Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ pVorgunlilaíiiíi STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞÝDINGASTEFNA GRÍÐARLEGT starf hefur ver- ið unnið hér á landi í þýðingum erlendra bókmennta á undan- förnum áratugum. Það er ekki sjálf- gefið að fámennisþjóð eins og íslend- ingar eigi jafnvandaðar þýðingar á leikritum Shakespeares og grísku harmleikjunum og raun ber vitni. Á undanförnum áratug hefur mikið starf verið unnið í þessum efnum og er óhætt að segja að fagmennska hafi aukist. Mikið af þeim þýðingum sem gefnar voru út hér fyrr á öldinni, til dæmis í mikilli þýðingabylgju á fimmta áratugnum, standast ekki þær kröfur sem nú eru gerðar til þýð- inga. Þannig voru verkin oft og tíðum frjálslega þýdd, styttingar voru al- gengar og stórir hlutar verka voru jafnvel skornir burt. Áherslur útgefenda í vali á verkum til þýðinga hafa einnig breyst. Fyrir rúmum áratug voru reyfarar og met- sölubækur af ýmsu tagi stór hluti þeirra erlendu bókmennta sem þýdd- ar voru en nú eru slíkar bækur í minnihluta. Megináherslan hefur ver- ið á að gera erlend öndvegisverk að- gengileg fyrir íslenska lesendur und- anfarin ár, bæði fyrri alda og síðari. Einna helst hefur skort á að það sem er efst á baugi í erlendum bókmennt- um nú um stundir komist nægilega fljótt hingað út. Þar hafa þýðendur og útgefendur oft látið glepjast af því að þýða metsölubækurnar. Sennilega rekur vonin um skjótfenginn gróða þá út í slíka útgáfu en eins og þeir vita best sjálfir seljast þær bókmenntir best sem lifa lengst þegar upp er staðið. Einnig má gera ráð fyrir því að metsölubækurnar séu að miklu leyti lesnar á ensku af þeim sem áhuga hafa eins og kom fram í frétt hér í blaðinu á föstudaginn um þýðingar á erlendum bókmenntum í Danmörku. Þar hefur sala á þýddum bók- menntum, sem eru mikið til af met- sölukyni, dregist saman og telja danskir forleggjarar ástæðuna eink- um þá að fleiri og fleiri lesi ensku. Eins og Mereta Ries hjá Rosinante- forlaginu bendir á ætti megináhersl- an í þýðingum á samtímabókmennt- um hins vegar að vera á helstu bók- menntaverk hvers tíma. íslenskir þýðendur og útgefendur mættu vissulega taka þessi orð til sín því að þótt margt sé vel gert hér á landi í þessum efnum þá mættum við gjarnan vera í meiri snertingu við leiðandi og framsækna samtímahöf- unda erlendis. EVRÓPA FRAMTÍÐARINNAR AÐ er erfitt að festa hendur á því hvað helztu stjórnmálamenn í Evrópu eru að fara í yfírlýsingum um framtíðarþróun Evrópusambandsins um þessar mundir. Þeir tala ekki mjög skýrt. Þó er ekki hægt að skilja ræðu Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýzkalands, fyrir nokkrum vik- um og ræðu Jacques Chiracs, forseta Frakklands, fyrir nokkrum dögum, á annan veg en þann að báðir vilji stefna að æ nánara samstarfi Evrópu- ríkja og jafnvel samruna í einhverju formi. í umræðum um afstöðu okkar ís- lendinga til Evrópusamstarfs þurfum við að gera okkur grein fyrir því að þróunin í Evrópu stefnir í þessa átt. Við getum ekki lengur litið einvörð- ungu til viðskiptahagsmuna okkar. Pólitísk staða íslands á nýrri öld verð- ur ríkur þáttur í þessum umræðum. Forystugreinar Morgunblaðsins 2. júlí 1950: „Síðan að atom- sprengjan var uppfundin hef- ur öllu mannkyni verið það ljóst að notkun hennar í hern- aði hlyti að leiða til gjöreyð- ingar mannslífa og verðmæta í heilum löndum og jafnvel heimsálfum. Þess vegna hafa þær þjóðir, sem forystu hafa haft á sviði kjamorkurann- sókna, Bandaríkjamenn, Bretar og Canadamenn, leit- ast við að leggja grundvöll að alþjóðlegri samvinnu um eft- irlit með framleiðslu þessara ægilegu vopna. En allar þess- ar tilraunir hafa strandað á Sovjet-Rússlandi. Rússar hafa að vísu sagst vilja banna alla framleiðslu kjamorku- vopna. En þeir hafa harðneit- að þeim þjóðum, sem hafa boðið þeim upp á samvinnu um þessi mál, um alla mögu- leika til þess að fylgjast með því, hvemig þeir framfylgdu slíku banni heima fyrir. Til- laga Rússa við gerð og notk- un kjamorkusprengja er þess vegna fyrst og fremst krafa um að öllum þjóðum öðmm en þeim sjálfum verði bönnuð hún.