Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR BERGSSON + Guðmundur Bergsson, Hvammi Olfusi, fæddist að Lundi í Stíflu 2. júní 1915. Hann lést á Ljós- heimum á Selfossi 26. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðný Benedikts- dóttir frá Neðra- Hagnesi í Fljótum, f. 27. maí 1891 d. 7. sept. 1927, og Bergur Jónsson frá Þrasa- stöðum í Stíflu, f. 5. nóv. 1890 d. 11. mars 1917. Þegar Guðmundur var á öðru ári lést faðir hans og fór hann þá í fóstur hjá móðurbróður sínum, Pétri Benediktssyni frá Neðra-Hagnesi í Fljótum, f. 16. ágúst 1886, d. 23. des. 1973, og konu hans, Kristínu E. Bjöms- dóttur frá Borgargerði í Akra- hreppi í Skagafirði, f. 4. feb. 1889, d. 22. sept. 1986. Systkini Guð- mundar eru: Benedikt Bergsson, f. 1913, d. 1943. Heiðbjört G. Pét- ursdóttir, f. 1910, d. 1998. Ólöf Guðný Pétursdóttir, sem dó á fyrsta ári, og Hjálmar Jónsson, f. 1922. Hinn 4. nóv. 1944 kvæntist Guð- mundur Þrúði Sigurðardóttur, f. 15. júlí 1924. Hún lifír mann sinn. Foreldrar hennar vora Lovísa Amadóttir frá Vestdalseyri við Seyðisfjörð, f. 21. des. 1897, d. 2. mars 1973, og Sigurður Einar Ingimundarson frá Móum á Kjal- arnesi, f. 21. ágúst 1895, d. 12. apríl 1979. Börn Guðmundar og Þrúðar era: 1) Halldór Ómar, f. ^28. apríl 1945, maki Sigurbjörg H. Jóhannesdóttir. 2) Guðný Lovísa, f. 31. mars 1947, maki Steingrím- ur E. Snorrason, hún á tvær dæt- ur og þrjú barna- böra. 3) Svanfríður Kristín, f. 24. júlí 1949, maki Gunnar Kolbeinsson, hún á tvö börn og þrjú barnabörn. 4) Lov- ísa, f. 15. des. 1951, maki Jóhann G. Þor- valdsson, lést 1999, hún á fjögur börn. 5) Bergur Geir, f. 18. júlí 1954, maki Sig- rún Óskarsdóttir, hann á þrjú börn með Sigríði M. Steingrímsdóttur sem Iést 1994. Sigrún á þijú börn og þrjú bamaböm. 6) Birna, f. 7. maí 1956, maki Jóhann V. Sveins- son, hún á þijár dætur og fjögur barnabörn. 7) Pétur Benedikt, f. 10. jan. 1959, maki Charlotte Clausen, hann á tvo syni. 8) Ema Björk, f. 27. júlí 1960, maki Jón B. Gissurarson, hún á þijú börn. 9) Guðni Kristinn, f. 12. des.1967. Fyrir átti Guðmundur soninn Reyni Mar, f. 20. jan.1945, maki Jóninna M. Pétursdóttir, hann á þijá syni og fjögur barnaböm. Fóstursonur Guðmundar og sonur Þrúðar er Einar Friðrik Sigurðs- son, f. 11. des. 1942, maki Helga Jónsdóttir, hann á fjögur börn og fimm barnaböra. Guðmundur var sveitapiltur úr Fljótunum en fluttist til Reylqa- víkur 1926. Hann stundaði síðan nám í Reykholti 1934-1936. Guð- mundur og Þrúður hófu búskap 1944 í Borgarfirðinum, en vorið 1953 fluttust þau að Hvammi í Ölf- usi og hafa búið þar síðan. títför Guðmundar fer fram frá Hveragerðiskirkju á morgun, mánudaginn 3. júlí, og hefst at- höfnin klukkan 14. Lífsklukka föður míns Guðmundar Bergssonar gekk út að morgni mánu- dagsins 26. júní. Hann var fæddur ár- ið 1915 á tímum fyrri heimsstyrj- aldarinnar. Hann var því einn af fulltrúum þeirrar kynslóðar á Islandi sem lifði og starfaði á mesta breyt- ingaskeiði Islandssögunnar. Hann var annað barn foreldra sinna. Fyrir áttu þau Benedikt, sem fæddur var 1913. Hann dó úr berkl- um 1943. Foreldra sinna naut hann aðeins skamma hríð því föður sinn missti hann tveggja ára og þá varð Tíióðir hans að láta hann í fóstur til bróður síns og konu hans og hjá þeim ólst hann upp. Móðir hans lést síðan fimm árum síðar. Fósturforeldrar pabba þau Kristín og Pétur voru ým- ist í húsmennsku eða bjuggu við þröngan