Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 biðja um aðstoð þína. Popparar hvetja til herferðar FORSPRAKKAR hljómsveitanna Radiohead, REM og U2 hafa gefið frá sér fréttatilkynningar þar sem þeir hvetja sem flesta til þess að senda rafpóst til þjóðhöfðingja sjö ríkustu þjóða heims þess efnis að biðja þá um að Jeggja niður skuldir Jjróunarlanda. Ástæðan fyrir því að 'pöir hvetja til þessarar rafpósther- ferðar núna er sú að í júlí munu leiðtogarnir hittast á fundi þar sem þetta mál er á meðal umræðuefna. Á heimasíðu Radiohead gaf söngvari hljómsveitarinnar, Thom Yorke, nýlega út yfirlýsingu þar sem hann segir meðal annars að leiðtogarnir „hafi rennt sér fram hjá“ flestum þeim ioforðum sem þeir gáfu í fyrra og að rafpósther- förin sé besta aðferðin til þess að sjá til að þeir geti ekki horft fram gjíú þessu máli aftur. Hann segir einnig að sinnuleysi þjóðhöfðingj- ana hafi nú þegar kostað líf millj- óna einstaklinga. í sérstakri fréttatilkynningu frá Jubilee 2000 samtökunum (sem inniheldur hóp einstaklinga sem hafa helgað sig málstaðnum) benda þau á að hér sé komin ótímafrek að- ferð til þess að leggja samtökunum lið. Þau benda á að í Afríku láti um 19 þúsund börn lífið daglega vegna þess að þjóðirnar neyðist til þess að borga skuldir sínar í stað þess að kaupa birgðir af hreinu vatni og lyfjum. Jubilee 2000 biðja þá sem vilja leggja samtökunum lið að senda rafpóst með titlinum „Drop _the debt now“ á netfangið G71ead- ers@dropthedebt.org. Samtökin munu síðan senda rafpóstinn áleið- is á skrifstofur Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Bretlands. FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Rafn Marteinsson Þeir gerðu góða reisu, Pearl Jam-pflagrímarnir, á vit átrúnaðargoðanna. Rafn Marteinsson segir að Eddie Vedder hafi sjaldan eða aldrei verið í betri sveiflu. Jeff Ament vandar sig við bassaplokkið. Pílagrímsferð á tónleika Pearl Jam BANDARISKA rokksveitin Pearl Jam er þessa dagana á hljómleika- ferðalagi um Evrópu til að fylgja eftir nýrri breiðskífu sinni, Binaur- al. Pearl Jam hefur ekki gert mikið af því að leika fyrir Evrópubúa og því var hér langþráð tækifæri til að sjá þá félaga á sviði. Því tók hópur Islendinga sig til og flaug út til Bret- lands gagngert til að fara á tónleika með sveitinni í Manchester þann 4. júní síðastliðinn. Rafn Marteinsson var þeirra á meðal og fékk hann að smella nokkrum ljósmyndum af sveitinni. Tónleikamir fóm fram í geysi- stórri íþrótta- og tónlistarhöll, Man- chester Evening News Arena, en hún rúmar um 21 þúsund gesti og var fullt út úr dymm. Að sögn Rafns ríkti geysileg stemmning á meðal áheyrenda sem voru vel með á nót- unum allt frá fyrsta hljómi. Laga- valið var fjölbreytt og alls lék sveit- in 27 lög, ný og eldri í bland. Rafn hefur áður orðið þess heiðurs að- njótandi að upplifa Pearl Jam á sviði en hann fullyrðir að Eddie Vedder og félagar hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi en á tón- leikunum í Manchester. Þeir hafi virkað afslappaðir og tekið sjálfa sig mátulega alvarlega. Þannig hafi þeir gefið sér tíma á milli laga til að spjalla við hljómleikagesti og slá á létta strengi: „Eftir uppklapp fengu svo áheyrendur að velja síðustu lög- in og það kom skemmtilega á óvart að lokalag tónleikanna skyldi vera hið magnaða „Yellow Ledbetter." Pearl Jam-liðar hafa lýst því yfir að þeir hyggist gefa út skifu með vel völdum brotum frá Evróputónleik- um sínum. Eftir reynslu sína af ein- um þessara tónleika hikar Rafn ekki við að mæla með þeirri útgáfu, sér- staklega við þá sem ekki munu sjá sér fært að beija sveitina augum. Mike McCready gítarleikari var í miklum ham í Manchester. MYNPBOND Skemmti- legar ofurhetjur Þeir ókunnugu (MysteryMen) (i u iii a ii iii.vii (I ★★ Leiksljóri: Kinka Usher. Aðal- hlutverk: Geoffrey Rush, Janeane Garofalo, Ben Stiller, William H. Macy, Hank Azaria, Paul Reubens. (116 mín) Bandaríkin. Sam Mynd- bönd, 1999. Bönnuð börnum innan 16 ára. PERSÓNURNAR í myndinni Þeir ókunnugu eru byggðar á teiknimyndablöðum sem eru nokk- uð vinsæl í Bandaríkjunum og nefnast „Flaming Carr- ot“. I þeim er flokkur hinna Ókunnugu notað- ur sem hálfgert fallbyssufóður í bardögum milli hins góða og hins illa. Meðlimaskráin þar er alltaf að breytast en þó eru nokkrar per- sónur sem hafa haldið lífi í gegnum blöðin eins og Skóflarinn (Macy). Hér kljást ofurhetjunnar við geð- veikan snilling sem kallar sig Casanova Frankenstein (Rush) og ætlar eins og öll góð illmenni að leggja undir sig heiminn en til að byrja með er Champion City ágæt- is upphitun. Þetta er ofur léttvæg mynd og er greinilegt að þeir sem standa að henni hafa skemmt sér prýðilega við gerð hennar. Macy, Azaria og Stiller halda alltaf reisn sinni þótt þeir glími við það erfiða hlutverk að leika hallærislegustu ofuhetjur sem sést hafa. Illmennin eru mörg hver ágæt þótt Rush sé frekar litlaus í sínu hlutverki. Myndin kemur einnig út á DVD- forminu og er hellingur af aukaefni sem fylgir á disknum eins og senur sem náðu ekki í endalega útgáfu myndarinnar, umsögn leikstjóra hennar sem varpar ljósi á hvernig myndin kom til og ýmis tæknileg atriði varðandi gerð hennar. Ottó Geir Borg í Moggabúðinni getur þú keypt boli, töskur, klukkur o.fl. á einstöku verði beint af Netinu með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað. EINFALT OG ÞÆGILEGT! Þú getur líka komið við hjá okkur f Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, og keypt vörurnar þar. Allir bolir aðeins 1.200 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.