Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 13 spekúlera í nýliðum og vilja fjár- festa þar. Hér er stöðugt vísað til einhverrar fortíðar sem fólki finnst vera fullnægjandi." „Uti í hinum stóra heimi,“ segir Haraldur, „er samtímalist mark- aðssett og það er auðvitað hægt að gera það hér eins og annars staðar. Ef við viljum markaðsvæða lista- menn og skapa þeim umhverfi sem líkist því sem gerist erlendis geta þeir hugsanlega haft mun meiri tekjur en þeir verða þá einnig að taka þátt í mun harðari samkeppni. Um þetta eru auðvitað skiptar skoðanir. Því er það mjög áhuga- verður kostur að stofna sjálfseign- arstofnun í samstarfi við ríkið og listamenn, stofnun á borð við Arts and Business í Bretlandi. Hún hefði þá það hlutverk eitt að hafa milli- göngu um samstarf á milli atvinnu- lífsins og listamanna þar sem fag- fólk yrði fengið til umsagnar um fjölbreytt listræn verkefni sem gætu verið við allra hæfi og þjónað margvíslegum tilgangi við mark- aðssetningu fyrirtækja," segir Har- aldur Flosi Tryggvason. Umfjöllunin sem fyrirtækin fá mætti vissulega vera meiri Mörg íslensk fyrirtæki starf- rækja menningarsjóði sem hafa yfir ákveðnu fjármagni að ráða á ári hverju sem ætlað er til menningar- mála. Þessir sjóðir auðvelda fyrir- tækjunum stýringu á framlögum til hinna ýmsu málefna og virðast stjórnir sjóðanna undantekningar- lítið leita sér faglegrar ráðgjafar varðandi þær umsóknir sem þeim berast. Það vekur þó nokkra athygli að sjóðirnir tengjast yfirleitt ekki markaðsstefnu fyrirtækjanna með beinum hætti þó þeir hafi mikið gildi varðandi ímynd fyrirtækj- anna. Einnig er ljóst að fyrirtækin vísa til menningar á mjög breiðum grundvelli og aðeins hluti þess fjár- magns sem sjóðirnir hafa yfir að ráða rennur til lista eða listtengdr- ar starfsemi. Ólafur B. Thors hjá Sjóvá-Al- mennum hefur verið ötull talsmað- ur menningarmála á íslandi og meðal annars unnið mikið starf í þágu byggingar tónlistarhúss. í fjarveru hans ræddi Jóhann E. Björnsson hjá Sjóvá-Almennum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Abyrgðar við Morgunblaðið sem fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar. „Fyrir nokkrum árum var stofn- aður sérstakur menningarsjóður sem er í tveimur hlutum, A og B, en úr honum er veitt árlega allt að fimm milljónum," segir Jóhann. „Auglýst er eftir styrkjum í A hlut- ann sem eru styrkir til ýmissa menningarmála og úr honum hefur verið úthlutað í samræmi við það undanfarin ár á mjög breiðum grundvelli. í ár var veitt til tónlist- ar, sagnfræði, myndlistar, íþrótta og skólamála. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til málefna á sviði menningar, lista og íþrótta- og for- varnarmála. B hlutinn er fyrst og fremst ætlaður til þess að styrkja málefni sem horfa til heilla í samfé- laginu og eflingar heilbrigðs líf- ernis. Þar hefur styrkjum verið veitt til samtaka á sviði forvarna, svo sem bindindissamtaka og kristi- legra samtaka, og má segja að sá sjóður veiti styrki til þeirra félags- samtaka sem áður voru styrkt af Ábyrgð hf. Það má því segja að við sameiningu fyrirtækjanna hafi Sjó- vá-Almennar tekið við þeim kyndli sem Ábyrgð bar á lofti í sambandi við þetta eins og Ólafur B. Thors orðaði það við úthlutun nú fyrir skömmu," segir Jóhann. „Þegar við fáum umsóknir, en þær voru geysi- lega margar núna, 179 talsins, þá leitum við umsagnar fagmanna um þau verkefni sem fyrir liggja.