“ 2. júlí 1960: „Fyrir 10 áram voru í Berlín stofnuð samtök mennta- og listamanna, sem hlutu á ensku nafnið Cultural Freedom. Síðan hafa víða um veröld verið stofnuð félög, sem að vísu era óháð þessum heildarsamtökum, en starfa á grandvelli hugsjóna þeirra og í nánum tengslum við þau. Hér á landi hefur félag það, sem þessum merku samtök- um er tengt, hlotið nafnið Frjáls menning... Þessi samtök eiga brýnt er- indi til íslenzkra lista- og menntamanna, eins og félaga þeirra úti í hinum stóra heimi. Er vissulega tíma- bært að efla þessi samtök hér á landi og er ekki að efa að fjöldi þeirra mennta- manna, sem andvígir era ein- ræði, muni leggja fram krafta sína, er þeir gera sér fulla grein fyrir eðli þessara samtaka.11 2. júlí 1970: „Um þessar mundir era að hefjast við- ræður milli Efnahagsbanda- lags Evrópu (núverandi Evrópusambands - innsk. Mbl.), Bretlands, Danmerk- ur, Noregs og Irlands um að- ild þessara ríkja að Efna- hagsbandalaginu. Þetta er í þriðja sinn, sem Bretar gera tilraun til þess að ná samn- ingum um aðild að Efnahags- bandalaginu. Fyrsta tilraun- in hófst á árinu 1961, en í janúar 1963 stöðvaði De Gaulle þáverandi forseti Frakklands frekari viðræður og inngöngu Breta. Næst reyndu Bretar að ná samn- ingum um aðild á árinu 1967 og enn fór á sömu leið. De Gaulle beitti neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir inn- göngu..., Afstaða Islendinga til Efna- hagsbandalags Evrópu hefur alltaf verið ljós. Allir íslenzk- ir stjórnmálaflokkar era á einu máli um að full aðild að Efnahagsbandalaginu komi ekki til greina fyrir ísland.“ SÍÐASTLIÐINN fimmtudag birtist á neytendasíðu Morg- unblaðsins frásögn af því, að „lífræn bylgja“ gengi nú yfír Bretland. Lífrænt ræktaðar matvörur væra að ná fótfestu á brezkum matvöramarkaði og tækju undir sig æ meira pláss í hillum stórmarkaða. í frásögn blaðamanns Morgunblaðsins segir m.a.: „Stórverzlanir keppast nú um að auka úrval lífræns ræktaðs grænmetis og ávaxta og varla fyrirfinnst sú grænmetistegund, sem ekki má finna í lífrænt ræktaðri útgáfu. Að sama skapi eykst sífellt úrval annarra lífrænt ræktaðra matvara á borð við drykkjarvöra, brauðmeti, barnamat og gæludýramat enda era 70% allrar lífrænt ræktaðrar vöra í Bretlandi seld í stór- mörkuðum. Stórmarkaðskeðjan Waitrose, sem kjörin var „lífræni stórmarkaður ársins" af sam- tökum framleiðenda lífrænt ræktaðrar matvöru á síðasta ári og hefur verið sæmd þeim titli nokkram sinnum áður, hefur upp á að bjóða 600 vörategundir af lífrænum toga í verzlunum sín- um. Auk grænmetis og ávaxta má þar meðal annars ftnna lífrænt ræktað kjöt og fisk, bjór og vín, brauð og barnamat. Nú era 12% alls græn- metis og ávaxta, sem selt er í verzlunum Waitrose, lífrænt ræktuð vara, samanborið við 7% á síðasta ári.