Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Erlendis eru tengslin á milli atvinnulífs og menn- ingarað breytast þar sem fyrirtæki og kostunaraðilargera sér grein fyrir því að lista- menn búa yfir hæfileik- um sem atvinnulífið get- ur nýtt sér á áhrifamikinn og hagnýtan hátt. Hér á landi hefur enn sem komið er lítið farið fyrir slíkum hugmyndum en vera má að það kunni að breytast og fyrirtæki sjái sér hag í samstarfi við framverði lista og menn- ingar. Fríóa Björk Ing- varsdóttir ræddi við for- svarsmenn nokkurra öflugra fyrirtækja um menningarmál. „ÁN NÝRRA VERKA, ÁN NÚTÍMANS, HÆTTIR FORTÍÐIN AÐVEKJA ÁHUGA" SKAPANDI HUGSUN ÞROSKAR MANNAUÐINN NÓBELSSKÁLDIÐ, sem iðulega sýndi mikið innsæi í mannlegt eðli í greinaskjifum sínum, segir á einum stað: „Menn eru misjafn- lega góð skáld, og þetta kemur í ljós í orðum þeirra og athöfnum. Ekkert starf er til sem ekki er listgrein ... Maður sem Ieggur útí fyrirtæki verður að neita ímynd- unarafls." í samtali við Hjálmar H. Ragn- arsson, rektor Listaháskóla Is- lands, kom í Ijós að líklega hefur skáldið haft rétt fyrir sér, - mannh'fið og menninguna verður alltaf að skoða í samhengi því samkvæmt orðum Laxness er það sköpunarþráin sem knýr allar mannskepnur áfram sama hver starfsvettvangurinn er. Auk þess að starfa sem lista- maður hefur Hjálmar verið í for- svari fyrir samtök listamanna og þekkir því vel til málefna lista og menningarumræðunnar. Hlutverk fyrirtækjanna að taka þátt í uppbyggingu menningar „Almennt séð,“ segir Hjálmar í samtali við blaðamann, „hættir mönnum of mikið til að aðgreina menningu frá atvinnulífinu; þetta er ekki tvennt ólíkt því atvinnulíf án menningar er óhugsandi. Vilji menn horfa til skamms tíma og séu þeir einungis að byggja upp fýrirtæki sín frá degi til dags er þetta auðvitað ekki málefni sem skiptir þá miklu. En framsýnir stjórnendur sem horfa til lengri tíma en eins eða tveggja ára vita vel að það er ekki sjálfgefið að hér sé nútímasamfélag með öllum þeim gæðum og kröfum sem við þekkjum. Það er því þeirra að axla ábyrgð, henni verður ekki eingöngu varpað yfir á stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækjanna eru með þá peninga í höndunum sem streyma gegnum þjóðfélagið og það hlýtur að vera þeirra hlutverk að taka þátt í uppbyggingu menn- ingarinnar með einhverjum hætti, annars væru þeir að grafa eigin gröf.“ Hjálmar telur mjög mikilvægt að skoða menningarumræðuna á sem víðustum grundvelli, það megi t.d. ekki skilja landsbyggð- ina frá höfuðborgarsvæðinu. „Þessi umræða hefur að einhverju leyti kristallast núna í sambandi við fólksflóttann utan af landi,“ segir hann, „því það er greinilegt að menningarlífsþátturinn spilar mikið inn í það hvers konar rót- festu fólk hefur í byggðarlögun- um. Fólkið sækir til Reykjavíkur vegna raenningar og afjæeyingar í mjög breiðum skilningi. Ég þykist vita að í þeim byggðarlögum þar sem menningarlegur áhugi hefur verið mikill standi byggðin fastari fótum.“ Skattalegt og efnahagslegt umhverfi ekki hliðhollt kostun „Hvað varðar fyrirkomulagið á tengslum atvinnulifsins við menn- inguna er ekkert sérstaklega vel búið að kostun hér. Skattalegt og efnahagslegt umhverfi er ekki hliðhollt slíkri stíirfsemi og við er- um þar langt á eftir mörgum þjóð- um,“ segir Hjálmar. „Ég get nefnt lönd eins og írland og Astralíu, sem skilgi-eina sig sem fámenn lönd miðað við stórþjóðirnar, en þau hafa lagt sérstaka áherslu á að byggja upp efnahagslegt um- hverfi þar sem hvatt er til þátt- töku fyrirtækja og atvinnulífs í menningunni. Þetta held ég að sé skref sem við þyrftum að stíga hér og vanda okkur við það, því við viljum umfram allt að þessum peningum sé vel varið. Mjög oft er það svo í listum og menningu, - en kannski sérstak- lega í listum - að setja verður fjármagn í óvissuna án þess að vita hvort það skilar sér til baka,“ segir Hjálmar. „En það getur líka ávaxtað sig margfalt betui- en venjulegar fjárfestingar þegar fram í sækir. Esterházy greifi í Austurríki hafði á sínum tíma tón- skáldið Haydn áratugum saman á launum við að stjórna hljómsveit. Það myndi enginn muna eftir hon- um eða heimsækja höllina hans í dag nema vegna þess að hann kostaði Haydn og skapaði sér þannig nafn í eilífðinni fyrir litla peninga." „Fólkið í atvinnulífinu verður að átta sig á því að það getur ekki ætlast til þess að fá fjárfestingu í listum til baka samkvæmt ein- hverjum hefðbundnum formúl- um,“ segir Hjálmar ennfremur. „Þess vegna þarf þetta fólk, ef það hefur ekki þeim mun meira vit eða þekkingu á málefninu, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.