“ Aðspurður um starfsemi á borð við Arts and Business segir Jóhann að honum lítist ekki illa á að menn- ingarstarf sé stutt í einhvers konar samstarfsformi á borð við máttar- stólpa menningarársins. Hann seg- ir þó að slíkrar starfsemi mætti oft- ar minnast þannig að fyrirtækin njóti sannmælis varðandi framlög sín. Oft liggi mikil vinna að baki ýmsum málefnum sem vert er að geta á sviði menningar án þess að það fari beinlínis í gegnum sjóðina. Allt hluti af markaðs- stefnu en menningar- mál og markaðsmál eru þó aðskilin Valur Valsson bankastjóri Islandsbanka FBA er þeirrar skoð- unar að atvinnufyrirtæki eigi að vera virkir þátttakendur í þjóðlífinu og þar með í menningarstarfi fólks- ins. „Ég held að það þjóni hagsmun- um fyrirtækjanna mjög vel að hér á landi sé blómlegt menningarlíf því væri hér engin menning þá vildi enginn búa hér. Þess vegna hef ég litið svo á að atvinnufyrirtæki hafi þýðingarmiklum skyldum að gegna í sambandi við menningarlífið. Hjá okkur hefur stuðningur á undan- förnum árum verið margvíslegur, við höfum stutt listir, vísindi, for- varnarstarf og heilbrigðismál, góð- gerðamál og menntun, svo nokkuð sé nefnt. Þetta hefur gerst bæði með hefðbundnum fjárveitingum og þannig að við höfum verið kostun- araðilar að ákveðnum viðburðum. Einnig höfum við efnt til menning- arviðburða fyrir starfsfólk okkar og viðskiptavini. Farvegur þessa starfs okkar hefur fyrst og fremst verið menningarsjóður sem var stofnaður 1985 en þó hefur ekki allt menningarstarf farið í gegnum sjóðinn. Við höfum ákveðna stjórn yfir þessum sjóði og aðalfundur ákveður fjárframlög til hans. Bæði FBA og íslandsbanki starfræktu sjóði þannig að eftir sameiningu höfum við tæplega 30 milljónir til umráða á þessu ári. Drjúgum hluta hefur nú þegar verið ráðstafað vegna hinna mörgu stóru verkefna sem tengjast nýafstaðinni listahátíð og menningarborginni Reykjavík," segir Valur. Hvað varðar ráðgjöf um ráðstöf- unarfé sjóðsins segir Valur að í stjórn sjóðanna hafi meðal annars verið menn sem þekkja til í menn- ingarlífinu, „og það hefur fyrst og fremst verið sá farvegur sem við höfum notað. Ef það hafa komið upp mál sem við höfum viljað leita álits á þá höfum við leitað faglegrar ráðgjafar. Annars hefur margt breyst frá því ég fór að fylgjst með þessu því fyrst í stað var megin- stuðningur fyrirtækja í listaverka- kaupum. Nú sinna fyrirtæki mun fjölbreyttari verkefnum og dregið hefur úr listaverkakaupum, stund- um eins og hjá okkur vegna þess að safnið er orði svo stórt að það er erfitt að bæta við það.“ „Við höfum markað þá stefnu,“ segir Valur, „að vegna þess að við erum stórt fyrirtæki þá höfum við Merkingar í föt og skó Laugalækur 4 • S: 588-1980 Vestur-íslendingar leita ættingja sinna hér heima. Sjá: www.kristur.net BOSSAKREMIÐ frá Weleda, frábært. fícst í I'umalínu, licilsuln'uVim, apúrckum §r mafli allncimsims í Kópavogi? Við erum þar... ... viltu far? Plúsferðir hafa opnað nýja söluskrifstofu _ að Hlíðasmára 15 - í hjarta Kópavogs. FRABÆR 0PNUNARTILB0Ð Portúgal Billumd 29. júlí 5. og 16. ágúst 19.900 kr. flugsæti á mann. m/flugvailarskatti Alicamte Bemidorm 14. júlí og 25. ágúst 4. júlí í 1 viku kr. 29.600 á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. Innifalið: Flug gisting á Garden Choro. Ef 2 ferðast saman 35.600 kr. á mann. Flugvallaskattar, 2.990 kr. fyrir fullorðinn og 2.240 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 19.950 flugsæti á mann. Innifalið: Fiug til Alicante 2 vikur. Flugvailarskattar 2.650 kr. ekki innifaldir. kr. Mallorca 26. júlí og 30. ágúst í 1 viku 41.400. á mann miðað við að 2 ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting á Pil Lari Playa í stúdíói. Flugvallarskattar 2.650 kr. ekki innifaldir. Mamclnester 13. og 20. október 19.950 flugsæti á mann. Innifalið: Flug til Manchester. Flugvallarskattar 4.425 kr. ekki innifaldir. kr. Krít 7. ágúst í 1 viku 43.300 á mann miðað við að 2 ferðist saman. Innifalið: Flug. gisting á Ariadni í tveggja manna herbergi. Flugvallarskattar 3.995 kr. ekki innifaldir. kr. Umboösmerm Plúsferda um allt lamd Isafjörður • S: 456 5111 Höln • S: 478 1000 Vestmannaeyjar • S: 481 1450 Akranes’ S: 431 4884 Borgarnes »S: 437 1040 Sauðárkrákur • S: 453 6262/896 8477 Egilsstaðir • S: 471 2000 Keflavík’ S: 421 1353 Blönduós’ S: 452 4168 Dalvík' S: 466 1405 Akureyri-S: 462 5000 Selfoss-S: 482 1666 Grindavík’S.m 8060 Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogur Sínii 535 2100 • Fax 535 2110 »Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is FERÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.