“ Hvers vegna kaupir fólk lífrænt ræktaðar matvörar? Þeirri spurningu er svarað á eftir- farandi hátt í umræddri grein með vísun í könn- un, sem brezku neytendasamtökin gerðu: ,AIgengast er að fólk kaupi lífrænt ræktað grænmeti og ávexti og sagðist meirihlutinn gera það af hollustuástæðum. Stór hluti sagðist velja lífrænt ræktað til þess að forðast matvörur, þar sem notað hefði verið skordýraeitur. Ennfremur sagði þriðjungur aðspurðra að lífrænt ræktaðar matvörur brögðuðust betur. Einungis 2% sögð- ust eingöngu neyta lífræns ræktaðs fæðis og gáfu hinir þá skýringu, að lífrænt ræktaðar vör- ur væru einfaldlega of dýrar til þess að hægt væri að neyta þeirra eingöngu." Um verðlag á lífrænt ræktuðum matvörum segir: „Lífrænt ræktaðar vörur geta kostað allt að tvöfalt meira en sambærilegar vörar, sem ræktaðar era með hefðbundnum hætti. Að meðaltali er verðmunur þó um 62%. Segja niður- stöður kannana, að allt að 80% neytenda mundu velja lífrænt ræktað fram yfir hefðbundið, ef verð væri það sama. Ein af ástæðunum fyrir hærra verði lífrænt ræktaðrar vöra er sögð vera hærri framleiðslukostnaður. Talsmaður sam- taka framleiðenda lífrænt ræktaðrar matvöru í Bretlandi segir, að áætlað sé að framleiðslu- kostnaður sé í raun og vera allt að 30% hærri, þegar aðferðir lífrænnar ræktunar era notaðar." Sú þróun í Bretlandi, sem hér hefur verið lýst er ekkert einsdæmi. Hún hefur verið áberandi allavega víða á Vesturlöndum undanfarin ár og vafalaust víðar. Hingað til hafa þetta verið eins konar undirstraumar í þjóðlífinu en nú er margt, sem bendir til þess, að þeir undirstraumar séu að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Það er nánast hægt að fullyrða, að bylting verði í neyzlu á líf- rænum matvöram á næstu áram, jafnvel þótt þær séu dýrari. Heilsubylgja hefur gengið yfir á Vesturlönd- um síðustu áratugi. Hún hefur m.a. byggzt á skipulegri og reglubundinni líkamsrækt. Jafn- framt hefur hún endurspeglast í þeirri víðtæku herferð, sem staðið hefur yfir gegn tóbaksreyk- ingum og á upptök sín í Bandaríkjunum, þar sem henni er líka fylgt rækilega eftir. Hún hefur lika komið fram í siðlegri umgengni um áfengi en áð- ur tíðkaðist a.m.k. með sumum þjóðum eins og hjá okkur íslendingum og öðrum þjóðum, sem byggja norðurslóðir og ekki fráleitt að áhrifa hennar gæti nú þegar í breyttum drykkjusiðum íslendinga, allavega af yngri kynslóðinni. Samhliða heilsubylgjunni hefur orðið um- hverfisvakning í heiminum. Alls staðar er nú lögð stóraukin áherzla á bætta umgengni um umhverfið, um verndun umhverfis og náttúra og almenn viðhorfsbreyting hefur orðið í þeim efn- um. Segja má, að umhverfisvakningin og heilsu- bylgjan renni saman í einn farveg, þegar kemur að neyzlu lífrænt ræktaðrar matvöra. Þar er um að ræða matvörar, sem framleiddar era með þeim aðferðum, sem uppfylla ströngustu kröfur um umhverfisvernd og era jafnframt líklegar til að stuðla að betri heilsu fólks. Umhverfis- og náttúravernd, stóraukin áherzla á heilbrigt lífemi og neyzla lífrænt rækt- aðrar matvöru, þetta era þeir straumar, sem lík- legir era til að einkenna samfélagsþróunina á Vesturlöndum á næstu áram og þeir, sem hafa áhuga á eða hafa hagsmuni af að vera í takt við tímann þurfa að fylgjast með. Svipuð þróun á Islandi I MORGUNBLAÐINU í dag, laugardag, kemur fram, að þróunin á Is- landi er mjög áþekk því, sem er í Bretlandi og áður var vikið að. Hér er rekin ein matvöraverzlun, sem eingöngu selur matvörar með lífrænni vottun og hefur gert frá því að verzlunin tók til starfa árið 1986. Þetta er verzlunin Yggdrasill. í samtali við Morgunblað- ið, segja eigendur verzlunarinnar, þau Hildur Guðmundsdóttir og Rúnar Sigurkarlsson, að aukningin hafi verið stöðug um árin, „en þó er ekki úr vegi að segja, að hún hafi verið hvað mest síðasta árið.“ Verzlunin Yggdrasill hefur upp á að bjóða eitt þúsund vöraliði af þessu tagi og flytur vikulega inn til landsins ferskvöru, þ.