kost á einhverju kotinu í Fljótunum. Þau hættu síðan búskap- arbaslinu og fluttust til Reykjavíkur árið 1926 og pabbi með þeim. Fóstri hans var þá kominn með lömunar- veiki úg var óvinnufær í nokkm- ár. Um æsku sína og uppvöxt talaði pabbi aldrei mikið en fósturforeldr- um sínum bar hann vel söguna og var Blómastofa Friðjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. > alla tíð í góðu sambandi við þau. Á uppvaxtarárum pabba var það brauð- stritið sem einkenndi líf fólks og í því tók hann þátt strax er hann hafði ald- ur og getu tíl. Hann fæddist inn í þjóðfélag sem hafði lítið breyst í ald- ir. Húsakostur var lélegur, bygging- arefni aðallega torf og grjót. At- vinnuhættir lítið famir að þróast, allt unnið með höndum og afkoman byggðist á því að geta dregið fisk úr sjó og haldið nokkrar skepnur. Við vinnuna voru handverkfæri notuð og til fiskjar var róið á opnum árabátum. Eins og áður sagði flutti pabbi með fósturforeldrum sínum til Reykjavík- ur árið 1926, þá ellefu ára gamall. Reykjavík var þá að byggjast upp og atvinnuþróun að hefjast m.a. með uppbyggingu félaga eins og Sláturfé- lags Suðurlands. Eftir fermingu vinnur pabbi sem sendill á ýmsum stöðum í Reykjavík. Þegar kreppan skall á fylgdi henni mikið atvinnu- leysi og í kjölfarið enn meiri fátækt, veikindi og örbirgð hjá verkafólki. Eftir að hafa gengið atvinnulaus um göturnar heilan vetur lá leiðin í vinnumennsku í sveit og varð Borg- arfjörðurinn fyrir valinu. Alla ævi skipuðu dalir Borgarfjarðar sérstak- an sess í huga hans. Lengst var hann vinnumaður í Skógum í Flókadal og Kletti í Reykholtsdal. Á þeim árum tókst honum að komast tvo vetur, 34 til 36 í skóla í Reykholti og öðlast þar dýrmæta reynslu og þekkingu. En nú verða kaflaskil í sögu lands- ins með síðari heimsstyrjöldinni og komu breska hersins. Skyndilega er nóga vinnu að hafa og ungir menn sækja úr sveitum landsins til bæj; anna í vinnu sem er betur launuð. í hópi þessara ungu manna er pabbi. Hann fer til Reykjavíkur og vinnur aðallega við múrverk í fáein ár og hefur þá aðsetur hjá fósturforeldrum r 3!ómat ~)lAO\V\ öa^ðskom . v/ Fossvogskirkjw9«r5 , Sími: 554 0500 sínum en sveitin togar í og vorið 1944 ákveður hann að hefja búskap í félagi við eiganda jarðarinnar Geirshlíðar- kots í Flókadal. Þarna stígur hann sín fyrstu skref sem sjálfstæður bóndi. Bústofn hans er í byrjun nokkrar kýr, sem hann kaupir að hluta til fyrir peninga sem hann fær fyrir að selja hesta. En á vinnu- mennskuárunum hafði hann eignast nokkra hesta og þar á meðal ágætis reiðhesta. Hann var mikill hestamað- ur og hafði yndi af því að hleypa á sprett á góðum gæðingi. Á langri ævi átti hann meðal annars tvo gráa gæð- inga sem báðir hétu Gráni. í hvert skipti sem hann minntist þeirra kom sérstakt blik í augun og brosið varð örlítið breiðara en venjulega. En nú tóku við ár fárra frístunda og hestar voru notaðir til að létta mönnum störfin við jarðvinnslu og heyskap og í smalamennskur en út- reiðartúrar til skemmtunar voru afar fáir. Nú var alvara lífsins tekin við af fullum þunga. En það er gömul saga og ný að konulaus bær er ekki góður kostur og ein auglýsing í dagblaði, þar sem óskað var eftir ráðskonu í sveit, varð stærsti örlagavaldur í lífi ungrar stúlku sem fædd var og uppalin í Vesturbænum í Reykjavík. Hún svaraði þessari auglýsingu og réði sig til starfans. Hún fór ásamt ungum syni sínum með skipi upp í