Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Kaupfelag Skagfirdinga að verða eina blandaða
kaupfelagið að hefðbundinni uppbyggingu
Uppskipti
veikir kau
félögin hra
Kaupfélag Skagfirðinga er að verða eina blandaða
kaupfélagið að hefðbundinni uppbyggingu sem eftir
erí landinu. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri seg-
ir Helga Bjarnasyni að viðskiptaleg sjónarmið verði
að vera í öndvegi til þess að kaupfélag lifi. Telur
hann að sú stefna margra kaupfélaga að skipta
rekstrinum upp og leggja áherslu á ákveðnar eining-
ar veiki kaupfélögin hratt og þar meö byggðarlögin.
MIKLAR breytingar
hafa orðið í rekstri
samvinnufélaga á
undanfömum árum.
Mörg kaupfélög hafa
dregið saman rekst-
ur eða skipt sér upp í sjálfstæð hluta-
félög sem sum hafa sameinast einka-
fyrirtælgum. Er nú svo komið að
aðeins eitt kaupfélag er eftir í hinum
hefðbundna blandaða rekstri versl-
unar, landbúnaðar, sjávarútvegs,
flutninga og annarrar þjónustu,
Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðár-
króki.
Forystufyrirtæki
byggðarínnar
Ákvarðanir um breytt rekstrar-
fyrirkomulag hjá kaupfélögunum
hafa í flestum tilvikum verið teknar í
kjölfar langvarandi rekstrarerfið-
leika sem gengið hafa mjög nærri
sumum þeirra. „Ég get bara svarað
fyrir'okkur hér. Okkur hefur farnast
vel, frekar verið að styrkjast en hitt,
og ekkert knúið okkur til breytinga,"
segir Þórólfur Gíslason, kaupfélags-
stjóri á Sauðárkróki, þegar leitað er
skýringa hans á þróuninni og stöðu
KS í henni.
Segir Þórólfur að lögð hafi verið
áhersla á að hafa rekstrareiningar
fyrirtækisins sem sjálfstæðastar og
telur hann að sú stefna margra ann-
arra að skipta kaupfélögunum upp í
sjálfstæð hlutafélög myndi ekki skila
KS miklu umfram það.
„Við lítum á kaupfélagið sem
byggðafyrirtæki Skagfirðinga og
teljum að við getum viðhaldið sterku
fyrirtæki og jafnvel eflt það í þessu
formi blandaðs kaupfélags. Eftir
stendur spumingin um það hvemig
við getum nálgast félagsmennina
með beinni hætti en nú er. Ég lít á
það frekar sem viðfangsefni en
ástæðu til að breyta uppbyggingu fé-
lagsins í grandvallaratriðum," segir
kaupfélagsstjórinn.
Þórólfur segir að félagsmenn hafi
áhrif með atkvæðisrétti og eigi hlut í
félaginu með inneign í stofnsjóði.
Hann játar því hins vegar að betra
væri að tengja íbúa héraðsins fjár-
hagslega enn betur við félagið. Telur
hann að það verði gert í framtíðinni
og að góð útfærsla finnist á því. Þór-
ólfur vill að farin verði blönduð leið
samvinnufélags og almenningshluta-
félags með dreifðri eignaraðild íbúa
héraðsins. Telur hann umhugsunar-
efni hvað eignarhald virðist þjappast
fljótt saman í hlutafélögum sem fara
á markað. Eðlilegra væri að hafa
dreifða eignaraðild að forystufyrir-
tækjum byggðarlaganna.