á m. ávexti og græn- meti. Fram kemur hjá eigendum verzlunarinn- ar, að íslenzk framleiðsla anni engan veginn eft- irspurn. Sömu upplýsingar má fá, þegar komið er í heimsókn að Sólheimum í Grímsnesi, þar sem er í uppbyggingu stórmerkilegt samfélag, sem byggist á nýjum lífsstíl umhverfisverndar og líf- rænnar ræktunar. Sólheimar geta ekki annað eftirspurn eftir lífrænt ræktuðu grænmeti. Fleiri aðilar en Yggdrasill hasla sér nú völl í sölu lífrænt ræktaðra matvæla. I samtali við Morgunblaðið segir Sigfús Guðfinnsson, sem rekur Brauðhúsið í Grímsbæ ásamt bróður sín- um Guðmundi Guðfinnssyni, að þeir hafi fyrir ári byrjað að baka einvörðungu úr lífrænu hráefni, ef frá sé talið íslenzka smjörið, sem þeir noti stundum í kökubakstur. Sigfús segir: „Við eram með allt korn lífrænt ræktað og annað hráefni, sem við notum, eins og þurrkaða ávexti, fræ og gróft korn. Við erum með tvenns konar súrdeig í brauðunum og síðan hafa svokölluð spelt brauð verið að vinna á. Þau era úr spelti, en það er korn, sem við mölum og notum í staðinn fyrir hveiti. Þetta er gamalt hveitiafbrigði, sem hefur ekki verið kynbætt en er mjög næringarríkt og komið hefur í Ijós, að margir, sem þola ekki hveiti þola spelti." Brauðhúsið í Grímsbæ fram- leiðir nú um 20 tegundir af brauði úr lífrænt ræktuðu hráefni. íslenzkir stórmarkaðir era að byrja að átta sig á þessari öra þróun. Þannig segir Jón Björns- son, framkvæmdastjóri Hagkaups, í samtali við Morgunblaðið, að Hagkaup hafi hafið innflutn- ing á 70-80 vörategundum, sem flokkist undir lífrænar vörar. „Við munum halda áfram að bjóða þennan valkost og auka við hann jafnt og þétt. Erlendis er hægt að fá osta, jógúrt, kjöt og alla almenna nauðsynjavöra með lífrænni vott- un. Það er stefnan hjá okkur að skoða, hvort við getum ekki boðið upp á slíkar vörar hérlendis.“ Á undanförnum áram hafa farið fram tölu- verðar umræður um það, hvort lífræn ræktun gæti orðið til þess að skapa íslenzku lambakjöti þá sérstöðu, sem þarf til þess að það nái fótfestu á erlendum mörkuðum. Um þróunina í lífrænum búskap almennt á íslandi segir í umfjöllun á neytendasíðu Morgunblaðsins í dag, laugardag: „Nú er svo komið, að fjórðungur af mjólk og mjólkurafurðum, sem seldar era í Danmörku, era lífrænar afurðir. Hér á landi er framleidd líf- ræn mjólk og AB-mjólk og að sögn dr. Ólafs Dýrmundssonar, ráðunautar í lífrænum búskap hjá Bændasamtökum íslands, anna t.d. fram- leiðendur lífrænu AB-mjólkurinnar ekki eftir- spurn. Hann segir, að þróunin í lífrænum búskap hér á landi gangi hægt en um 30 bændur eru með vottun á framleiðslu sína og um 10 fyrirtæki era síðan með vottun á slátran, mjólkurvinnslu, grænmetispökkun og aðra vinnslu fyrir lífrænar afurðir.“ Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suð- urlands, segir um sölu á lífrænt ræktuðu dilka- kjöti: „Við seldum um tíma lífrænt dilkakjöt í Hagkaupi og Nýkaupi en þá seldist það ekki á því yfirverði, sem þurfti eða 10-15% hærra verði en venjulega lambakjötið. Ég held, að ástæðan fyrir tregri sölu hafi verið sú, að almenna fram- leiðslan er góð og það er ekki mælanlegur mun- ur á gæðum varanna." ÞAÐ fer tæpast á milli mála, að í umræðum, sem þessum má sjá vís- bendingar um nýja þjóð- félagsþróun, sem á eftir að verða ráðandi í þeim ríkjum heims, sem bezt era efnum búin á næstu áratugum. Þær þjóðir, sem geta leyft sér þann munað að neyta nánast eingöngu lífrænt rækt- aðrar matvöru, þegar fram líða stundir era sömu þjóðirnar og þær, sem eru komnar yfir erfiðasta Nýr lífsstfll - ný þjdð- félagsstefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.