Borgar- nes og þaðan með mjólkurbíl á áfangastað en hann var Geirshlíðakot í Flókadal. Stúlkan varð síðan eigin- kona föður míns og móðir mín og systkina minna. Hún heitir Þrúður Sigurðardóttir og stendur nú yfir moldum manns síns, andlega hress í sjúkum líkama. Pabbi talaði oft um hve hann dáðist að dugnaði hennar og kjarki að taka sig upp og ráða sig til starfa í sveit - svo bætti hann við: „Þið hefðuð átt að sjá hve fljót hún var að læra réttu handtökin við verkin. Eftir nokkra daga var hún orðin fljótari að mjólka en ég og auðvitað var handmjólkað, því engar voru vélamar og ekkert var rafmagnið.“ Borgarfjörðurinn var pabba alltaf mjög kær og þar hefði hann viljað búa sínu búi. En á þessum árum var erfitt að fá jarð- næði til frambúðar og á níu árum bjó hann ásamt fjölskyldu sinni á fjómm jörðum í Borgarfirði en það þýddi flutning á tveggja ára fresti með allt sitt, bæði fólk og fénað. En slíkir flutningar tóku að sjálfsögðu stóran toll af tekjum búsins og gerðu þá ætl- un hans að eignast eigið jarðnæði enn erfiðari. Árið 1952 var svo komið að enn þurftu foreldrar mínir að flytja en nú tókst þeim með hjálp góðra manna að fá á leigu jörðina Hvamm í Ölfusi en það var ríkisjörð og leigan því til frambúðar. Þar með var ten- ingunum kastað og vorið 1953 hlaut pabbi að yfirgefa sinn kæra Borgar- fjörð og setjast að á grösugum en blautum mýmm Ölfussins undir hlíð- um Ingólfsfjalls á slóðum fyrsta landnámsmannsins. Hann átti að hafa haft vetursetu undir Ijallinu áð- ur en hann íánn öndvegissúlur sínai’ og settist að í Reykjavík. Fyrsta minning mín er tengd þess- um flutningi. Ég man pabba stand- andi aftan á vömbílspalli þar sem hann er að huga að kúnum en ein þeirra hafði meira að segja borið kálfi að morgni flutningsdagsins. Pabbi hafði fyrr um vorið farið suður og skoðað jörðina og hann vissi að þar var margt í ólagi. Hann mat meira ör- yggið við að komast yfir jarðnæði til langs tíma. Hann var enn á besta aldri, heilsuhraustur og þrekið óbil- að, að vísu hafði fjölskyldan stækkað allnokkuð, bömin orðin fimm og það elsta aðeins ellefu ára. I Hvammi var flest í niðurníðslu og fram undan var því mikið uppbyggingarstarf. Þessa uppbyggingu hóf pabbi með dyggri aðstoð mömmu og seinna bamanna eftir því sem þau höfðu aldur og getu tíl. Ekki verður nú sagt að pabba hafi verið fagnað sérstaklega er hann flutti á Suðurland með sína stóm fjöl- skyldu og engar eignir nema nokkrar kýr, fáeina hesta, nauðsynlegustu verkfæri og búsáhöld. Hreppstjóri sveitarinnar kom fljótlega í heimsókn og í stað þess að bjóða fjölskylduna velkomna fór hann mörgum orðum um það hve jörðin væri slæm til bú- skapar og taldi jafnvel að á henni væra álög sem orsökuðu skepnu- dauða. Trálega hefur sveitai’stjórnin óttast að hafa engar tekjur af þessum nýju ábúendum en hugsanlega auka- útgjöld. Um miðja tuttugustu öldina var nefnilega almenn velmegun enn ekki orðin svo mikil að sveitarstjóm- armenn þyrðu að treysta því að allir gætu brauðfætt sig og hugtakið fé- lagsleg þjónusta sennilega ekki til í málinu. En þrátt fyrir margs konar erfið- leika sem yfirstíga þurfti fyrstu árin þá vænkaðist hagur foreldra minna í tímans rás og í Hvammi bættu þau fimm börnum í hópinn sinn. Á þess- um áram urðu stórstígar framfarir er vélvæðingin hófst fyrir alvöm. Pabbi keypti sína fyrstu dráttarvél um 1955 og svo fylgdu í kjölfarið heyblásari, snúningsvél og