Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 45
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 45
Sumarblóm í klakaböndum.
AHRIF KULDA A PLONTUR
ÞAÐ hefur væntan-
lega ekki farið fram-
hjá neinum að hér á
norðurhjara verald-
ar kemur sumarið
seint, jafnvel undar-
lega seint í sumum
árum. Eftir vetur
eins og þann sem nú
hefur gengið um
garð er ekki laust við
að íslendingar þrái
sól og sumaryl og
fallega blómstrandi
blóm í garða sína.
Garðar landsmanna
hafa skartað hvítum
og gráum litum í vet-
ur en nú er komið að
þessum græna og svo öllum hinum
litum regnbogans. Fjölærar plönt-
ur sem blómstra snemma á vorin
eru flestar það harðgerðar að þær
slá ekki slöku við blómgunina þótt
næturfrost geri vart við sig svona
nótt og nótt en öllu
verra er með sumar-
blómin. Flest sumar-
blóm sem við ræktum
á Islandi eru ættuð úr
mun heitari löndum
en okkar ástkæra yl-
hýra. Oft eru þetta í
raun fjölærar plöntur
sem einfaldlega frjósa
í hel þegar haustar og
við vitum að lifa ekki
af veturinn. Dæmi um
þetta eru til dæmis
hengi-tóbakshornin
og silfurkamburinn,
hvort tveggja hörku-
duglegar tegundir
sem láta ekki deigan
síga yfir sumarið. Einnig eru sum
sumarblóm í raun tvíær en eru
ræktuð sem einær, þarna í flokki
eru stjúpur og fjólur. Að síðustu
eru svo tegundir sem eru einungis
einærar, á einu vaxtartímabili
vaxa þær upp af fræi, blómstra,
fella fræ og deyja svo.
Það gefur augaleið að við getum
ekki boðið þessum kulvísu gestum
okkar upp á hvað sem er. Reyndir
garðræktendur vita af þessum
annmörkum sumarblóma og eru
ekkert að bisa við gróðursetningu
á slíkum jurtum fyrr en sumarið
er örugglega komið. Fyrr á árum
miðuðu flestir við þjóðhátíðardag-
inn 17. júní og töldu gott að koma
sumarblómunum niður fyrir þann
merkisdag. Um það leyti er líka
óhætt að setja út flestar tegundir
sumarblóma, enda orðið ágætlega
hlýtt í veðri. Nú sjást hins vegar
blómstrandi sumarblóm við hús og
í görðum jafnvel í byrjun maí. Það
er auðvitað af hinu góða, íslend-
ingar eiga það svo sannarlega skil-
ið eftir grámuskulegan vetur að
gleðja augað með litum eins fljótt
og auðið er. Hitt vill hins vegar
brenna við að fólk er ekki varað
BLðM
VIKUNMR
434. þáttur
Lmsjón Sigríður
Hjartar
við áhrifum næturkulda á varma-
kærar tegundir sumarblóma eins
og brúðarauga og flauelsblóm. Að
sjálfsögðu er það hlutverk fag-
mannanna, garðyrkjufræðing-
anna, að upplýsa viðskiptavini sína
um þá annmarka sumarblóma að
þola ekki íslensk vorhret.
Sum sumarblóm, eins og stjúp-
ur, fjólur, morgunfrú, kornblóm
og tóbakshorn, eru all-kuldaþolin
og virðast þola það þótt hitastigið
fari allt niður í -3°C. Blöðin blána
en plönturnar halda samt áfram
vexti og þetta virðist ekki há þeim
þegar hlýnar. Blöð sem verða einu
sinni hressilega blá virðast ekki ná
að grænka aftur en það koma ný
og falleg blöð í réttum lit. Hita-
kærari sumarblóm eins og flauels-
blóm og brúðarauga (lobelia) þola
hins vegar illa að hitinn fari niður
fyi-ir 6°C og mega alls ekki frjósa.
Ef þau lenda í frosti frýs safinn í
frumum plantnanna og frumurnar
springa þannig að blöðin verða í
fyrstu dökkgræn, slöpp og graut-
arleg og svo visna þau af plönt-
unni. Plönturnar geta hugsanlega
lifað svona áfall af en þær verða
ekki fallegar. Fari hitinn niður í
2-3°C blána blöðin hressilega og
plönturnar stöðva vöxt uns hlýnar
á ný, þá geta þær jafnvel verið
nokkra daga að taka við sér.
