Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 29 Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri ber ábyrgð á umfangsmiklum rekstri Kaupfélags Skagfirðinga. vart Evrópusambandinu. I smærii einingum eru menn nær ákvörðun- um. Sú mikla samþjöppun sem verið hefur í vestrænum ríkjum á öllum sviðum er mörgum áhyggjuefni og mér sýnist að alhæfíngar um hag- kvæmni stærðarinnar séu á undan- haldi. Menn þurfa að vera ábyrgir gjörða sinna og taka mið af því hvað er best fyrir samfélagið," segir Þór- ólfur. Kaupfélag Skagfirðinga rekur sláturhús og kjötvinnslu. Félagið hefur ekki tekið þátt í umræðum um sameiningu sláturhúsa og kjöt- vinnslufyrirtækja á norðanverðu landinu sem nú haíá leitt til þess að sláturhúsarekstur Kaupfélags Hér- aðsbúa og Norðvesturbandalagið hafa sameinast undir merkjum Kjöt- umboðsins í Reykjavík. Þórólfur seg- ir að ákveðin hagræðing hafi orðið í slátrun í Skagafirði, þar sé nú eitt sláturhús í stað tveggja. „Skagfirð- ingar hafa talið mikilvægt að vera með sláturhús og kjötvinnslu í héraði svo fremi það sé hagkvæmt. Við höf- um verið að efla þennan rekstur. Þótt við höfum ekki tekið þátt í sam- einingarumræðunni höfum við lýst því yfir að við séum reiðubúnir að ræða skiptingu verka milli fyrirtækj- anna og samvinnu í markaðsmálum," segir kaupfélagsstjórinn. Gæti þurft að endurmeta stefnuna „Við erum með sama sjónarmið í öðrum þáttum rekstrarins. Talið það þjóna best þessari byggð að vera Morgunblaöið/Helgi Bjarnason sjálfir með verslun, landflutninga og ýmsa aðra þjónustu við íbúana. En til þess að það hafi verið unnt höfum við orðið að auka hagkvæmni rekstrar- ins. I versluninni höfum við gert það með milliliðalausum innflutningi frá erlendum framleiðendum og birgj- um. Þessi stefna hefur gengið fram til þessa og reksturinn gengið ágæt- lega. Við fylgjumst þó grannt með þróuninni sem virðist leiða til þess að fáar verslanakeðjur yfirtaka smám saman alla verslun. Við þurfum ein- hvern tímann að taka afstöðu til þess hvort við tökum þátt í því eða höldum sömu stefnu," segir Þórólfur. KS hefur lengi rekið bifreiða- og rafmagnsverkstæði. Fyrirtækið hef- ur á síðustu árum verið að fást við ný verkefni. Það á nú meirihlutann í hugbúnaðarfyrirtækinu Element hf. á móti Opnum kerfum og smærri hluthöfum. Það er vaxandi fyrirtæki og spennandi, að mati Þórólfs. KS tók þátt í uppbyggingu hátæknifyrir- tækis og á nú Fjárvaka ehf. sem hef- ur tekið að sér að byggja upp hug- búnað og tölvur fyrir allt húsnæðislánakerfi landsins og horfir auk þess til fieiri verkefna. „Við höf- um verið að auka þjónustuna á þess- um sviðum, meðal annars með það að markmiði að þjóna opinberum stofn- unum og skapa grunn fyrir staðsetn- ingu þeirra hér. Til þess að Sauðár- krókur geti orðið stjórnsýslumiðstöð þarf ákveðna þjónustu og við viljum taka þátt í að veita hana.“ Kaupfélagið á 5% í Steinullar- verksmiðjunni og er aðili að Héraðs- vötnum hf. sem vinnur að undirbún- ingi virkjunar Héraðsvatna við Villinganes undir forystu Rafmagns- 'JlMÍllf ÍIMJJJJJ ^jÚfjJH£i> ÍzJJJzfSj] veitna ríkisins. KS er Iíklega eina kaupfélagið sem tekið hefur þátt í uppbyggingu stórvirkjunar. Þórólf- ur segir að sama markmið sé með þátttöku félagsins í þessu verkefni og uppbyggingu tölvufyrirtækjanna. „Við teljum að veruleg sóknarfæri séu í iðnaði sem tengist orkufram- leiðslu og orkunotkun og viljum vera þátttakendur í þróuninni sem þar á sér stað.