fleiri vélar og svo kom rafmagnið og nokkra seinna síminn. Þvílíkar breytingar á hálfri öld og þróunin hélt áfram og stendur enn, en þær þjóðfélagsbreytingar, sem faðir minn og hans kynslóð upplifði, era áreiðanlega einstakar og verða aldrei aftur svo gríðarlegar á einni mannsævi. í Hvammi bjó pabbi til æviloka en eftir 1960 era bræður mínir farnir að stunda búskapinn með honum og þá fékk hann á ný tækifæri til að sinna hestamennskunni. Hann eignaðist aftur góða reiðhesta og fór þá gjarn- an ríðandi á hestamannamót og á hverju hausti meðan heilsan leyfði fór hann ríðandi ásamt fleiri bændum til að sækja fé í Grafningsrétt. Sá dagur var sérstakur hátíðisdagur í hans huga og í slíkar ferðir var vasa- pelinn tekinn með. I vöggugjöf hlaut pabbi hraustan líkama og heilbrigða sál. Hvort tveggja entist honum vel og það var aðeins síðasta árið sem heilsan tók að bila fyrir alvöra. Hann lifði langa ævi á tímum mikilla breyt- inga. Hann eignaðist traustan lífs- föranaut og dugmikinn hóp barna og bamabarna. Hann lifði það að verða 85 ára 2. júní sl. og eiga þann dag heima í Hvammi með sinn stóra hóp í kringum sig. Þá sat hann inni í stofu í stólnum sínum andlega hress en lík- amlega þreyttur. Hann var umvafinn ást og hlýju og ákaflega þakklátur og glaður að fá að lifa þennan dag. Nokkram dögum seinna fór mamma á spítala og hann á Ljósheima á Sel- fossi. Þar naut hann mikillar og góðr- ar umönnunar síðustu dagana og þar sofnaði hann svefninum langa saddur lífdaga. Blessuð sé minning hans. Svanfríður Kristín. Eitt sinn verða allir menn að deyja og nú hefur þú fengið hvíldina elsku afi minn. Á stundu sem þessari koma margai’ gamlar og góðar minningar í huga mér. Þegar við voram saman í fjósinu og þú kenndir mér að blanda sull handa kálfunum, ég man hvað þér var skemmt yfir „ pjattinu í mér“ þegar ég stakk hendinni ofan í fötuna í fyrsta skipti. Ég man sérstaklega eftir einu samtali sem við áttum í kjallaratröppunum í gamla húsinu þegar ég kom að heimsækja „.kisuna mína“, sem ég fékk mér sjö ára göm- ul án leyfis. Eg var mjög ósátt við að fá ekki að hafa hana heima og þú út- skýrðir fyrir mér að kisum liði ekki vel í blokk, að hún mundi miklu frek- ar vilja vera í sveitinni eins og við. Þú sagðir stundum að ég væri eins og kýmar, það þyrfti að hleypa mér út á vorin. Ég er enn svoleiðis, afi minn. Strax á vorin þarf ég að komast út í náttúruna, finna ilminn af gróðrinum og komast í sveitina. Manstu þegar ég og Gummi Þór „skírðum" alla kálfana í fjósinu og settum allt á flot? Það vai’ í eina skiptið sem þú skamm- aðir okkur. Þegar ég varð unglingur og tókst á við erfiðleikana sem því fylgdu vorað þið amma alltaf tilbúin að hlusta, þið vorað alltaf til staðar al- veg sama hvenær ég þurfti á að halda. Það vora ekki fá skiptin sem við stóðum frammi í vaskahúsi og töl- uðum um allt milli himins og jarðar. I síðasta samtali okkar þar baðst þú mig að passa ömmu vel þegar þú fær- ir. Elsku afi, hún er í góðum höndum því þið eigið stóran hóp afkomenda sem stendur saman á erfiðum stund- um, það vitum við. Það er ég viss um að Gummi Einars, Jói og Sigga hafa tekið vel á móti þér og það hefur ör- ugglega verið kátt á himni þegar þið hittust á ný. Hjá mér lifir minningin um rólegan og yndislegan afa sem ég kveð að sinni með þökkum fyrir allt. Kvöldblíðan lognværa kyssir hvem reit. Komið er sumar, og