í gegnum þetta starf hafa
auk þess oft á tíðum skapast
skemmtileg tengsl á milli forráða-
manna fyrirtækja og listamann-
anna sem geta skilað sér seinna, t.d.
ef fyrirtækin þurfa að kaupa gjaf-
ir.“
Gunnar segir að vandamál séu
auðvitað til staðar í þessu starfi. Á
fræðslukvöldum sem efnt hefur
verið til á þeirra vegum hafi komið í
ljós að fólk sé yfirleitt illa menntað í
myndlist. Aðspurður um áhuga at-
vinnulífsins á slíkum fræðslukvöld-
um og annarri tengdri starfsemi af
því tagi segir hann að auðvitað hafi
sumir eingöngu mætt af skyldu-
rækni og vinskap við mennina í
stjórninni en hann sé þess samt
fullviss að þetta eigi allt eftir að
skila sér í réttan farveg í framtíð-
inni.
Mikilvægt að listgrein-
ar afli einnig stuðnings
úr markaðs- og auglýs-
ingafjármagni
I tengslum við stofnanir á borð
við Arts and Business hefur verið
lögð áhersla á mikilvægi þess að
listgreinar afli sér stuðnings með
hluta af því fjármagni sem ætlað er
til markaðsetningar og auglýsinga
en reiði sig ekki eingöngu á framlög
sem þeim eru úthlutuð í hugsjóna-
skyni.
I samtali við Harald Flosa
Tryggvason sem sat í stjórn Ný-
listasafnsins þar til fyrir skömmu
og sinnir nú lögræðilegri ráðgjöf
fyrir safnið kom fram að hann teldi
mjög mikilvægt að útrýma þeim
hugsunarhætti að listamenn eða
stofnanir væru að þiggja ölmusu.
Það má ekki gleyma því að það
verður alltaf hlutverk ríkisins að
fjármagna listsköpun eins og alla
aðra menntun í landinu. „Hvað
snertir atvinnulífið og framlag þess
til lista er ekki svo einfalt að búa til
samband sem byggir á gagnkvæm-
um viðskiptum við menningarstofn-
anir þar sem þar gilda ekki alveg
sömu lögmál og í hefðbundnu við-
skiptalífi," segir Haraldur. „Varð-
andi stofnanir eins og Nýlistasafnið
og fleiri, finnst mér að það verði að
eiga sér stað hugarfarsbreyting.
Menn verða að skilja að slíkt sam-
starf getur stuðlað að gagnkvæm-
um hag án þess að listastofnanirnar
eða listamennirnir séu á nokkurn
hátt að selja frá sér allan sjálfstæð-
an vilja, sköpun eða heimild til að
hafa skoðun á hlutunum. Lista-
menn óttast að það sé þaggað niður
í þeim eða stofnunum eins og Nýl-
istasafninu svo þær geti ekki verið
óháðar. Það má því aldrei koma til
neinnar ritskoðunar vegna kostun-
ar. Erlendis hafa virðulegustu fyr-
irtæki séð sér hag í því að tengjast
furðulegustu uppákomum á sviði
lista og borgarastéttin fjárfestir í
samtímalistum og vill tengjast
þeim. Hér á landi hins vegar eru
þeir sem kaupa listaverk á annað
borð mjög uppteknir af því að
kaupa gömlu meistarana og eru síð-
an í uppnámi yfir fölsunum. Hér
hefur aldrei verið nein ákveðin stétt
sem hefur haldið utan um áhuga og
framfarir á sviði menningar. Fólk
verslar með gamla list eins og
hlutabréf eða hverja aðra fjárfest-
ingu en það eru ákaflega fáir sem