Morgunblaðið - 02.07.2000, Síða 41

Morgunblaðið - 02.07.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 41 hlýtur að vera erfið tilfinning að skilj- ast við lífsförunaut og sálufélaga eftir svo mörg ár eins og amma mín gerir nú. Hann afi minn naut sín ætíð best í sveitinni og þar var hans ævistarf. I nánum tengslum við náttúruna og skepnurnar, lífið og dauðann. Eg hef það á tilfinningunni að hann hafi ver- ið saddur lífdaga og kvatt í friði. Hann var hógvær maður sem þurfti ekki mikið fyrir sig, átti sitt sæti í eld- húsinu og sitt hom af gluggakistunni. Þar logar nú ljós í glugga til minning- ar um látinn öðling. Eg óska þess að hann öðlist nú hvíld og frið. Eg votta ömmu minni samúð mína og ástvinum öllum. Þníður Hjelm. Jæja, elsku afi minn, þá ertu nú búinn að fá hvíldina sem að þú baðst almættið um að gefa þér frekar en að láta þér fara að líða illa. Söknuðurinn er að sjálfsögðu mikill þegar annar helmingurinn af þeirri styrku stoð, sem þú og amma hafið ætíð verið, fellur frá en jafnframt eru minning- arnar svo margar og góðar að þær taka yfirhöndina. Sálin þín kvaddi þennan heim hinn 26. þessa mánaðar og þennan dag kom svolítið skemmtilegt upp á daga- talinu mínu sem átti mjög vel við: „Hvað sem við gerum til fulls er ferð sem við förum ein.“ (Natalie Gold- berg.) Þessi setning segir okkur svo margt. Mig langar til að þakka þér, afi minn, fyrir allar samverustundimar í gegnum árin og sú síðasta sem ég og Tóti áttum með þér, þegar hann var heima í mai, er svo góð því þú tókst svo innilega á móti okkur þar sem þú sast í stólnum þínum þegar við kom- um í sveitina. Það eina sem ég get kvartað yfir er að stundirnar með þér og ömmu hafa verið allt of fáar síð- ustu fimm árin þar sem ég hef dvalið erlendis vegna vinnu minnar. Þessi fimm ár hafið þið þó alltaf verið með mér í huga og hjarta á mínum ferða- lögum alveg eins og ég veit að þú munt fylgjast með okkur á þínu ferðalagi. Elsku afi minn, megir þú hvíla í friði því nú líður þér vel. Elsku amma, við sendum þér allan þann styrk og ást sem við mögulega getum á þessum erfiða tíma fyrir þig. Guð veri með ykkur öllum. Aðalheiður og Þórður. Elsku langafi minn. Leyfðu mér að sinna vinnu minni dag hvem, og ef að dimmar stundir sækja að, megi ég ekki gleyma styrknum sem ég huggaði mig við frá fjölskyldunni frá fleiri erfiðum tím- um. Megi ég enn muna þær björtu stundir, er ég gekk yfir þöglar hæðir bamæsku minnar, eða horfandi dreyminn yfir túnin - þegar ljós skein innra með mér og ég lofaði ung- ur Guði að standa mig í erfiðleikum uppvaxtaráranna. Hlífið mér við beiskju en munið ástúð óvæntra stunda sem okkur vom veittar. Megi ég ekki gleyma að fátækt eða ríkidæmi em af sálinni leidd. Megi hugsanir mínar og gjörðir vera svo að ég geti verið sáttur við þær. Neyðið mig ekki til að fylgja straumum heimsins, heldur leyfið mér að ganga rólega minn eigin veg. Sýnið vinum mínum sem hafa elsk- að mig fyrir það sem ég er mikla virð- ingu, þótt aldur og staðfesta hafi yfir- tekið mig; munið að skýjahallir drauma minna líða ekki í burtu. Megi ég vera þakklátur fyrii’ lífið, og gamlar minningar sem em falleg- ar og góðar. Og megi himnafaðir finna mig að lokum í fullkomnum frið. Þín Eva Dögg. „Bóndi er bústólpi, bú er land- stólpi, því skal hann virtur vel.