fógur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér, hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit! (Guðm. Guðm.skólaskáld.) Elsku amma, missir þinn er mikill eftir að hafa varið 56 áram með afa. Megi Guð gefa þér styrk á þessari stundu. Ykkar dótturdóttir, Þrúður Sigurðar yngri. Elsku afi minn. Nú hafðir þú á réttu að standa er þú sagðir við móð- ur mína: Jæja, nú held ég að öll mín líf séu búin. Vissulega sakna ég þín, en ég veit að þú varst kvalinn í líkama þínum hér á jörðu niðri og þurftir að komast úr honum. Því vona ég að þú munir eignast betra líf þama hjá Guði og þeim sem kvöddu þessa jörð á undan þér. Minningamar um þig streyma upp í hugann og era svo margar að aldrei verður mögulegt að festa þær á blað þó glöð ég vildi. En vert er þó að minnast á er þú komst út í fjós í gömlu úlpunni, stígvélunum, svörtu alpahúfunni og með staftnn í hend- inni. Þær ferðir vora ansi margar þó þú værh- orðinn lélegur. Aldrei var talað um þig öðravísi en að ömmu væri líka getið. Elsku amma mín, missir þinn er mikill en ég veit að þú ert sterk og stendur þetta af þér með tímanum. Okkar fjölskylda er stór og samhent og stendur þétt við hlið þér. Elsku afi, þú munt alltaf lifa í hjarta mínu og vonandi í kringum mig líka. Ég mun elska þig að eilífu. Þín dótturdóttir, Jóna Kristín Jónsdóttir. Þegar ég settist niður til að skrifa minningarorð um afa minn, Guð- mund Bergsson, varð mér hugsað til þess hvað ég gæti sagt en aðrir ekki um afa. Þegar nánar var skoðað komst ég að því að það væra bemskuminning- amar sem ég ein ætti. Minningar bama era ekki endilega réttar stað- reyndir heldur litaðar af bernskunni. Þess vegna era þetta sannar minn- ingar og þær bestu sem við geymum. Ég held að bernskumynd mín af afa segi meira um hann sjálfan og hjarta- lagið en allar mínar ferköntuðu full- orðinshugmyndir samanlagt. Mínar minningar era meðal ann- arra þessi: Afi minn úti á hlaði að járna hest. Hann var margoft búin að minna mig á að ganga ekki fyrir aftan hestinn en auðvitað var prófað. Þá lexíu sem ég lærði þegar ég þaut í loftinu eftir spark hestsins og svip afa míns, man ég enn. Önnur svip- mynd er af afa mínum þar sem hann situr á lágum trékolli við að mjólka kýr, ég í því mikilvæga hlutverki að halda í halann. Þriðja minning af afa mínum stóram og sterkum að kippa mér upp úr fjóshaugnum, þeim mikla líísháska. Hann horfði ásakandi á mig en sneri sér því næst að eldri bömunum og þau fengu skammirnar en ekki ég. Hann hefur sennilega talið, sem rétt var, að ég hefði þegar lært mína lexíu og hann hefði litlu við að bæta. Sú minning sem er mér sennilega kær- ust er frá hestamannaballi þar sem ég var að aðstoða við framreiðslu 14 ára gömul. Þar var afi minn, gleði- maður mikill, og skemmti sér hið besta. Hann harðneitaði að fara heim að loknum dansleik nema síðastur. Margir voru búnir að tala við hann en ekkert gekk. Ég gekk til hans og sagði: Afi minn, ég er orðin þreytt, komdu með mér heim. Hann stóð upp rétti mér höndina og við gengum saman til bílsins sem flutti okkur áleiðis heim. Hann gerði það fyrir mig af því ég var þreytt en ekki tU að þóknast öðram. Yfirleitt var samveran við afa í þögn, það var þægileg og notaleg þögn. Hann var ekki maður margra orða. Amma mín sá um þau, þau áttu svo vel saman og bættu hvort annað upp. Kölluðu hvort annað ætíð gælunöfn- um, Mundi minn og Dúdú mín. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.