“ Byggðin veikist með kaupfélögunum Eins og sést á þessari upptalningu er rekstur fyrirtækjafjölskyldu KS mjög blandaður. Spurður að því hvort ekki sé ástæða til að skipta fyr- irtækinu upp segir Þórólfur að fljót- lega komi að ákvörðunum um það hvernig best sé að halda utan um reksturinn. Hann vekur athygli á því að ný verkefni séu í flestum tilvikum í hlutafélagsformi. Þá sé mikilvægt að skilgreina vel markmið einstakra rekstrareininga og jafnvel að þjappa þeim meira saman til þess að styrkja stjórnun og sérhæfingu. „Ég hef haft miklar efasemdir um þá stefnu að skipta kaupfélögunum upp í sjálfstæð fyrirtæki og leggja áherslu á ákveðnar greinar en selja aðrar og tel að það leiði til þess að þau veikjast hratt. Þessi þróun hefur einnig leitt til þess að byggð í við- komandi héruðum hefur veikst. Eft- irgjöf kaupfélaganna hefur haft miklu meiri áhrif á þróun byggðar en menn hafa almennt viðurkennt og sýnir okkur í dag hvað kaupfélögin voru mikilvæg eða hvað það er mikil- vægt að hafa öflug fyrirtæki í öllum byggðum, sama í hvaða formi þau eru,“ segir Þórólfur. KS á mikla möguleika „Nei, það þarf alls ekki að vera,“ segir Þórólfur þegar hann er spurð- ur að því hvort þróunin síðustu árin bendi ekki til þess að samvinnufélög- in tilheyri liðinni tíð og vekur athygli á Kaupfélagi Skagfirðinga í því efni. Hann tekur þó undir þau orð að tO- tölulega fá kaupfélög séu eftir og mörg þeirra að láta undan síga í sam- keppninni. Enn eru nokkur öflug samvinnufé- lög starfandi, meðal annars í mjólk- urvinnslu og kjötvinnslu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þá eru starf- andi nokkur stórfyrirtæki sem eiga rætur í samvinnuhreyfingunni, með- al annars Olíufélagið hf., VIS og Samskip. Þessi félög eiga víða ítök og hafa oft haldið saman í átökum fyrirtækjablokka. Þórólfur segir að þessi fyrirtæki séu nú í eigu ótengdra aðila og í raun fjarlæg gamla samvinnufélagagrunninum. Þórólfur lýsir þeirri skoðun sinni að viðskiptasjónarmið eigi að ráða sam- vinnu fyrirtækja um verkefni, rétt eins og gert hafi verið hjá KS, en ekki gamlar óljósar tengingar eins og séu á milli umræddra fyrirtækja á sögulegum grunni. Fyrirtæki verði að halda saman til að ná tilteknum mai'kmiðum, ekki bara til að halda saman. „Ég get tekið undir það að menn hafi of seint látið rekstrarsjónarmið ráða ákvarðanatöku og önnur sjón- armið of lengi verið í forgrunni. Þess vegna fór svona fyrir mörgum kaup- félögum," segir Þórólfur. Hann telur að Kaupfélag Skag- firðinga eigi mikla möguleika í fram- tíðinni en ítrekar að viðskiptaleg sjónai-mið þurfi ávallt að vera í for- grunni og forystan framsýn. Vonast hann til þess að félagið haldi sterkri stöðu í sjávarútvegi, landbúnaði, iðn- aði og þjónustu. Hins vegar hefur hann áhyggjur af öðrum kaupfélög- um, segir að kannski verði eftir ein- hver kaupfélög í verslun og þjónustu en fá eða engin með rekstur í land- búnaði og sjávarútvegi. Barcelona 12. júlí irá hr. 34.955 ýftustu 11 saetin Einstakt tækifæri fyrir þá vilja kynnast þessari heillandi borg sem er tvímælalaust ein mest spennandi borg Evrópu í dag. Nú getur þú tryggt þér gistingu og sæti til Barcelona á frábærum kjörum. Þú bókar núna og tryggir þér sæti og gistingu, og 4 dögum fyrir brottfor hringjum við í þig og segjum þér hvar þú gistir. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 34.955 Verð kr. 39.990 Verð m.v. hjón með bam 2-11 ára, 12. júli, flug og hótel. Austurstræti 17, 2. hæð sími 595 1000 www.heimsferdir.is Verð m.v. 2 í herbergi, flug, gisting, skattar, 12.júlí. mm HEIMSFERÐIR mXSMá Ég gerði bara það sem Gaui litli sagði mér að gera.... ...og á 16 vikum missti ég 30 kg! 3.og 5. júlí hefjast í World Class 8-vikna aðhaldsnámskeið með Gauja, Bubbu. Ný námskeið með breyttum áherslum Þetta allt er innifaliö Hjólaspuni 3 til 5 sinnum i viku. Ýtarleg kennslugögn. Vigtun - Fitumæling. Matardagbækur. . Fræösludágur. Hvetjandi verðlaun. Fjöldi mataruppskrifta. Einka viðtal við Gauja litla. Viötal við næringarráðgjafa. Æfingarbolur og vatnsbrúsi. Þrir heppnir fá fritt á næsta námskeið. Ótakmarkaður aðgangur að World Class. WorltiClass /œum <7 REYKJAVÍK VIÐ AUSTliRV Við bjóðum upp á: Morguntíma, eftirmiðdagstíma og kvöldtíma. Margra ára reynsla okkar tryggir þér frábæran árangur Skráning stenduryfir núna í síma: 896 1298 NEW BALANCE FATNAÐUR OG SKÓR Fasteignir á Netinu mbl.is -AL.L.TAf= A/V7T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.