Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 64
heim að dyrum
www.postur.is
PÓSTURINN
MORGUNBLAÐIÐ, KWNGLUmi 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5091100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000
VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK.
Geysir
gaus í
fyrrinótt
GEYSIR gaus af sjálfsdáðum um
miðnættið í fyrrinótt. Gosið stóð í
rúmar 25 mínútur og varð gosstrók-
urinn um 40 metra hár. Sandpokum
hafði verið komið fyrir í Geysi í vik-
unni til þess að draga úr gosvirkni en
það virðist engin áhrif hafa haft og
gosvirkni í hvernum er greinilega
mikil að sögn Más Sigurðssonar, um-
sjónarmanns hverasvæðisins í
Haukadal.
Már segir hverasvæðið hafa lifnað
við eftir jarðskjálftana á Suðurlandi
og mun meiri virkni sé á svæðinu en
vanalega, Strokkur gjósi til að
rwnda lengur og hærra en hann á
-vSmda tál. Einnig hefur hann haft
spumir af því að meiri hiti sé í holum
í Neðra dal eftir skjálftana. Már tel-
ur að Geysir sé kominn úr gjör-
gæslu, einsog hann orðaði það, og nú
þurfi að leyfa honum að gjósa af
sjálfsdáðum og tæma sig.
Aðmíráls-
fiðrildi ber-
ast hingað
LITSKRÚÐUG og falleg að-
mírálsfiðrildi, sem berast með
hlýjum loftstraumum sunnan
úr Evrópu, hafa undanfarið
sést víða um land.
Aðmírálsfiðrildi berast
hingað til lands öðru hverju
en nú virðist vera óvenju mik-
ið af þeim á Suður- og Vestur-
landi. Aðmírálsfiðrildi hafa
mikið vænghaf, brúnsvart
með breiðu, rauðu skábandi á
framvængjum og fimm hvít-
um smáblettum á væng-
broddi.
Að sögn Sigurðar Björns-
sonar, á Kvískerjum í Öræf-
^um, þekktust fiðrildin hér
fyrr á öldinni og voru þá köll-
uð pestarflugur, þar sem fólk
óttaðist að þau bæru með sér
farsóttir.
Morgunblaðið/Golli
Á railli fimm og sjö þúsund manns voru komin á Þingvelli um hádegisbilið í gær. Hópur fólks hafði komið sér fyrir makindalega fyrir framan Lögberg.
Sólarhátíð á Þingvöllum
VEÐRIÐ lék við gesti á kristnihátíð á Þingvöll-
um í gær en Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri
hátíðarinnar, taldi að varlega áætlað væru á
milli fimm og sjö þúsund manns komin á hátíð-
arsvæðið laust eftir hádegi og jafnvel allt að tíu
þúsund. Júh'us sagði hátiðina hafa byrjað vel,
hún færi hægt af stað sem væri í samræmi við
það sem búist var við.
Sigurður Helgason hjá Umferðarráði sagði
umferð hafa gengið vel og ekki var vitað um
slys eða óhöpp. Sigurður sagði umferðina hafa
verið heldur minni en búist var við en hún fór
þó nokkuð vaxandi eftir hádegi og hann sagði
umferð einnig mikla um allt Suðurland um há-
degisbilið í gær. í kringum tólf hundruð einka-
bflar voru komnir á stæðin við Þingvelli laust
eftir hádegi.
Hátíðin hófst formlega með fánahyllingu sem
Bandalag íslenskra skáta sá um við Þingvalla-
kirkju og síðar á þingpalli við Lögberg. Skóla-
hljómsveit Kópavogs lék við fánahyllinguna og
Össur Geirsson stjórnaði.
I Þingvallakirkju var blönduð dagskrá allan
daginn þar sem flutt var tónlist og haldnir fyr-
irlestrar um ýmsa kennimenn fyrri alda. Fim-
leikasamband Islands stóð fyrir fimleikasýn-
ingu, þar sem m.a. kom fram hópur kvenna sem
kallar sig Hressar í 40 ár, og Héraðssambandið
Skarphéðinn bauð upp á glímusýningu.
I Stekkjargjá opnaði Björn Bjarnason
menntamálaráðherra sýningu fjór-tán lista-
manna um dyggðirnar sjö. Hann sagði það
listaverk út af fyrir sig að efna til sýningar á
slikum stað og sagði aðdraganda, efnistök og
umgjörð sýningarinnar gera hana einstaka.
Magnús Hallgrímsson, sem haft hefur umsjón
með framgangi verklegra framkvæmda, segir
að allt hafi gengið upp og verið til reiðu í gær-
morgun. Fjölmargir iðnaðarmenn og aðrir
komu við sögu mannvirkjagerðarinnar og sagði
Magnús að gert sé ráð fyrir að eina til tvær vik-
ur taki að ganga frá eftir hátíðina.