“ Þessi spöku orð eiga vel við Guðmund Bergsson og hann stóð vel undir þeim. Við Guðmundur vomm syst- kinasynir, en leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en við vomm komnir vel yfir miðjan aldur, ég vissi aðeins að ég átti þennan frænda. Guðmundur er fæddm- í Fljótum norður og á því æsku sína þangað að rekja. Hann verður fyrir þeirri sorg á bamsaldri að missa fóður sinn úr berklum, þeim landlæga sjúkdómi, sem gekk yfir þjóðina og móðir hans missti heilsuna. En hann átti góða að og fór í fóstur til móðurbróður síns Péturs Benediktssonar og konu hans Kristínar Björnsdóttur, sem þá bjuggu í Fljótum, og Guðmundur þekkti í raun aldrei aðra foreldra. En svo skipuðust mál nokkrum ámm síð- ar að hann kemur til fósturforeldr- anna að þau flytja til Reykjavíkur og elst hann þar upp í góðu yfirlæti. Hann var bráðger og óx snemma úr grasi og fór snemma að vinna fyrir sér. A uppvaxtarárum Guðmundar var meira lagt upp úr líkamlegri at- orku en langskólanámi, enda vom laun og kjör alls þorra alþýðufólks af skornum skammti og ekki hægt að veita sér neitt umfram það nauðsyn- legasta. En Guðmundur horfði til framtíðai-innar og vissi að menntun væri gulls í gildi og fór tvo vetur á Al- þýðuskólann í Reykholti. í vöggugjöf hefur nafni minn trú- lega fengið sveitarómantíkina, því stuttu eftir Reykholtsvemna ræður hann sig sem ráðsmann á sveitabýli í Borgarfirði. Hann finnur og sér að á þessum vettvangi fær hann útrás fyrir orku sína og dugnað, en vill vera frjálsborinn maður og reka sitt eigið bú. Framhald þeirrar löngunar er það að hann og félagi hans hefja búskap, en heirnilislífið er tómlegt án konu, því þeir vom báðir einhleypir og bregða á það ráð að auglýsa eftir ráðskonu. Heppnin lék við þá því dugleg, kjarkmikil, falleg og ung Reykjavíkurmær sá auglýsinguna og gaf sig fram og var þar með ráðin og örlögin höguðu því þannig að hér var um æviráðningu að ræða. Konan hét Þrúður Sigurðardóttir og er leiðir þeirra Guðmundar lágu saman mun það hafa verið ást við fyrstu sýn og til að gera langa sögu stutta urðu þau lífsföranautar hvort annars og nutust vel og lengi, því þau áttu níu börn saman og fyrir áttu þau sitt barnið hvort, svo systkinahópurinn er því ellefu og hefur það verið ærinn starfi fyrir foreldrana að sjá fjölskyldunni farborða. Fyrstu níu árin bjuggu hjónin á ýmsum jörðum í Borgarfirði, en 1953 flytjast þau að Hvammi í Ölfusi og þar hefur fjölskyldan búið síðan. „Það er mörg búmanns- raunin," lét einhver sér um munn fara undir ákveðnum kringum- stæðum. Lengi fram eftir öldinni var lítið um heyvinnuvélar og varð því að treysta á mátt sinn og þrek til allra starfa og veit ég að það var ekki alltaf dans á rósum hjá bændum þessa tíma og kannski ekki síður hjá þeim sem vora byrjendur í starfinu. Bæði hjónin höfðu metnað til að vera sjálfum sér nóg og vera heiðarleg til orðs og æðis. Við komu sína að Hvammi vom þau komin með fast land undir fætur, en það var margt að gera fyrir fúsar hendur því flest var farið að láta á sjá. Guðmundur gerði jörð sinni margt til góða, ræktaði tún og byggði bæði penings- og íbúðar- hús og stækkaði bústofninn, en hann var ekki einn að verki því hans trúi og sfyrki lífsföranautur var með í för auk þess sem smátt og smátt óx úr grasi dugmikill vinnukraftur og fjölskyldan var því sfyrkur hlekkur í sveitarfélaginu. Guðmundur var maður alvömnnar og ábyrgur fjöl- skyldufaðir, en á góðum stundum gat hann lagt á hilluna hversdagsleikann og notið stundarinnar og verið hrókur alls fagnaðar í góðra manna hópi. Eg kveð nú góðan frænda og fé- laga og við hjónin þökkum góð kynni og fæmm aðstandendum samúðar- kveðjur og biðjum almættið að varð- veita ykkur og blessa. Ég er viss í minni trú að nafni minn hefur fengið góðar móttökur á hinni ókunnu strönd handan við móðuna miklu. Farðu í friði og Guð þig blessi. Guðmundur Jóhannsson. BJARNIVIÐAR MAGNÚSSON + Bjarni Viðar Magnússon, for- stjóri Islensku um- boðssölunnar, fædd- ist á Akureyri 8. september 1924. Hann