Því má halda fram að skortur á
beinum fjárhagslegum hagsmunum
„eigenda“ eigi þátt í rekstrarerfið-
leikum margra kaupfélaga sem vora
öflug fyrir tveimur áratugum. Þór-
ólfur segir að þetta eigi ekki við í
Skagafirði því félagsmennirnir hafi
þjappað sér enn betur saman um
kaupfélagið sem forystufyrirtæki í
byggðarlaginu. „Ég tel að menn hafi
sett formið of mikið fyrir sig og notað
það sem afsökun fyrir slökum
rekstri. Samvinnufélög búa við hlið-
stætt rekstrarform og hlutafélög
nema hvað þau hafa takmarkaðri
möguleika til að ná sér í aukið
áhættufjármagn. Hér í Skagafirði
hefur enn sem komið er lítil umræða
verið um rekstrarformið. Félagið
hefur verið í tiltölulega öflugum
rekstri og verið að fást við ný verk-
efni og héraðslegur metnaður hefur
drifið það áfram á erfiðleikatímum,"
segir hann.
Kaupfélögin draga
saman seglin
Ef litið er yfir sviðið sést að miklar
breytingar hafa orðið hjá kaupfélög-
unum á allra síðustu áram. Kaupfé-
lögin á Norðurlandi vora öflug.
Nefna má Kaupfélag Þingeyinga
sem nú er hætt rekstri og Kaupfélag
Eyfirðinga sem hefur verið að ganga
í gegn um mikla endurskipulagningu
með stofnun sjálfstæðra hlutafélaga
um hinar mismunandi rekstrarein-
ingar og sölu á sumum þeirra. Kaup-
félögin í Húnavatnssýslum hafa
dregið saman seglin með sölu á af-
urðastöðvum og Kaupfélag Hún-
vetninga á Blönduósi á í erfiðleikum.
Kaupfélag Steingrímsfjarðar á
Hólmavík hefur ekki lengur með
höndum beinan rekstur afurða-
stöðva eða sjávarútvegs. Kaupfélag
Borgfirðinga í Borgamesi á í miklum
rekstrarerfiðleikum og hefur verið
að selja eignir. Sömu sögu er að
segja um kaupfélögin á Suðurlandi.
Þau sameinuðust undir merkjum KA
sem nú er búið að draga sig að mestu
út úr hefðbundnum kaupfélags-
rekstri, eftir stendur ferðaþjónusta
og viðskiptaþjónusta við búrekstur.
KASK á Höfn hefur dregið sig út úr
verslun, sjávarútvegi og mjólkur-
vinnslu og lagt sláturhúsarekstur
sinn inn í sjálfstætt hlutafélag. Loks
má nefna að Kjötumboðið í Reykja-
vík hefur yfirtekið sláturhúsarekstur
Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöð-
um sem einnig hefur dregið sig út úr
sjávarútvegi.
Af ótöldum stærri samvinnufélög-
um má nefna öflug fyrirtæki í mjólk-
uriðnaði í Reykjavík og á Suðurlandi,
Sláturfélag Suðurlands og Kaupfé-
lag Suðumesja sem rekur verslana-
keðjuna Samkaup. Þessi félög hafa
sérhæft sig í sinni grein og náð góð-
um árangri á seinni áram.
Kaupfélag Skagfirðinga stendur
eftir sem eina hreina kaupfélagið í
blönduðum rekstri.
Rekstrariegar
forsendur í öndvegi
KS rekur dagvöraverslanir og
byggingarvöraverslun, sláturhús,
kjötvinnslu og mjólkurstöð, fóður-
framleiðslu, bifreiðaverkstæði og
rafmagnsverkstæði. Þá á félagið
meirihluta í Fiskiðjunni Skagfirðingi
hf., flutningafyrirtækinu Vörumiðl-
un ehf., tölvufyrirtækinu Element
hf. og á tölvufyrirtækið Fjárvaka
ehf. að öllu leyti, þá á það 5% hlut í
Steinullarverksmiðjunni hf. og er að-
ili að undirbúningsfélagi um virkjun
Héraðsvatna við Villinganes.
Rekstur Fiskiðjunnar Skagfirð-
ings hf. er mikilvægasti rekstur á
vegum kaupfélagsins, þaðan kemur
tæpur helmingur af veltu félagsins
samkvæmt samstæðureikningi. KS
hefur verið að auka hlut sinn í Fisk-
iðjunni, á nú rúm 80% en eignarhlut-
ur þess var um 60% fyrir ári.