Flugfélögin tilkynna
5% hækkun fargjalda
FLUGLEIÐIR hf. og Flugfélag ís-
lands hf. hafa ákveðið að hækka al-
menn fargjöld frá og með 1. júlí. Far-
gjöld í innanlandsflugi Flugfélagsins
hækka um 500-800 krónur eða um 4,9
til 7,7%. Fargjöld með Flugleiðum
hækka almennt um nálægt 5%.
Hækkunin er rakin til mikilla kostn-
aðarhækkana að undanfomu, meðal
m 0 \ ^ ‘WÍ í r‘ . pr. aT 1 \ t jy; ” U. n 1«t~, Æf '&l' fff * 1 . Bl 83:81 ’- ga s
jjjaSE; 8ÖNAÐARBANKINN Trvuitur bmki 1 70 Ar
annars vegna hækkunar á verði flug-
vélaeldsneytis og launa.
Stjórnendur Flugleiða ákváðu í
gær að hækka fargjöld frá og með
þeim degi. Að sögn Einars Sigurðs-
sonar, framkvæmdastjóra hjá félag-
inu, er um að ræða nálægt 5% al-
menna verðhækkun en ekki var búið
að reikna út fargjöld á einstökum leið-
um þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við Einar.
Aukinn kostnaður er ástæða verð-
hækkunarinnar, að sögn Einars, og
þar vegur þyngst hækkun á eldsneyti
og launum hér á landi. Einar segir að
flugvélaeldsneyti hafi hækkað að
meðaltali um 55% frá síðasta ári og
hæsta verðið á þessu ári sé 144%
hærra en lægsta eldsneytisverð á síð-
asta ári. Flugleiðir hafa varið sig gegn
eldsneytishækkunum með framvirk-
um samningum og fleira en Einar
segir að slíkar varnir dugi ekki nema í
skamman tíma þegar eldsneytis-
hækkanir séu varanlegar eins og útlit
sé fyrir nú. Slíkar hækkanir lendi fyrr
eða síðar á flugfélögunum og hljóti að
koma fram í verði fargjalda. Þá nefnir
hann einnig aukinn launakostnað en
laun hér á landi hafi hækkað helmingi
hraðar en í nágrannalöndunum.
Hækkar um 500 til 800 krónur
Almenn fargjöld í innanlandsflugi
hjá Flugfélagi Islands hækkuðu í gær
um 500 til 800 krónur á hvora leið.
Samsvarar það 4,9 til 7,7% hækkun
flugmiða og er mesta hækkunin á
flugi til Vestmannaeyja. Að sögn
Áma Gunnarssonar, sölu- og mark-
aðsstjóra félagsins, stafar hækkunin
af aukningu kostnaðar, einkum vegna
hækkunar á verði flugvélaeldsneytis
og launa, en einnig hefur gengisþróun
haft neikvæð áhrif á rekstur félags-
ins. Hluti af kostnaði, meðal annars
leiga á vélum, er tengdur gengi
Bandaríkjadals sem hefur hækkað en
hluti af tekjum félagsins eru tengdar
gengi mynta Evrópulanda sem hefur
lækkað.
Ekki kveðst Ami eiga von á því að
gjaldskráin lækki þegar eldsneytis-
verð lækkar aftur en segir að það
verði metið þegar að því komi. Þá
neitar hann því að fargjaldahækkunin
standi í sambandi við minni sam-
keppni á markaðnum. Innanlands-
flugið eigi í harðri samkeppni við bíla
og feijur.
Lægsta fargjald til Akureyrar og
Isafjarðar hækkar úr 8.730 krónum í
9.230, eða um 5,7%, og hæsta fargjald
til sömu staða hækkar um svipað
hlutfall og verður 15.130 kr. Fargjöld
til Egilsstaða og Hafnar hækka um
5%, lægsta fargjald verður 9.230 kr.
og hæsta fargjald 17.130. Mesta
hækkunin er á flugi til Vestmanna-
eyja. Lægsta verð þangað hækkar úr
7.230 kr. í 7.730, eða um 6,9%, og
hæsta fargjald úr 10.330 kr. í 11.130
sem svarar til 7,7% hækkunar.
27% aukning til Akureyrar
Mikil aukning hefur verið í far-
þegaflutningum hjá Flugfélagi Is-
lands á fyrstu mánuðum ársins. Mest
aukning hefur verið á flugi til Akur-
eyrar en þar hefur aukning á fyrstu
fimm mánuðum ársins verið um 27%
frá fyrra ári en samtals er farþega-
aukning hjá félaginu um 14% á þessu
tímabili.