lést á Land- spitalanum aðfara- nótt 17. júní síðast- liðins og var útfor hans gerð frá Hall- grímskirkju 26. júní. Til fjölmargra ára höf- um við veiðifélagar og vinir komið saman síð- sumars og haldið á vit ævintýra í faðmi náttúmnnar á bökkum Kjarrár í Borgarfirði. Til- hlökkunin hefur ávallt verið mikil og hópurinn samhentur og ákveðinn í því að láta hlutina ganga upp og láta sér líða vel. í þessum hóp var Bjarni foringinn. Nærvera hans var þægi- leg og gaf hann góð ráð til þeirra sem styttra vora á veg komnir í veiðilist- inni. Bjarni var duglegur og fylginn sér í stangveiðinni. Að loknum veiði- degi eftir miklar göngur var sest nið- ur og farið var yfir afrek dagsins og sögur sagðar af þeim stóra sem slapp. Bjami kom vel fyrir og hafði gaman af að segja veiðisögur og gera góðlátlegt grín að sjálf- um sér og samfylgdar- mönnum sínum. A síð- asta sumri mættust þrjár kynslóðir við veiðar, þegar sonur hans og sonarsonur vora allir saman komn- ir með öðmm í hóp til að upplifa ævintýrin í góðum félagsskap. Bjami var á þeirri stundu orðinn alvar- lega veikur en bar veik- indi sín hljóður og tók þátt í allri dagskránni og lék á als oddi innan um okkur hina. Nú þegar veiðifélagi okkar er fall- inn frá kveðjum við hann með sökn- uði og þakklæti fyrir samfylgdina. Við viljum trúa því að Bjami muni ávallt í anda fylgja okkur við veið- arnar í Kjarrá á ókomnum ámm. Við vottum Stefaníu, bömum og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð- arkveðju. Mannsandinn líður ekki undir lok, minning um góðan mann lifir í hjarta og minni. Líkt og sólin sem virðist ganga undir en alltaf heldur áfram að lýsa. Veiðifélagar og vinir. Sveinn Guðmundsson. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fylgú Um hvern látinn einstakl- ing birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR, Efstaleiti 12, Reykjavík, lést sunnudaginn 25. júní. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 6. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð kvenna- deildar Rauða krossins. Halldóra Þorvaldsdóttir, Magni Guðmundsson, Guðrún Þorvaldsdóttir, Magnús Siguroddsson, Þorsteinn Þorvaldsson, Þorbjörg Valdimarsdóttir, Tómas Þorvaldsson, Helga Norland, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sonur okkar og bróðir, AÐALSTEINN MÁR BJÖRNSSON, sem lést af slysförum þann 25. júní verður jarðsunginn frá Glerárkirkju þriðjudaginn 4. júlí kl. 14.00. Bjöm Aðalsteinsson, Sólveig Brynjarsdóttir, Elmar Björnsson, Anna Sigríður Björnsdóttir og aðrir vandamenn. + Elskuleg eiginkona mín, GUNNHILDUR SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólkoti Reykjadal, er lést á sjúkrahúsinu á Húsavík mánudaginn 26. júní, verður jarðsungin frá Einarsstaðakirkju þriðjudaginn 4. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á sjúkrahúsið á Húsavík. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Stefán Þórisson. + Móðir okkar, ÁGÚSTA S. BÖGESKOV, sem er lést mánudaginn 26. júní verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. júlí kl. 13.30. Marie, Kristín og Lilja Bögeskov. + Föðurbróðir okkar, HARALDUR ÁGÚSTSSON fyrrverandi yfirkennari, sem lést 26. júní, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 5. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst I. Sigurðsson, Ragnar J. Henriksson, Þórður Ág. Henriksson. ] + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður og barnabarns, BRYNJARS BRAGA STEFÁNSSONAR, Spóahólum 14. Bylgja Bragadóttir, Guðmundur Stefánsson, Stefán G. Hálfdánarson, Rigmor Rössling, Ásdís Elva og Ásta Lára, Jódís Stefánsdóttir. —mmam^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.