Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________________SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Bflbeltin - þín og annarra vegna Frá Ragnheiði Davíðsdóttur: NÁNAST daglega heyrum við frétt- ir af hörmulegum umferðarslysum þar sem fólk bíður bana eða slasast mjög alvarlega. I allt of mörgum til- fellum kemur fram í fréttinni að far- þegar og/eða ökumaður hafi kastast út úr bílnum. Fyrir þrjátíu árum hefði það ekki þótt sérstaklega fréttnæmt þótt fólk kastaðist út úr bílum t.d. við útafakstur eða í bíl- veltum. Nú á dögum, árið 2000, nítján árum eftir lögleiðingu bílbelta á Islandi hlýtur það að teljast und- arlegt að enn skuli berast fréttir af fólki sem kastast út úr bílum með skelfilegum afleiðingum. Það þýðir nær undantekningarlaust að bílbelt- in voru ekki spennt í umrætt sinn. í starfi mínu sem forvarnafulltrúi VÍS ferðast ég mikið um þjóðvegi landsins og ek iðulega landshorn- anna á milli, jafnt sumar sem vetur. Varla þarf að taka fram að sjaldan sé ég eftirlitsbíla lögreglu, enda hef- ur löggæsla á vegum landsins nán- ast lagst af ? utan þess sem einstaka lögregluembætti hlutast til um hraðamælingar í næsta nágrenni við þéttbýlisstaði. Þar má t.d. nefna lög- regluna í Húnavatnssýslum. Þess utan má segja að umferðarlöggæsla sé engin. Oft og tíðum er einum lög- reglumanni ætlað að stunda lög- gæslu á svæði sem spannar hundruð kflómetra og segir sig sjálft að slík löggæsla er nánast að nafninu til. Það gefur því augaleið að menn komast upp með að aka án bílbelta og stunda hraðakstur að vild án þess að þurfa að óttast að verða staðnir að verki. Víða í þéttbýli á lands- byggðinni má sjá fólk aka um götur án bflbelta og h'til börn sitja laus í fram- eða aftursætum bfla. Afsökun heimamanna fyrir þessu hátterni er oft sú að það taki því ekki að spenna beltið eða setja barnið í stólinn þær stuttu vegalengdir sem farið er! Slíkur hugsunarháttur er ekki að- eins fáránlegur heldur lífshættuleg- ur. Þá hefur þráfaldlega sést til sumra ökumanna fólks- og vöru- flutningabíla sem ekki nota bílbelti undir stýri á þjóðvegum landsins. Sumir þeirra eru haldnir þeim mis- skilningi að þeir séu undanþegnir notkun bflbelta en auðvitað er það fjarri lagi eins og reglugerð um und- anþágu á notkun bflbelta kveður skýrt á um. Sömu sögu er að segja af mörgum leigu- og sendibflstjór- um sem telja sig undanþegna notk- un bílbelta þegar þeir stunda leigu- akstur. Svo er auðvitað ekki í öllum tilfellum enda gildir undanþága sendibflstjóra aðeins í örfáum und- antekningartilfellum þegar um er að ræða dreifingu á vörum á milli húsa. Undanþága leigubílstjóranna er á sömu forsendum og lögreglumanna, þ.e. af öryggisástæðum og því ein- göngu gild þegar þeir flytja farþega. Við allan annan akstur er bæði leigu- og sendibílstjórum skylt að nota bílbelti, svo ekki sé talað um vöru- og fólksflutningabflstjórana sem aldrei eru undanþegnir bfl- beltanotkun nema þar sem hætta er á skriðuföllum og snjóflóðum. Þá skal tekið fram að í einstaka tilfell- um fá ökumenn læknisvottorð sem undanþiggur þá frá notkun bílbeltis en slík tilfelli eru afar fátíð. Notkun bflbelta bjargar mannslífum. Um