Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Úr hljóðverinu Lostinn er í loftinu s Attavillt er sjö manna danshljómsveit skip- uð þremur konum og fjórum körlum. Þau hafa verið iðin við að laða landann fram á dansgólfíð en haft sig heldur minna í frammi í hljóðverinu. Skarphéðinn Guð- mundsson komst hins vegar á snoðir um að þangað hefðu þau skellt sér snemmsumars. >. ARDAGA sumars brugðu Atta- villt sér í hljóðver og tók upp lagið „Lostinn er í loftinu" sem þegar hefur hljómað nokkuð á öldum ljósvakans. Sveitin hefur verið iðin við spileríið undanfarin ár en gert minna af því að hljóðrita tónlist sína. ÁttaviUt var stofnuð fyrir þremur &rum. Eins og nafnið skírskotar til voru átta manns í sveitinni í fyrstu en síðan þá hafa orðið talsverðar mannabreytingar og í dag eru með- limir Áttavilltra sjö; söngkonumar Bryndís Sunna Valdimarsdóttir, Kristjana Ólafsdóttir og Cecilia Magnúsdóttir, bassaleikarinn Guðni Bragason, trommarinn Andri Hrannar Einarsson, hijómborðsleik- arinn Stefán Öm Gunnlaugsson og gítarleikarinn Viktor Steinarsson. Hinn síðastnefndi bendir á að eðli- ytega sé fólk hnýtandi í nafn sveitar- ,;mnar og ósamræmið við liðsfjöldann: „Það em alltaf einhverjir vafasamir húmoristar sem sjá sig knúna til þess að spyrja okkur hvort við séum þá núna orðin Sjövillt sem náttúrlega er sífyndið.“ Sveitarmenn segja að allt síðan sveitin var stofnuð hafi hún haft nóg fyrir stafni, aðallega við að spila á böllum, árshátíðum og öðrum samkomum. Ándri Hrannar, annar tveggja upprunalegra meðlima, segir aðaleinkenni sveitarinnar enda hafa Mafestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT verið stuð: „Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að vera gleðisveit eða réttara sagt danssveit með skot- helda balldagskrá undir beltinu.“ Bryndís, hinn upprunalegi meðlim- urinn, segir hina óvenjulegu liðsskip- an eina meginástæðuna fyrir því að sveitinni hefur gengið vel á ballmarkaðnum: „Það vekur athygli manna og áhuga að í sveitinni séu þrjár söngkonur. Slíkt hefur einfald- lega ekki tíðkast hér þótt það sé mjög algengt erlendis þar sem þetta virð- ist vera mjög í tísku í danstónlistinni, sér í lagi R&B geiranum en við erum flest allspennt fyrir honum.“ Sveitar- skipanin hefur enn fremur gert Átta- villtum auðveldara um vik að bjóða upp á þá balltónlist sem verið hefur hvað vinsælust síðustu misseri, disk- óið, gamla og góða sálartónlist eins og hún var best gerð í smiðju Mot- own hljómplötufyrirtækisins og söngleikjatónlist. Annars segja þau að fólk hafi haft á orði hversu fjöl- breytileg tónlistin er sem þau spila á böllum. Það segja skýringuna á því vera að þau séu alætur á tónlist og t.a.m. jafnvíg bæði á rokkið og dans- tónlistina. Ballmennskan tímafrek „Það má eiginlega segja að við séum búin að vera of upptekin við að Morgunblaðið/Kristinn Söngkonur Áttavillt voru sætar í sólinni á Austurvelli. spila á böllum til þess að hafa getað tekið upp efni,“ segir Bryndís þegar Áttavillt eru innt eftir því hvers vegna þriggja ára gömul sveit sé ekki enn búin að gefa út plötu. „Við höfum samt alltaf reynt árlega að hljóðrita eitthvað, svona lag og lag sem endað hefur á safndiskum og í spilun á út- varpsstöðvunum. Það er nauðsjmlegt að geta auglýst sig og komið efni sínu á framfæri á þann veg.“ Þau eru sam- mála um að það sé lífsspursmál fyrir sveitir á ballmarkaðnum að heyrast á öldum ljósvakans svo ballgestir viti að hverju þeir ganga. „Þetta skiptir enn þá meira máli í dag en áður því samkeppnin á ballmarkaðnum er orðin talvert harðari en hún var,“ segir Bryndís og félagar hennar taka undir og benda á að staðimir séu ein- faldlega orðnir miklu færri og smærri. „Það væri einfaldast að skipta sveitinni í tvö pöbbabönd." „Lostinn er í loftinu" er liður í upp- tökuviðleitni Áttavilltra og fjórða lagið sem þau taka upp. Nýja lagið var samið og útsett af Stefáni Emi hljómborðsleikara og segja sveitar- menn það undir sterkum R&B áhrif- um og vera í raun eitt hið fyrsta sinn- ar tegundar í íslenskri tónlistarsögu. „Þessi tegund danstónlistar hentar svo vel þremur jafnvígum söngkon- um,“ segir Bryndís. Stefán Öm syng- ur reyndar einnig hluta lagsins en þeir piltar eiga það allir til að grípa í hljóðnemann á góðri stundu. Áttavillt segja það alltaf á stefnu- skránni að taka upp meira efni og gefa út fyrstu breiðskífuna. „Við höf- um bara einfaldlega ekki fundið tím- ann enn,“ segir Andri Hrannar. „Flestir í sveitinu em í fullri vinnu og eiga fjölskyldu auk þess sem við er- um að spila flestar helgar þannig að það þyrfti eiginlega að bæta nokkr- um klukkutímum í sólarhringinn til þess að það muni hafast að gera plötu.“ Sveitin segir að efnið vanti hins vegar ekki og hugmyndimar eigi þau margar og góðar. Síðasta tónleikaferð Tinu Turner TINA TURNER tilkynnti áhorfend- um á tónleikum sínum í Zurich í Sviss sl. föstudag að sú tónleikaferð sem hún er á þessa stundina verði hennar síðasta. Hin sextuga poppdrottning hóf tónleikaferð sína um heiminn í Sviss. „Þetta er í fyrsta skipti sem Tina tilkynnir áhorfendum sinum að hún fari ekki í fleiri tónleikaferðalög," sagði talsmaður hennar. „Hún tók þessa ákvörðun þvf hún vill hætta á tindinum. En hún mun þó ekki hætta að koma fram á tónleikum. Hún gæti birst á tónleikum með Sting til bjargar regnskógunum eða Elton John til styrktar eyðni- rannsóknum ef hún yrði beðin um það.“ Tumer er enn samningsbundin hjá fyrirtækinu EMI og samkvæmt samningi á hún eftir að gefa út eina plötu til viðbótar. Reuters Tina tilkynnti 40 þúsund áhorf- endum að hún myndi senn hætta að fara í tónleikaferðalög. Turner mun spila á tónleikum í Evrópu næstu daga og vikur en ferðalagið endar með tónleikum í San Francisco í Bandaríkjunum í nóvember. LIÐ-AKTIN Góð fæðubót fyrir fólk sem er með mikið álag á Liðum -’umTe HaveJ N 1C IIOLA Á myndbandi 4. júlí ÆGISStBU 123 •IWl 551-9292 NÚPALIND 1 KÓP. CtMll MMMð FURUORUND 3 KÓP. •ÍMti SS4-1B1T LAUGAVEGUIt 184 SlMll 55JB333 MOSFELLSBÆ ■iMll 566-8043 HAFNARFIRBI SlMll 566-4460 'MR SEM NÝJUSTU MYNDIRNAR FÁST'" SkólavörAuslig, Kringlunni & Smáratorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.