Éyrir þremur áram, eftir mikla
uppbyggingu Fiskiðjunnar, þar sem
félagið hafði komist yfir aflaheimild-
ir, lenti það í erfiðleikum með rekst-
urinn. Starfsemin var dregin saman
tímabundið og það kostnaði upp-
sagnir og gagnrýni. „Það varð að
setja rekstrarlegar forsendur í önd-
vegi þótt við vissum að það væri ekki
til vinsælda fallið. Það var nauðsyn-
legt fyrir framtíð félagsins og við lét-
um umræðuna ekki hrekja okkur af
þeirri braut sem við mörkuðum. Það
varð til þess að fyrirtækið rétti sig
hratt við og er nú orðið tiltölulega
öflugt,“ segii' Þórólfur.
Stjórnendur KS hafa haldið sig að
mestu utan við það samrunaferli sem
er áberandi í sjávarútvegi, rekstri af-
urðastöðva og verslun. Þórólfur seg-
ist aldrei hafa útilokað samstarf við
önnur fyrirtæki en slíkt yrði að vera
á viðskiptalegum forsendum. Vai'ð-
andi sjávarútveginn segist hann hafa
heyrt það á sumum að fyrirtæki sem
hefði kaupfélag sem kjölfestufjár-
festi væri ekki ákjósanlegur sam-
starfsaðili vegna þess að þau vanti
rekstrarlegar áherslur. „Við höfum
verið að einbeita okkur að því að
bæta stöðu Fiskiðjunnar og ég tel að
staða hennar afsanni kenningar um
að kaupfélög séu slæmir samstarfs-
aðilar. En það getur verið að við höf-
um haft færri samstarfsmöguleika af
þessum ástæðum.“
Mikilvægt að
vera sjálfstæður
Kaupfélagið hefur tekið þátt í því
að auka mjólkurframleiðsluna í
Skagafirði með því að aðstoða bænd-
ur við kvótakaup og stækkun búa og
með því eflt rekstur mjólkursam-
lagsins á Sauðárkróki. „Við eram
komnir með tiltölulega góða rekstr-
areiningu, framleiðum úr tæpum 10
milljónum lítra á ári. Er þetta um
það bil fjórðungi meira en var fyrir
fimm áram.“
Miklar breytingar hafa orðið í af-
urðasölumálum mjólkur. Mjólkur-
samsalan í Reykjavík hefur keypt
nokkm- mjólkursamlög, meðal ann-
ars samlögin á Hvammstanga og
Blönduósi, og er með alla mjólkur-
vinnslu á suður- og vesturhluta
landsins, allt frá Alftafirði á suður-
hluta Austíjarða, vestur og norður
um land að Skagafirði, fyrir utan lítið
samlag á ísafirði. Austan Skaga-
fjarðar hafa einnig orðið breytingar
með yfirtöku Mjólkursamlags KEA
á mjólkurstöðinni á Húsavík. For-
ystumenn KEA og KS hafa rætt
saman um verkaskiptingu samlag-
anna en niðurstaða liggur ekki fyrir.
Þórólfur viðurkennir að landslagið
sé breytt og stóra mjólkurfélögin
þrengi með ákveðnum hætti að
rekstri samlagsins á Sauðárkróki.
Hann telur þó að miðað við stöðuna í
dag geti kaupfélagið áfram rekið
sjálfstætt mjólkursamlag að því
gefnu að samkomulag náist um
verkaskiptingu milli mjólkursamlag-
anna. „Við föram fordómalausir í þá
umræðu og teljum okkur hafa sterka
stöðu í samningum. Það er þó for-
senda fyrir okkar þátttöku að sam-
starfið leiði til hagkvæmari rekstr-
ar,“ segir Þórólfur.
Hann er hlynntur því að Skagfirð-
ingar reki áfram sjálfstætt félag um
mjólkurvinnslu, segir að það sé
ákveðið metnaðarmál að hafa for-
ræði yfir mjólkinni. „Það má líkja að-
stöðu okkar við stöðu Islands gagn-