það vitna fjölmörg dæmi. Ekki skirrast við að spenna belt- in, alltaf þegar sest er upp í bíl. RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR, forvarna- og öryggismálafulltrúi VIS. Leikmannaspj all Frá Guðrúnu Jacobsen: INNLEGG í væntanlegt kristni- hald á Þingvöllum árið 2000. í upphafi var Orðið og Orðið kom frá Guði. Þetta stendur í Biblíu kristinna manna. Hvað stendur í öðrum spá- dómsbókum hef ég ekki kynnt mér. Eitt er víst, þótt margir séu far- vegirnir í leitinni að vilja Drottins, og vissulega gefur það lífinu lit, get- ur engin trúarhreyfing tileinkað sér skaparann vegna eigin þarfa, til að kræla sér í hluthafa: Mín hugsun er sú, og ugglaust margra, sem íhuga það sama. í upphafi gaf Guð mann- inum frjálsborna hugsun - hvað er rétt og hvað er rangt. Mannsins er að velja. Uppeldi og umhverfi hefur vita- skuld sitt að segja, en þegar til að mynda tvö börn, við sömu uppeldis- kjör og umhverfi, víxlast hvort í sína áttina, annað verður svokallað „hrekkjusvín“, svo ég taki ekki sterkara til orða, en hitt barnið gjörir allt gott, neita ég persónu- lega að það sé uppeldim umhverfi, kerfinu eða genunum að kenna. Ósjaldan les maður í eftirmælum ungmenna, sem látast: Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Hvað með alla hina, sem heila mannsævi lifa öðrum en sjálfum sér? Fólk sem á barn, sem lifir af slys þakkar Guði kraftaverkið. Hvað með hin börnin, sem létust í sama slysi? Sumar manneskjur eru þannig lagaðar, að maður veigrar sér við að skrifa um þær dánarminningu. Samt skal geta einnar. Mér óskyld gömul kona var í sér- trúarflokki. Galt sína tíund til ævi- loka. Aldrei var hennar heiðursaf- mæli minnst, meðan haldið var uppá heiðursaldur efnaðri kvenna safnað- arins. í þau örfáu skipti, sem ég vitjaði þessarar óskyldu konu í eina af öldrunarstofnunum borgarinnar þakkaði hún. Jafnvel þótt ég hefði aðeins komið á tíu ára fresti hefði hún þakkað fyrir hversu oft ég kom! Það eru svona manneskjur, sem styrkja mann í trúnni á Guð allra manna. Á Jónsmessu, GUÐRÚN JACOBSEN, Bergstaðastræti 34, Reykjavík. Með fótbolta á höfðinu Ásthildi Cesil Þórðardóttur: Kæri Sigurður Óli. Af skrifum þínum er ljóst að þú og þínir líkar eruð hreinlega með bolta á herðunum í staðinn fyrir höfuð. Það er þetta ,veistu!, sem við hugs- um með. Vá, var útsendingin rofin til að tilkynna jarðskjálfta. Þú hefur náttúrulega orðið pirraður af slíkri truflun get ég ímyndað mér. Það getur líka vel verið að fréttamenn sjónvarpsins séu svona miklu seinni til en fréttamenn Stöðvar tvö, að þeir hafi ekki verið búnir að afla upplýsinga svo að hægt yrði að segja frá. En ég held ekki að við frétta- menn á RÚV sé að sakast, þeim var einfaldlega ekki hleypt að. Guð hvað við erum frek þessi sem ekki viljum horfa á fótbolta í staðinn fyrir frétt- ir, barnaefni og aðra auglýsta dag- skrá Sjónvarps allra landsmanna. En málið er bara svo einfalt að það er skylduáskrift að sjónvarpinu og meðan það er þá ber sjónvarpinu skylda til að sinna sínu hlutverki sem er fyrst og fremst fréttir og upplýsingar sem varða almenning. Það er hamrað á því að sjónvarpið sé öryggistæki sem eigi að vera til stað- ar í