Sumarblóm eru ekki gefins og
margir garðeigendur leggja heil-
mikið fé í það að skreyta garða
sína blómum. Það getur því verið
grátlegt að koma út í garð eftir
eina hressilega kuldanótt og horfa
upp á illa farnar og jafnvel ónýtar
plöntur. Til að draga úr skemmd-
um á plöntum eftir frostnótt er
gott að vökva yfir þær með köldu
vatni þar til frostinu slotar. Ef
veðurspáin er óhagstæð getur það
bjargað miklu að breiða léttan
akrýldúk yfir plönturnar að kvöldi
og taka hann af að morgni. Besta
forvörnin er þó einfaldlega sú að
gróðursetja ekki viðkvæm sumar-
blóm fyrr en sumarið er örugglega
komið.
Guðríður Helgadóttir
garðyrkjufræðingur
Berjarimi 2 - opið hús
Stárglæsileg 3ja herbergja 94 fm íbúð á 3ju bæð (efstu) ásamt 29
fin stæSL í hflalýsi. Vanchðar íslaiskar sérsráðaðar inrrréttingar.
2 svefrterbargi, stáct sjcrRærpsbol, rúrgóð stofa ireð vestur-
svölun. Glæsilegt eldhús með stórun borðkrók og sérþvottahúsi
im af eQchJSÍ. Verð ll,7imllj.
íbúðin er til sýnis í dag hjá eigendum, Huldari og Svandísi milli
kl. 14 og 17. Sími á staðnum er 587 0608
Séreign
Skólavörðustíg 41, símí 552 9077.
www.smarmn.is
iöggiitur fasteígna-, fyrirtækja- og skipasaii
... t rjl
Armúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033
Ægissíða - Seltjarnarnes
Skipti
Höfum kaupanda aö góðu sérbýli á Seltjarnarnesi á verðbil-
inu 25-35 milljónir. Skipti á góðri efri sérhæö með bílskúr við
Ægissíðu með glæsilegu sjávarútsýni koma til greina eða
bein kaup.
Allar nánari uppl. veita sölumenn á
Borgum, fasteignasölu.
Háteigsvegur 26 - laus strax
Opið hús
Opið hús í dag
Hrauntunga 71, Kópavogi
í dag verður til sýnis raðhúsið Hrauntunga 71 í Kópavogi. Húsið er
alls 214 fermetrar. Séríbúð er á neðri hæð. Stórar lokaðar svalir.
Húsið getur verið laust til afhendingar mjög fljótlega. Verð 19,9 m.
Góður og rólegur staður í suðurhlíðum Kópavogs.
Jón og Renata taka á móti gestum í dag milli klukkan 14 og 18.
Blásalir 9, Kópavogi
Til sýnis í dag stórglæsileg 100 fm íbúð á jarðhæð í fjögurra íbúða
húsi. Sérinngangur. Vvandaðar innréttingar. Parket og flísar á
gólfum. Verð 15,5 m. Frábær staðsetning í lokaðri götu. Verönd.
Viðhaldsfrítt hús.
Kristjana og Svavar taka á móti gestum í dag milli klukkan 14 og 17.
Opið hús í dag milli kl. 13 og 15. Sérlega glæsileg íbúð í
kj. (lítið niðurgr.) Sérhæð ca 96 fm 4ra herb. íbúð með
sérinngangi. Allt nýtt, nýtt eldhús, nýtt baðherb. nýtt
parket og flísar, nýjar hurðir, nýtt rafmagn, lagt fýrir síma
og tölvum í öllum herbergjum o.fl. íbúðin er nýmáluð.
Áhv. 3,1 m. Verð 12,5 m.
Borgarfasteignir,
Vitastíg 12
Sími 561 4270 - 896 2340
Netfang: Borgarfasteignir@islandia.is
Heimasíða: http://www.habil.is/borgarfast
Fax 561 4277
simplpx
GÓLFSTROKKAR
FYRIR VflTNS- OG HITflLAGNlR
BNFAUT - SNYRTILEGT - FUÓTLECT
Gólfstrokkarnir frá S1MPIEX
eru einfaldir i uppsetningu
og snyrtilegir. Gólfstrokkamir
henta fyrir flestar gerftr af "
rörum
VATNSVIRKINN ehf.
ÁRMÚIA 21 • SÍMI533 2020 • FAX 533 2022
____- Slöðugt reimsli i 45 ói —_
Ert þú að spá f
golfferö í haust
eða vetur?
Frábært úrval af
spennandi áfanga-
stöðum og margir
brottfarardagar í
boði.
Kynntu þér máli
strax því sumar
ferðir eru nú
þegar að fyllast.
Golfdeild Urval-Utsýnar er flutt
að Hlíðasmára 15, Kópavogi.
Sími 585 4100 • Fax 585 4110
Allar upplýsingar varðandi
golfferðirnar er að finna á:
www.urvalutsyn.is
Stjörnuspá á Netinu
vg>mbl.is
_/KLL.TXKf= ei-TTHKSSKÐ NÝFT ^r,