hamförum og öðru sem varðar fólkið í þessu landi. Það væri enginn að fetta fingur út í boltaútsendingar ef sjónvarpið væri ekki einokunar- fyrirtæki, þú veist kannski ekki að maður má ekki eiga sjónvarp nema borga af því til ríkissjónvarpsins áskriftagjöld. Þar af leiðandi er ekki hægt að hafa aðra stöð og sleppa sjónvarpi allra landsmanna. Þar liggur hundurinn grafinn. Ekki hvort venjulegt fólk eru fréttafíklar eða vitlaust í Lögregluhundinn Rex. Og að kalla það „eilitla breytingu á fréttatíma sjónvarpsins" að fréttir séu einfaldlega felldar niður er nú kannski dálítið ýkt eða þannig. Hvað kallarðu þá meiri háttar breytingu? Lausnin í þessu máli er að einok- un Rfldssjónvarpsins verið rofin og menn ráði því hvort þeir kaupa áskrift af því eða ekki eða að þeir leysi íþóttamálin á annan veg, semji við Sýn eða einfaldlega stofni sér íþróttarás. Ég er nefnilega sann- færð um að það eru ekki svona margir sem vilja hafa fótboltann á öllum tímum þótt það sé bara einn mánuður af 24. Það hringdi m.a. í mig gamall maður um daginn til að þakka mér fyrir greinina mína og sagði mér í leiðinni að eftir þessa reynslu væri hann ákveðinn í að fá sér Stöð tvö, þetta hefði verið drop- inn sem fyllti bikarinn, og ég held að svo sé með fleiri. Þetta var kornið sem fyllti endanlega mælinn hjá- fleira fólki en mér. En ég segi það aftur og enn að meðan Suðurland skókst og hristist og fólk var að missa eignir sínar og var skelfingu lostið, þá kom það mér algjörlega í opna skjöldu að ekkert skyldi vera í Rfldssjónvarpinu nema menn að hlaupa eftir leðurtuðru. Ég ætlaði ekki að trúa þessu og reyndi hvað eftir annað að kveikja á sjónvarpinu en allt kom fyrir ekki. Ég ætla bara rétt að vona að þeim sem stóðu fyrir þessu verði gerð grein fyrir alvöru málsins og þeim sagt að svona uppá- komur megi ekki endurtaka sig. Ef ráðamönnum sjónvarpsins finnst ekkert athugavert við þennan at- burð þá er eitthvað meira en lítið að þar á bæ og spurning um hvort ekki sé kominn tími til að skipta um karl- inn í brúnni. ÁSTHILDUR CESIL ÞÓRÐ ARDÓTTIR, Seljalandsvegi 100, ísafirði. Útsalan hefst á morgun, mánudag Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 & lau. frá kl. 10-14 Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. Enn eítt framúrskarandi fædubótaefni frá Futurebiotics Allaigi á lliðina? k aiJCOSAMINt utwfíRX/n'H CoMFli-X Rannsóknir hafa sýnt að neysla á fæðu- bótaefninu Glucosamin sulfat getur stuðlað að aukinni brjóskmyndun. Ástæðan er sú að sykrungarnir virka sem hvati til myndunar brjósks f liðum. Talið er að Chondroitin sulfat efli áhrif Giucosamins, hægi á niðurbroti brjósks og dragi úr bólgum. Færustu sérfræðingar hins virta heilsuvörufyrirtækts Futurebiotics hafa sett saman kröftuga blöndu úr þessum efnum, sem þeir telja vera f réttum hlutföilum fyrir fólk. Notkunarsvið: Byggja upp Ifði. Viðhalda styrkum brjóskflötum. Áhættuþættir slits á liðum eru:__________ Erfðir, offita, mlkii áreynsla m.a. hjá fþróttamönnum og slakar vöðvafestingar. Auk góðra fæðubótaefna er nauðsynlegt að huga að líkamsþyngd og réttri Ifkamsþjálfun. Miklu áhrifaríkara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.